Loftslag.is

Category: Heit málefni

Ýmis málefni sem teljast til heitra málefna

  • Heitt: Jöklar Himalayafjalla eru ekki að hopa vegna hlýnunar jarðar!

    discussionFyrr í vikunni kom út skýrsla eða réttara sagt umræðurit (discussion paper) sem gefið er út af Umhverfis og skógræktaráðuneyti Indlands (Ministry of Environment & Forests). Um þessa skýrslu eða réttara sagt ummæli Umhverfisráðherra Indlands, Jairam Ramesh, hafa spunnist heitar umræður um hlýnun jarðar og jökla Himalaya – en í ritinu er því meðal annars haldið fram að ekki sé búið að finna tengsl milli hlýnunar og hörfunar jökla Himalayafjalla – Ramesh hefur verið yfirlýsingaglaður, eins og sjá má í frétt um málið sem birtist á mbl.is: Segir hlýnun ekki ástæðu þess að jöklar hopi. Formaður IPCC  Rajendra Pachauri hefur svarað samlanda sínum, sjá frétt í vefsíðu Guardian: India ‘arrogant’ to deny global warming link to melting glaciers

    Höfundur ritsins er V.K. Raina  – sem var háttsettur jarðfræðingur hjá Jarðfræðastofnun Indlands og það heitir: Himalayan Glaciers. A State-of-Art Review of Glacial Studies, Glacial Retreat and Climate Change

    Við á loftslag.is erum búnir að fletta aðeins í gegnum þetta rit og það fyrsta sem við rákum okkur á er heimildalistinn – sem er stuttur, miðað við hvað þetta er viðamikið viðfangsefni. Það sem skemmir þó þessa skýrslu mest er að hún er álit eins manns, sem nú þegar er með efasemdastimpil á bakinu.

    Efnið er áhugavert, þótt taka verði túlkanir höfundar með fyrirvara. Það getur nefnilega vel verið að jöklar í Himalaya hegði sér öðruvísi en aðrir jöklar í heiminum – séu ekki að hopa vegna hlýnunar – minni úrkoma kannski (þá vegna loftslagsbreytinga)?

    En það breytir ekki þeirri staðreynd að jöklar heims eru almennt séð að hopa – þynnast og minnka og út um allan heim er það tengt hlýnandi veðurfari – þ.e. það er meiri bráðnun og bráðnunin stendur lengur yfir en verið hefur.

  • Heit málefni: Pistlahöfundur BBC lýsir eftir hlýnun jarðar

    Mikið hefur verið rætt undanfarna viku um pistil á síðu BBC sem birtist þann 9. október. Paul Hudson ræðir þar um töf á hlýnun jarðar sem sjá má ef rýnt er í hitastig síðustu 11 ára. Hann ræðir þar ýmsar nálganir og útskýringar á því að hlýnunin hefur hægt á sér síðustu áratugi og að loftslagslíkön hafi ekki spáð fyrir um það.

    Eins og lesendur hér hafa eflaust tekið eftir, þá birtist hér á loftslag.is pistill um sams konar málefni fyrir stuttu – Er jörðin að hlýna? Þá má benda á nýlegan pistil í Guardian um pistilinn í BBC.

    Hnattrænt hitastig samkvæmt GISS gögnum frá árinu 1980. Rauða línan sýnir árleg gögn, stóri rauði kassinn sýnir bráðabirgðagögn fyrir árið 2009 úr frá hitastigi frá janúar-ágúst. Græna línan sýnir 25 ára leitnilínu (0,19°C á áratug). Bláa línurnar sýna síðustu tvær tíu-ára leitnilínur (0,18°C á áratug fyrir 1998-2007, 0,19°C fyrir 1999-2008).
    Hnattrænt hitastig samkvæmt GISS gögnum frá árinu 1980. Rauða línan sýnir árleg gögn, stóri rauði kassinn sýnir bráðabirgðagögn fyrir árið 2009 úr frá hitastigi frá janúar-ágúst. Græna línan sýnir 25 ára leitnilínu (0,19°C á áratug). Bláa línurnar sýna síðustu tvær tíu-ára leitnilínur (0,18°C á áratug fyrir 1998-2007, 0,19°C fyrir 1999-2008).
  • Heitt: Tengsl milli öfgaveðurs og loftslagsbreytinga?

    MabletonEins og oft  er bent á, þá er sitthvað veður og loftslag. Það geta alltaf komið öfgar í veðrum og hafa alltaf gert. Undanfarin nokkur ár hafa raddir gerst háværari um að öfgar í veðri séu bein afleiðing af hlýnun jarðar – en sjaldnast hefur verið hægt að færa sönnur fyrir því.

    Nú hefur bandaríski veðurfræðingurinn og fyrrum efasemdarmaður um hlýnun jarðar af mannavöldum bent á tengsl á milli öfga í veðri og hlýnun loftslags. Tengslin eru þessi í stuttu máli að hans mati (ég vona að veðurfræðingar fari ekki á límingunum á þessari einföldun minni):

    Hæð á 500 hektapaskala loftþrýstingi hefur aukist víða á norðurhveli jarðar vegna hlýnunar jarðar, en 1000 hektapaskala loftþrýstingurinn hefur haldist í svipaðri hæð. Þetta hefur breytt hæðar- og lægðakerfum sem valdið hafa óvenjulegri úrkomu og hitafrávikum – sem tengjast þessum 500 hektapaskala loftþrýstingsbólum.

    Ein slík bóla sást yfir Evrópu og Asíu um svipað leiti og rigningin mikla varð í Tyrklandi í byrjun september. Svipuð bóla var yfir Bandaríkjunum fram yfir miðjan september  í tvær vikur sirka og allan þann tíma var óvenjulegt veður í suðurríkjunum – sem endaði síðan í flóðunum í Atlanta í Georgíufylki – sem er óvenjulegt þegar það er ótengt fellibyljum eða hitabeltisstormum. Hann nefnir önnur dæmi um óvenjulegt veðurfar tengt þessum loftþrýstingsbólum. Hann endar færsluna síðan á þessum orðum:

    Nevertheless, there’s a straightforward connection in the way the changing climate “set the table” for what happened this September in Atlanta and elsewhere. It behooves us to understand not only theoretical expected increases in heavy precipitation (via relatively slow/linear changes in temperatures, evaporation, and atmospheric moisture) but also how changing circulation patterns are already squeezing out that moisture in extreme doses and affecting weather in other ways.

    Það verða eflaust deilur um þetta á næstunni og verður fróðlegt að fylgjast með því.

    Sjá bloggfærslu hans, en þar eru fullt af skýringarmyndum og farið tæknilega yfir þetta fyrir áhugamenn um veðurfar: Off the chain without a ‘cane

  • Heitt: Er hokkíkylfan ónýt?

    McIntyre er maður nefndur, vísindabloggari og efasemdamaður um hlýnun jarðar af mannavöldum. En hann hefur í gegnum tíðina verið ákafur í því að gagnrýna hokkíkylfuna (sjá Hokkíkylfan er röng). Nú telur hann sig hafa fundið vísbendingar um að hokkíkylfan sé ómerk.

    Ályktanir McIntyre

    Samkvæmt McIntyre eru rjáhringjagögn fyrir Yamal hérað í Rússlandi of fá til að vera tölfræðilega marktæk og virðast vera handtínd úr stærri hópi gagna. Þegar allt gagnasafnið (eða annar hluti þess) er tekið þá sýna þau aðra mynd en hin klassíska hokkíkylfa – þ.e. litla sem enga hlýnun síðastliðin 100 ár eða svo.

    Þar sem hokkíkylfan byggir að hluta til á þessum gögnum, þá þykir McIntyre nokkuð ljóst að hokkíkylfan er röng. Þar sem hokkíkylfan er röng, þá þykir honum nokkuð ljóst að hlýnun jarðar nú er ekki eins áhrifamikil og hokkíkylfan sýnir. Því eru þetta náttúrulegar sveiflur og hlýnun jarðar ekki af mannavöldum. Þessi frétt hefur síðan farið eins og eldur um sinu.

    Samanburður á trjáhringjagögnum frá Yamal. Rauða línan sýnir með 12 handvöldum sýnum. Svarta línan ef gögn frá Khadyta á eru tekin með og hin 12 sýnin ekki (mynd af heimasíðu McIntyre). Samanburður á trjáhringjagögnum frá Yamal. Rauða línan sýnir hitastigsproxý með 12 handvöldum sýnum. Svarta línan ef gögn frá Khadyta á eru tekin með og hin 12 sýnin ekki (mynd af heimasíðu McIntyre).

    RealClimate er búið að skrifa um ásakanir hans á kaldhæðinn en sannfærandi hátt: Hey Ya! (mal), en einnig hefur Briffa (einn af þeim sem ásakaður er um falsanir) svarað honum: The Yamal ring-width chronology of Briffa (2000).

  • Heitt: Bandarísk auglýsing vekur furðu

    Nýleg bandarísk auglýsing hefur vakið furðu og sýnir eflaust best hversu langt sumir vilja ganga til að koma í veg fyrir sátt milli þjóða heims í að draga úr losun CO2. Sjá umfjöllun á vef Guardian.

  • Heitt: Kólnun næstu 10-20 árin?

    Norður-Atlantshafsveifluvísirinn. Á leið til kólnunar?
    Norður-Atlantshafsveifluvísirinn. Á leið til kólnunar?

    Nú eru menn einstaklega heitir við að túlka ummæli Mojib Latif (einn af  loftslagsfræðingum IPCC) sem sagði að búast mætti við töluverðri kólnun á næstu 10-20 árum, samkvæmt loftslagslíkönum. Taldi hann að breytingar í Norður-Atlantshafssveiflunni (e. North Atlantic Oscillation – NAO) myndi tímabundið yfirgnæfa þá hlýnun sem verður vegna aukningar í gróðurhúsalofttegundum, eins og kemur fram í frétt NewScientist um málið.

    Þeir sem efast um (afneita) hlýnun jarðar af mannavöldum hafa gripið þetta á lofti. Menn eru þó ekki á eitt sáttir um túlkun á orðum Latifs, sjá hér og hér.

    Þessi skyndilega trú efasemdarmanna á loftslagslíkönum og loftslagsfræðingum IPCC er merkileg. Einnig skal bent á að þó að þessi “spá” hans rætist, þá segir það ekkert um hlýnun jarðar af mannavöldum. Náttúrulegar sveiflur í loftslagi er nokkuð sem loftslagsfræðingar eru almennt sammála um að muni gerast, þótt erfitt sé að spá fyrir um þær. Á eftir niðursveiflu náttúrulegra ferla sem hafa áhrif á loftslag kemur venjulega uppsveifla – þá er voðinn vís.

    Hitt ber þó að geta að svo virðist sem þetta hafi verið svona “Hvað ef” dæmi og svo virðist sem hann hafi sagt í lokin að þó þetta myndi gerast, þá kæmi hlýnunin óhjákvæmilega aftur.