Loftslagsrýni – Vinstri Græn, uppfært mat

vg

Hér er uppfært mat á stefnu Vinstri Grænna í loftslagsmálum, eldra matið má sjá hér.

Á heimasíðu Vinstri Grænna (VG) er hægt að nálgast stefnur flokksins um Umhverfis- og loftslagsmál á heimasíðu flokksins. Eftirfarandi er einkunnagjöf VG samkvæmt úttekt París 1,5.

  1. Er flokkurinn með eða á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu.
    • “Ísland á að beita sér fyrir því að jarðefnaeldsneyti verði ekki unnið á Norðurslóðum.” – 10 stig
    • Tvöfalt vægi – í allt 20 stig
  2. Eru tölu- og/eða tímasett markmið varðandi samdrátt í losun CO2
    • Segja að það eigi að setja stefnuna á að verða kolefnishlutlaust árið 2050, en er kannski ekki alveg nógu markmiðamiðað – en til að ná þessum árangra þyrfti vissulega að setja sér markmið til skemmri tíma líka – 6 stig
    • Tvöfalt vægi – í allt 12 stig
  3. Er gert ráð fyrir kolefnisgjaldi eða hagrænum hvötum á losun
    • “Beita þarf hagrænum hvötum og byggja upp innvíði til að græn samgöngutæki verði hagkvæmasti kosturinn” – Hér er væntanlega átt við kolefnisgjald – en samt er það ekki nógu ljóst – 6 stig
    • Tvöfalt vægi – í allt 12 stig
  4. Tillögur um breytingu innviða til að taka á vandanum
    • Skoða á sporbundnar almenningssamgöngur í almannaeign á suðvesturhorninu – Skipuleggja þarf þéttbýli þannig að almenningssamgöngur, hjólreiðar og ganga verði raunhæfir valkostir.” – 6 stig
    • Einfalt vægi – í allt 6 stig
  5. Tillögur varðandi endurheimt votlendis og skógrækt
    • Efla þarf rannsóknir á því hvernig best verði staðið að endurheimt verðmætra vistkerfa (vistheimt) og að endurheimt votlendis verði meira en orðin tóm.” – 5 stig
    • Einfalt vægi – í allt 5 stig
  6. Flokkur og/eða frambjóðendur hafa tekið málið upp í aðdraganda kosninga
    1. Forystumenn flokksins hafa tjáð sig víða opinberlega um loftslagsmál, meðal annars í eldhúsdagsumræðum og í auglýsingum.  – 7 stig
    2. Einfalt vægi – í allt 7 stig
  7. Annað almennt um loftslagsmál
    • “Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra eru stærsta verkefni mannkyns á komandi árum og áratugum. Áhrif þeirra á vistkerfi heimsins geta valdið tjóni í hverju einasta ríki og það er forgangsverkefni að draga úr áhrifum þeirra og undirbúa viðbrögð við þeim.”
    • 1x vægi – í allt 7 stig

Heildarstigafjöldi 69 stig – eða einkunnin 6,9 sem er staðið samkvæmt viðmiðum París 1,5.

Flokkurinn tapaði stigum vegna þess að ekkert var minnst á skógrækt sem lausn á loftslagsvandanum í stefnu flokksins. Til að fá toppeinkun þá væri hægt að skerpa á orðalagi.

Athugasemdir

ummæli

About Ritstjórn Loftslag.is

Ritstjórn Loftslag.is