Við óskum lesendum okkar gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.
Það verður rólegt hér á loftslag.is yfir hátíðirnar, þó stöku pistlar geti ratað inn ef tilefni gefst. Við minnum á að töluvert lesefni er að finna hér á loftslag.is, sjá t.d. Leiðakerfi síðunnar og tilvísanir í ýmsar mikilvægar síður hér. Við minnum einnig á ýmislegt áhugavert efni sem við höfum verið með í endurbirtingum.
Hin ameríski húmoristi og samfélagsrýnir Stephen Colbert tekur frumlegan snúning á loftslagsmálunum og afneituninni í þætti sínum The Colbert Report, sjá myndband:
Í eftirfarandi myndbandi má sjá fróðlega greiningu frá Potholer54 um hið nýja plathneyksli sem “efasemdamenn” eru að reyna að spinna upp nú um stundir og hafa kallað climategate 2,0 (frumlegheitin eru í hávegum höfð á þeim vígstöðvum). Það virðist vera sem þeir hafi “fundið” fleiri stolna tölvupósta til að birta – reyndar er eitthvað af því það sama og kom fram fyrir 2 árum og varla nokkuð nýtt í því, en nýtninni er þó fyrir að fara, ekki má taka það frá “efasemdamönnum” í þetta skiptið. En venju samkvæmt taka “efasemdamenn” hlutina úr samhengi og mistúlka af stakri “snild”…ekkert nýtt í því í sjálfu sér – sama aðferðafræðin er notuð aftur nú 2 árum seinna og núna er það rétt fyrir loftslagsráðstefnuna í Durban. Hvers vegna ættu “efasemdamenn” að henda góðu plotti fyrir róða, enda gekk það vonum framar síðast? Spyr sá sem ekki veit…
En, það má segja að það sé góð flétta hjá Potholer54 í myndbandinu, krydduð með léttri kaldhæðni og nettu líkingamáli. Sjón er sögu ríkari, gjörið svo vel:
Hækkandi hitastig mun valda því að ræktendur hágæðavínviðja í Kaliforníu og fleiri stöðum í Bandaríkjunum munu lenda í vandræðum á næstu 30 árum, samkvæmt nýrri rannsókn sem vísindamenn Stanford Háskóla gerðu.
Í rannsókninni kemur fram að útlit sé fyrir að landsvæði sem nothæft verður til að framleiða hágæða vínvið í Kaliforníu mun minnka um 50% vegna hnattrænnar hlýnunar. Þessi rannsókn er unnin í kjölfar annarar rannsóknar þar sem spár bentu til að 81 prósent svæða sem framleiða hágæða vínvið myndu ekki henta til þess í lok aldarinnar.
Önnur svæði eru talin geta tekið við hluta af þeirri framleiðslu, t.d. í Oregon og Washington. Þrjátíu ár eru skammur tími í landbúnaði og því ljóst að víngerðarmenn í Bandaríkjunum þurfa að halda vel á spöðunum ef framleiðsla á ekki að dragast saman.
Hinir stórskemmtilegu félagar í Mythbusters, sem m.a. er hægt að fylgjast með á Discovery channel, hafa gert tilraun á gróðurhúsaáhrifunum. Prófanirnar gengu út á að dæla auknu magni af CO2 og metani inn í sérstaka klefa sem voru sérútbúnir til tilraunarinnar og hitastig mælt til að sjá hvort það væri munur á þeim klefum og svo samanburðarklefum. Það þurfti að sjálfsögðu að gera eitthvað skemmtilegt fyrir sjónvarpið, þannig að það voru settar ísstyttur í eftirmynd Jamie í klefana til að fylgjast með bráðnun þeirra…alltaf gaman að þeim félögum. En nú að tilrauninni og niðurstöðu þeirra félaga:
Hérna má sjá hvað gerist hjá Svampi Sveinssyni (e. Sponge Bob Square Pants) þegar gróðurhúsaáhrifin eru sett í “5. gír” í veröld hans, í nafni hugsanlegs skyndi gróða. Mig langar að þakka ungri dóttur minni fyrir þýðingarhjálpina.