Loftslag.is

Category: París 1,5

  • Loftslagsrýni – Alþýðufylkingin

    merki-althydufylkingarinnarÁ heimasíðu Alþýðufylkingarinnar er hægt að nálgast stefnur flokksins. Eftirfarandi er einkunnagjöf þeirra samkvæmt úttekt París 1,5.

    1. Er flokkurinn með eða á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu.
      • “Sé olíu að finna á Drekasvæðinu viljum við að hún sé látin liggja kyrr.” – 10 stig
      • Tvöfalt vægi – í allt 20 stig
    2. Eru tölu- og/eða tímasett markmið varðandi samdrátt í losun CO2
      • Ekkert fannst – 0 stig
      • Tvöfalt vægi – í allt 0 stig
    3. Er gert ráð fyrir kolefnisgjaldi eða hagrænum hvötum á losun
      • “Með því að félagsvæða bankakerfið og stórlækka vexti má t.d. hugsa sér að umhverfisvæn fyrirtæki fái betri/hagkvæmari fyrirgreiðslur í félagslega reknum bönkum þar sem ríkið stýrir vöxtunum.  Þá má enn fremur beita skattkerfinu í sama augnamiði. – 4 stig
      • Tvöfalt vægi – í allt 8 stig
    4. Tillögur um breytingu innviða til að taka á vandanum
      • Rafbílavæðing, stóraukin notkun félagsvæddra (en ekki einkarekinna og gróðadrifinna) almenningssamgangna, umtalsverð minnkun ónauðsynlegra flutninga, efling lífræns búskapar o.fl.  Með ónauðsynlegum flutningum eigum við annars vegar við ónauðsynlega flutninga fólks þar sem einn er í hverjum bíl í stað þess að nota almenningssamgöngur eða vera saman um bíla (etv mættu fullir fólksbílar nota sérakreinar eins og taxi og strætó) og hins vegar ónauðsynlega flutninga á fénaði, fiski og vörum ýmiss konar.  T.d. má taka upp strandsiglingar að nýju, sem m.a. sparar viðhald vega.  Þá þarf að fjölga sláturhúsum aftur og banna eða amk takmarka mjög fiskflutninga á milli landshluta, t.d. með flutningsgjöldum.” – 6 stig
      • Einfalt vægi – í allt 6 stig
    5. Tillögur varðandi endurheimt votlendis og skógrækt
      • Tryggja þarf landbúnaðinum aðgang umfram aðra landnotkun að besta landbúnaðarlandinu og stuðla að því að það sé í hverju tilviki nýtt til þeirrar tegundar búrekstrar sem best hæfir. Því viljum við gera rammaáætlun um samþættaða vernd og nýtingu lands til ræktunar, úthagabeitar og annarra nota. Í þeirri áætlun skal stefnt að skógrækt eða endurheimt votlendis á landi sem hefur verið rutt eða ræst fram án þess að það sé nýtt sem tún eða akrar. Með því að fylla upp í óþarfa framræsluskurði vonumst við til að minnka magn gróðurhúsalofttegunda sem frá landinu stafar, og um leið endurskapa vistkerfi fugla o.fl. dýra..” – 8 stig
      • Einfalt vægi – í allt 8 stig
    6. Flokkur og/eða frambjóðendur hafa tekið málið upp í aðdraganda kosninga
      • Forystumenn flokksins hafa tjáð sig víða um loftslagsmál og haft frumkvæði í umræðuþáttum í útvarpi og sjónvarpi að umræðu um loftslagsmál.  – 7 stig
      • Einfalt vægi – í allt 7 stig
    7. Annað almennt um loftslagsmál
      • Þeir vilja átak í þróun og innleiðingu umhverfisvænna orkugjafa í skipaflotanum og beita sér á alþjóðavettvangi (sjá Alþjóðleg umhverfismál í stefnuskránni). – 5 stig
      • Einfalt vægi – í allt 5 stig

    Heildarstigafjöldi 54 stig – eða einkunnin 5,4 sem er staðið samkvæmt viðmiðum París 1,5.

    Flokkurinn tapaði stigum vegna þess að ekki voru tölu-eða tímasett markmið um losun.

  • Loftslagsrýni – Vinstri Græn, uppfært mat

    Loftslagsrýni – Vinstri Græn, uppfært mat

    vg

    Hér er uppfært mat á stefnu Vinstri Grænna í loftslagsmálum, eldra matið má sjá hér.

    Á heimasíðu Vinstri Grænna (VG) er hægt að nálgast stefnur flokksins um Umhverfis- og loftslagsmál á heimasíðu flokksins. Eftirfarandi er einkunnagjöf VG samkvæmt úttekt París 1,5.

    1. Er flokkurinn með eða á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu.
      • “Ísland á að beita sér fyrir því að jarðefnaeldsneyti verði ekki unnið á Norðurslóðum.” – 10 stig
      • Tvöfalt vægi – í allt 20 stig
    2. Eru tölu- og/eða tímasett markmið varðandi samdrátt í losun CO2
      • Segja að það eigi að setja stefnuna á að verða kolefnishlutlaust árið 2050, en er kannski ekki alveg nógu markmiðamiðað – en til að ná þessum árangra þyrfti vissulega að setja sér markmið til skemmri tíma líka – 6 stig
      • Tvöfalt vægi – í allt 12 stig
    3. Er gert ráð fyrir kolefnisgjaldi eða hagrænum hvötum á losun
      • “Beita þarf hagrænum hvötum og byggja upp innvíði til að græn samgöngutæki verði hagkvæmasti kosturinn” – Hér er væntanlega átt við kolefnisgjald – en samt er það ekki nógu ljóst – 6 stig
      • Tvöfalt vægi – í allt 12 stig
    4. Tillögur um breytingu innviða til að taka á vandanum
      • Skoða á sporbundnar almenningssamgöngur í almannaeign á suðvesturhorninu – Skipuleggja þarf þéttbýli þannig að almenningssamgöngur, hjólreiðar og ganga verði raunhæfir valkostir.” – 6 stig
      • Einfalt vægi – í allt 6 stig
    5. Tillögur varðandi endurheimt votlendis og skógrækt
      • Efla þarf rannsóknir á því hvernig best verði staðið að endurheimt verðmætra vistkerfa (vistheimt) og að endurheimt votlendis verði meira en orðin tóm.” – 5 stig
      • Einfalt vægi – í allt 5 stig
    6. Flokkur og/eða frambjóðendur hafa tekið málið upp í aðdraganda kosninga
      1. Forystumenn flokksins hafa tjáð sig víða opinberlega um loftslagsmál, meðal annars í eldhúsdagsumræðum og í auglýsingum.  – 7 stig
      2. Einfalt vægi – í allt 7 stig
    7. Annað almennt um loftslagsmál
      • “Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra eru stærsta verkefni mannkyns á komandi árum og áratugum. Áhrif þeirra á vistkerfi heimsins geta valdið tjóni í hverju einasta ríki og það er forgangsverkefni að draga úr áhrifum þeirra og undirbúa viðbrögð við þeim.”
      • 1x vægi – í allt 7 stig

    Heildarstigafjöldi 69 stig – eða einkunnin 6,9 sem er staðið samkvæmt viðmiðum París 1,5.

    Flokkurinn tapaði stigum vegna þess að ekkert var minnst á skógrækt sem lausn á loftslagsvandanum í stefnu flokksins. Til að fá toppeinkun þá væri hægt að skerpa á orðalagi.

  • Loftslagsrýni – Samfylkingin, uppfært mat

    Loftslagsrýni – Samfylkingin, uppfært mat

    samfylkingin_merki

    Nýtt mat á stefnu Samfylkingarinnar, það er samt í raun óbreytt frá síðasta mati, sjá hér.

    Á heimasíðu Samfylkingarinnar er hægt að nálgast stefnur flokksins í nokkrum málum sem fjalla m.a. um loftslagsmálin. Undir Umhverfismál má nefna nánari stefnur í fleiri málum. Eftirfarandi er einkunnagjöf Samfylkingarinnar samkvæmt úttekt París 1,5.

    1. Er flokkurinn með eða á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu.
      • Svona er þetta orðað hjá Samfylkingunni; “Vinnsla jarðefnaeldsneytis á íslensku hafsvæði er í ósamræmi við hagsmuni Íslendinga í loftslagsmálum [..] Samfylkingin telur að Ísland ætti að lýsa því yfir að Íslendingar hyggist ekki nýta hugsanlega jarðefnaorkukosti í lögsögu sinni.
        Slík yfirlýsing yrði hluti af framlagi Íslendinga til heildarsamkomulags um aðgerðir gegn loftslagsvá.” – 10 stig
      • Tvöfalt vægi – í allt 20 stig
    2. Eru tölu- og/eða tímasett markmið varðandi samdrátt í losun CO2
      • Varðandi þennan lið virðist Samfylkingin ætla að fylgja ESB að málum; “[A]ðild að Evrópusambandinu veitir Íslendingum einstakt tækifæri til að hafa áhrif á þróun norðurslóða til framtíðar í gegnum stefnumótun sambandsins. Loftslagsmál eru lykilþáttur í þessu sambandi og þar á Ísland að gegna mikilvægu hlutverki. Sem fullgilt aðildarríki að ESB fengjum við mikilvæga bandamenn og sterkari samningsstöðu í umhverfismálum, bæði á norðurslóðum og á alþjóðavettvangi.” – Ekki mjög afgerandi sem stefna flokksins, mætti mjög auðveldlega setja upp sem virka stefnu flokksins – 3 stig.
      • Tvöfalt vægi – í allt 6 stig
    3. Er gert ráð fyrir kolefnisgjaldi eða hagrænum hvötum á losun
      • “Hagrænum hvötum verði beitt í þágu umhverfisvænna sjálfbærra lausna. Mengunarbótareglan verði grunnur að gjaldtöku” – 5 stig
      • Tvöfalt vægi – í allt 10 stig
    4. Tillögur um breytingu innviða til að taka á vandanum
      • “vill taka höndum saman við sveitarfélög landsins við uppbyggingu kerfis almenningssamgangna með rútum, hraðlestum, samnýtingu bifreiðakosts, hjólastígum og göngustígum. Hefja þarf samvinnu ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um lestarsamgöngur sem tengjast Keflavíkurflugvelli og byggðarlögunum á Suðurnesjum” – Dáldið almennt – 3 stig
      • Einfalt vægi – í allt 3 stig
    5. Tillögur varðandi endurheimt votlendis og skógrækt
      • Endurheimt votlendis – Óljóst með markmið og aðferðir – 4  stig
      • Einfalt vægi – í allt 4 stig
    6. Flokkur og/eða frambjóðendur hafa tekið málið upp í aðdraganda kosninga
      • Forystufólk hefur tjáð sig um loftslagsmál, meðal annars í eldhúsdagsumræðum – 5 stig
      • Einfalt vægi – í allt 5 stig
    7. Annað almennt um loftslagsmál
      • “Samfylkingin ætlar að gera vöktun og rannsóknir á súrnun verði forgangsverkefni sem stjórnvöld beita sér fyrir á alþjóðavettvangi. Miða þarf allar aðgerðir við niðurstöður nýlegra rannsókna á súrnun sjávar og hætta notkun jarðefnaeldsneytis með orkuskiptum í bíla- og skipaflotanum. Binda þarf gróðurhúsalofttegundir í gróðri og jarðvegi með ræktun, vernd og endurheimt votlendis og nýjum leiðum á borð við niðurdælingu og framleiðslu metanóls úr koltvísýringi.” – 6 stig fyrir að nefna súrnun sjávar sem alvarlegt vandamál ásamt fleiru.
      • Einfalt vægi – í allt 6 stig

    Heildarstigafjöldi 54 stig – eða einkunnin 5,4 sem er staðið samkvæmt viðmiðum París 1,5.

    Það má væntanlega færa líkum að því að flokkurinn gæti auðveldlega sett upp enn skýrari stefnu í þessum málaflokki. Við hvetjum þau til að taka málið enn frekar upp í umræðunni og setja skýrari markmið.

  • Loftslagsrýni – Viðreisn, uppfært mat

    Loftslagsrýni – Viðreisn, uppfært mat

    vidreisn_logo
    Nýtt mat á stefnu Viðreisnar, það er samt í raun óbreytt frá síðasta mati, sjá hér.

    Á heimasíðu Viðreisnar er hægt að nálgast Umhverfis- og auðlindamál flokksins sem fjallar m.a. um loftslagsmálin. Eftirfarandi er einkunnagjöf Viðreisnar samkvæmt úttekt París 1,5.

    1. Er flokkurinn með eða á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu.
      • Ekkert fannst – 0 stig
      • Tvöfalt vægi – í allt 0 stig
    2. Eru tölu- og/eða tímasett markmið varðandi samdrátt í losun CO2
      • “Ísland taki virkan þátt í að berjast gegn hnattrænum umhverfisvandamálum, eins og loftslagsbreytingum, með virkri þátttöku í alþjóðlegu samstarfi gegn þeim.” – Dáldið almennt og ekki beint tölu- eða tímasett markmið – 4 stig
      • Tvöfalt vægi – í allt 8 stig
    3. Er gert ráð fyrir kolefnisgjaldi eða hagrænum hvötum á losun
      • “Koma þarf á samræmdu kerfi grænna skatta sem fela í sér eðlilegar álögur á mengandi starfsemi en skapa jafnframt hvata til samdráttar í losun og annarra mótvægisaðgerða. Tryggt verði að sá sem mengar borgi.” og “Sett verði metnaðarfull markmið um orkuskipti íslenska hagkerfisins og þeim sé fylgt eftir með hagrænum hvötum þannig að einstaklingar og fyrirtæki leiti hagkvæmustu leiða til að ná því marki, hvort sem er með grænum sköttum, losunarkvótum, niðurfellingu gjalda eða stuðningi.” – Hægt að kalla þetta nokkuð skýrt – 7 stig
      • 2x vægi – í allt 14 stig
    4. Tillögur um breytingu innviða til að taka á vandanum
      • “Ríkið móti heildstæða auðlindastefnu til langs tíma þar sem umhverfisvernd, heildarhagsmunir samfélags, hagsmunir sveitarfélaga, fjárfesting í innviðum og hagsmunir komandi kynslóða eru í forgrunni.” – Mætti vera skýrara um hvað er átt við – 5 stig
      • Einfalt vægi – í allt 5 stig
    5. Tillögur varðandi endurheimt votlendis og skógrækt
      • Ráðist verði í aukna skógrækt og endurheimt votlendis.” – 7 stig
      • Einfalt vægi – í allt 7 stig
    6. Flokkur og/eða frambjóðendur hafa tekið málið upp í aðdraganda kosninga
      • Ekki vitað til þess – 0 stig
      • Einfalt vægi – í allt 0 stig
    7. Annað almennt um loftslagsmál
      • “Ísland taki virkan þátt í að berjast gegn hnattrænum umhverfisvandamálum, eins og loftslagsbreytingum, með virkri þátttöku í alþjóðlegu samstarfi gegn þeim.” – 7 stig
      • Einfalt vægi – í allt 7 stig

    Heildarstigafjöldi 41 stig – eða einkunnin 4,1 sem er fall samkvæmt viðmiðum París 1,5.

    Flokkurinn gæti skorað betur með nánari markmiðum og umfjöllun um þessi mál til að ná betri einkunn. Ekki þarf mikið til að flokkurinn standist matið.

  • Loftslagsrýni – Píratar, uppfært mat

    Loftslagsrýni – Píratar, uppfært mat

    piratar

    Hér er uppfært mat á stefnu Pírata í loftslagsmálum, eldra matið má sjá hér.

    [Viðbót 25.10.2017 – hér má nálgast loftslagsstefnu Pírata sem er grunnur að rýni fyrir flokkinn 2016 og 2017]

    Á heimasíðu Pírata er hægt að nálgast Umhverfisstefnu flokksins sem fjallar m.a. um loftslagsmálin. Eftirfarandi er einkunnagjöf Pírata samkvæmt úttekt París 1,5.

    1. Er flokkurinn með eða á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu.
      • “Ísland á að taka skýra afstöðu gegn frekari olíuleit og olíuvinnslu í efnahagslögsögunni” – 10 stig
      • Tvöfalt vægi – í allt 20 stig
    2. Eru tölu- og/eða tímasett markmið varðandi samdrátt í losun CO2
      • Minnka skal losun gróðurhúsalofttegunda í samræmi við Parísarsamninginn fyrir árið 2025 (um 40% prósent) og að önnur losun þessara efna verði því sem næst engin árið 2040 – 10 stig
      • Tvöfalt vægi – í allt 20 stig
    3. Er gert ráð fyrir kolefnisgjaldi eða hagrænum hvötum á losun
      • Önnur ökutæki og vélar sem nýta jarðefnaeldsneyti skulu bera mengunarrentu í formi kolefnisskatts sem fer stighækkandi eftir því sem eldsneytisneysla og losun loftmengunarefna er meiri.” – 8 stig
      • Tvöfalt vægi – í allt 16 stig
    4. Tillögur um breytingu innviða til að taka á vandanum
      • Þarna kemur m.a. eftifarandi fram:
        Byggja skal upp innviði fyrir rafknúin og visthæf ökutæki og skip.
        c. Ríkið skuli með svipuðum hætti stuðla að og styðja mengunarminni almenningsamgöngur og notkun rafmagnsreiðhjólad. Innleiða skal strax 6. viðauka við Marpol samningsins um varnir gegn mengun sjávar frá skipum. Þannig að hafið umhverfis Ísland verði ECA svæði og að skipum sem sigla þar um leyfist að losa brennisteinsmagn innan við 0,1%.e. Meðferð og notkun svartolíu skal vera með öllu bönnuð í landhelgi Íslands fyrir árið 2025 . f. Skip sem sigla um íslenska landhelgi án þess að leggja að höfn eiga að greiða “landhelgisgjald” og það sé hærra fyrir skip sem ekki hafa bláfána, umhverfisvottun eða önnur óvéfengjanleg vottorð sem sýna fram á að ákvæði MARPOL séu uppfyllt í skipinu. – 9 stig
      • Einfalt vægi – í allt 9 stig
    5. Tillögur varðandi endurheimt votlendis og skógrækt
      • “Ísland skal setja metnaðarfull markmið til að minnka skjótlega alla losun gróðurhúsalofttegunda í það minnsta í samræmi við Parísarsamkomulagið frá 2016 auk þess sem stórátak verður gert í að minnka losun sem ekki fellur undir Parísarsamninginn, t.d. fimm ára áætlun um endurheimt votlendis og 10 ára áætlun í skógrækt og uppgræðslu. Þarna má meðal annars setja markmið þess efnis að Ísland verði kolefnisjafnað árið 2025 og jafnvel aflögufært um að markaðssetja kolefniskvóta til annarra ríkja.” – 8 stig
      • Einfalt vægi – í allt 8 stig
    6. Flokkur og/eða frambjóðendur hafa tekið málið upp í aðdraganda kosninga
      • Hafa rætt opinskátt um mikilvægi loftslagsmála í undanfara kosninga, metnaðarfull stefna – 6 stig
      • Einfalt vægi – í allt 6 stig
    7. Annað almennt um loftslagsmál
      • Markmið með aðgerðastefnu Pírata í loftslagsmálum er að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar Íslands og að axla ábyrgð á málaflokknum sem skilar markvissum og raunverulegum árangri og úrbótum til langs tíma.” – 6 stig
      • Einfalt vægi – í allt 6 stig

    Heildarstigafjöldi 85 stig – eða einkunnin 8,5 sem er staðið samkvæmt viðmiðum París 1,5.

    Þessi stefna er heilstæðasta loftslagsstefna íslenskra stjórnmálaflokka og eru Píratar í forystusæti stjórnmálaflokka á Íslandi í loftslagsmálum. Þrátt fyrir það mega þeir skerpa hugtakanotkun og orðalag. Til dæmis þarf eflaust stórtækar aðgerðir til að ná háleitum markmiðum um 40% losun fyrir árið 2025.

  • Loftslagsrýni – Sjálfstæðisflokkurinn, uppfært mat

    Loftslagsrýni – Sjálfstæðisflokkurinn, uppfært mat

    falkinn_gamli-150x150

    Hér er uppfært mat á stefnu Sjálfstæðisflokksins í loftslagsmálum, eldra matið má sjá hér.

    Á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins er hægt að nálgast stefnu flokksins varðandi Umhverfismál á vefsíðu þeirra, sem fjallar m.a. um loftslagsmálin. Eftirfarandi er einkunnagjöf Sjálfstæðisflokksins samkvæmt úttekt París 1,5.

    1. Er flokkurinn með eða á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu.
      • Ekkert fannst í stefnu þeirra, en á mörgum kosningafundum í sjónvarpi og útvarpi hefur komið fram einbeittur vilji til olíuvinnslu á Drekasvæðinu. -5 stig
      • Tvöfalt vægi – í allt -10 stig
    2. Eru tölu- og/eða tímasett markmið varðandi samdrátt í losun CO2
      • Ekkert fannst – 0 stig
      • Tvöfalt vægi – í allt 0 stig
    3. Er gert ráð fyrir kolefnisgjaldi eða hagrænum hvötum á losun
      • Ekkert fannst – 0 stig
      • Tvöfalt vægi – í allt 0 stig
    4. Tillögur um breytingu innviða til að taka á vandanum
      • “Við viljum nýta samkeppnisforskot umhverfisvænnar orku og leggja okkar af mörkum í þágu hnattrænnar sjálfbærni í orkumálum.” – Mjög óljóst hvað er meint þarna – 2 stig
      • Einfalt vægi – í allt 2 stig
    5. Tillögur varðandi endurheimt votlendis og skógrækt
      • Sjálfstæðisflokkurinn vill að dregið verði úr losun gróðurhúsalofttegunda með minni bruna og kolefnisbindingu með eflingu gróðurlenda.” frekar almennt orðað – 2 stig
      • Einfalt vægi – í allt 2 stig
    6. Flokkur og/eða frambjóðendur hafa tekið málið upp í aðdraganda kosninga
      • Ekkert fannst – 0 stig
      • Einfalt vægi – í allt 0 stig
    7. Annað almennt um loftslagsmál
      • “Nú þegar hafa neikvæð áhrif loftslagsbreytinga komið fram í súrnun hafsins umhverfis landið. Þær skaða vistkerfið og lífsviðurværi þeirra sem hafa aðkomu sína af sjávarútvegi og hafa alvarlegar afleiðingar fyrir Íslendinga ef ekki verður brugðist við.” – 5 stig
      • Einfalt vægi – í allt 5 stig

    Heildarstigafjöldi -1 stig – eða einkunnin -0,1 sem er fall samkvæmt viðmiðum París 1,5.

    Flokkurinn fer mjög fáum orðum um loftslagsmálin og er einn þeirra flokka sem ekki svöruðu ítrekuðum fyrirspurnum frá París 1,5. Sennilega er frekar lítill opinber áhugi á þessu máli hjá Sjálfstæðisflokknum – en það er vissulega fólk innan flokksins sem hefur áhuga á málefninu.

    Í þessari uppfærslu bættum við inn ítrekaðar yfirlýsingar forsvarsmanna Sjálfstaæðisflokksins um olíuvinnslu á Norðurslóðum. Það lækkaði flokkinn enn meira niður, svo mjög að hann er í mínustölu. Flokkurinn tapar því flestum stigum á því að vilja fara í olíuvinnslu á Drekasvæðinu (fengu 10 mínus stig þar).

  • Loftslagsrýni – Framsókn, uppfært mat

    Loftslagsrýni – Framsókn, uppfært mat

    logo-framsokn-256x300
    Nýtt mat á stefnu Framsóknar, það er samt í raun óbreytt frá síðasta mati, sjá hér.

    Á heimasíðu Framsóknar benda þau á ályktanir flokksins varðandi stefnumál flokksins í hinum ýmsu málum, sjá Ályktanir flokksþings Framsóknarmanna 2016 þar sem m.a. er fjallað um loftslagsmálin. Eftirfarandi er einkunnagjöf fyrir Framsóknarflokkinn samkvæmt úttekt París 1,5.

    1. Er flokkurinn með eða á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu.
      • Svona er það orðað í ályktun flokksins “Framsóknarflokkurinn kvikar ekki frá þeirri stefnu sinni að tækifæri til olíuvinnslu á Drekasvæðinu verði könnuð til hlítar og hagnýtt” – þetta er mjög afgerandi stefna varðandi þennan þátt og fær framsókn einkunnina -10
      • Tvöfalt vægi – í allt -20 stig
    2. Eru tölu- og/eða tímasett markmið varðandi samdrátt í losun CO2
      • Engin tölusett eða tímasett markmið – bara almennt orðalag – einkunn 3 stig
      • Tvöfalt vægi – í allt 6 stig
    3. Er gert ráð fyrir kolefnisgjaldi eða hagrænum hvötum á losun
      • Ekkert fannst – einkunn 0
      • Tvöfalt vægi – í allt 0 stig
    4. Tillögur um breytingu innviða til að taka á vandanum
      • Framsókn orðar það sem svo, Setja þarf upp hraðhleðslustöðvar fyrir rafbíla” – ekki mjög skýrt hvernig eða hvenær, en allavega skref í rétta átt – 4 stig
      • Einfalt vægi – í allt 4 stig
    5. Tillögur varðandi endurheimt votlendis og skógrækt
      • Auka þarf enn frekar skógrækt, landgræðslu og aðra endurheimt landgæða. Það verði gert í samstarfi við landeigendur, skógræktar- og landgræðslufélög, bændur og sveitarfélög sem leiðir til aukinnar kolefnisbindingar, verðmætasköpunar og verndun jarðvegs. Skapa þarf hvetjandi umhverfi sem leiðir til nýsköpunar úr afurðum og arðs af skógrækt. Skipuleggja þarf skógrækt, endurheimt votlendis og landgræðsluframkvæmdir á völdum svæðum á landinu á grundvelli sérstakrar framkvæmdaráætlunar með hagkvæmni og samþætt sjónarmið skógræktar, landbúnaðar og útivistar að leiðarljósi.” – 7 stig
      • Einfalt vægi – í allt 7 stig
    6. Flokkur og/eða frambjóðendur hafa tekið málið upp í aðdraganda kosninga
      • Ekkert fannst – 0 stig
      • Einfalt vægi – í allt 0 stig
    7. Annað almennt um loftslagsmál
      • Almennt orðalag um einhverjar aðgerðir, til að mynda: “Skoða má frekari aðgerðir, s.s. aukna rafbílavæðingu. Einnig þarf að leitast við að finna nýjar tækni- og efnahagslegar lausnir sem mæta kröfum um minni losun gróðurhúsalofttegunda og aukna endurnotkun og endurvinnslu.”
      • Einfalt vægi – í allt 7 stig

    Heildarstigafjöldi 4 stig – eða einkunnin 0,4 sem er fall samkvæmt viðmiðum París 1,5.

    Flokkurinn tapaði flestum stigum á því að vilja eindregið fara í olíuvinnslu á Drekasvæðinu (fengu 20 mínus stig þar) – sem er þvert á öll viðmið sem hafa ber í huga þegar taka þarf á loftslagsvandanum. Ný olíuvinnsla á áður ónýttum svæðum er ekki kostur í stöðunni í dag – enda getum við ekki brennt nema ca. fimmtungi til þriðjungi af núverandi þekktum olíulindum (Drekasvæðið ekki meðtalið) til að halda okkur innan 2°C marksins – svo ekki sé talað um 1,5°C sem við tölum fyrir í París 1,5 hópnum. Annars mætti flokkurinn íhuga að hafa tölu- og tímasett markmið ásamt hagrænum hvötum í þessum málum, ásamt meiri umræðu og gæti það lyft einkunninni verulega upp.

  • Loftslagsrýni – Björt Framtíð, uppfært mat

    Loftslagsrýni – Björt Framtíð, uppfært mat

    adallogo-1_bf

    Nýtt mat á stefnu Bjartrar Framtíðar, það er samt í raun óbreytt frá síðasta mati, sjá hér.

    Á heimasíðu Bjartrar Framtíðar er hægt að nálgast Umhverfisstefnu flokksins sem fjallar m.a. um loftslagsmálin. Eftirfarandi er einkunnagjöf Bjartar Framtíðar samkvæmt úttekt París 1,5.

    1. Er flokkurinn með eða á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu.
      • Svona er það orðað í umhverfisstefnunni flokksins “Ísland hefji aldrei vinnslu jarðefnaeldsneytis” – þetta er mjög afgerandi stefna varðandi þennan þátt og fær Björt Framtíð einkunnina 10 fyrir þennan þátt
      • Tvöfalt vægi – í allt 20 stig
    2. Eru tölu- og/eða tímasett markmið varðandi samdrátt í losun CO2
      • Ýmis markmið og jákvæðar stefnur, en engin tíma- eða tölusett markmið – 3 stig
      • Tvöfalt vægi – í allt 6 stig
    3. Er gert ráð fyrir kolefnisgjaldi eða hagrænum hvötum á losun
      • “Nota skatta og gjöld til að stýra auðlindanýtingu” – 7 stig
      • Tvöfalt vægi – í allt 14 stig
    4. Tillögur um breytingu innviða til að taka á vandanum
      • “Ísland verður sjálfu sér nægt á sviði orkuframleiðslu og notar aðeins græna orku” – dáldið almennt orðað – 6 stig
      • Einfalt vægi – í allt 6 stig
    5. Tillögur varðandi endurheimt votlendis og skógrækt
      • “Endurheimta röskuð vistkerfi í gegnum til að mynda vistheimt og skóggræðslu” – Ekki alveg ljóst hvort að þetta sé vegna lausnar loftslagsvandans – 3 stig
      • Einfalt vægi – í allt 3 stig
    6. Flokkur og/eða frambjóðendur hafa tekið málið upp í aðdraganda kosninga
      • “Ætli rík­is­stjórnin sé búin að end­ur­skoða núver­andi áætlun um aðgerðir til að sporna við áhrifum lofts­lags­breyt­inga og setja ný metn­að­ar­fyllri (en raun­hæf og mæl­an­leg) mark­mið til að bregð­ast við þess­ari spá? Það er nefni­lega ekki nóg að skrifa undir alþjóð­legar skuld­bind­ingar um að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Það þarf líka að standa við þær.” – úr grein í Kjarnanum – Hvar er metnaðurinn í loftslagsmálum? – hér er svo önnur grein Hvað ætlar ný ríkisstjórn að gera í loftslagsmálum? – Góð byrjun – betur má ef duga skal – 6 stig
      • Einfalt vægi – í allt 6 stig
    7. Annað almennt um loftslagsmál
      • “Umhverfis­ og náttúruvernd verður grunnstef í allri stefnumótun stjórnvalda; hvort sem það er á sviði auðlindanýtingar, menntunar, lýðheilsu eða velferðar.” – Dáldið almennt orðalag – 5 stig
      • Einfalt vægi – í allt 5 stig

    Heildarstigafjöldi 60 stig – eða einkunnin 6,0 sem er er staðið samkvæmt viðmiðum París 1,5.

    Flokkurinn virðist hafa meiri áhuga á þessu máli en margir aðrir. En það sést kannski ekki alveg nógu vel á stefnu flokksins og það er því líklegt að þau gætu gert enn betur með skýrum markmiðum. Það væri því til mikilla bóta ef markmiðin væru skýrari og þau væru með sértækari lausnir sem myndu sjást enn skýarar í stefnuskrá flokksins – of almennt orðalag dregur þau niður.

  • Loftslagsrýni stjórnmálaflokkanna fyrir kosningar 2016

    Loftslagsrýni stjórnmálaflokkanna fyrir kosningar 2016

    paris_1_5

    ATH. Þetta er gamla matið – hið nýja má finna hér.

    Hópurinn París 1,5 hefur gert úttekt á loftslagsstefnu stjórnmálaflokka fyrir kosningarnar þann 29. október 2016. Hér verður fyrst rakin aðferðafræðin, þ.e. farið yfir þá þætti sem voru notaðir við loftslagsrýni flokkanna, fjalla um einkunnagjöfina og það hvernig við völdum stjórnmálaflokkana sem eru í úttektinni. Neðst er svo niðurstaða þessa mats og umræða.

    Aðferðafræðin

    Til að stjórnmálaflokkur kæmi til greina í þessari rýni þá völdum við að taka þá sjö flokka sem hafa mestan möguleika (samkvæmt skoðanakönnunum) að ná manni á þing. Loftslagsstefnur eftirfarandi flokkar voru rýndar (í stafrófsröð):

    Til að gefa flokkunum einkunn þá notuðum við kerfi þar sem við mátum sjö mismunandi þætti og gáfum þeim einkunn á bilinu 0-10, en misjafnt vægi er á milli þátta. Fjórir þættir fá einfalt vægi (mest 10 stig hver þáttur) og þrír þættir fá tvöfalt vægi (mest 20 stig hver þáttur) – í allt 100 stig mest. Einn þátturinn er á bilinu mínus 10 til plús 10, þannig að flokkar geta fengið mínus stig þar (mest 20, þar sem þetta er þáttur með tvöfalt vægi). Nánar er fjallað  um hvern þátt hér á eftir.

    Reynt var að finna stefnur flokkanna í loftslagsmálum á vefsíðum þeirra, ef ekkert kom þar fram þá var ekki gert ráð fyrir að til væri opinber stefna um þann þátt hjá þeim stjórnmálaflokki í kosningunum 2016. Við sendum að auki öllum sjö flokkunum tölvupóst þar sem við spurðumst nánar fyrir um þessa þætti – sumir svöruðu, aðrir ekki. Stundum var hægt að finna í stefnum flokkanna eitthvað sértækt þar sem rætt var um loftslagsmál, en stundum þurfti að grafa dýpra til að finna eitthvað fjallað um málin – beint eða óbeint. Við lögðum svo okkar mat á hvern þátt og hvað kom fram hjá hverjum flokki og gáfum einkunnir – sem endaði svo í þeirri einkunn sem hver flokkur fékk varðandi loftslagsmálin.

    Þættirnir sjö eru eftirfarandi:

    1. Er flokkurinn með eða á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu.
      • Hér var hægt að fá mínusstig, þar sem þeir flokkar sem taka einarða stefnu með olíuvinnslu fá mínus stig – þeir sem ekkert nefna um málið fá 0 og þeir sem taka einarða afstöðu gegn olíuvinnslu fá plús .
      • Tvöfalt vægi – mest 20 stig og lægst mínus 20 stig
    2. Eru tölu- og/eða tímasett markmið varðandi samdrátt í losun CO2
      • Því nánari markmið, því betra
      • Tvöfalt vægi – mest 20 stig
    3. Er gert ráð fyrir kolefnisgjaldi eða hagrænum hvötum á losun gróðurhúsalofttegunda
      • Tvöfalt vægi – mest 20 stig
    4. Tillögur um breytingu innviða til að taka á vandanum
      • Til að mynda er hér verið að skoða tillögur til að flýta rafbílavæðingu og öðrum breytingum innviða til að taka fyrr á vandanum
      • Einfalt vægi – mest 10 stig
    5. Tillögur varðandi endurheimt votlendis og skógrækt
      • Almennar tillögur varðandi þessa þætti
      • Einfalt vægi – mest 10 stig
    6. Flokkur og/eða frambjóðendur hafa tekið málið upp í aðdraganda kosninga
      • Ef einhverjir frambjóðendur eða flokkar hafa sett þetta mál á oddinn með því að fjalla um það á opinberum vettvangi
      • Einfalt vægi – mest 10 stig
    7. Annað almennt um loftslagsmál
      • Skoðuðum aðra þætti sem flokkarnir töldu vert að nefna varðandi loftslagsmálin og reyndum að meta það á hlutlægan hátt – þarna gátu flokkarnir skorað aukastig
      • Einfalt vægi – mest 10 stig

    Niðurstaða

    Loftslagsstefnur flokkanna voru rýndar og einkunnir gefnar samkvæmt fyrrgreindum forsendum. Eftirfarandi eru tenglar á úttekt hvers flokks fyrir sig, ásamt einkunnum (innan sviga):

    screenshot-2016-10-11-14-43-17

    Þrír flokkar standast prófið eins og staðan er í dag, en lítið vantar upp á hjá Pírötum og Viðreisn. Þess ber þó að geta að í kosningakerfi Pírata er mjög metnaðarfull stefna sem getur breytt þessari mynd nokkuð. Ef sú stefna verður samþykkt, þá er mjög líklegt að þeir taki forystu í þessu mati.

    Við munum uppfæra einkunnir u.þ.b. viku fyrir kosningar. Þannig opnum við fyrir að flokkarnir geti hækkað sig með því að setja málið á dagskrá, enda okkar aðalmarkmið að loftslagsmálin verði tekin á dagskrá í kosningunum. Við fögnum allri umræðu og málefnalegri gagnrýni.

    Umræður

    13412890_549635985216164_2118920633963755112_nVið í París 1,5 hópnum viljum gjarnan hvetja stjórnmálaflokka og frambjóðendur til að taka þetta mikilvæga mál á dagskrá.  Einkunnakerfið hér að ofan er tilraun til að meta stefnur flokkanna.

    Við erum opin fyrir gagnrýni og flokkar og frambjóðendur mega gjarnan benda á efni sem þeir telja að geti lyft einkunn þeirra upp. Við stefnum á að endurskoða einkunnir þegar vika er í kosningar, þ.e. ef einhverjar breytingar eru sjáanlegar.

    Við viljum að allir flokkarnir geri betur og að þessi mál verði á dagskrá fyrir kosningarnar 2016 – ekki bara sem örfá atriði í stefnuyfirlýsingum, heldur sem eitt af aðalatriðum hjá öllum flokkunum og ekki síst fjölmiðlum sem spyrja spurninganna. Ef við göngum ekki vel til verks í þessum efnum, þá skipta öll hin málin miklu minna máli – því við erum hluti af borgurum jarðarinnar og við þurfum öll að gera okkar til að minnka kolefnisfótspor af mannavöldum, því fyrr sem við byrjum þá mikilvægu vinnu, því betra.

    —–

    Vegna athugasemda frá þeim flokkum sem ekki fengu mat á sinni stefnu og þeirra sem telja á sig hallað:
    Aðstandendur geta sent okkur tölvupóst á loftslag@loftslag.is með tilvísunum í hvar viðkomandi lið (1-7) er að finna, þannig að við getum afritað það og metið á einfaldan hátt – hvort heldur til viðbóta eða uppfærslu á stefnunni. Stefnt er að því að uppfæra matið viku fyrir kosningar.

  • Loftslagsrýni – Björt Framtíð

    Loftslagsrýni – Björt Framtíð

    adallogo-1_bf

    Eldra mat á stefnu Samfylkingarinnar, það er samt í raun óbreytt í uppfærslu, sjá hér.

    Á heimasíðu Bjartrar Framtíðar er hægt að nálgast Umhverfisstefnu flokksins sem fjallar m.a. um loftslagsmálin. Eftirfarandi er einkunnagjöf Bjartar Framtíðar samkvæmt úttekt París 1,5.

    1. Er flokkurinn með eða á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu.
      • Svona er það orðað í umhverfisstefnunni flokksins “Ísland hefji aldrei vinnslu jarðefnaeldsneytis” – þetta er mjög afgerandi stefna varðandi þennan þátt og fær Björt Framtíð einkunnina 10 fyrir þennan þátt
      • Tvöfalt vægi – í allt 20 stig
    2. Eru tölu- og/eða tímasett markmið varðandi samdrátt í losun CO2
      • Ýmis markmið og jákvæðar stefnur, en engin tíma- eða tölusett markmið – 3 stig
      • Tvöfalt vægi – í allt 6 stig
    3. Er gert ráð fyrir kolefnisgjaldi eða hagrænum hvötum á losun
      • “Nota skatta og gjöld til að stýra auðlindanýtingu” – 7 stig
      • Tvöfalt vægi – í allt 14 stig
    4. Tillögur um breytingu innviða til að taka á vandanum
      • “Ísland verður sjálfu sér nægt á sviði orkuframleiðslu og notar aðeins græna orku” – dáldið almennt orðað – 6 stig
      • Einfalt vægi – í allt 6 stig
    5. Tillögur varðandi endurheimt votlendis og skógrækt
      • “Endurheimta röskuð vistkerfi í gegnum til að mynda vistheimt og skóggræðslu” – Ekki alveg ljóst hvort að þetta sé vegna lausnar loftslagsvandans – 3 stig
      • Einfalt vægi – í allt 3 stig
    6. Flokkur og/eða frambjóðendur hafa tekið málið upp í aðdraganda kosninga
      • “Ætli rík­is­stjórnin sé búin að end­ur­skoða núver­andi áætlun um aðgerðir til að sporna við áhrifum lofts­lags­breyt­inga og setja ný metn­að­ar­fyllri (en raun­hæf og mæl­an­leg) mark­mið til að bregð­ast við þess­ari spá? Það er nefni­lega ekki nóg að skrifa undir alþjóð­legar skuld­bind­ingar um að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Það þarf líka að standa við þær.” – úr grein í Kjarnanum – Hvar er metnaðurinn í loftslagsmálum? – hér er svo önnur grein Hvað ætlar ný ríkisstjórn að gera í loftslagsmálum? – Góð byrjun – betur má ef duga skal – 6 stig
      • Einfalt vægi – í allt 6 stig
    7. Annað almennt um loftslagsmál
      • “Umhverfis­ og náttúruvernd verður grunnstef í allri stefnumótun stjórnvalda; hvort sem það er á sviði auðlindanýtingar, menntunar, lýðheilsu eða velferðar.” – Dáldið almennt orðalag – 5 stig
      • Einfalt vægi – í allt 5 stig

    Heildarstigafjöldi 60 stig – eða einkunnin 6,0 sem er er staðið samkvæmt viðmiðum París 1,5.

    Flokkurinn virðist hafa meiri áhuga á þessu máli en margir aðrir. En það sést kannski ekki alveg nógu vel á stefnu flokksins og það er því líklegt að þau gætu gert enn betur með skýrum markmiðum. Það væri því til mikilla bóta ef markmiðin væru skýrari og þau væru með sértækari lausnir sem myndu sjást enn skýarar í stefnuskrá flokksins – of almennt orðalag dregur þau niður.