Loftslag.is

Category: Léttmeti

Létt efni og grín

  • Loftslagsrapp vísindamanna

    Loftslagsrapp vísindamanna

    Svona í tilefni tónlistarhelgar í nafni Júróvísíon, þá er kannski upplagt að slá á léttar nótur og hlusta á rapplag þar sem m.a. loftslagsvísindamenn frá Ástralíu koma fram. Ég þekki nú ekki alveg hvernig þetta lag kom til, en það má sjálfsagt prófa að nota þennan miðil ásamt öðrum til að koma skilaboðum áleiðis, væntanlega eru einhverjir því ósammála… En hvað um það sjón er sögu ríkari, en í byrjun kemur þessi texti á skjáinn:

    In the media landscape there are climate change deniers and believers, but rarely are those speaking about climate change actual climate scientists…

    Sem má útleggja eitthvað á þann veginn:

    Í landslagi fjölmiðla eru þeir sem afneita loftslagsbreytingum og þeir sem trúa á þær, en sjaldnast eru þeir sem ræða um loftslagsbreytingar raunverulegir vísindamenn…

    Fyrir þá sem eru viðkvæmir, þá má vara við því að þarna heyrast orð sem ekki allir bekenna sem verandi sómasamleg…

    Textann má svo lesa hér, fyrir þá sem hafa áhuga á því…

    yo….we’re climate scientists.. and there’s no denying this Climate Change Is REEEEALL..

    Who’s a climate scientist..
    I’m a climate scientist..
    Not a cleo finalist
    No a climate scientist

    Droppin facts all over this wax
    While bitches be crying about a carbon tax
    Climate change is caused by people
    Earth Unlike Alien Has no sequel
    We gotta move fast or we’ll be forsaken,
    Cause we were too busy suckin dick Copenhagen: (Politician)

    I said Burn! it’s hot in here..
    32% more carbon in the atmosphere.
    Oh Eee Ohh Eee oh wee ice ice ice
    Raisin’ sea levels twice by twice
    We’re scientists, what we speak is True.
    Unlike Andrew Bolt our work is Peer Reviewed… ooohhh

    Who’s a climate scientist..
    I’m a climate scientist..
    An Anglican revivalist
    No a climate scientist

    Feedback is like climate change on crack
    The permafrosts subtracts: feedback
    Methane release wack : feedback..
    Write a letter then burn it: feedback
    Denialists deny this in your dreams
    Coz climate change means greater extremes,
    Shit won’t be the norm
    Heatwaves bigger badder storms
    The Green house effect is just a theory sucker (Alan Jones)
    Yeah so is gravity float away muther f**cker

    Who’s a climate scientist..
    I’m a climate scientist..
    I’m not a climate Scientist
    Who’s Climate Scientists
    A Penny Farthing Cyclist
    No
    A Lebanese typist
    No
    A Paleontologist
    No
    A Sebaceous Cyst
    No! a climate scientist! Yo! PREACH~!

    Tengt efni á loftslag.is:

  • Þróun loftslagslíkana

    Þróun loftslagslíkana

    Til gamans þá horfum við á hvernig upplausn loftslagslíkana hefur breyst undanfarin ár. Reynið að stelast ekki til að sjá hvernig þetta lítur út neðst og giskið á hvaða landsvæði verið er að líkja eftir í efstu myndinni – smám saman skýrist myndin eftir því sem upplausnin eykst:

    Mynd 1.4 í IPPC skýrslu vinnuhóps 1 AR4 frá árinu 2007. Landfræðileg upplausn mismunandi kynslóða loftslagslíkana sem notuð voru árið 1990 (FAR), 1996 (SAR), 2001 (TAR) og svo 2007 (AR4).

    Skemmtilegt að sjá hvernig útlínur landa Norður Evrópu verða smám saman greinilegar.

    Heimildir og ítarefni:

    Rakst á þetta hjá David Appel: Progress in Climate Models

    Úr skýrslu IPCC: AR4 WG 1 kafli 1 sjá mynd 1.4 á blaðsíðu 113.

    Tengt efni á loftslag.is

  • Snjókoma að vetri!

    Snjókoma að vetri!

    Fyndin myndasaga um snjókomu að vetri og hvernig “efasemdamenn” geta túlkað það, ef viljinn er fyrir hendi.

  • Svampur Sveinsson í vandræðum með gróðurhúsaáhrifin

    Svampur Sveinsson í vandræðum með gróðurhúsaáhrifin

    Hérna má sjá hvað gerist hjá Svampi Sveinssyni (e. Sponge Bob Square Pants) þegar gróðurhúsaáhrifin eru sett í “5. gír” í veröld hans, í nafni hugsanlegs skyndi gróða. Mig langar að þakka ungri dóttur minni fyrir þýðingarhjálpina.

    Smá útúrdúr á léttum nótum, gjörið svo vel:

    Tengt efni á loftslag.is:

  • Biblíuleg vísindi?

    Hér undir má sjá skopteikningu eftir Marc Roberts, sem hann gerði eftir að stjórnmálamaðurinn John Shimkus, sem er bandarískur þingmaður, kom með ummæli í þessa veru.

    Hér undir eru 3 tenglar þar sem fjallað er nánar um þessi ummæli þingmannsins. Maður veit varla hvort að maður á að hlæja eða gráta þegar umræða um loftslagsmál fer á þetta stig…og svo frá þingmanni sem er að reyna að komast í þingnefnd sem hefur m.a. það verksvið að ræða um loftslagsbreytingar af mannavöldum og hugsanlegar mótvægisaðgerðir.

    Meðal þess sem kom fram í máli hans var eftirfarandi:

    I believe that is the infallible word of God, and that’s the way it is going to be for his creation. […] The earth will end only when God declares its time to be over.

    Ítarefni:

    Tengt efni á loftslag.is:

  • Bill Maher um hnattræna hlýnun

    Bill Maher um hnattræna hlýnun

    Þetta myndband er bara of gott til að sleppa því að birta. Bill Maher fer á kostum um hnattræna hlýnun og þá sem afneita vísindunum.

  • HumanCar

    Gleymið öllu um hybrid, rafmagn eða bíla knúna öðrum viðlíka orkugjöfum, nú er það bara spurning um að nota vöðvaaflið.

    Aðal hugarfóstur bandaríska verkfræðingsins Charles Greenwood er bíll sem knúður er með allt að fjórum handföngum. Hugmyndin er að bílstjóri og farþegar togi og ýti á einhverskonar vogarstangir, sem minna á handföng á æfinga kappróðrartæki eða handknúna lestarútbúnaðinn sem maður sér oft í teiknimyndum þar sem hjólin eru knúin áfram með handafli. Í fyrstu fréttum af þessum bíl var sagt frá því að það væru holur í gólfinu eins og í Flint Stones, en það er víst ekki alveg rétt.

    Hægt er að knýja bílinn áfram af aðeins einum eða tveimur persónum, en það getur væntanlega orðið þreytandi á lengri vegalengdum. Í framtíðinni verður einnig hægt að breyta bílnum í hybrid með því að tengja auka orkukerfi eins og rafmagn (eða jafnvel annarskonar eldsneyti þegar fram líða stundir) sem gerir bílinn upplagðan fyrir þá sem vilja ferðast yfir lengri vegalengdir eða verða bara þreyttir. Hvort þessi hönnun eigi eftir að slá í gegn meðal almennings er enn á huldu, en sjón er sögu ríkari, myndbandið hér undir sýnir gripinn í notkun.

    Heimildir:

    Tengdar færslur á loftslag.is:

  • David Mitchell fjallar um loftslagsbreytingar

    Léttar vangaveltur frá David Mitchell um loftslagsbreytingar. Mitchell er annar helmingur gamanþáttanna Mitchell and Webb, sem einhverjir kunna að kannast við.

    Tengt efni á loftslag.is:

  • Traust bygging?

    Skopteiknarinn Marc Roberts gerði þessa skopteikningu.

    Hér undir er lausleg þýðing. Persónur eru þeir Ern og Frank.

    Mynd 1:
    E – Hæ Frank, hvernig gengur með BYGGINGUNA?
    F – Mjög VEL, takk fyrir.

    Mynd 2:
    E – En…hvað er ÞETTA sem liggur á gólfinu? Brotinn MÚRSTEINN? Þú getur ekki BYGGT með BROTNUM steinum!
    F – Ég er EKKI að því.

    Mynd 3:
    E – FRANK BYGGIR MEÐ BROTNUM MÚRSTEINUM! FRANK BYGGIR MEÐ BROTNUM MÚRSTEINUM!!! Hann er BRJÁLAÐUR!
    F – Ertu á LYFJUM, Ern?

    Mynd 4:
    E – Það þarf að RÍFA ALLA BYGGINGUNA NIÐUR, Frank.
    F – Byggingin er TRAUST Ern. AHTUGAÐU það SJÁLFUR!

    Mynd 5:
    F – UNDIRSTAÐAN er TRAUST. SMÍÐIN er TRAUST og ALLIR ÞESSIR múrsteinar eru TRAUSTIR, nema ÞESSI þarna, ATHUGAÐU málið!
    E – Engin TÍMI. Verð að hefja NIÐURRIF.
    F – AFHVERJU?

    Mynd 6:
    E – AFHVERJU?! – Tja, það er MJÖG ÓLÍKLEGT að hún FALLI SJÁLF SAMAN, er það nokkuð?

    Tengt efni á loftslag.is:

  • Ólöglegar útvarpsbylgjur trufla gervihnetti

    Evrópskur gervihnöttur, sem að vaktar raka í jarðvegi, verður fyrir truflun frá ólöglegum útvarpsbylgjum. Í febrúar byrjaði SMOS (Soil Moisture and Ocean Salinity) gervihnötturinn að senda niðurstöður mælinga sinna niður til jarðar, en hingað til hafa verið miklar truflanir af völdum ólöglegra útvarpsbylgja.

    Í lok mars kom tilkynning frá vísindamönnunum um þessar truflanir, en sendar sem senda á sömu bylgjulengdum og gervihnettirnir nema, líkt og óleglegar útvarps og sjónvarpsbylgjur eru helstu truflanavaldarnir. Þær bylgjulengdir eru fráteknar fyrir vísindarannsóknir. Einnig hafa verið einhver vandkvæði vegna loftneta sem sett voru upp í kalda stríðinu og eru enn virk.

    Frá því í mars, þá hefur orðið nokkur árangur í að loka fyrir þessar ólöglegu bylgjur. Hér fyrir neðan má til dæmis sjá mynd sem sýnir truflanir fyrir og eftir á Spáni – þó enn séu truflanir:

    Truflanir af völdum útvarpsbylgja, fyrir og eftir lokunum ólöglegra útvarpssendinga á Spáni.

     Suður Evrópa er þó ekki enn orðin “hrein” af ólöglegum útvarpsbylgjum, ennig eru stór vandamál enn í Afríku og Asíu. Það er sérstaklega bagalegt í Afríku þar sem mikilvægt er að fylgjast með raka í jarðvegi og til að halda utan um vatnsforða í Afríku.

    Búist er við aukinni pressu á að lokað verði á þessar ólöglegu útvarpssendingar, þar sem Bandaríkjamenn hyggjast senda á loft tvo nýja gervihnetti sem mæla á sömu bylgjulengd, auk gervihnattar frá kínverskum rannsóknaraðilum.

    Ítarefni

    Lesa má fréttatilkynningar um SMOS hér: SMOS News

    Frétt af heimasíðu BBC: Europe’s Smos ‘water mission’ battles interference