Léttmeti: Gæði tékkneska bjórsins gæti versnað við hlýnun jarðar

pilsenerAfleiðingar hlýnunar jarðar tekur á sig margar myndir. Nú bendir margt til þess að hlýnun jarðar geti átt eftir að hafa slæm áhrif á svokallað Saaz humla sem er ein af afurðunum sem þykir hvað mikilvægust til að brugga hinn frábæra tékkneska bjór (svokallaðan Pilsner).

Vísindamenn frá Tékklandi og Bretlandi notuðu veðurfarsgögn með hárri upplausn, uppskeru og gæði humlana til að áætla afleiðingar loftslagsbreytinga á Saaz humlana í Tékklandi milli 1954 og 2006. Humlarnir sem taldir eru bestir innihalda um 5% af svokallaðri alfa sýru, sem þykir nauðsynleg til að búa til hið fína, bitra bragð af hinum tékkneska bjór.

 Rannsóknir vísindamanna bendir til að magn alfa sýrunnar hafi minnkað um 0,06% síðan 1954 og að úlit sé fyrir að með hlýnun jarðar þá muni gæði humlana minnka enn frekar.

Þetta kemur heim og saman við niðurstöður rannsókna annars staðar frá, en talið er að humlaræktun í Austur Þýskalandi og Slóvakíu sé í svipað vondum málum.

Heimildir

Hægt er skoða greinina hér: The impact of climate change on the yield and quality of Saaz hops in the Czech Republic

Athugasemdir

ummæli

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál