Loftslag.is

Category: Léttmeti

Létt efni og grín

  • Hvað veistu um hitastig á Jörðinni?

    Heimasíða NASA um hnattrænar loftslagsbreytingar er skemmtileg – allavega fyrir áhugafólk um loftslagsbreytingar og mjög notendavæn. Þar er meðal annars skemmtilegt próf þar sem hægt er að athuga þekkingu sína á hitastigi Jarðar.

    Til að taka prófið, smelltu þá á myndina hér fyrir neðan (eða á þennan tengil – NASA Global Climate Change site). Á forsíðunni hægra megin er glugginn “Cool Stuff” og má þar meðal annars finna prófið “Hot Challenge”. Sá sem þetta skrifar fékk ekki fullt hús stiga – þorir þú?

  • Vísindahliðið

    Skemmtileg háðsádeila sem tengist Climategate málinu svokallaða. Eftirfarandi er lýsingin, sem fylgir á YouTube frá Mark Fiore, sem er höfundurinn, á myndbandinu:

    Sjáið hverjir aðrir eru viðriðnir hinna svokölluðu “Climategate” tölvupósta sem voru birtir rétt fyrir loftslagsráðstefnuna í Kaupmannahöfn. Hverjir aðrir kalla fólk fífl og láta sínu persónulegu hleypidóma inní bréfaskriftir varðandi rannsóknir sínar? Pólitísk teiknimynd eftir Mark Fiore.

    Tengt efni af Loftslag.is

  • Léttmeti: Getraun, verðlaun í boði

    Hér fyrir neðan eru þrjár myndir sem sýna eiga breytileika í hitastigi yfir hnöttinn. Getraunin felst í því að giska á hvaða tímabil hver mynd á að sýna, en tímabilið getur verið mislangt og hitastig fengið með ýmsum aðferðum, beinum og óbeinum.

    Hver mynd sýnir frávik frá þeim meðalhita sem reiknaður hefur verið milli áranna 1961-1990. Ef ferningur er t.d. dökkblár, þá var hitinn á því svæði og á þeim tíma um 0,9-2,5°C kaldari en fyrir meðaltal áranna 1961-1990. Vínrauður (dökkrauður) ferningur segir okkur að þá var hitinn á því svæði og á þeim tíma um 0,9-1,4°C heitari en fyrir meðaltal áranna 1961-1990. Hvítir reitir þýða sama hita og var milli áranna 1961-1990.

    Mynd 1
    Mynd 1

     

    Mynd 2
    Mynd 2

     

    Mynd 3
    Mynd 3
    06646Í verðlaun verður einstaklega áhugaverð bók, sem nefnist Mannlaus veröld og er eftir Alan Weisman og er hér í þýðingu Ísaks Harðarssonar, formála ritar Andri Snær Magnason. Bókin fjallar í stuttu máli um það hvernig Jörðinni og lífríki þess myndi vegna ef mannkynið myndi allt í einu hverfa á jörðinni. Sjá heimasíðuna The World Without Us
    .
    Reglur: Þrjú gisk á mann og sá giskari sem er fyrstur að giska rétt – vinnur. Ef rétt svar verður ekki komið eftir viku, þá verður sá eða sú sem er næst lagi vinningshafi getraunarinnar. Gisk þurfa að birtast í athugasemdum hér fyrir neðan.
    .
    Ef það gengur illa að giska, þá má búast við einhverjum vísbendingum frá ritstjórum loftslag.is.
  • Léttmeti: Loftslagsdeilan tekur óvænta stefnu

    Það er ekki ofsögum sagt að þetta séu líflegar rökræður á milli Al Gore og Lord Monckton í þessu myndbandi.

    .

  • Léttmeti: NASA – enginn heimsendir 2012

    Úr myndinni 2012 sem kemur út fyrir jól, John Cusack bjargar málunum við heimsenda.
    Úr myndinni 2012 sem kemur út fyrir jól, John Cusack bjargar málunum við heimsenda.

    Eftir margra ára vangaveltur um það hvort það verði heimsendir árið 2012, þá hefur vísindamaður hjá NASA loks séð ástæðu til að gefa út þá yfirlýsingu að heimurinn muni að öllum líkindum ekki enda árið 2012. Ekki sé von á árekstri loftsteins (hvað þá plánetu) árið 2012 og ekki er talið að sólgos muni rista jörðina það sama ár.  

    Vísindamaður hjá NASA, David Morrison segir að kvikmyndir eins og 2012 byggi að engu leiti á vísindalegum rannsóknum:

    “I don’t have anything against the movie. It’s the way it’s been marketed and the way it exploits people’s fears,”

    Lesa má um málið nánar á heimasíðu Discovery, en einnig hefur David Morrison útbúið heimasíðu um þessar vafasömu heimsendahugmyndir.

  • Léttmeti: Pondus uppgötvar hlýnun jarðar

    Pondus eftir Frode  - úr fréttablaðinu 24 okt 2009.
    Pondus eftir Frode Overly- úr fréttablaðinu 24 okt 2009.
  • Léttmeti: Bill Maher fer á kostum

    Hér fyrir neðan er myndband með Bill Maher, sem er grínari og þáttastjórnandi af góðu gerðinni. Umfjöllunarefni hans í þessu broti er að hluta til um umræðuna um loftslagsmál vestan hafs.

  • Léttmeti: Torfþök á öll hús

    mg20427284_900-1_300Það er víst ekki sama torfbær og torfbær, samkvæmt nýrri rannsókn á því hversu mikið hús með torfþaki binda mikið kolefni. Þau sem stóðu að rannsókninni skoðuðu 12 torfþök og byggðu að auki sitt eigið hús með torfþaki.

    Það kom í ljós að þessi torfþök náðu að binda allt að 375 grömm á fermetra, þau tvö ár sem rannsóknin stóð yfir.

    Það hljómar ekki mikið, en ef milljón manna borg myndi taka upp á því að skipta um þak fyrir allar sínar byggingar, þá myndi það binda jafn mikið CO2 og tíuþúsund jeppar losa á ári.

    Sá hængur er á að það tekur allt að sjö ár fyrir þakið að byrja að binda kolefnið í nægilega miklu magni til að vinna upp allt kolefnið sem fer í að gera það. 

    Heimildir

    Getter o.fl. 2009: Carbon Sequestration Potential of Extensive Green Roofs (ágrip).

  • Léttmeti: Gæði tékkneska bjórsins gæti versnað við hlýnun jarðar

    pilsenerAfleiðingar hlýnunar jarðar tekur á sig margar myndir. Nú bendir margt til þess að hlýnun jarðar geti átt eftir að hafa slæm áhrif á svokallað Saaz humla sem er ein af afurðunum sem þykir hvað mikilvægust til að brugga hinn frábæra tékkneska bjór (svokallaðan Pilsner).

    Vísindamenn frá Tékklandi og Bretlandi notuðu veðurfarsgögn með hárri upplausn, uppskeru og gæði humlana til að áætla afleiðingar loftslagsbreytinga á Saaz humlana í Tékklandi milli 1954 og 2006. Humlarnir sem taldir eru bestir innihalda um 5% af svokallaðri alfa sýru, sem þykir nauðsynleg til að búa til hið fína, bitra bragð af hinum tékkneska bjór.

     Rannsóknir vísindamanna bendir til að magn alfa sýrunnar hafi minnkað um 0,06% síðan 1954 og að úlit sé fyrir að með hlýnun jarðar þá muni gæði humlana minnka enn frekar.

    Þetta kemur heim og saman við niðurstöður rannsókna annars staðar frá, en talið er að humlaræktun í Austur Þýskalandi og Slóvakíu sé í svipað vondum málum.

    Heimildir

    Hægt er skoða greinina hér: The impact of climate change on the yield and quality of Saaz hops in the Czech Republic