Léttmeti: NASA – enginn heimsendir 2012

Úr myndinni 2012 sem kemur út fyrir jól, John Cusack bjargar málunum við heimsenda.

Úr myndinni 2012 sem kemur út fyrir jól, John Cusack bjargar málunum við heimsenda.

Eftir margra ára vangaveltur um það hvort það verði heimsendir árið 2012, þá hefur vísindamaður hjá NASA loks séð ástæðu til að gefa út þá yfirlýsingu að heimurinn muni að öllum líkindum ekki enda árið 2012. Ekki sé von á árekstri loftsteins (hvað þá plánetu) árið 2012 og ekki er talið að sólgos muni rista jörðina það sama ár.  

Vísindamaður hjá NASA, David Morrison segir að kvikmyndir eins og 2012 byggi að engu leiti á vísindalegum rannsóknum:

“I don’t have anything against the movie. It’s the way it’s been marketed and the way it exploits people’s fears,”

Lesa má um málið nánar á heimasíðu Discovery, en einnig hefur David Morrison útbúið heimasíðu um þessar vafasömu heimsendahugmyndir.

Athugasemdir

ummæli

Tags:

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál