Loftslagsútsaumur alþingismannsins

Andrés Ingi Jónsson alþingismaður birti nýlega á Twitter síðunni sinni mynd af útsaumi sem hann gerði. Útsaumurinn vakti athygli loftslag.is og báðum við hann um að senda okkur myndina og útskýra hugmyndina. Hér má sjá útsauminn.

Mynd: Andrés Ingi Jónsson, útsaumur af árlegu fráviki meðalhita Jarðar síðustu 140 árin

Aðspurður þá sagðist hann hafa langað til að föndra eitthvað í páskafríinu og datt honum þá í hug að sauma út þetta frábæra súlurit frá NOAA, sem sem sýnir árleg frávik frá meðalhita Jarðar síðustu 140 árin. Enda er þetta ótrúlega skýr framsetning á áhrifum loftslagsbreytinga af mannavöldum. Svo fannst honum handavinnan enn skemmtilegri en hann bjóst við og sagan sem súlurnar sýna svo spennandi að hann kláraði stykkið löngu fyrir páska! Hann þarf því að finna sér eitthvað annað til að dunda sér við yfir páskana.

Okkur á loftslag.is finnst þetta mjög áhugavert og værum alveg til í að heyra ef fleiri frambjóðendur fyrir næstu alþingiskosningar vilja deila með okkur einhverjum hugleiðingum, listaverkum eða hverju öðru því sem tengist loftslagsmálunum, það gæti verið gaman að því.

Færsla Andrésar Inga á Twitter.

Athugasemdir

ummæli

Tags:

About Sveinn Atli

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.