Loftslag.is

Blogg: Andardráttur Jarðarinnar

CO2Þegar skoðuð er mynd af magni CO2 í andrúmsloftinu eins og á  myndinni hér til hliðar, þá hváir fólk oft og fer að spá í af hverju magnið sveiflast upp og niður á hverju ári.

Það má eiginlega segja að ástæðan sé sú að Jörðin er að anda. Það er nefnilega mun meiri landmassi á norðurhveli jarðar en á suðurhveli og þegar vorar á norðuhveli þá sjúga plöntur mikið magn CO2 úr andrúmsloftinu og við það fellur magn CO2 lítillega. Að hausti þá deyja plönturnar og magnið rís á ný. Undirliggjandi er síðan magn CO2 að rísa vegna losunar manna á CO2 (bruni jarðefnaeldsneytis og sementsframleiðsla hefur þar mest áhrif).

Frá 1959-1964 var aukningin að meðaltali 0,816 ppm á ári, en frá 2004-2008 þá var árleg aukning að meðaltali 1,93 ppm á ári. Aukningin er semsagt að aukast!

En hvernig er þetta mismunandi eftir löndum?

Kína losar núna mest allra landa, en Bandaríkin eiga þó langmestan hlut í því magni CO2 sem nú er í andrúmsloftinu.

Ég var að rekast á nýja heimasíðu sem heitir á ensku  Breathing Earth, eða á íslensku Andandi Jörð – mjög áhugaverð síða.

Skjáskot af heimasíðunni, sjá www.breathingearth.net
Skjáskot af heimasíðunni, sjá www.breathingearth.net

Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *