Frétt: Setlög á Baffinslandi og loftslagsbreytingar

091019162929-large

Greining á setkjörnum benda til þess að líffræðilegar og efnifræðilegar breytingar sem nú eru að verða í einu heimskautavatni séu meiri nú en hafa orðið síðustu 200 þúsund ár og eru að öllum líkindum vegna hlýnunar af mannavöldum, samkvæmt nýrri grein.

Umhverfisbreytingar í vatninu  undanfarið árþúsund hefur verið hægt að tengja við náttúrulegar breytingar í loftslagi (t.d. vegna þess að sporbaugur jarðar er lengra frá sólinni en undanfarin árþúsund), en það hefur breyst. Eftir sirka 1950, þegar búast mátti við áframhaldandi kólnun vegna náttúrulegra breytinga þá hefur breytingin verið í hina áttina. Vísindamennirnir notuðu ýmsa vísira (e. indicators), t.d. þörunga, steingerfðar leifar skordýra og jarðefnafræðilegar rannsóknir, til að endurgera þær umhverfis og loftslagsbreytingar sem orðið hafa á afskekktu vatni á Baffinslandi, en setlagakjarnar vatnsins ná aftur um 200 þúsund ár. Niðurstaða rannsóknarinnar birtist 19 október síðastliðinn í Proceedings of the National Academy of Sciences.

Setkjarnarnir voru teknir úr botni vatns sem nær um sirka 0,4 ferkílómetra svæði og um 10 m djúpt og er nálægt þorpinu Clyde River á Baffinslandi. Kjarnarnir ná yfir tímabil sem nær yfir þrjú hlýskeið og tvö kuldaskeið ísaldar. Setkjarnarnir sýna t.d. nokkrar tegundir af mýflugum sem lifa góðu lífi í köldu loftslagi og hafa verið umfangsmiklar síðustu nokkur þúsund ár. Upp úr 1950 fór þeim að hraka mikið, svo mikið að það jafnaðist á við lægsta gildi þeirra síðustu 200 þúsund ár. Tvær tegundir af mýflugunum hafa horfið endanlega frá svæðinu. Að auki hafa tvær tegundir kísilþörunga, sem voru mjög sjaldgæfir áður en 20. öldin gekk í garð, aukist gríðarlega síðustu áratugi – í beinu sambandi við minnkandi lagnaðarís á vatninu.

Þetta forna vatn er óvenjulegt að því leiti að síðastliðin 200 þúsund ár hafa jöklar ekki náð að grafa í burtu setlögin eins og algengt er með vötn á norðlægum slóðum sem þakin hafa verið jökli á síðustu jökulskeiðum.  Fyrir vikið sýna setkjarnarnir samfellu sem nær lengjra aftur en aðrir setkjarnar á norðurslóðum.

Heimildir

Ágrip greinarinnar í Proceedings of the National Academy of Sciences: Axford o.fl. 2009 – Recent changes in a remote Arctic lake are unique within the past 200,000 years

Einnig má sjá frétt á heimasíðu Colarado Háskóla: Arctic Lake Sediment Record Shows Warming, Unique Ecological Changes in Recent Decades

Athugasemdir

ummæli

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál