Þó loftslagsmýtur séu á undanhaldi, þá geta þær birst á ýmsa vegu og jafnvel hjá því fólki sem vill raunverulega draga úr losun CO2 út í andrúmsloftið. Það er einmitt oft erfitt að gera sér grein fyrir hvað er satt og rétt í þessum efnum og því mjög hressandi að horfa á myndband þar sem loftslagsvísindamaðurinn Dr Adam Levy fer yfir nokkrar algengar loftslagsmýtur sem þvælast stundum fyrir í umræðunni.
Category: Léttmeti
Létt efni og grín
-

Mýtublöðrur sprengdar
Hér má finna myndband sem Hank nokkur Green, gerði, þar sem hann eyðir tíu algengum mýtum á undir fjórum mínútum og geri aðrir betur.
Tengt efni á loftslag.is
-

Hvernig hljómar hnattræn hlýnun
Ungur sellóleikari að nafni Daniel Crawford hefur útsett tónverk til að sýna fram á hnattræna hlýnun í tónum. Fróðleg aðferð – heyrir þú leitnina?
Heimild og nánar um verkið:
Tengt efni á loftslag.is:
-

Stephen Colbert – Frumlegur snúningur á loftslagsumræðunni
Hin ameríski húmoristi og samfélagsrýnir Stephen Colbert tekur frumlegan snúning á loftslagsmálunum og afneituninni í þætti sínum The Colbert Report, sjá myndband:
Nánar má lesa um þetta á Grist.org:
Tengt efni á loftslag.is: -

Jólakveðja
Við óskum lesendum okkar gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.
Það verður rólegt hér á loftslag.is yfir hátíðirnar, þó stöku pistlar geti ratað inn ef tilefni gefst. Við minnum á að töluvert lesefni er að finna hér á loftslag.is, sjá t.d. Leiðakerfi síðunnar og tilvísanir í ýmsar mikilvægar síður hér.
-

Loftslagsbreytingar og samsæriskenningar
Ný rannsókn sem gerð var við Háskólann í vestur Ástralíu sýnir ákveðin tengsl milli þess að afneita loftslagsvísindum og vilja til að samþykkja samsæriskenningar. Niðurstaða rannsóknarinnar byggir á spurningalistum sem birtur var á ýmsum bloggum milli ágúst og október 2010.Samkvæmt niðurstöðu rannsóknarinnar þá var mikil fylgni á milli þess að aðhyllast fjölda samsæriskenninga og að afneita loftslagsvísindum. Að sama skapi virðist sú afneitun sýna töluverða fylgni hjá þeim sem aðhyllast markaðshyggju (e. free-market economics).
Þessi rannsókn styður að mörgu leiti fyrri rannsóknir sem tengt hafa samsæriskenningar við afneitun vísinda, en oft virðist fólk sem aðhyllist samsæriskenningar einmitt nota skort á sönnunargögnum – sem styður þeirra eigin sýn á raunveruleikanum – sem rök fyrir því að samsæriskenningin sé sönn.
Heimildir og ítarefni
Lesa má niðurstöðu rannsóknarinnar hér: NASA faked the moon landing|Therefore (Climate) Science is a Hoax: An Anatomy of the Motivated Rejection of Science
Umfjöllun um rannsóknina má lesa á heimasíðu Desmogblog: Research Links Climate Science Denial To Conspiracy Theories, But Skeptics Smell A Conspiracy
Tengt efni á loftslag.is
-

Undarleg hegðun vísindamanna…
The Onion News Network er með skemmtilegan vinkil á það sem þau kalla undarlega hegðun vísindamanna. Kannski ágætis veganesti inní helgina.Góða helgi og gangið vel um gleðinnar dyr.
Nation’s Climatologists Exhibiting Strange Behavior (Season 1: Ep 5 on IFC)Tengt léttmeti á loftslag.is:
-

Víngerðarmenn í vanda
Hækkandi hitastig mun valda því að ræktendur hágæðavínviðja í Kaliforníu og fleiri stöðum í Bandaríkjunum munu lenda í vandræðum á næstu 30 árum, samkvæmt nýrri rannsókn sem vísindamenn Stanford Háskóla gerðu.Í rannsókninni kemur fram að útlit sé fyrir að landsvæði sem nothæft verður til að framleiða hágæða vínvið í Kaliforníu mun minnka um 50% vegna hnattrænnar hlýnunar. Þessi rannsókn er unnin í kjölfar annarar rannsóknar þar sem spár bentu til að 81 prósent svæða sem framleiða hágæða vínvið myndu ekki henta til þess í lok aldarinnar.
Önnur svæði eru talin geta tekið við hluta af þeirri framleiðslu, t.d. í Oregon og Washington. Þrjátíu ár eru skammur tími í landbúnaði og því ljóst að víngerðarmenn í Bandaríkjunum þurfa að halda vel á spöðunum ef framleiðsla á ekki að dragast saman.
Heimildir og ítarefni
Greinin birtist í Environmental Research Letters og eftir Diffenbaugh o.fl. 2011: Climate adaptation wedges: a case study of premium wine in the western United States
Ítarleg umfjöllun um greinina má finna á heimasíðu Stanford Háskóla: Global warming’s Impact on Premium Wine
Tengt efni á loftslag.is




