Heitt: Tengsl milli öfgaveðurs og loftslagsbreytinga?

MabletonEins og oft  er bent á, þá er sitthvað veður og loftslag. Það geta alltaf komið öfgar í veðrum og hafa alltaf gert. Undanfarin nokkur ár hafa raddir gerst háværari um að öfgar í veðri séu bein afleiðing af hlýnun jarðar – en sjaldnast hefur verið hægt að færa sönnur fyrir því.

Nú hefur bandaríski veðurfræðingurinn og fyrrum efasemdarmaður um hlýnun jarðar af mannavöldum bent á tengsl á milli öfga í veðri og hlýnun loftslags. Tengslin eru þessi í stuttu máli að hans mati (ég vona að veðurfræðingar fari ekki á límingunum á þessari einföldun minni):

Hæð á 500 hektapaskala loftþrýstingi hefur aukist víða á norðurhveli jarðar vegna hlýnunar jarðar, en 1000 hektapaskala loftþrýstingurinn hefur haldist í svipaðri hæð. Þetta hefur breytt hæðar- og lægðakerfum sem valdið hafa óvenjulegri úrkomu og hitafrávikum – sem tengjast þessum 500 hektapaskala loftþrýstingsbólum.

Ein slík bóla sást yfir Evrópu og Asíu um svipað leiti og rigningin mikla varð í Tyrklandi í byrjun september. Svipuð bóla var yfir Bandaríkjunum fram yfir miðjan september  í tvær vikur sirka og allan þann tíma var óvenjulegt veður í suðurríkjunum – sem endaði síðan í flóðunum í Atlanta í Georgíufylki – sem er óvenjulegt þegar það er ótengt fellibyljum eða hitabeltisstormum. Hann nefnir önnur dæmi um óvenjulegt veðurfar tengt þessum loftþrýstingsbólum. Hann endar færsluna síðan á þessum orðum:

Nevertheless, there’s a straightforward connection in the way the changing climate “set the table” for what happened this September in Atlanta and elsewhere. It behooves us to understand not only theoretical expected increases in heavy precipitation (via relatively slow/linear changes in temperatures, evaporation, and atmospheric moisture) but also how changing circulation patterns are already squeezing out that moisture in extreme doses and affecting weather in other ways.

Það verða eflaust deilur um þetta á næstunni og verður fróðlegt að fylgjast með því.

Sjá bloggfærslu hans, en þar eru fullt af skýringarmyndum og farið tæknilega yfir þetta fyrir áhugamenn um veðurfar: Off the chain without a ‘cane

Athugasemdir

ummæli

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál