Heitt: Jöklar Himalayafjalla eru ekki að hopa vegna hlýnunar jarðar!

discussionFyrr í vikunni kom út skýrsla eða réttara sagt umræðurit (discussion paper) sem gefið er út af Umhverfis og skógræktaráðuneyti Indlands (Ministry of Environment & Forests). Um þessa skýrslu eða réttara sagt ummæli Umhverfisráðherra Indlands, Jairam Ramesh, hafa spunnist heitar umræður um hlýnun jarðar og jökla Himalaya – en í ritinu er því meðal annars haldið fram að ekki sé búið að finna tengsl milli hlýnunar og hörfunar jökla Himalayafjalla – Ramesh hefur verið yfirlýsingaglaður, eins og sjá má í frétt um málið sem birtist á mbl.is: Segir hlýnun ekki ástæðu þess að jöklar hopi. Formaður IPCC  Rajendra Pachauri hefur svarað samlanda sínum, sjá frétt í vefsíðu Guardian: India ‘arrogant’ to deny global warming link to melting glaciers

Höfundur ritsins er V.K. Raina  – sem var háttsettur jarðfræðingur hjá Jarðfræðastofnun Indlands og það heitir: Himalayan Glaciers. A State-of-Art Review of Glacial Studies, Glacial Retreat and Climate Change

Við á loftslag.is erum búnir að fletta aðeins í gegnum þetta rit og það fyrsta sem við rákum okkur á er heimildalistinn – sem er stuttur, miðað við hvað þetta er viðamikið viðfangsefni. Það sem skemmir þó þessa skýrslu mest er að hún er álit eins manns, sem nú þegar er með efasemdastimpil á bakinu.

Efnið er áhugavert, þótt taka verði túlkanir höfundar með fyrirvara. Það getur nefnilega vel verið að jöklar í Himalaya hegði sér öðruvísi en aðrir jöklar í heiminum – séu ekki að hopa vegna hlýnunar – minni úrkoma kannski (þá vegna loftslagsbreytinga)?

En það breytir ekki þeirri staðreynd að jöklar heims eru almennt séð að hopa – þynnast og minnka og út um allan heim er það tengt hlýnandi veðurfari – þ.e. það er meiri bráðnun og bráðnunin stendur lengur yfir en verið hefur.

Athugasemdir

ummæli

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál