Loftslag.is

Category: Heit málefni

Ýmis málefni sem teljast til heitra málefna

  • Bráðabirgðaniðurstöður vekja athygli

    Bráðabirgðaniðurstöður vekja athygli

    Einn af þeim vísindamönnum sem hefur verið hávær í umræðunni um loftslagsvísindi og kalla má efasemdamann, er prófessor í háskólanum í Berkleley í Bandaríkjunum og heitir Richard Muller.  Hann og samstarfsmenn hans settu af stað verkefni á síðasta ári, þar sem ætlunin er að kanna hvort gögn um yfirborðshita sýni raunverulega hlýnun eða hvort eitthvað sé til í því sem efasemdamenn segja að um sé að ræða kerfisbundna bjögun, í mælingum og leiðréttingum sem myndi falska hlýnun.

    Verkefnið gengur út á að greina mun stærra gagnasafn yfir hitastig en aðrir hafa gert, athuga hvort skekkja sé vegna þéttbýlismyndunar við þær veðurstöðvar sem notaðar eru o.sv.fr.v.

    Eftir að í ljós kom að olíumilljarðamæringarnir Charles og David Koch voru að styrkja rannsóknina og að þekktir efasemdamenn voru að vinna í nánu samstarfi við Muller og félaga, þá vöknuðu vonir efasemdamanna um að hér myndi kenningin um hnattræna hlýnun bíða afhroð.

    Því kom það á óvart fyrir stuttu þegar Muller staðfesti eiðsvarinn fyrir framan þingnefnd Bandaríkjaþings að bráðabirgðaniðurstöður rannsókna hans bendi til þess að leitni hitastigs sé nánast sú sama og hjá öðrum stofnunum.

    F
    Fjórar hitaraðir sem sýna hnattrænt yfirborðshitastig Jarðar síðustu rúma öld. Samræmi þessara hitaraða fer ekki á milli mála. Taka skal fram að Berkeley rannsóknin er ekki komin á það stig að hægt sé að birta línurit þess (NASA Earth Observatory/Robert Simmon).

    Þess ber að geta að þetta eru bráðabirgðaniðurstöður, byggt á litlu magni gagna – en þetta er vissulega góð vísbending.

    Sérstaklega er þetta áhugavert í ljósi þess að Muller hefur talið að staðsetning veðurstöðva ráði miklu um núverandi hlýnun, þ.e. svokölluð þéttbýlishlýnun (e. urban heat island).  Rannsókn Mullers og félaga virðist staðfesta að leiðréttingar vísindamanna annarra stofnana séu nærri lagi.

    Það skal tekið fram að fjölmargt annað en hitaraðir benda til þess að jörðin sé að hlýna (hörfun jökla, færsla lífvera o.fl.) og því vekur þetta helst athygli vegna þess hvaðan þessi niðurstaða kemur – en niðurstaðan í sjálfu sér vekur ekki athygli.

    Heimildir og ítarefni

    Heimasíða rannsóknarinnar í Berkeley: The Berkeley Earth Surface Temperature Project

    Umfjöllun Paul Krugman um þetta má sjá hér: The Truth, Still Inconvenient

    Áhugaverðar umfjallanir Skeptical Science um vitnisburð fyrir þingnefndinni:

    Tengt efni á loftslag.is

  • BBC Horizon – árás á vísindin

    BBC Horizon – árás á vísindin

    Nýlega var áhugaverður sjónvarpsþáttur á BBC, Horizon – þar sem Sir Paul Nurse skoðar hvort eitthvað sé til í því að vísindin séu að verða fyrir árás og hvers vegna almenningur virðist ekki treysta vísindamönnum í ákveðnum málaflokkum og þá sérstaklega hvað varðar hnattræna hlýnun af mannavöldum.

    Paul Nurse er forseti Konunglegu Vísindaakademíunnar og Nóbelsverðlaunahafi. Hann ræðir við vísindamenn og “efasemdamenn” víðsvegar um heim – auk þess sem hann ræðir við Tony sem er í afneitun um að HIV sé orsökin fyrir AIDS.

    Til að horfa á þættina þá er hægt að nota leitarstrenginn horizon bbc “science under attack” á youtube og er þættinum venjulega skipt niður í nokkra hluta (6 eða 7). Hér fyrir neðan er svo kynningarmyndband fyrir þáttinn

    Þeir sem búa á Bretlandi ættu að geta horft á þáttinn hér:  Science Under Attack

    Uppfært – hér fyrir neðan má horfa á þáttinn í heild:

  • Wikileaks og loftslagsmál

    Wikileaks og loftslagsmál

    Nú er varla talað um annað en leka ýmissa skjala, yfir á wikileaks. Þau skjöl virðast ná til ýmissa mála og höfum við á loftslag.is rekist á nokkrar umfjallanir um loftslagsmál í tengslum við þau.

    Mostafa Jafari

    Þar er meðal annars fjallað um það hvernig bandarískir embættismenn reyndu (og tókst kannski) að koma í veg fyrir að Mostafa Jafari yrði meðstjórnandi í einum vinnuhóp IPCC, en Jafari er Íranskur vísindamaður. Hinn meðstjórnandinn var Bandaríski vísindamaðurinn Christopher Field. Í skjalinu stendur (lauslega þýtt):

    Meðstjórnendur frá Bandaríkjunum og Íran, mun valda vandamálum og hugsanlega vera á skjön við stefnu Bandaríkjanna gagnvart Íran

    Svo virðist sem náin samskipti og ferðalag Bandaríkjamanns og Írans í fjögur ár, hafi ekki hentað Bandarískum ráðamönnum.

    Yfirlýsing hefur komið frá Pachauri hjá IPCC um að hann hafi ekki látið að kröfum Bandaríkjamanna, þrátt fyrir að Argentínskur vísindamaður hafi verið valinn í hans stað. Það hefði í fyrsta lagi ekki verið í hans verkahring, auk þess sem vonlaust væri að ná slíku í gegn.

    Heimildir og ítarefni

    Wikileaks – Secret US Embassy Cables

    The Great Beyond: Wikileaks cables suggest US blocked Iranian scientist from UN climate panel chair

    The Guardian:  US embassy cables: US lobbied Rajendra Pachauri to help them block appointment of Iranian scientistWikiLeaks cables reveal how US manipulated climate accordWikiLeaks cables: US pressured UN climate chief to bar Iranian from job

  • Gorgeirinn og vísindamaðurinn

    Gorgeirinn og vísindamaðurinn

    Vísindamaðurinn

    Í þessu myndbandi sem er frá einskonar áheyrnarfundi í bandaríska þinginu reynir Dana Rohrbacher að slá vísindamanninn Dr. Richard Alley út af laginu með ýmsum fullyrðingum og spurningum sem Dr. Alley fær ekki alltaf að svara fyrir yfirlæti Rohrbacher. Fróðlegt að sjá hvernig þetta fer fram þarna, það virðast ekki vera gerðar jafn miklar kröfur til spyrjenda og þeirra sem eiga að svara spurningunum, fyrir utan svo að ætla að ræða málin á þeim nótum að fólk fái 15 sekúndur til að svara yfirgripsmiklum spurningum.

    Dana Rohrbacher er þingmaður fyrir repúblíkanaflokkinn og vill gjarnan verða formaður nefndar um tækni og vísindi á bandaríska þinginu.
    Dr. Richard Alley er virtur vísindamaður frá Penn State háskólanum og sérfræðingur í fornloftslagi.

    Tengt efni á loftslag.is:

  • Biblíuleg vísindi?

    Hér undir má sjá skopteikningu eftir Marc Roberts, sem hann gerði eftir að stjórnmálamaðurinn John Shimkus, sem er bandarískur þingmaður, kom með ummæli í þessa veru.

    Hér undir eru 3 tenglar þar sem fjallað er nánar um þessi ummæli þingmannsins. Maður veit varla hvort að maður á að hlæja eða gráta þegar umræða um loftslagsmál fer á þetta stig…og svo frá þingmanni sem er að reyna að komast í þingnefnd sem hefur m.a. það verksvið að ræða um loftslagsbreytingar af mannavöldum og hugsanlegar mótvægisaðgerðir.

    Meðal þess sem kom fram í máli hans var eftirfarandi:

    I believe that is the infallible word of God, and that’s the way it is going to be for his creation. […] The earth will end only when God declares its time to be over.

    Ítarefni:

    Tengt efni á loftslag.is:

  • Vinnuhópur 1 fær toppeinkun

    Nýlega birtist samantekt og gagnrýni á fjórðu úttekt IPCC frá árinu 2007 – gagnrýnin er sú að fjórða úttektin innihaldi allt að 30% af óritrýndum greinum (sjá NOconsensus.org). Það skal tekið fram að hér er á ferðinni gagnrýni frá efasemdamönnum um hnattræna hlýnun af mannavöldum.

    Það sem þeir virðast ekki hafa áttað sig á er, að með því að flokka niður skýrslurnar eftir vinnuhópum, þá gáfu þeir vinnuhópi 1 toppeinkun. Vinnuhópur 1 (wg1) sá um að skrifa um vísindalega þekkingu á veðurfari og loftslagsbreytingum – eða eins og við höfum áður skrifað hér á loftslag.is:

    Það helsta sem verið er að gagnrýna IPCC fyrir, er í kafla um afleiðingar og áhrif á samfélög. Þar er þekkingin götótt og svo virðist vera sem að inn í skýrslu vinnuhóps 2 (wg2) hafi ratað heimildir sem ekki eru ritrýndar – oft skýrslur sem unnar eru upp úr ritrýndum greinum, en þar hefur greinilega slæðst inn villa varðandi jökla Himalaya. Skýrsla vinnuhóps 1 (wg1) sem fór í gegnum ástand jarðarinnar, vísindalega og ritrýnt, hefur sýnt sig að er byggð á ansi góðum grunni – þótt eflaust megi gagnrýna mat þeirra á sumu – t.d. má benda á að jökulbreiður Grænlands og Suðurskautsins eru að bráðna hraðar en búist var við í skýrslunni (og samfara var vanmat á hækkun sjávarstöðu) – einnig hefur bráðnun hafíss verið hraðari en búist var við af IPCC og fleira má nefna.

    Í úttekt NOconsensus.org kemur fram að yfir 93% af þeim 6226 greinum sem eru notaðar í vinnuhóp 1 eru ritrýndar. Það þýðir samkvæmt þeim að vinnuhópur 1 fær einkunina A – ekki slæmt – þ.e. hin vísindalega þekking á veðurfari og loftslagsbreytingum er samkvæmt þeim mjög vel unnin af IPCC. Þ.e. þeir hljóta því að taka undir eftirfarandi niðurstöðu:

    Megin niðurstaða fjórðu úttektar milliríkjanefndarinnar er að breytingar í ýmsum náttúruþáttum í lofthjúpnum, hafinu og í jöklum og ís bera óumdeilanleg merki hlýnunar jarðar.  – Það er mjög líklegt að meðalhiti á norðuhveli jarðar hafi á síðari hluta 20. aldar verið hærri en á nokkru öðru 50-ára tímabili síðustu 500 árin, og líklega sá hæsti í a.m.k. 1300 ár. – Það er afar ólíklegt að þá hnattrænu hlýnun sem orðið hefur á síðustu fimm áratugum megi útskýra án ytri breytinga. Samanlögð áhrif náttúrulegra þátta, þ.e. eldgosaösku og breytinga á styrk sólar, hefðu líklega valdið kólnun á tímabilinu (úr skýrslu sem unnin var fyrir Umhverfisráðuneytið um Hnattrænar loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi).

    Fleiri slíkar vel ígrunaðar niðurstöður má finna í skýrslu vinnuhóps 1 (sjá wg1). Vel af sér vikið hjá NOconcensus.org að sýna fram á hversu sterk gögn eru á bak við hinn vísindalega grunn bakvið kenninguna um að Jörðin sé að hlýna af mannavöldum. Að sama skapi má hrósa IPCC fyrir vel unnið starf.

    Tengdar færslur af loftslag.is

  • Ráðist á loftslagsvísindin

    Dr. Jeffrey D. Sachs

    Í fréttablaðinu í dag er mjög áhugaverður pistill eftir Dr. Jeffrey D. Sachs, sem er hagfræðiprófessor og stjórnandi Earth Institute við Columbia háskóla í Bandaríkjunum. Hann fjallar á opinskáan hátt um sína sýn á það sem hann kallar “Ráðist á loftslagsvísindin” og fjallar um stuld á tölvupóstunum og villu í skýrslu IPCC (sjá t.d. Heit málefni og Climategate). Hann segir meðal annars eftirfarandi:

    Þeir sem berjast gegn aðgerðum í loftslagsmálum eru í mörgum tilfellum studdir af sömu hagsmunaaðilum, einstaklingum og fyrirtækjum sem lögðust á sveif með tóbaksframleiðendum til að gera lítið úr rannsóknum sem sýndu fram á orsakasamhengi milli reykinga og lungnakrabbameins. Síðar andmæltu þeir rannsóknum sem sýndu að brennisteinsoxíð frá kolaknúnum orkuverum yllu “súru regni”. Þegar í ljós kom að efni sem kallast klórflúrkolefni eyddi ósonlaginu, efndi sami hópur til rógsherferðar til að afskrifa þær niðurstöður líka (fréttablaðið 3. mars 2010).

    Seinna í sömu færslunni er þessi góði punktur:

    Þegar tölvuskeytin og villurnar í skýrslunni voru opinberuð hófu leiðarahöfundur The Wall Street Journal herskáa áróðursherferð, þar sem loftlagsrannsóknum var lýst sem gabbi og samsæri. Þeir fullyrtu að vísindamenn skálduðu niðurstöður til að afla sér rannsóknarstyrkja. Mér fannst þetta fáránleg ásökun á sínum tíma, í ljósi þess að vísindamennirnir sem lágu undir ámæli höfðu varið ævinni í að leita sannleikans og hafa alls ekki sankað að sér auði, sérstaklega samanborið við jafningja þeirra í fjármálageiranum. Síðan mundi ég eftir því að þessi lína – að ráðast á vísindamenn undir því yfirskyni að þeir væru bara á höttunum eftir peningum – var nánast samhljóða þeirri sem The Wall Street Journal gaf út þegar þeir tóku upp hanskann fyrir tóbaksframleiðendur, afneituðu súru regni, eyðingu ósónlagsins, skaðsemi óbeinna reykinga og annarra spilliefna. Með öðrum orðum voru mótbárur þeirra gamlar tuggur sem þeir grípa kerfisbundið til, burtséð frá viðfangsefninu (fréttablaðið 3. mars 2010).

    Við á loftslag.is mælum með þessum pistli og viljum hrósa Fréttablaðinu fyrir að birta hann – hvort sem þeir ákváðu sjálfir að þýða pistil Sachs eða að þeir hafi fengið greinina senda frá sjálfum höfundinum, en þessi pistill hefur áður birst í The Guardian. Hægt er að skoða pistilinn í gegnum tengil hér fyrir neðan.

    Ítarefni

    Skoða má Fréttablaðið á netinu og pistilinn á blaðsíðu 8 í aukablaðinu Markaðurinn: Ráðist á loftslagsvísindin

    Sami pistill birtist í The Guardian og má lesa hér á ensku:  Climate sceptics are recycled critics of controls on tobacco and acid rain).

    Svipað umfjöllunarefni birtist hér nýlega á loftslag.is og mælt er með lestri pistlanna sem vísað er í þar: Í suðupotti loftslagsumræðunnar

    Þá má benda á umfjöllun um aðferðafræði efasemdamanna við að koma höggi á vísindamenn og gögn þeirra: Staðnir að óvönduðum vinnubrögðum

  • Í suðupotti loftslagsumræðunnar

    Í upphafi er rétt að taka það fram að við hér á loftslag.is fjöllum almennt séð lítið um þau mál sem að lúta meira að pólitík í kringum loftslagsmál né um áróðursstríðið sem virðist stundum verða í loftslagsumræðunni. Við viljum helst einbeita okkur að vísindunum á bak við þá ályktun að loftslag er að hlýna og af mannavöldum. Þrátt fyrir það, þá birtum við annað slagið umfjöllun um það sem er heitt í umræðunni, eins og þennan pistil – en einnig fylgdumst við vel með COP15 í Kaupmannahöfn fyrir áramót. Nokkur hitamál halda áfram að vinda upp á sig og hér er það nýjasta í þeim efnum.

    Svo virðist vera sem að umræðan um loftslagsmál hafi komist á annað stig undanfarna mánuði. Líklega er það tengt tveimur heitum málefnum,  þ.e. Climategate og villu sem fannst í IPCC skýrslunni (sjá t.d. Heit málefni og Climategate). Af þessu hefur hlotist allsherjar orðastríð, sem hefur náð meira að segja inn í öldungadeild Bandaríkjanna (sem er kannski ekki undarlegt – þar sem þar er verið að rífast um hvort og þá hvernig eigi að bregðast við yfirvofandi hlýnun jarðar og sýnist sitt hverjum). Aðaltalsmaður efasemdamanna í Bandaríkjaþingi (Inhofe) hefur sett niður á blað 17 nöfn þeirra vísindamanna sem að hann vill að verði dregnir til saka. Líkindin við nornaveiðar er ljós öllum sem að fylgst hafa með þessum málum.

    Hitinn er orðinn slíkur að vísindamenn hafa fengið hótanir – að því er virðist vera á skipulegan hátt, í þeim tilgangi að brjóta þá niður sálrænt séð. Þetta eru alls konar hótanir, allt frá saklausum uppnefnum og upp í hótanir í garð fjölskyldna þeirra. Tilgangurinn virðist helst vera sá að þagga niður í þeim sem að tala opinberlega um hlýnun jarðar af mannavöldum. Ástralskur blaðamaður, Clive Hamilton, skrifaði fyrir skemmstu athyglisverðar fréttaskýringar um ástandið í umræðunni í Ástralíu og þegar þetta er skrifað þá voru eftirfarandi greinar komnar hjá honum:

  • Hluti 1: Bullying, lies and the rise of right-wing climate denial
  • Hluti 2: Who is orchestrating the cyber-bullying?
  • Hluti 3: Think tanks, oil money and black ops
  • Hluti 4: Manufacturing a scientific scandal
  • Hluti 5: Who’s defending science?
    :
  • Það er frekar óhugnarlegt að lesa þetta og setja sig í spor vísindamanna sem að lenda í slíku. Á svipuðum nótum hafa menn þurft að glíma við hótanir á virtum heimasíðum sem að fjalla um loftslagsmál, t.d. á Discovery News, sjá Coping With Climate Science Haters.

    Einn af þeim sem að hefur orðið fyrir miklu aðkasti undanfarið er Al Gore. Hann hefur reyndar orðið fyrir aðkasti allt frá því að hann gerði myndina An Inconvenient Truth. Hann skrifaði fyrir stystu pistil í The New York Times (sjá We Can’t Wish Away Climate Change) og er vel þess virði að lesa. Annar athyglisverður pistill sem gott er að lesa er skrifaður af Bill McKibben (sjá The Attack on Climate-Change Science Why It’s the O.J. Moment of the Twenty-First Century) og er rétt að enda á broti úr þeim pistli:

    The campaign against climate science has been enormously clever, and enormously effective. It’s worth trying to understand how they’ve done it.  The best analogy, I think, is to the O.J. Simpson trial, an event that’s begun to recede into our collective memory. For those who were conscious in 1995, however, I imagine that just a few names will make it come back to life. Kato Kaelin, anyone? Lance Ito?

    The Dream Team of lawyers assembled for Simpson’s defense had a problem: it was pretty clear their guy was guilty. Nicole Brown’s blood was all over his socks, and that was just the beginning.  So Johnnie Cochran, Robert Shapiro, Alan Dershowitz, F. Lee Bailey, Robert Kardashian et al. decided to attack the process, arguing that it put Simpson’s guilt in doubt, and doubt, of course, was all they needed. Hence, those days of cross-examination about exactly how Dennis Fung had transported blood samples, or the fact that Los Angeles detective Mark Fuhrman had used racial slurs when talking to a screenwriter in 1986.

  • Heit málefni

    Það er ekki ofsögum sagt að margt sé í gangi núna í loftslagsumræðunni og reyndar ómögulegt að fylgjast nógu vel með, til að halda því öllu til haga. Hér er minnst á nokkur atriði.

    IPCC og Pachauri

    IPCC 4, skýrsla vinnuhóps 2
    IPCC 4, skýrsla vinnuhóps 2

    Það sem fer hæst í fjölmiðlum er sjálfsagt nýuppgötvaður áhugi efasemdamanna á ritrýningaferlinu og gloppum sem hafa fundist í skýrslu IPCC  frá 2007 (vinnuhóps 2*). Þar fór hæst umfjöllun um jökla Himalaya (efasemdarmenn kalla það Glaciergate) og hvernig í ósköpunum óritrýnt efni gat endað í skýrslu IPCC (sjá: Jöklar Himalaya og álitshnekkir IPCC og Vangaveltur varðandi mistök IPCC).  Efasemdarmenn hafa verið duglegir við að skoða heimildir IPCC undanfarið og t.d. reynt að búa til Amazoniangate (sjá Skeptical science: What the IPCC and peer-reviewed science say about Amazonian forests) og mögulega Coralgate (sjá Climate Shifts: Much ado about nothing. Líklega verður maður loks að hrósa efasemdamönnum fyrir að vera loks búnir að uppgötva mikilvægi ritrýndra greina, en það hlýtur að teljast undarlagt hvað þeir vilja skeita orðinu gate (ísl. hlið) aftan við hvert mál sem þeir telja að sé hneyksli.

    IPCC 4, skýrsla vinnuhóps 1
    IPCC 4, skýrsla vinnuhóps 1

    * Það helsta sem verið er að gagnrýna IPCC fyrir, er í kafla um afleiðingar og áhrif á samfélög. Þar er þekkingin götótt og svo virðist vera sem að inn í skýrslu vinnuhóps 2 (wg2) hafi ratað heimildir sem ekki eru ritrýndar – oft skýrslur sem unnar eru upp úr ritrýndum greinum, en þar hefur greinilega slæðst inn villa varðandi jökla Himalaya. Skýrsla vinnuhóps 1 (wg1) sem fór í gegnum ástand jarðarinnar, vísindalega og ritrýnt, hefur sýnt sig að er byggð á ansi góðum grunni – þótt eflaust megi gagnrýna mat þeirra á sumu – t.d. má benda á að jökulbreiður Grænlands og Suðurskautsins eru að bráðna hraðar en búist var við í skýrslunni (og samfara var vanmat á hækkun sjávarstöðu) – einnig hefur bráðnun hafíss verið hraðari en búist var við af IPCC og fleira má nefna.

    Forsvarsmenn IPCC hafa viðurkennt mistökin varðandi jökla Himalaya og á bak við tjöldin er verið að vinna að því að breyta verklagi til að þetta endurtaki sig ekki.

    Dr. Rajendra Pachauri
    Dr. Rajendra Pachauri

    Á bak við önnur tjöld er mikil maskína að reyna að koma Pachauri frá sem framkvæmdastjóri IPPC fyrir þessi mistök, sem hann segir að séu ekki sín. Efasemdarmenn halda jafnframt því fram að Pachauri hafi grætt á þessum mistökum (Sjá Guardian: No apology from IPCC chief Rajendra Pachauri for glacier fallacy). Það er ekki nóg með það, heldur eru efasemdarmenn einnig komnir í hlutverk bókmenntagagnrýnenda – en fyrir stuttu kom út rómantísk skáldsaga eftir Pachauri (Return to Almora). Auðvitað er það næstum frámunalega furðulegt að Pachauri skuli skrifa rómantíska skáldsögu – en það sem er enn furðulegra er að efasemdarmenn skuli nota skáldsöguna til að kasta rýrð á Pachauri.

    Hvernig sagan um Pachauri endar á eftir að koma í ljós – en hvernig sem hún endar, þá mun næsta skýrsla IPCC verða betur skrifuð og laus við þessar meinlegu villur sem að komið hafa fram.

    CRU og Climategate

    Fred Pearce
    Fred Pearce

    Annars er það helst í fréttum núna að blaðamaður Guardian, Fred Pearce, er þessa dagana að skrifa margar og ítarlegar fréttaskýringar um tölvupósta CRU og Climategate. Í skýringum hans kemur fram villa sumra vísindamanna og bæði hvernig þeir hafa reynt að koma í veg fyrir birtingu greina um loftslagsmál, meintar falsanir þeirra – en um leið upplýsist hvernig efasemdamenn hafa unnið skipulega að því að kasta rýrð á vísindamennina. Þar upplýsist einnig hvernig vísindamennirnir öfundast út í hvern annan, eru keppinautar og skipta sér í marga hópa (tribalism) – sem fær mann til að íhuga hvernig efasemdarmenn geta haft hugarflug í að búa til einhvers konar samsæri þeirra á milli – eins og oft er gefið í skyn.

    En allavega virðast fréttaskýringar Fred Pearce ansi góðar og keppast bæði efasemdamenn og þeir sem halda á lofti hlýnun jarðar af mannavöldum um að vitna í brot úr hans skrifum (báðir aðilar eru þó sekir af því að velja það sem hentar þeirra málstað betur að því er virðist vera).

    Yfirlit yfir fréttaskýringar hans má sjá hér: Fred Pearce – en við mælum með að fyrsta skýringin í þessari seríu sé lesin fyrst en hún er frá 1. febrúar og heitir How the ‘climategate’ scandal is bogus and based on climate sceptics’ lies. Þrátt fyrir nafnið á þessari fréttaskýringu, þá koma nokkrar sem eru ansi gagnrýnar á CRU og Phil Jones og fleiri nöfn eru nefnd til sögunar í síðari fréttaskýringum (t.d. Briffa og Mann).

  • Heitt: Hakkarar afrita tölvupósta og skjöl

    email_logoKomið hefur upp mál, þar sem hakkarar náðu meira en 1.000 skjölum af tölvuþjóni og endurbirtu á netinu. Þessi skjöl, sem eru m.a. tölvupóstar, voru geymd í tölvukerfi á einni af leiðandi rannsóknarstöðvum varðandi loftslagsrannsóknir í Bretlandi. Það lítur út fyrir að þessi “sýndar” árás hafi það að markmiði að reyna að skaða orðspor virtra loftslagsvísindamanna.

    Rannsóknarmiðstöð háskólans í Austur “Anglia” varðandi loftslagsmál (CRU) í Norwich, staðfesti í dag að tölvupóstum og skjölum úr tölvuveri þeirra hefðu verið ólöglega afrituð og birt á netinu á ónafngreindum rússneskum tölvuþjóni. Tenging á rússneska tölvuþjóninn kom fyrst fram þann 19. nóvember á lítt þekktu bloggi sem fjallar um loftslagsmál á skeptískan hátt. Tölvuþjóninum var lokað nokkrum klukkutímum síðar, en efninu sem var stolið var þá þegar komið í dreifingu annars staðar á netinu. Staðfest hefur verið að skjölin séu dagsett frá 1991 – 2009.

    Talsmaður háskólans staðfestir að hakkarar hafi komist inn í tölvukerfið og náð í upplýsingar þaðan án leyfis. Hann tekur fram að rannsókn standi yfir og að lögreglunni hafi verið tilkynnt um atvikið. Hann segir einnig að magnið sé of mikið til að hægt sé að staðfesta að það efni sem birst hafi sé ekta.

    Nokkur blogg sem fjalla um loftslagsmál á efasemdarnótum, hafa nú þegar birt efni úr þessum skjölum. M.a. er að finna tölvupósta sem taldir eru eiga rætur að rekja til framkvæmdastjóra CRU, Phil Jones, til samstarfsmanna sinna, m.a. Michael Mann. Mann er m.a. þekktur fyrir rannsóknir sýnar á fornloftslagi og er einn af sem kom fram með hokký-kylfu grafið.

    Þeir sem efast um hlýnun jarðar af mannavöldum hafa túlkað sum orð í þessum tölvupóstum, þannig að hægt sé að skilja að um einhverskonar falsanir sé að ræða. Einnig er í þessum, oft persónulegu, tölvupóstum sitthvað sem ekki var hugsað til útgáfu. M.a. þar sem rætt er um ákveðnar persónur, þar sem skipst er á skoðunum um ákveðin mál eða jafnvel notað sérstakt orðfæri þar sem væntanlega þarf að vita hvað um er verið að ræða til að skilja samhengið. En það er mikið skrifað um þetta mál á netinu og sýnist fólki sitthvað um þetta mál.

    Ef að satt reynist að um einhvers konar falsanir sé að ræða – þótt smávægilegar geti verið, þá er það vissulega alvarlegt mál fyrir viðkomandi vísindamenn. Rétt er að draga ekki strax ályktanir um það, þetta gæti verið stormur í vatnsglasi sem blásinn er upp af þeim sem vilja ekki minka losun CO2 út í andrúmsloftið. Þá má vissulega setja spurningamerki við tímasetninguna svo rétt fyrir loftslagsfundinn í Kaupmannahöfn.

    Ýtarefni:

    Frétt á vef BBC
    Frétt á vef Nature.com

    Umfjallanir:

    RealClimate
    Greenfyre og Meiri Greenfyre
    DeSmogBlog

    Efasemdarraddirnar:

    Roy Spencer
    WattsUpWithThat?