Frétt: Samantekt um loftslagsbreytingar frá Sameinuðu þjóðunum

CCC_Cover

Á vegum umhverfisverkefna Sameinuðu þjóðanna (The United Nations Environment Program – UNEP) kom út í dag merkileg skýrsla eða samantekt, um loftslagsbreytingar. Hún er byggð á um 400 nýjum rannsóknum á kerfum jarðar og loftslagi þess, sem hafa birst í ritrýndum greinum síðastliðin þrjú ár – eða frá því fjórða skýrsla IPCC kom út.

Þessi skýrsla er ekki sambærileg við IPCC-skýrslurnar þar sem mikill fjöldi vísindamanna og embættismanna urðu að vera sammála um hvað stóð í þeirri skýrslu og ekki eiginlegt framhald þeirra skýrsla. Þess í stað er hún samantekt margra áhugaverðra uppgötvana, túlkana, hugmynda og niðurstaðna sem hafa komið fram síðustu þrjú ár. 

 Á næstu dögum ætlum við að fjalla um hvern kafla skýrslunnar og benda á það athyglisverðasta sem við finnum í þeim.

Skýrsluna má finna hér: Climate Change Science Compendium

Til samanburðar þá er íslensk skýrsla, sem unnin er út frá fjórðu skýrslu IPCC og sérstökum spjótum er beint að Íslandi, að finna hér: Hnattrænar loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi

Athugasemdir

ummæli

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál