Loftslag.is

Tag: Yfirlýsing

  • Afdráttalausar yfirlýsingar

    Afdráttalausar yfirlýsingar

    Undanfarnar vikur og mánuðir hafa vakið athygli áhugamanna um loftslagsmál, en upp á síðkastið hafa vísindamenn verið afdráttarlausir  í ákalli sínu til almennings og stjórnmálamanna um að það sé ekki lengur hægt að bíða eftir aðgerðum – draga verði úr bruna jarðefnaeldsneytis og þar með styrkaukningu CO2 í andrúmsloftinu.

    Samstarf Breta og Bandaríkjamanna

    coverÍ febrúar bárust fréttir af því að tvær af virtustu vísindastofnunum heims hefðu útbúið í sameiningu bækling um loftslagsmál, en það eru annars vegar hin breska Konunglega Vísindaakademía (Royal Society) og hins vegar Vísindaráð Bandaríkjanna (National Academy of Science). Þessi bæklingur er settur upp á sem einfaldastan hátt og er fyrri hlutinn byggður upp af lykilspurningum, sem svarað er á einfaldan hátt með nánari útskýringum. Í seinni hluti hans er farið yfir grunnatriði kenningarinnar um hin auknu gróðurhúsaáhrif af mannavöldum.

    Sem dæmi er hér ein spurning úr skýrslunni, ásamt stutta svarinu:

    Þýðir minni hitaaukning undanfarið að loftslagsbreytingar séu hættar?

    Nei. Árið 1998 var mjög hlýtt vegna óvenjulega sterks El Nino og því virðist hitaaukning við yfirborð jarðar ekki eins hröð samanborið við aukninguna áratuginn þar á undan. Þrátt fyrir það, þá var fyrsti áratugur þessarar aldar heitari en seinasti áratugur síðustu aldar. Minni hitaaukning í skamman tima, breytir ekki skilning okkar á langtímabreytingum í hnattrænum hita vegna aukningar á gróðurhúsalofttegundum af mannavöldum.

    Hér má lesa um bækling Konunglegu Vísindaakademíunnar og Vísindaráðs Bandaríkjanna af heimasíðu Royal Society: Climate Change: Evidence & Causes. PDF: Climate Change: Evidence & Causes. Einnig má lesa fjölmargar aðrar spurningar og svör vísindamannanna hér.

    Hér er kynningarmyndband frá sömu stofnunum um bæklinginn og vísindin sem liggja á bak við hann.

     

    Ein stærstu óháðu vísindasamtök heims stíga einnig fram

    AAAS-What-We-Know-Now-ReportAAAS, The American Association for the Advancement of Science eru alþjóðleg samtök vísindamanna sem, eins og nafnið gefur til kynna, stuðlar að framgangi vísinda, en samtökin gefa meðal annars út hið virta tímarit Science. Í mars opnuðu samtökin heimasíðu og gáfu út bækling sem heitir Það sem við vitum (e. What We Know). Helstu punktarnir eru þessir:
    1. Vísindamenn eru sammála: loftslagsbreytingar eru hér og nú. Á grunni vel ígrundaðra gagna, hafa um 97% loftslagsvísindamanna komist að þeirri niðurstöðu að loftslagsbreytingar séu í gangi, hér og nú. Þessi samhljómur byggist ekki á einni rannsókn, heldur á stöðugum straumi gagna síðastliðna tvo áratugi..
    2. Við eigum á hættu að keyra loftslagskerfi jarðar í átt að óvæntum, ófyrirsjáanlegum og hugsanlega óafturkræfum breytingum með mjög skaðvænlegum áhrifum. Loftslag jarðar er á braut til hitastigs sem er hærra en jarðarbúar hafa upplifað í milljónir ára. Innan vikmarka þess hitastigs sem núverandi losun við bruna jarðefnaeldsneytis munu valda, eru hitar sem taldir eru geta eyðilegt í stórum stíl samfélög og vistkerfi..
    3. Því  fyrr sem við bregðumst við því minni verður áhættan og kostnaðurinn og það er margt hægt að gera. Að bíða með aðgerðir mun auka kostnað, margfalda áhættu og loka á ýmsa möguleika til að takast á við vandann. Það koldíoxíð sem við framleiðum nú, safnast fyrir í lofthjúp jarðar og er þar í áratugi, aldir og lengur..
    Hér má lesa um verkefnið: What We Know. PDF: What We Know. Nokkur áhugaverð myndbönd eru á heimasíðunni, meðal annars þetta hér:

    Consensus Sense from What We Know on Vimeo.

     

    Alþjóða Veðurfræðistofnunin afdráttarlaus

    WMOÍ lok síðasta mánaðar kom út árleg yfirlýsing Alþjóða Veðurfræðistofnuninni, WMO – World Meteorological Organization um veður síðasta árs. Auk yfirlits um veðurfar síðasta árs sem var öfgafullt víða um heim, var farið sérstaklega yfir óvenjulega hita sem voru á Ástralíu árið 2013 og sérstaklega yfir sumarið.
    Í yfirlýsingunni kemur fram að jörðin haldi áfram að hitna, en 13 af 14 heitustu árum frá upphafi mælinga urðu á þessari öld og að fyrsti áratugur þessarar aldar sé heitastur.  Þó náttúruhamfarir verði án loftslagsbreytinga af mannavöldum, þá er talað um að þær séu að auka líkurnar og styrk öfgaveðurs. Í yfirlýsingunni er fyrrnefnt dæmi um óvenjulega hita í Ástralíu tekið sem dæmi og er WMO frekar afdráttarlaust varðandi þann atburð, en talið er að öfgarnir í hita Ástralíu hefðu verið nánast útilokaðir án loftslagsbreytinga af mannavöldum.

    Auk öfgahitanna í Ástralíu má nefna að víða um heim var óvenjuöfgafull úrkoma, meira um ákafa hita og meira tjón vegna flóða af völdum storma og hækkandi sjávarstöðu.

    Hægt er að lesa yfirlýsingu WMO hér- PDF:  WMO Statement on the status of the global climate in 2013

     

    Loftslagsnefnd Sameinuðu Þjóðanna skilar inn svartri skýrslu

    Ipcc hopur 2Að lokum er nauðsynlegt að nefna það að vinnuhópur II hjá Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) er nýbúin að skila inn skýrslu sinni um afleiðingar loftslagsbreytinga fyrir náttúru og samfélög og til hvaða úrræða megi grípa til þess að aðlagast breytingunum. Hér er um að ræða fimmtu úttekt nefndarinnar og er hún mun hispurslausari en fyrri úttektir.

    Skýrslan virðist staðfesta að breytingar eru hraðari en reiknað var með. Skýrslan dregur fram líklegar afleiðingar, breytingar á búsvæðum tegunda til lands og sjávar, mikla fólksflutninga frá svæðum sem verst fara út úr breytingum, sem eru raunar fjölmenntustu landsvæði jarðar, alvarlegan samdrátt í vatnsbúskap og meiri áhrif til hins verra fyrir fæðuframleiðslu og fæðuöryggi jarðarbúa. Sem dæmi um neikvæð áhrif loftslagsbreytinga á jarðrækt (af heimasíðu Veðurstofunnar):

    Fjöldi rannsókna, frá ólíkum svæðum og á mörgum nytjategundum, sýnir að loftslagsbreytingar hafa oftar neikvæð áhrif á jarðrækt en jákvæð. Þær rannsóknir sem sýna jákvæð áhrif eiga við um köld svæði og er ekki enn ljóst hvort áhrifin þar eru í heildina jákvæð eða neikvæð. Loftslags-breytingar hafa haft neikvæð áhrif á maís- og hveitirækt á mörgum svæðum og í heildina þegar litið er til jarðarinnar allrar. Á hinn bóginn eru áhrif á sojabauna- og hrísgrjónarækt víðast hvar lítil eða ekki merkjanleg. Áhrifin eru einkum á framleiðslu matvara en síður á dreifingu, aðgengi eða aðra þætti sem lúta að fæðuöryggi. Síðan síðasta skýrsla IPCC kom út árið 2007 hafa skyndilegar en tímabundnar verðhækkanir á kornvöru og matvælum fylgt í kjölfar óvenjulegs veðurfars á mikilvægum framleiðslusvæðum. Sýnir það að þessir markaðir eru m.a. viðkvæmir fyrir óvenjulegu veðurlagi.

    Hægt er að lesa samantektarskýrsluna hér-PDF: Summary for Policymakers. Góð samantekt er á heimasíðu Veðurstofunnar, Áhrif loftslagsbreytinga: Úttekt vinnuhóps 2 hjá IPCC

    Tengt efni á loftslag.is

  • Aukið við yfirlýsingu

    Aukið við yfirlýsingu

    addendumFyrir þremur árum gaf breska jarðfræðafélagið (the Geological Society of London) út yfirlýsingu þar sem meðal annars kom fram að með því að skoða sögu jarðar þá sé ljóst að það stefnir í óefni vegna losunar á CO2. Þar kom fram að nóg væri að skoða jarðfræðileg gögn og að ekki þyrfti að reiða sig á loftslagslíkön eða hitastigsmælingar síðustu áratuga til að staðfesta það sem eðlisfræðin segir okkur: Með því að auka styrk CO2 í lofthjúpnum þá eykst hiti jarðar, sem getur leitt til hærri sjávarstöðu, breytt  úrkomumynstri, aukið sýrustig sjávar og minnkað súrefni sjávar.

    Í viðauka þeim sem birtist nú fyrir skömmu staðfesta breskir jarðfræðingar fyrri yfirlýsingu sína og bæta nokkru við. Í viðaukanum kemur meðal annars fram að með loftslagslíkönum sjái menn hraðar skammtímabreytingar við útreikninga á jafnvægissvörun loftslags (e. climate sensitivity – þ.e. hnattræn hækkun hitastigs við tvöföldun CO2 í lofthjúpnum). Almennt telja vísindamenn að með því að tvöfalda styrk CO2 í andrúmsloftinu, þá hækki hnattrænn hiti um 1,5-4,5°C, þá vegna hraðra breytinga líkt og breytingar á snjóhulu og útbreiðslu íss, auk breytinga í skýjahulu og vatnsgufu.

    Jarðfræðileg gögn sem safnast hafa saman við rannsóknir á fyrri loftslagsbreytingum benda til þess að ef langtímabreytingar eru teknar með í reikninginn, t.d. bráðnun stórra jökulhvela og breytingar í kolefnishringrásinni, þá sé jafnvægissvörun loftslags tvöfallt hærri en loftslagslíkön gefa okkur. Einnig eru í viðaukanum tekin inn ný gögn sem sýna hversu samstíga breytingar á hitastigi og styrk CO2 í lofthjúpnum eru í gegnum jarðsöguna, samkvæmt ískjörnum frá Suðurskautinu.

    Styrkur CO2 í lofthjúpnum er núna um 400 ppm, sem er styrkur sem hefur ekki sést síðan á plíósen fyrir 2,6-5,3 milljónum árum síðan. Á þeim tíma þá var hiti um 2-3°C hærri en hann er í dag og sjávarstaða talin allt að 20 m hærri en nú er, meðal annars vegna þess hve mikið minni jöklar Suðurskautsins voru. Ef áfram heldur sem horfir, þá mun styrkur CO2 í lofthjúpnum ná um 600 ppm í lok aldarinnar, en það væri meiri styrkur en verið hefur á jörðinni síðastliðin 24 milljónir ára.

    Niðurstaðan er meðal annars sú að frekar lítil hækkun í styrki CO2 í lofthjúpnum og þar með hækkun í hitastigi, veldur  töluverðri hækkun í sjávarstöðu – auk þess sem úthöfin verða súrari og súrefnissnauðari. Sambærilegur atburður í jarðsögunni og stefnir í nú*, er PETM (Paleocene-Eocene Thermal Maximum), en sá atburður olli miklum útdauða sjávarlífvera – það tók lífið á jörðinni um 100 þúsund ár að jafna sig á þeim atburði.
    —-
    *PETM var fyrir um 55 milljónum ára og þó hér sé talað um hann sem sambærilegan atburð við þann sem nú er hafinn, þá er hann um margt ólíkur -hann hófst við mun hærri hita og var ekki eins hraður og sá sem nú er hafinn (sjá hér

    Eina líklega skýringin á núverandi hlýnun er hin gríðarlega styrkaukning á CO2 og öðrum gróðurhúsalofttegundum sem orðið hefur frá upphafi iðnbyltingarinnar. Nýjar samantektir á loftslagi fortíðar ásamt útreikningum á breytingum í möndulhalla og sporbaugi jarðar, sýna að þær breytingar hefðu átt að kæla jörðina síðastliðin nokkur árþúsund – og gerðu það, þar til styrkaukning CO2 hófst af mannavöldum. Sú kólnun hefði síðan átt að halda áfram næstu þúsund ár hið minnsta. Þrátt fyrir það þá sýna gögn að tímabilið frá 1950-2000 er heitasta hálfa öldin síðastliðin 2 þúsund ár.

    Shakun_Marcott_HadCRUT4_A1B_500

    Mannkynið er að búa til nýjan heim, heim með loftslagi sem samfélög manna hafa ekki þurft að glíma við áður. Miðað við stöðuna í dag, þá lítur ekki út fyrir að þjóðir heims ætli, né vilji taka á þeim vanda sem við blasir. Til þess þarf festu, en einnig hugrekki til að standast þær freistingar sem skammtímagróði vekur og skynsemi til að sjá kostnaðinn sem þessar athafnir manna munu valda til framtíðar.

  • Yfirlýsing frá breska jarðfræðafélaginu um loftslagsbreytingar

    Yfirlýsing frá breska jarðfræðafélaginu um loftslagsbreytingar

    Endurbirting færslu sem birtist fyrst í nóvember síðast liðin.

    Breska jarðfræðafélagið (e. Geological Society of London) hefur útbúið yfirlýsingu um loftslagsbreytingar, þar sem áhersla er lögð á jarðfræðigögn og hvað þau segja okkur. Jarðfræðigögn gefa töluverðar upplýsingar um það hvernig loftslag Jarðar hefur breyst til forna og veita mikilvægar vísbendingar um hvernig loftslagsbreytingum gæti háttað í framtíðinni. Yfirlýsingin byggir þannig á gögnum jarðfræðinnar, en ekki á nýlegum  hitastigsmælingar við yfirborð eða með gervihnöttum, né byggir yfirlýsingin á loftslagslíkönum. Það er alveg þess virði að lesa yfirlýsinguna, en þar koma fram töluverðar upplýsingar auk notadrjúgra ritrýnda heimilda (sjá tengla í lok færslunnar). Nokkur lykilatriði yfirlýsingarinnar má sjá hér fyrir neðan:

    Hitastig Jarðar breytist af náttúrulegum völdum á tímaskala frá áratugum, til hundrað þúsunda, til milljóna ára. Í sumum tilfellum verða þessar breytingar smám saman en í sumum tilfellum gerast þær skyndilega. Gögn um loftslagsbreytingar hafa varðveist í margskonar jarðfræðilegu umhverfi t.d. í setlögum í botni sjávar og vatna, í jökulbreiðum, steingerðum kóröllum, dropasteinum og steingerðum trjám. Borkjarnar í jökulbreiður sýna hitastig skautana og samsetningu lofthjúpsins síðastliðin 120 þúsund ár fyrir Grænland og 800 þúsund ár fyrir Suðurskautið. Botnsetlög sjávar varðveita gögn um loftslag tugir milljóna ára aftur í tímann og eldra setberg teygir gögnin hundruðir milljóna ára aftur í tímann.

    Jarðfræðileg gögn staðfesta það sem eðlisfræðin segja okkur, að með því að auka styrk CO2 í andrúmsloftinu þá eykst hiti Jarðar og getur leitt til hærri sjávarstöðu, breytt úrkomumynstri, aukið sýrustig sjávar og minnkað súrefni sjávar. Líf á Jörðu hefur lifað af miklar loftslagsbreytingar til forna, en mikill fjöldaúttdauði og breyting á dreifingu tegunda hefur tengst mörgum af þeim breytingum. Þegar mannkynið var fámennt og lifði hirðingjalífi, þá hafði sjávarstöðubreyting upp á nokkra metra ekki mikil áhrif. Við núverandi og vaxandi fólksfjölda, þar sem fjölmennustu svæði Jarðar eru í borgum við ströndina, þá mun slík sjávarstöðubreyting hafa neikvæð áhrif á samfélög manna, sérstaklega ef það gerist skyndilega eins og til forna.

    Skyndilegar loftslagsbreytingar hafa áður gerst. Fyrir um 55 milljónum árum síðan – í lok tímaskeiðsins Paleósen, þá varð skyndileg hlýnun þar sem hnattrænt hitastig Jarðar jókst um 6°C og um 10-20°C á heimsskautunum. Þessi atburður, sem skammstafaður er PETM (Paleocene-Eocene Thermal Maximum) varð á sama tíma og kolefni losnaði í miklu magni (1500-2000 milljarðar tonna). Þessi innspýting af kolefni er talið geta tengst niðurbroti á metanvatnskristöllum (e. methane hydrate) í botnlögum sjávar, sem mögulega tengist eldvirkni og hafði áhrif til hlýnunar sem náði hámarki sínu fyrir um 50 milljónum ára í byrjun tímaskeiðsins Eósen. Styrkur CO2 í andrúmsloftinu var hár á þeim tíma – en þessi innspýting út í andrúmsloftið og úthöfin gerði þau enn heitari, súrefnisfirrtari og súrari. Í kjölfarið varð mikill útdauði lífvera, sérstaklega í úthöfunum . Það tók Jörðina um 100 þúsund ár að jafna sig á þeirri innspýtingu, sem sýnir að losun á CO2 út í andrúmsloftið í svipuðu magni getur haft áhrif á loftslag á Jörðinni í hundrað þúsund ár.

    Sveiflur í djúpsjó jarðar. Mynd a sýnir sveiflur í magni súrefnis18 samsætunni og hvenær jöklar á Suður- og Norðurhveli jarðar byrja að myndast. Mynd b sýnir túlkun á hitastigi djúpsjávar miðað við magn súrefnissamsæta í setlögum (Hansen o.fl. 2008). Rauð ör á efri myndinni sýnir PETM atburðinn fyrir 55 milljónum ára, þegar mikill útdauði sjávarlífvera varð (smella á myndina til að stækka).

    En hvenær var styrkur CO2 í andrúmsloftinu sambærilegt og það er orðið í dag? Nýjustu rannsóknir benda til þess að það sé orðið nú, svipað og það var fyrir um 5,2-2,6 milljónum ára – en þá var það talið vera á bilinu 330-400 ppm. Á þeim tíma var hnattrænn hiti Jarðar 2-3°C hærri en hann er í dag og sjávarstaða um 10-25 m hærri, sem bendir til þess að vatn bundið í jöklum hafi verið mun minna en í dag og að Norðurskautið hafi allavega verið árstíðabundið hafíslaus.

    Athafnir manna hafa losað um 500 milljarða tonna af kolefni út í andrúmsloftið frá árinu 1750. Á næstu öldum, ef áfram heldur sem horfir, þá gæti losun manna orðið samtals á bilinu 1500-2000 milljarða tonna – svipað og varð fyrir um 55 milljónum ára. Jarðfræðileg gögn frá þeim atburði og fyrri sambærilegum atburðum benda til þess að slík viðbót af kolefni út í andrúmsloftið gæti hækkað hitastig Jarðar um allavega 5-6°C. Sá tími sem það gæti tekið Jörðina að jafna sig á slíku gæti orðið 100 þúsund ár eða meira. Ef eingöngu er miðað út frá jarðfræðilegum gögnum þá er óhætt að álykta að losun á CO2 út í andrúmsloftið af svipuðum og auknum ákafa og nú er, getur ekki verið skynsamlegt, eins óþægileg og sú tilhugsun er.

    Heimildir og ítarefni

    Þessi færsla er að mestu þýðing á umfjöllun Skeptical Science: Geological Society discuss climate change evidence from the geological record

    Yfirlýsing Breska jarðfræðafélagið (e. Geological Society of London) má finna hér:  Climate change: evidence from the geological record (sjá einnig pdf skjal með yfirlýsingunni).

    Tengt efni á loftslag.is

  • Yfirlýsing frá breska jarðfræðafélaginu um loftslagsbreytingar

    Yfirlýsing frá breska jarðfræðafélaginu um loftslagsbreytingar

    Breska jarðfræðafélagið (e. Geological Society of London) hefur útbúið yfirlýsingu um loftslagsbreytingar, þar sem áhersla er lögð á jarðfræðigögn og hvað þau segja okkur. Jarðfræðigögn gefa töluverðar upplýsingar um það hvernig loftslag Jarðar hefur breyst til forna og veita mikilvægar vísbendingar um hvernig loftslagsbreytingum gæti háttað í framtíðinni. Yfirlýsingin byggir þannig á gögnum jarðfræðinnar, en ekki á nýlegum  hitastigsmælingar við yfirborð eða með gervihnöttum, né byggir yfirlýsingin á loftslagslíkönum. Það er alveg þess virði að lesa yfirlýsinguna, en þar koma fram töluverðar upplýsingar auk notadrjúgra ritrýnda heimilda (sjá tengla í lok færslunnar). Nokkur lykilatriði yfirlýsingarinnar má sjá hér fyrir neðan:

    Hitastig Jarðar breytist af náttúrulegum völdum á tímaskala frá áratugum, til hundrað þúsunda, til milljóna ára. Í sumum tilfellum verða þessar breytingar smám saman en í sumum tilfellum gerast þær skyndilega. Gögn um loftslagsbreytingar hafa varðveist í margskonar jarðfræðilegu umhverfi t.d. í setlögum í botni sjávar og vatna, í jökulbreiðum, steingerðum kóröllum, dropasteinum og steingerðum trjám. Borkjarnar í jökulbreiður sýna hitastig skautana og samsetningu lofthjúpsins síðastliðin 120 þúsund ár fyrir Grænland og 800 þúsund ár fyrir Suðurskautið. Botnsetlög sjávar varðveita gögn um loftslag tugir milljóna ára aftur í tímann og eldra setberg teygir gögnin hundruðir milljóna ára aftur í tímann.

    Jarðfræðileg gögn staðfesta það sem eðlisfræðin segja okkur, að með því að auka styrk CO2 í andrúmsloftinu þá eykst hiti Jarðar og getur leitt til hærri sjávarstöðu, breytt úrkomumynstri, aukið sýrustig sjávar og minnkað súrefni sjávar. Líf á Jörðu hefur lifað af miklar loftslagsbreytingar til forna, en mikill fjöldaúttdauði og breyting á dreifingu tegunda hefur tengst mörgum af þeim breytingum. Þegar mannkynið var fámennt og lifði hirðingjalífi, þá hafði sjávarstöðubreyting upp á nokkra metra ekki mikil áhrif. Við núverandi og vaxandi fólksfjölda, þar sem fjölmennustu svæði Jarðar eru í borgum við ströndina, þá mun slík sjávarstöðubreyting hafa neikvæð áhrif á samfélög manna, sérstaklega ef það gerist skyndilega eins og til forna.

    Skyndilegar loftslagsbreytingar hafa áður gerst. Fyrir um 55 milljónum árum síðan – í lok tímaskeiðsins Paleósen, þá varð skyndileg hlýnun þar sem hnattrænt hitastig Jarðar jókst um 6°C og um 10-20°C á heimsskautunum. Þessi atburður, sem skammstafaður er PETM (Paleocene-Eocene Thermal Maximum) varð á sama tíma og kolefni losnaði í miklu magni (1500-2000 milljarðar tonna). Þessi innspýting af kolefni er talið geta tengst niðurbroti á metanvatnskristöllum (e. methane hydrate) í botnlögum sjávar, sem mögulega tengist eldvirkni og hafði áhrif til hlýnunar sem náði hámarki sínu fyrir um 50 milljónum ára í byrjun tímaskeiðsins Eósen. Styrkur CO2 í andrúmsloftinu var hár á þeim tíma – en þessi innspýting út í andrúmsloftið og úthöfin gerði þau enn heitari, súrefnisfirrtari og súrari. Í kjölfarið varð mikill útdauði lífvera, sérstaklega í úthöfunum . Það tók Jörðina um 100 þúsund ár að jafna sig á þeirri innspýtingu, sem sýnir að losun á CO2 út í andrúmsloftið í svipuðu magni getur haft áhrif á loftslag á Jörðinni í hundrað þúsund ár.

    Sveiflur í djúpsjó jarðar. Mynd a sýnir sveiflur í magni súrefnis18 samsætunni og hvenær jöklar á Suður- og Norðurhveli jarðar byrja að myndast. Mynd b sýnir túlkun á hitastigi djúpsjávar miðað við magn súrefnissamsæta í setlögum (Hansen o.fl. 2008). Rauð ör á efri myndinni sýnir PETM atburðinn fyrir 55 milljónum ára, þegar mikill útdauði sjávarlífvera varð (smella á myndina til að stækka).

    En hvenær var styrkur CO2 í andrúmsloftinu sambærilegt og það er orðið í dag? Nýjustu rannsóknir benda til þess að það sé orðið nú, svipað og það var fyrir um 5,2-2,6 milljónum ára – en þá var það talið vera á bilinu 330-400 ppm. Á þeim tíma var hnattrænn hiti Jarðar 2-3°C hærri en hann er í dag og sjávarstaða um 10-25 m hærri, sem bendir til þess að vatn bundið í jöklum hafi verið mun minna en í dag og að Norðurskautið hafi allavega verið árstíðabundið hafíslaus.

    Athafnir manna hafa losað um 500 milljarða tonna af kolefni út í andrúmsloftið frá árinu 1750. Á næstu öldum, ef áfram heldur sem horfir, þá gæti losun manna orðið samtals á bilinu 1500-2000 milljarða tonna – svipað og varð fyrir um 55 milljónum ára. Jarðfræðileg gögn frá þeim atburði og fyrri sambærilegum atburðum benda til þess að slík viðbót af kolefni út í andrúmsloftið gæti hækkað hitastig Jarðar um allavega 5-6°C. Sá tími sem það gæti tekið Jörðina að jafna sig á slíku gæti orðið 100 þúsund ár eða meira. Ef eingöngu er miðað út frá jarðfræðilegum gögnum þá er óhætt að álykta að losun á CO2 út í andrúmsloftið af svipuðum og auknum ákafa og nú er, getur ekki verið skynsamlegt, eins óþægileg og sú tilhugsun er.

    Heimildir og ítarefni

    Þessi færsla er að mestu þýðing á umfjöllun Skeptical Science: Geological Society discuss climate change evidence from the geological record

    Yfirlýsing Breska jarðfræðafélagið (e. Geological Society of London) má finna hér:  Climate change: evidence from the geological record (sjá einnig pdf skjal með yfirlýsingunni).

    Tengt efni á loftslag.is

  • Yfirlýsing frá Vísindaráði Bandaríkjanna

    Vísindaráð Bandaríkjanna (National Academy of Science – NAS) sendi á dögunum frá sér yfirlýsingu sem birtist sem bréf í tímaritinu Science. Það er skrifað af 255 meðlimum ráðsins, sem er ein virtasta vísindastofnunin í Bandaríkjunum. Við mælum með að fólk lesi bréfið í heild, en hér fyrir neðan er þýðing á nokkrum brotum úr bréfinu:

    Það er alltaf einhver óvissa tengd vísindalegum niðurstöðum; vísindi geta aldrei sannað eitthvað að fullu. Þegar einhver segir að þjóðir heims eigi að bíða þar til vísindamenn eru búnir að fullvissa sig um eitthvað áður en gripið er til aðgerða, þá er sá hinn sami að segja að þjóðir heims eigi aldrei að grípa til aðgerða. Varðandi vandamál, sem hefur alla möguleika til að þróast yfir í náttúruhamfarir, líkt og loftslagsbreytingar þá þýðir það að grípa ekki til aðgerða töluverða áhættu fyrir Jörðina…

    …Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC – The Intergovernmental Panel on Climate Change) og aðrar vísindalegar samantektir um loftslagsbreytingar, þar sem þúsundir vísindamanna hafa gert umfangsmikla og ítarlegar samantektir, hafa, eins og við mátti búast og eðlilegt er, gert mistök. Þegar bent er á villur, þá eru þær leiðréttar. En það er ekkert sem hægt er að festa hendi á í nýlegum atburðum sem breytir eftirfarandi grunnatriðum um loftslagsbreytingar:

    1. Jörðin er að hlýna vegna aukins styrk gróðurhúsalofttegunda i andrúmsloftinu. Snjór um hávetur í Washington breytir ekki þeirri staðreynd
    2. Megin hluti aukningarinnar í styrk þessara lofttegunda síðastliðna öld er vegna athafna manna, sérstaklega vegna bruna á jarðefnaeldsneyti og skógarhöggs
    3. Nátturlegir þættir skipta alltaf máli við loftslagsbreytingar Jarðarinnar, en nú yfirgnæfir loftslagsbreyting af mannavöldum þá þætti
    4. Hlýnun Jarðarinnar mun valda breytingum í ýmsum öðrum loftslagskerfum á hraða sem á sér ekki hliðstæðu í nútímanum, þar á meðal aukinn hraði sjávarstöðuhækkana og breytingar í vatnshringrásinni. Aukinn styrkur CO2 í andrúmsloftinu er að auki að auka sýrustig úthafana.
    5. Samspil þessara flóknu loftslagsbreytinga ógna strandsamfélögum og borgum, fæðuöryggi og vatnsforða, vistkerfum sjávar og ferskvatna, skóga, háfjallavistkerfa og ýmsu öðru.

    Mikið fleira má og hefur verið sagt af vísindasamfélagi Jarðar, háskólasamfélögum og einstaklingum, en fyrrnefndar niðurstöður ættu að vera nægar til að sýna hvers vegna vísindamenn hafa áhyggjur af því hvað framtíðarkynslóðir munu þurfa að horfast í augu við ef ekki er gripið til aðgerða. Við hvetjum stefnumótendur og almenning að bregðast skjótt við orsökum loftslagsbreytinganna, þar á meðal óheftri brennslu jarðefnaeldsneytis.

    Heimildir og Ítarefni

    Yfirlýsinguna í heild má sjá á heimasíðu Science:  P. H. Gleick o.fl. 2010 – Climate Change and the Integrity of Science

    Þar er einnig viðauki með lista yfir nöfn þeirra vísindamannas sem skrifuðu undir: P. H. Gleick o.fl. 2010 – Supporting Online Material for Climate Change and the Integrity of Science

    Pistil Peter H. Gleick um yfirlýsinguna, sem birtist í Huffington Post, má sjá hér: Climate Change and the Integrity of Science

    Áhugaverð heimasíða Vísindaráðsins um loftslagsbreytingar: America’s Climate Choices – en þar er einnig gott myndband sem útskýrir það verkefni:

    Tengdar færslur á loftslag.is

  • Yfirlýsing GSA um loftslagsbreytingar

    Á fundi í síðustu viku, uppfærði GSA (Geological Society of America – Jarðfræðafélags Bandaríkjanna) yfirlýsingu sína um loftslagsbreytingar og vísindin þar á bakvið. Þar segir meðal annars, lauslega þýtt:

    Rannsóknir síðustu áratugi hafa sýnt að loftslag er að breytast, bæði vegna náttúrulegra ástæðna og mannlegra athafna. Jarðfræðafélag Bandaríkjanna (GSA) tekur undir mat Bandarísku Vísindanefndarinnar (National Academies of Science 2005), Bandaríska Rannsóknarráðsins (National Research Council 2006) og Loftslagsnefndar Sameinuðu Þjóðanna (Intergovernmental Panel on Climate Change – IPCC 2007) um að hnattrænt loftslag hafi hlýnað og að mannlegar athafnir (mest losun gróðurhúsalofttegunda) sé megin ástæða hlýnunarinnar frá miðri síðustu öld. Ef áfram heldur sem horfir, þá megi búast við því að hnattrænn hiti í lok þessarar aldar muni hafa töluverð áhrif á menn og aðrar lífverur. Að taka á aðsteðjandi vanda vegna loftslagsbreytinga mun krefjast aðlögunar að breytingunum og átaks í að draga úr losun CO2 af mannavöldum.

    Í yfirlýsingunni er meðal annars rakið að hægt sé að útiloka skammtímaáhrif af völdum eldvirkni og El Nino og svo segir:

    Niðurstaðan er sú að styrkur gróðurhúsalofttegunda, sem er að breytast af mannavöldum, og sveiflur í sólvirkni eru einu þættirnir sem gætu mögulega breyst nógu hratt og nógu lengi til að skýra út mældar breytingar á hnattrænum hita. Þótt þriðja skýrsla IPCC hafi ekki útilokað að allt að 30% af loftslagsbreytingunum gætu verið af völdum sveifla í sólvirkni frá 1850, þá hafa mælingar á sambærilegum stjörnum og nýjar hermanir á þróun sólvirkni sólar lækkað það mat. Í fjórðu skýrslu IPCC er niðurstaðan sú að breytingar í sólvirkni, sem hefur verið samfellt mælt frá árinu 1979, nemi einungis um 10% af þeirri hlýnun sem orðið hefur síðastliðin 150 ár.

    Heimildir og ítarefni

    Fréttatilkynning GSA má finna hér: Geological Society of America Adopts New Position Statement on Climate Change
    Lesa má yfirlýsinguna í heild hér: GSA Position Statement on Climate Change. Adopted October 2006; revised April 2010

    IPCC (Intergovernmental Panel on Climate Change), 2007, Summary for policymakers, in Climate Change 2007: The physical science basis: Cambridge, United Kingdom, Cambridge University Press, 18 p.

    National Academies of Science (2005). Joint academes statement: Global response to climate change.

    National Research Council, 2006, Surface temperature reconstructions for the last 2000 years: Washington, D.C., National Academy Press, 146 p.

    Tengt efni á loftslag.is

  • Frétt: Sameiginleg yfirlýsing þriggja breskra stofnana

    Í dag, 24 nóvember, gáfu þrjár stærstu rannsóknarstofnanirnar á Bretlandseyjum út sameiginlega yfirlýsingu til þeirra sem eru að fara að funda um loftslagsmál í Kaupmannahöfn. Það eru Met Office (Breska Veðurstofan), The Royal Society (Konunglega Vísindaakademían) og Natural Environment Research Council (Náttúru- og umhverfisrannsóknastofnun Bretlands).

    Stutt samantekt yfirlýsingarinnar er svona:

    The 2007 IPCC Assessment, the most comprehensive and respected analysis of climate change to date, states clearly that without substantial global reductions of greenhouse gas emissions we can likely expect a world of increasing droughts, floods and species loss, of rising seas and displaced human populations. However even since the 2007 IPCC Assessment the evidence for dangerous, long-term and potentially irreversible climate change has strengthened. The scientific evidence which underpins calls for action at Copenhagen is very strong. Without co-ordinated international action on greenhouse gas emissions, the impacts on climate and civilisation could be severe.

    Í lauslegri þýðingu er hún svona:

    Samantekt IPCC frá árinu 2007, sem er yfirgripsmesta og virtasta greining á loftslagsbreytingum til þessa, segir greinilega að án minnkunar á hnattrænni losun gróðurhúsalofttegunda sé hægt að búast við að jörðin verði fyrir meiri þurrkum, flóðum og útdauða dýrategunda, hækkandi sjávarstöðu og fjöldafólksfluttningum. Frá því samantektin kom út, þá hafa vísbendingar aukist um að hættulegar langtíma og óafturkræfar loftslagsbreytingar geti orðið. Þessar vísindalegu vísbendingar undirstrika kröfur um aðgerðir í Kaupmannahöfn. Án sameiginlegra alþjóðlegra aðgerða við minnkandi losun gróðurhúsalofttegunda, þá geta áhrif á loftslag og þjóðfélög orðið mikil.  

    Aðrir punktar í yfirlýsingunni eru meðal annars að frá því að IPCC samantektin árið 2007 kom út, þá hafa vísindamenn komist að eftirtöldu:

    • Koldíoxíð hefur haldið áfram að aukast í andrúmsloftinu, auk þess sem magn metans hefur aftur byrjað að aukast eftir nærri áratugs jafnvægi
    • Áratugurinn 2000-2009 er hlýrri að meðaltali en nokkur annar áratugur síðastliðin 150 ár
    • Breytingar í úrkomu (minnkun úrkomu í heittempraða beltinu og aukning á hærri breiddargráðum) hefur verið við efri mörk spáa loftslagslíkana
    • Lágmarksútbreiðsla hafíss á Norðurskautinu minnkaði skyndilega 2007 og 2008, sem leiðir af sér að hafísinn er mun viðkvæmari en áður var talið
    • Auknar vísbendingar eru um áframhaldandi og hraðari sjávarstöðubreytingar

    Auk þess er búist við því að áhrifin verði þannig að náttúrulegur breytileiki magnist upp – þannig að staðbundin áhrif verði verri. Ár hvert aukast vísbendingar um að veðratengdir atburðir séu að aukast vegna hlýnunar jarðar og það sé þegar farið að hafa áhrif á samfélög og vistkerfi. Sem dæmi er nefnt:

    • Á Bretlandseyjum hefur dagsúrkoma aukist með afleiðingum líkt og gerðist sumarið 2007, en þá urðu mikil flóð
    • Aukning á sumarhitabylgjum eins og gerðist sumarið 2003 í Evrópu
    • Um alla jörð hefur öfgaveðrum fjölgað, með meira tjóni en þekkst hefur á samfélög og innviði þess. Í ár hafa orðið óvenju sterkir fellibylir í Suðaustur Asíu og þótt ekki sé óyggjandi hægt að tengja það við loftslagsbreytingar, þá sýnir það greinilega viðkvæmni samfélaga þegar slíkir atburðir verða
    • Sjávarstaða hækkar og hefur aukið á hættu fyrir samfélög eins og í Bangladesh, Maldives og fleiri eyjaríki
    • Viðvarandi þurrkar hafa orðið, sem aukið hafa á vatnsskort og vandræði við fæðuöflun, auk þess sem skógareldar hafa aukist á svæðum þar sem búist hefur verið við minnkandi úrkomu, t.d. í Suðvestur Ástralíu og við Miðjarðarhafið

    Yfirlýsinguna má lesa í heild hér: Climate science statement from the Met Office, NERC and the Royal Society