Hér fyrir neðan eru þrjár myndir sem sýna eiga breytileika í hitastigi yfir hnöttinn. Getraunin felst í því að giska á hvaða tímabil hver mynd á að sýna, en tímabilið getur verið mislangt og hitastig fengið með ýmsum aðferðum, beinum og óbeinum.
Hver mynd sýnir frávik frá þeim meðalhita sem reiknaður hefur verið milli áranna 1961-1990. Ef ferningur er t.d. dökkblár, þá var hitinn á því svæði og á þeim tíma um 0,9-2,5°C kaldari en fyrir meðaltal áranna 1961-1990. Vínrauður (dökkrauður) ferningur segir okkur að þá var hitinn á því svæði og á þeim tíma um 0,9-1,4°C heitari en fyrir meðaltal áranna 1961-1990. Hvítir reitir þýða sama hita og var milli áranna 1961-1990.
Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Í verðlaun verður einstaklega áhugaverð bók, sem nefnist Mannlaus veröld og er eftir Alan Weisman og er hér í þýðingu Ísaks Harðarssonar, formála ritar Andri Snær Magnason. Bókin fjallar í stuttu máli um það hvernig Jörðinni og lífríki þess myndi vegna ef mannkynið myndi allt í einu hverfa á jörðinni. Sjá heimasíðuna The World Without Us
.
Reglur: Þrjú gisk á mann og sá giskari sem er fyrstur að giska rétt – vinnur. Ef rétt svar verður ekki komið eftir viku, þá verður sá eða sú sem er næst lagi vinningshafi getraunarinnar. Gisk þurfa að birtast í athugasemdum hér fyrir neðan.
.
Ef það gengur illa að giska, þá má búast við einhverjum vísbendingum frá ritstjórum loftslag.is.
Úr myndinni 2012 sem kemur út fyrir jól, John Cusack bjargar málunum við heimsenda.
Eftir margra ára vangaveltur um það hvort það verði heimsendir árið 2012, þá hefur vísindamaður hjá NASA loks séð ástæðu til að gefa út þá yfirlýsingu að heimurinn muni að öllum líkindum ekki enda árið 2012. Ekki sé von á árekstri loftsteins (hvað þá plánetu) árið 2012 og ekki er talið að sólgos muni rista jörðina það sama ár.
Vísindamaður hjá NASA, David Morrison segir að kvikmyndir eins og 2012 byggi að engu leiti á vísindalegum rannsóknum:
“I don’t have anything against the movie. It’s the way it’s been marketed and the way it exploits people’s fears,”
Lesa má um málið nánar á heimasíðu Discovery, en einnig hefur David Morrison útbúið heimasíðu um þessar vafasömu heimsendahugmyndir.
Það er víst ekki sama torfbær og torfbær, samkvæmt nýrri rannsókn á því hversu mikið hús með torfþaki binda mikið kolefni. Þau sem stóðu að rannsókninni skoðuðu 12 torfþök og byggðu að auki sitt eigið hús með torfþaki.
Það kom í ljós að þessi torfþök náðu að binda allt að 375 grömm á fermetra, þau tvö ár sem rannsóknin stóð yfir.
Það hljómar ekki mikið, en ef milljón manna borg myndi taka upp á því að skipta um þak fyrir allar sínar byggingar, þá myndi það binda jafn mikið CO2 og tíuþúsund jeppar losa á ári.
Sá hængur er á að það tekur allt að sjö ár fyrir þakið að byrja að binda kolefnið í nægilega miklu magni til að vinna upp allt kolefnið sem fer í að gera það.
Maður heyrir oft um hækkandi sjávarstöðu en það er ekki alltaf víst að maður geri sér grein fyrir því um hvað þetta snýst. Nýlegar rannsóknir á bráðnun jökla á Grænlandi og Suðurskautinu benda til þess að hækkun sjávarstöðu geti gerst hraðar en spár hafa gefið til kynna hingað til; fyrir tveimur árum þá heyrði maður hæstu tölur í kringum hálfan til einn metra í lok þessarar aldar – nú heyrir maður oftar tölur sem eru nær 1-2 metrar. Það eru í raun ekki háar tölur – en með því að skoða kort af heiminum í dag, þá sér maður að búsvæði milljóna manna er í hættu – um 100 milljónir manna búa nú á svæðum sem eru innan við metra fyrir ofan núverandi sjávarstöðu. Auk þess er talið að einungis nokkrir tugir sentimetra sé nóg til að auka hættu af sjávarflóðum tífallt.
Hægt er að skoða hvað hækkun sjávarstöðu þýðir með því að skoða kort sem sýna hvar hækkandi sjávarstaða mun hafa mest áhrif, endilega skoðið Sea Level Explorer frá Global Warming Art.
Kort sem sýnir áhrifasvæði hækkunar sjávarstöðu (Sea Level Explorer – Global Warming Art)
Afleiðingar hlýnunar jarðar tekur á sig margar myndir. Nú bendir margt til þess að hlýnun jarðar geti átt eftir að hafa slæm áhrif á svokallað Saaz humla sem er ein af afurðunum sem þykir hvað mikilvægust til að brugga hinn frábæra tékkneska bjór (svokallaðan Pilsner).
Vísindamenn frá Tékklandi og Bretlandi notuðu veðurfarsgögn með hárri upplausn, uppskeru og gæði humlana til að áætla afleiðingar loftslagsbreytinga á Saaz humlana í Tékklandi milli 1954 og 2006. Humlarnir sem taldir eru bestir innihalda um 5% af svokallaðri alfa sýru, sem þykir nauðsynleg til að búa til hið fína, bitra bragð af hinum tékkneska bjór.
Rannsóknir vísindamanna bendir til að magn alfa sýrunnar hafi minnkað um 0,06% síðan 1954 og að úlit sé fyrir að með hlýnun jarðar þá muni gæði humlana minnka enn frekar.
Þetta kemur heim og saman við niðurstöður rannsókna annars staðar frá, en talið er að humlaræktun í Austur Þýskalandi og Slóvakíu sé í svipað vondum málum.