Loftslagsrýni – Viðreisn, uppfært mat

vidreisn_logo
Nýtt mat á stefnu Viðreisnar, það er samt í raun óbreytt frá síðasta mati, sjá hér.

Á heimasíðu Viðreisnar er hægt að nálgast Umhverfis- og auðlindamál flokksins sem fjallar m.a. um loftslagsmálin. Eftirfarandi er einkunnagjöf Viðreisnar samkvæmt úttekt París 1,5.

  1. Er flokkurinn með eða á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu.
    • Ekkert fannst – 0 stig
    • Tvöfalt vægi – í allt 0 stig
  2. Eru tölu- og/eða tímasett markmið varðandi samdrátt í losun CO2
    • “Ísland taki virkan þátt í að berjast gegn hnattrænum umhverfisvandamálum, eins og loftslagsbreytingum, með virkri þátttöku í alþjóðlegu samstarfi gegn þeim.” – Dáldið almennt og ekki beint tölu- eða tímasett markmið – 4 stig
    • Tvöfalt vægi – í allt 8 stig
  3. Er gert ráð fyrir kolefnisgjaldi eða hagrænum hvötum á losun
    • “Koma þarf á samræmdu kerfi grænna skatta sem fela í sér eðlilegar álögur á mengandi starfsemi en skapa jafnframt hvata til samdráttar í losun og annarra mótvægisaðgerða. Tryggt verði að sá sem mengar borgi.” og “Sett verði metnaðarfull markmið um orkuskipti íslenska hagkerfisins og þeim sé fylgt eftir með hagrænum hvötum þannig að einstaklingar og fyrirtæki leiti hagkvæmustu leiða til að ná því marki, hvort sem er með grænum sköttum, losunarkvótum, niðurfellingu gjalda eða stuðningi.” – Hægt að kalla þetta nokkuð skýrt – 7 stig
    • 2x vægi – í allt 14 stig
  4. Tillögur um breytingu innviða til að taka á vandanum
    • “Ríkið móti heildstæða auðlindastefnu til langs tíma þar sem umhverfisvernd, heildarhagsmunir samfélags, hagsmunir sveitarfélaga, fjárfesting í innviðum og hagsmunir komandi kynslóða eru í forgrunni.” – Mætti vera skýrara um hvað er átt við – 5 stig
    • Einfalt vægi – í allt 5 stig
  5. Tillögur varðandi endurheimt votlendis og skógrækt
    • Ráðist verði í aukna skógrækt og endurheimt votlendis.” – 7 stig
    • Einfalt vægi – í allt 7 stig
  6. Flokkur og/eða frambjóðendur hafa tekið málið upp í aðdraganda kosninga
    • Ekki vitað til þess – 0 stig
    • Einfalt vægi – í allt 0 stig
  7. Annað almennt um loftslagsmál
    • “Ísland taki virkan þátt í að berjast gegn hnattrænum umhverfisvandamálum, eins og loftslagsbreytingum, með virkri þátttöku í alþjóðlegu samstarfi gegn þeim.” – 7 stig
    • Einfalt vægi – í allt 7 stig

Heildarstigafjöldi 41 stig – eða einkunnin 4,1 sem er fall samkvæmt viðmiðum París 1,5.

Flokkurinn gæti skorað betur með nánari markmiðum og umfjöllun um þessi mál til að ná betri einkunn. Ekki þarf mikið til að flokkurinn standist matið.

Athugasemdir

ummæli

About Ritstjórn Loftslag.is

Ritstjórn Loftslag.is