Loftslagsrýni – Píratar

piratarHér er eldra matið á stefnu Pírata í loftslagsmálum, nýja matið má sjá hér.

Á heimasíðu Pírata er hægt að nálgast Umhverfisstefnu flokksins sem fjallar m.a. um loftslagsmálin. Eftirfarandi er einkunnagjöf Pírata samkvæmt úttekt París 1,5.

  1. Er flokkurinn með eða á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu.
    • Ekkert fannst – 0 stig
    • Tvöfalt vægi – í allt 0 stig
  2. Eru tölu- og/eða tímasett markmið varðandi samdrátt í losun CO2
    • “Stefnt sé að því að Ísland verði jarðefnaeldsneytislaust árið 2040” – 7 stig
    • Tvöfalt vægi – í allt 14 stig
  3. Er gert ráð fyrir kolefnisgjaldi eða hagrænum hvötum á losun
    • Kolefnisgjald verði hækkað á innflutt jarðefnaeldsneyti og vörugjald/mengunargjald í réttu hlutfalli við útblástur ökutækja“. – 5 stig
    • Tvöfalt vægi – í allt 10 stig
  4. Tillögur um breytingu innviða til að taka á vandanum
    • Samgöngur verði vistvænar og mengunarlausar.
      Bílaflotinn og fiskiskipaflotinn noti einungis vistvæna orku úr endurnýjanlegum orkulindum sem framleidd er innanlands.
      Stefna skuli að rafbílavæðingu Íslands.” – 7 stig
    • Einfalt vægi – í allt 7 stig
  5. Tillögur varðandi endurheimt votlendis og skógrækt
    • “Stuðningur [bænda] verður minna háður búgreinum en meira háður því að bændur vinni samkvæmt viðurkenndum starfsaðferðum og sinni verkefnum sem samfélagið telur þess virði að greiða fyrir svo sem endurheimt votlendis vegna loftlagsmála, ræktun skóga osfrv.” – 5 stig
    • Einfalt vægi – í allt 5 stig
  6. Flokkur og/eða frambjóðendur hafa tekið málið upp í aðdraganda kosninga
    1. Hafa verið að ræða nýja loftslagsstefnu og tekið umræðu um hana – enn ósamþykkt en góð byrjun
    2. Einfalt vægi – í allt 6 stig
  7. Annað almennt um loftslagsmál
    • Engin sérstök viðbót við það sem kom fram – 0 stig
    • Einfalt vægi – í allt 0 stig

Heildarstigafjöldi 42 stig – eða einkunnin 4,2 sem er fall samkvæmt viðmiðum París 1,5.

Það skal tekið fram að flokkurinn er með mjög heilstæða loftslagsstefnu í kosningakerfi sínu, en niðurstaða úr því mati kemur rúmlega viku fyrir kosningar (21. október). Með því að samþykkja hana myndu Píratar væntanlega setjast í forystusæti stjórnmálaflokka á Íslandi í stefnu sinni um loftslagsmál. Við hvetjum Pírata til að samþykkja stefnuna og taka forystuna og þar með hugsanlega nokkur atkvæði þeirra sem láta loftslagsmálin skipta máli í sínu vali. Við munum rýna þá stefnu þegar og ef hún verður samþykkt.

Athugasemdir

ummæli

About Ritstjórn Loftslag.is

Ritstjórn Loftslag.is