Á heimasíðu Alþýðufylkingarinnar er hægt að nálgast stefnur flokksins. Eftirfarandi er einkunnagjöf þeirra samkvæmt úttekt París 1,5.
- Er flokkurinn með eða á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu.
- “Sé olíu að finna á Drekasvæðinu viljum við að hún sé látin liggja kyrr.” – 10 stig
- Tvöfalt vægi – í allt 20 stig
- Eru tölu- og/eða tímasett markmið varðandi samdrátt í losun CO2
- Ekkert fannst – 0 stig
- Tvöfalt vægi – í allt 0 stig
- Er gert ráð fyrir kolefnisgjaldi eða hagrænum hvötum á losun
- “Með því að félagsvæða bankakerfið og stórlækka vexti má t.d. hugsa sér að umhverfisvæn fyrirtæki fái betri/hagkvæmari fyrirgreiðslur í félagslega reknum bönkum þar sem ríkið stýrir vöxtunum. Þá má enn fremur beita skattkerfinu í sama augnamiði. – 4 stig
- Tvöfalt vægi – í allt 8 stig
- Tillögur um breytingu innviða til að taka á vandanum
- “Rafbílavæðing, stóraukin notkun félagsvæddra (en ekki einkarekinna og gróðadrifinna) almenningssamgangna, umtalsverð minnkun ónauðsynlegra flutninga, efling lífræns búskapar o.fl. Með ónauðsynlegum flutningum eigum við annars vegar við ónauðsynlega flutninga fólks þar sem einn er í hverjum bíl í stað þess að nota almenningssamgöngur eða vera saman um bíla (etv mættu fullir fólksbílar nota sérakreinar eins og taxi og strætó) og hins vegar ónauðsynlega flutninga á fénaði, fiski og vörum ýmiss konar. T.d. má taka upp strandsiglingar að nýju, sem m.a. sparar viðhald vega. Þá þarf að fjölga sláturhúsum aftur og banna eða amk takmarka mjög fiskflutninga á milli landshluta, t.d. með flutningsgjöldum.” – 6 stig
- Einfalt vægi – í allt 6 stig
- Tillögur varðandi endurheimt votlendis og skógrækt
- “Tryggja þarf landbúnaðinum aðgang umfram aðra landnotkun að besta landbúnaðarlandinu og stuðla að því að það sé í hverju tilviki nýtt til þeirrar tegundar búrekstrar sem best hæfir. Því viljum við gera rammaáætlun um samþættaða vernd og nýtingu lands til ræktunar, úthagabeitar og annarra nota. Í þeirri áætlun skal stefnt að skógrækt eða endurheimt votlendis á landi sem hefur verið rutt eða ræst fram án þess að það sé nýtt sem tún eða akrar. Með því að fylla upp í óþarfa framræsluskurði vonumst við til að minnka magn gróðurhúsalofttegunda sem frá landinu stafar, og um leið endurskapa vistkerfi fugla o.fl. dýra..” – 8 stig
- Einfalt vægi – í allt 8 stig
- Flokkur og/eða frambjóðendur hafa tekið málið upp í aðdraganda kosninga
- Forystumenn flokksins hafa tjáð sig víða um loftslagsmál og haft frumkvæði í umræðuþáttum í útvarpi og sjónvarpi að umræðu um loftslagsmál. – 7 stig
- Einfalt vægi – í allt 7 stig
- Annað almennt um loftslagsmál
- Þeir vilja átak í þróun og innleiðingu umhverfisvænna orkugjafa í skipaflotanum og beita sér á alþjóðavettvangi (sjá Alþjóðleg umhverfismál í stefnuskránni). – 5 stig
- Einfalt vægi – í allt 5 stig
Heildarstigafjöldi 54 stig – eða einkunnin 5,4 sem er staðið samkvæmt viðmiðum París 1,5.
Flokkurinn tapaði stigum vegna þess að ekki voru tölu-eða tímasett markmið um losun.
Leave a Reply