Vindorka – II. hluti

Framhald af síðasta myndbandi Greenman3610Endurnýjanleg orka – Lausn mánaðarins. Myndböndin um lausn mánaðarins er um endurnýjanlega orkugjafa – að þessu sinni fjallar hann um Vindorku. Við mælum með því að sjá fyrra myndbandið fyrst. Lýsing Greenman3610 (sem heitir réttu nafni Peter Sinclair) á þessu nýja myndbandi er eitthvað á þessa leið:

Ég gat aðeins komið hluta þess efnis sem ég klippti saman í fyrsta myndbandinu, mörg af ónotuðu klippunum gefa svör við þeim spurningum sem hafa komið fram í kjölfarið.

Fyrir stuttu síðan kom ákall frá Greenman um að kjósa sig í netkosningu, en hann á kost á að fá styrk frá Brighterplanet. Hægt er að kjósa þrisvar og hvetjum við alla sem hafa gaman að myndböndunum hans að kjósa. Nauðsynlegt er að skrá sig inn til þess og er það tiltölulega einfalt ferli. Hægt er að skoða myndband með ákalli Greenman, hér.

Athugasemdir

ummæli

About Sveinn Atli

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður, skrifstofublók, nemi og áhugamaður um loftslagsmál.