Stærsta vindorkuver heims hóf starfsemi í Danmörku síðastliðinn fimmtudag. Yfir 200.000 dönsk heimili geta búist við að rafmagn til heimilisins komi frá vindmylluorkuverinu Horns Rev II, sem statt er um 30 km. undan ströndum Danmerkur. Raforkuframleiðsla versins verður u.þ.b. 2,2% af heildarnotkuninni í konungsríkinu eða um 800 Gw/h árlega. Um 20% af allri raforkuþörf Danmerkur er nú framleidd með vindmyllum. Það kom fram í máli Connie Hedgaard umhverfis- og orkumálaráðherra Dana, að á næstu árum eru áætlanir um að 3-falda raforkuframleiðslu á grunnsævinu umhverfis Danmörk.
Frétt: Stærsta vindorkuver í heimi hóf starfsemi í Danmörku
Posted in: Fréttir
– 19/09/2009
Leave a Reply