Loftslagsrýni – Framsókn

logo-framsokn-256x300

Eldra mat á stefnu Framsóknar, það er samt í raun óbreytt í uppfærslu, sjá hér.

Á heimasíðu Framsóknar benda þau á ályktanir flokksins varðandi stefnumál flokksins í hinum ýmsu málum, sjá Ályktanir flokksþings Framsóknarmanna 2016 þar sem m.a. er fjallað um loftslagsmálin. Eftirfarandi er einkunnagjöf fyrir Framsóknarflokkinn samkvæmt úttekt París 1,5.

 1. Er flokkurinn með eða á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu.
  • Svona er það orðað í ályktun flokksins “Framsóknarflokkurinn kvikar ekki frá þeirri stefnu sinni að tækifæri til olíuvinnslu á Drekasvæðinu verði könnuð til hlítar og hagnýtt” – þetta er mjög afgerandi stefna varðandi þennan þátt og fær framsókn einkunnina -10
  • Tvöfalt vægi – í allt -20 stig
 2. Eru tölu- og/eða tímasett markmið varðandi samdrátt í losun CO2
  • Engin tölusett eða tímasett markmið – bara almennt orðalag – einkunn 3 stig
  • Tvöfalt vægi – í allt 6 stig
 3. Er gert ráð fyrir kolefnisgjaldi eða hagrænum hvötum á losun
  • Ekkert fannst – einkunn 0
  • Tvöfalt vægi – í allt 0 stig
 4. Tillögur um breytingu innviða til að taka á vandanum
  • Framsókn orðar það sem svo, Setja þarf upp hraðhleðslustöðvar fyrir rafbíla” – ekki mjög skýrt hvernig eða hvenær, en allavega skref í rétta átt – 4 stig
  • Einfalt vægi – í allt 4 stig
 5. Tillögur varðandi endurheimt votlendis og skógrækt
  • Auka þarf enn frekar skógrækt, landgræðslu og aðra endurheimt landgæða. Það verði gert í samstarfi við landeigendur, skógræktar- og landgræðslufélög, bændur og sveitarfélög sem leiðir til aukinnar kolefnisbindingar, verðmætasköpunar og verndun jarðvegs. Skapa þarf hvetjandi umhverfi sem leiðir til nýsköpunar úr afurðum og arðs af skógrækt. Skipuleggja þarf skógrækt, endurheimt votlendis og landgræðsluframkvæmdir á völdum svæðum á landinu á grundvelli sérstakrar framkvæmdaráætlunar með hagkvæmni og samþætt sjónarmið skógræktar, landbúnaðar og útivistar að leiðarljósi.” – 7 stig
  • Einfalt vægi – í allt 7 stig
 6. Flokkur og/eða frambjóðendur hafa tekið málið upp í aðdraganda kosninga
  • Ekkert fannst – 0 stig
  • Einfalt vægi – í allt 0 stig
 7. Annað almennt um loftslagsmál
  • Almennt orðalag um einhverjar aðgerðir, til að mynda: “Skoða má frekari aðgerðir, s.s. aukna rafbílavæðingu. Einnig þarf að leitast við að finna nýjar tækni- og efnahagslegar lausnir sem mæta kröfum um minni losun gróðurhúsalofttegunda og aukna endurnotkun og endurvinnslu.”
  • Einfalt vægi – í allt 7 stig

Heildarstigafjöldi 4 stig – eða einkunnin 0,4 sem er fall samkvæmt viðmiðum París 1,5.

Flokkurinn tapaði flestum stigum á því að vilja eindregið fara í olíuvinnslu á Drekasvæðinu (fengu 20 mínus stig þar) – sem er þvert á öll viðmið sem hafa ber í huga þegar taka þarf á loftslagsvandanum. Ný olíuvinnsla á áður ónýttum svæðum er ekki kostur í stöðunni í dag – enda getum við ekki brennt nema ca. fimmtungi til þriðjungi af núverandi þekktum olíulindum (Drekasvæðið ekki meðtalið) til að halda okkur innan 2°C marksins – svo ekki sé talað um 1,5°C sem við tölum fyrir í París 1,5 hópnum. Annars mætti flokkurinn íhuga að hafa tölu- og tímasett markmið ásamt hagrænum hvötum í þessum málum, ásamt meiri umræðu og gæti það lyft einkunninni verulega upp.

Athugasemdir

ummæli

About Ritstjórn Loftslag.is

Ritstjórn Loftslag.is