Loftslag.is

Léttmeti: Getraun, verðlaun í boði

Hér fyrir neðan eru þrjár myndir sem sýna eiga breytileika í hitastigi yfir hnöttinn. Getraunin felst í því að giska á hvaða tímabil hver mynd á að sýna, en tímabilið getur verið mislangt og hitastig fengið með ýmsum aðferðum, beinum og óbeinum.

Hver mynd sýnir frávik frá þeim meðalhita sem reiknaður hefur verið milli áranna 1961-1990. Ef ferningur er t.d. dökkblár, þá var hitinn á því svæði og á þeim tíma um 0,9-2,5°C kaldari en fyrir meðaltal áranna 1961-1990. Vínrauður (dökkrauður) ferningur segir okkur að þá var hitinn á því svæði og á þeim tíma um 0,9-1,4°C heitari en fyrir meðaltal áranna 1961-1990. Hvítir reitir þýða sama hita og var milli áranna 1961-1990.

Mynd 1
Mynd 1

 

Mynd 2
Mynd 2

 

Mynd 3
Mynd 3
06646Í verðlaun verður einstaklega áhugaverð bók, sem nefnist Mannlaus veröld og er eftir Alan Weisman og er hér í þýðingu Ísaks Harðarssonar, formála ritar Andri Snær Magnason. Bókin fjallar í stuttu máli um það hvernig Jörðinni og lífríki þess myndi vegna ef mannkynið myndi allt í einu hverfa á jörðinni. Sjá heimasíðuna The World Without Us
.
Reglur: Þrjú gisk á mann og sá giskari sem er fyrstur að giska rétt – vinnur. Ef rétt svar verður ekki komið eftir viku, þá verður sá eða sú sem er næst lagi vinningshafi getraunarinnar. Gisk þurfa að birtast í athugasemdum hér fyrir neðan.
.
Ef það gengur illa að giska, þá má búast við einhverjum vísbendingum frá ritstjórum loftslag.is.

Comments

8 responses to “Léttmeti: Getraun, verðlaun í boði”

  1. Ketill Avatar
    Ketill

    Mynd 1 fyrir 10.000 árum síðan (síðasta stóra ísöld)

    Mynd 2 í dag (þar er ekki notast við borkjarna sem virðist hafa verið gert í mynd 1 og 2, því þar eru 8 staðsetningar um mælingu á suðurskautslandinu og lítur þetta út fyrir eitthvað sem gæti verið borkjarni.)

    Mynd 3 við upphaf iðnvæðingar. 1800~

    Þetta er smá ruglingsleg spurning, er ég að svara á réttan hátt þegar ég svara svona?

  2. Sveinn Atli Avatar
    Sveinn Atli

    Þú ert að svara á réttan hátt, en svarið er ekki alveg rétt 😉

  3. Höski Avatar
    Höski

    Vísbending: Eins og Ketill bendir á, þá er hitastig á myndum 1 og 3 fengnar með óbeinum mælingum og því eru þau tímabil ekki á 20. eða 21 öldinni – athugið að þær myndir byggja á meðaltali þriggja alda hvor um sig.
    Aftur á móti er mynd tvö byggð á beinum mælingum og byggist upp af meðaltali 10 ára.

  4. Emil H. Valgeirsson Avatar
    Emil H. Valgeirsson

    Það er varla hægt annað en að reyna við þessa getraun. Ég var eiginlega á því að mynd 1 og 3 væru frá svona 1890-1990 en þessar síðustu vísbendingar breyta því. Ég giska því á þetta svona:
    Mynd nr.1 er frá 1500-1800 – litla ísöldin, (þó er grunsamlega hlýtt suðvestur af Íslandi)
    Mynd nr.2: hlýtur að vera síðustu 10 ár (1999-2008)
    Mynd nr.3: 800-1100 miðaldahlýindin, (ef rétt er að þau hafi verið mest á okkar slóðum)

  5. Ketill Avatar
    Ketill

    Mynd nr.1: 1607-1814 litla ísöld.
    Mynd nr.2: 1997-2007 nútími.
    Mynd nr.3: 800-1300 miðaldahlýindin.

    Mitt loka svar 😉

  6. Sveinn Atli Avatar
    Sveinn Atli

    Svarið er komið, bæði Emil og Ketill hafa svarað eins nærri og við vildum samkvæmt svargögnum okkar 😉

    Það má lesa nánar um þessar myndir á síðu Skeptical Science. Það sem gerir það að verkum að það er “hitapollur” suðvestur af Íslandi á mynd 1, er að viðmiðunartímabilið er 1961-1990, en þá var einmitt kalt á svæðinu suðvestur af landinu. Þ.a.l. verður til þessi hitapollur þar á litlu ísöldinni, þar sem mælingar á hitastigi þá eru byggðar á óbeinum mælingum.

    Emil úrskurðast því sigurvegari í þessari fyrstu getraun Loftslag.is, til hamingju með það, við verðum í sambandi varðandi verðlaunin fljótlega. Þökkum þeim sem lásu og tóku þátt 🙂

    PS. Þór Adam, greinin sem Skeptical Science vann sína grein út frá er þessi eftir M. Mann o.fl.

  7. Emil H. Valgeirsson Avatar
    Emil H. Valgeirsson

    jeeeaaaah rigghht!!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *