Föstudaginn 27. maí kl. 13.00–17.00 flytja tveir þekktustu loftslagsfræðingar samtímans, Michael E. Mann og Stefan Rahmstorf, röð fyrirlestra á vegum Earth101 á Háskólatorgi 105.
Fyrirlestrarnir fjalla um hækkun sjávaryfirborðs, breytingar á rennsli Golfstraumsins, vaxandi veðurfarsöfgar, spár sem tengjast breytingum á veðurfari þessa öldina, áhrif afneitunariðnaðarins á loftslagsumræðuna, stjórnmálaskoðanir og loftslagsbreytingar, og margt fleira.
Guðni Elísson, stofnandi Earth101 og prófessor í Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands, setur þingið og stýrir umræðum.
Ítarefni:
THE PAST, THE FUTURE. HOW FAST, HOW FAR?
Tengt efni á loftslag.is
Leave a Reply