Vísindanefnd breska þingsins hefur komist að þeirri niðurstöðu að Phil Jones, sem er einn af þeim sem var miðpunktur hins svokallað climategatemáls, hafi ekki falsað niðurstöður. Í þessu máli fóru efasemdarmenn hamförum með upphrópanir og mistúlkanir varðandi efni tölvupóstanna. Sjá t.d. í eftirfarandi færslu Blogg: Að stela bíl og nota fyrir sjónvarp . En nú er komin skýrsla frá bresku vísindanefndinni sem hefur haft rannsókn málsins í sínum höndum. Í fréttatilkynningu kom m.a. eftirfarandi fram:
The focus on Professor Jones and CRU has been largely misplaced. On the accusations relating to Professor Jones’s refusal to share raw data and computer codes, the Committee considers that his actions were in line with common practice in the climate science community but that those practices need to change.
On the much cited phrases in the leaked e-mails—”trick” and “hiding the decline”—the Committee considers that they were colloquial terms used in private e-mails and the balance of evidence is that they were not part of a systematic attempt to mislead.
Insofar as the Committee was able to consider accusations of dishonesty against CRU, the Committee considers that there is no case to answer.
Lesa má alla skýrslu nefndarinnar hér (PDF).
Ítarefni
Climategatemálið hér af Loftslag.is
Aðrir miðlar:
House of Commons exonerates Phil Jones
Phil Jones Exonerated by British House of Commons
Climate science ‘openness’ urged
Hvað, engin komment?
Við erum duglegir við að setja færslurnar á bloggið líka. Það virðist vera sem athugasemdirnar skili sér ekki alltaf hingað inn. Það eru t.d. komnar 2 athugasemdir við þessa færslu á moggablogginu, sjá hér.
Það er bara allt líf úr andmælakórnum. Eru þeir búnir að gefast upp á ykkur? Eruð þið kannski of rökfastir? Halldór og Emil Hannes virðast þeir einu sem ennþá taka þátt í umræðunum. Þið megið samt sem áður ekki hætta. Það skiptir miklu að vera með svona vandaða umfjöllun um þetta mikilvæga málefni.
Já, ég sé núna hvar þeir halda sig. Mér þætti gaman að vita hvernig Ágúst H. bregst við þessum slæmu tíðindum.
Efasemdaraddirnar virðast einmitt vera hærri á bloggsíðunni. Það hafa einmitt verið nokkrar athugasemdir við nýlegar færslur þar. Ansi miklir ranghalar á köflum.
Já, ég var að lesa mig aftur á bak á bloggsíðunni. Átta mig á að ég hef ráfað hérna um mánuðum saman í einskismannslandi. Ætli ég haldi mig samt ekki bara hérna.
Það er spurning hvort við breytum þessu í framtíðinni til að fá athugasemdir frekar hingað inn. En svona fyrst um sinn þá gefum við möguleika á því að gera athugasemdir á blogginu.