Komið hefur upp mál, þar sem hakkarar náðu meira en 1.000 skjölum af tölvuþjóni og endurbirtu á netinu. Þessi skjöl, sem eru m.a. tölvupóstar, voru geymd í tölvukerfi á einni af leiðandi rannsóknarstöðvum varðandi loftslagsrannsóknir í Bretlandi. Það lítur út fyrir að þessi “sýndar” árás hafi það að markmiði að reyna að skaða orðspor virtra loftslagsvísindamanna.
Rannsóknarmiðstöð háskólans í Austur “Anglia” varðandi loftslagsmál (CRU) í Norwich, staðfesti í dag að tölvupóstum og skjölum úr tölvuveri þeirra hefðu verið ólöglega afrituð og birt á netinu á ónafngreindum rússneskum tölvuþjóni. Tenging á rússneska tölvuþjóninn kom fyrst fram þann 19. nóvember á lítt þekktu bloggi sem fjallar um loftslagsmál á skeptískan hátt. Tölvuþjóninum var lokað nokkrum klukkutímum síðar, en efninu sem var stolið var þá þegar komið í dreifingu annars staðar á netinu. Staðfest hefur verið að skjölin séu dagsett frá 1991 – 2009.
Talsmaður háskólans staðfestir að hakkarar hafi komist inn í tölvukerfið og náð í upplýsingar þaðan án leyfis. Hann tekur fram að rannsókn standi yfir og að lögreglunni hafi verið tilkynnt um atvikið. Hann segir einnig að magnið sé of mikið til að hægt sé að staðfesta að það efni sem birst hafi sé ekta.
Nokkur blogg sem fjalla um loftslagsmál á efasemdarnótum, hafa nú þegar birt efni úr þessum skjölum. M.a. er að finna tölvupósta sem taldir eru eiga rætur að rekja til framkvæmdastjóra CRU, Phil Jones, til samstarfsmanna sinna, m.a. Michael Mann. Mann er m.a. þekktur fyrir rannsóknir sýnar á fornloftslagi og er einn af sem kom fram með hokký-kylfu grafið.
Þeir sem efast um hlýnun jarðar af mannavöldum hafa túlkað sum orð í þessum tölvupóstum, þannig að hægt sé að skilja að um einhverskonar falsanir sé að ræða. Einnig er í þessum, oft persónulegu, tölvupóstum sitthvað sem ekki var hugsað til útgáfu. M.a. þar sem rætt er um ákveðnar persónur, þar sem skipst er á skoðunum um ákveðin mál eða jafnvel notað sérstakt orðfæri þar sem væntanlega þarf að vita hvað um er verið að ræða til að skilja samhengið. En það er mikið skrifað um þetta mál á netinu og sýnist fólki sitthvað um þetta mál.
Ef að satt reynist að um einhvers konar falsanir sé að ræða – þótt smávægilegar geti verið, þá er það vissulega alvarlegt mál fyrir viðkomandi vísindamenn. Rétt er að draga ekki strax ályktanir um það, þetta gæti verið stormur í vatnsglasi sem blásinn er upp af þeim sem vilja ekki minka losun CO2 út í andrúmsloftið. Þá má vissulega setja spurningamerki við tímasetninguna svo rétt fyrir loftslagsfundinn í Kaupmannahöfn.
Ýtarefni:
Frétt á vef BBC
Frétt á vef Nature.com
Umfjallanir:
RealClimate
Greenfyre og Meiri Greenfyre
DeSmogBlog
Efasemdarraddirnar:
Höfundur hefði gjarnan mátt taka dæmi. Hér er eitt dæmi:
Dear Ray, Mike and Malcolm,
Once Tim’s got a diagram here we’ll send that either later today or
first thing tomorrow.
I’ve just completed Mike’s Nature trick of adding in the real temps
to each series for the last 20 years (ie from 1981 onwards) amd from
1961 for Keith’s to hide the decline. Mike’s series got the annual
land and marine values while the other two got April-Sept for NH land
N of 20N. The latter two are real for 1999, while the estimate for 1999
for NH combined is +0.44C wrt 61-90. The Global estimate for 1999 with
data through Oct is +0.35C cf. 0.57 for 1998.
Thanks for the comments, Ray.
Cheers
Phil
Við ætlum okkur ekki að birta persónulega tölvupósta fólks hérna. Mér þykir þessi orð segja ósköp lítið ef maður hefur ekki heildarsamhengið. Orðið trick getur átt við um tölfræðilega aðferð sem dregur úr sveiflum (decline). Það er svo sem ekki óalgengt að nota tölfræði aðferðir til að setja gögn fram, sjaldan er notast við frumgögn mælinganna. En það væri fróðlegt að sjá alla tölvupóstanna sem eru hluti af svörum og gagnsvörum þessa tölvupósts sem vitnað er í, svona til að fá samhengi í hlutina. En mér finnst ég ekki geta ályktað mikið núna um það hvort það sé eitthvað óhreint í pokahorni einhvers, en ef svo er þá kemst það væntanlega upp og verður tekið á því. Ég sé ekki fyrir mér að gróðurhúsalofttegundir hætti að hafa sína eðlisfræðilegu virkni þrátt fyrir þetta mál. T.d. er hægt að sjá hitagögn á heimasíðu NASA, ekki sömu gögn og hjá CRU, en þau gögn sýna mjög svipaða niðurstöðu – þ.e. hlýnun jarðar: http://data.giss.nasa.gov/gistemp/
Það er nokkuð um liðið síðan ég áttaði mig á þeirri tilhneigingu margra vísindamanna að hagræða niðurstöðum rannsókna.
Loftlagshakkið ætti bara að minna okkur á að við ættum að taka öllum staðhæfingum vísindamanna með fyrirvara. Þeir geta sjálfir hagrætt rannsóknarniðurstöðum og ýkt með framsetningu auk þess sem augljós hætta er á því að pólítíkusar og fjölmiðlar ýki hlutina enn meira í samræmi við eigin óskhyggju og þekkingarleysi.
Það má vera að skásta leið leikmannsins sem leitast við að taka upplýsta afstöðu sé að fylgjast með hatrömmum rökræðum “afneitara” og “sanntrúaðra” í einskonar einvígi þar sem “hálfsannleikar” takast á.
En það er einmitt heildarsamhengið sem þú minnist á Sveinn Atli, sem auðveldar okkur mjög að átta okkur á þessari umræðu. Er það nokkuð of teygt að taka sérhagsmuni og pólítík inn í heildarsamhengið?
Margar styrjaldir heimsins hafa orðið vegna yfirráða yfir orkuauðlindum. Það hefði nú einhverntímann þótt langsótt að elítan næði því markmiði að búa til einskonar kvótakerfi fyrir orkunotkun í heiminum. Það er nú í höfn með svokölluðum losunarheimildum, enda munu þær ná yfir langstærsta hluta orkunýtingar heimsins. Þá hefur elítuliðið lengi dreymt um að koma á laggirnar einskonar alþjóðaríkisstjórn. Með því að ýkja alþjóðlegar ógnir á borð við loftlagsbreytingar getur elítan fyrr náð slíkum markmiðum, sérstaklega þegar alþjóðleg skattheimta er orðin að veruleika.
Spyrja má hversu mikil áhrif þetta elítulið hefur á fjölmiðla (sem það á), vísindasamfélagið (ath. eignarhald á háskólum, vísindatímaritum, hátæknifyrirtækum ofl.) og svo hinum ýmsu stofnunum þar sem ýmis “vélmenni” og fulltrúar hinna ýmsu hagsmunaaðila eru búnir að koma sér fyrir.
Hvað sem kann að vera rétt eða rangt í þessu máli, þá skulum við fylgjast sérstaklega vel með hver fjármagnar og stýrir þeim áróðri sem beint er að okkur, hverju honum er ætlað að ná fram og hverjir hagnast á því.
Það skal vakin athygli á því sem ekki er í tölvupóstunum, nokkuð sem að alhörðustu samsæriskenningamenn eru eflaust ósáttir við að finna ekki, gefum RealClimate orðið:
More interesting is what is not contained in the emails. There is no evidence of any worldwide conspiracy, no mention of George Soros nefariously funding climate research, no grand plan to ‘get rid of the MWP’, no admission that global warming is a hoax, no evidence of the falsifying of data, and no ‘marching orders’ from our socialist/communist/vegetarian overlords. The truly paranoid will put this down to the hackers also being in on the plot though.
Þórarinn; ætli það sé ekki best að reyna að taka mark á þeim rannsóknum sem liggja að baki, þ.e. t.d. mælingar á hitastigi og mælingar á aukningu gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum svo eitthvað sé nefnt. Rannsóknir vísindamanna eru að mestu leiti gerðar á faglegan hátt með vísindalegum aðferðum. En eins og Höski bendir á, þá er nú varla neitt í þessum tölvupóstum sem vitnar um samsæri eða falsanir, þó sumir vilji túlka það þannig.
Höski, loftlagshakkið hefur eingöngu staðfest það sem efasemdarmenn hafa lengi vitað, að ýkjum og blekkingum hefur verið beitt í “loftlagsáróðnum”. RealClimate virðist mér leggjast ansi lágt, enda er það mjög örvæntingarfullt og ómálefnalegt að beina athyglinni frá alvöru málsins með þessum hætti, þ.e. að hæðast að meintum öfgasamsærissinnum. Þið sem eruð efnislega sammála þessum vísindamönnum ættuð að harma verulega óvönduðum vinnubrögðum þeirra, enda draga þau verulega úr trúverðugleika þeirra og um leið YKKAR!
Samsæri eiga sér stað á efri stigum. Vísindamenn og blaðamenn eiga það þó til að sýna talsvert mikla meðvirkni í áróðri.
Geturðu nefnt mér dæmi um eitthvað sem að staðfestir þessi orð þín?
Þessi tölvupóstur er svo sem nægileg staðfesting fyrir mig, enda þurfti ég hana varla. Vera má að þið þurfið frekari sannanir fyrir vísvitandi blekkingum. Á þá þessi vísindamaður einfaldlega að njóta vafans? Hvers vegna er hann ekki hreinsaður af ásökunum með því að birta viðeigandi gögn sem setja póstinn hans í heildarsamhengi? Ef hann er saklaus væri auðvelt að sanna það sakleysi, ef hann er sekur hentar kannski betur að leyfa honum að njóta vafans þrátt fyrir að því fylgi aukin tortryggni gagnvart “málstaðnum”.
Þetta mál breytir reyndar ekki miklu varðandi mína afstöðu, en það væri óskandi að það hefði sáð nokkrum efasemdum hjá aðstandendum þessarar ágætu vefsíðu.
Ég vil taka það fram að ég lofa það framtak ykkar að setja upp þessa metnaðarfullu vefsíðu með það markmið að fræða fólk um loftslagsmál út frá ykkar sannfæringu. Gott er að fylgja sannfæringu sinni, enn betra að fá sýn á heildarsamhengið og skipta um skoðun þegar maður veit betur.
Efasemdarfræjunum er sáð.
Trúið þið því virkilega að meintar lausnir elítunnar til þess að draga úr loftslagsbreytingum séu þær réttu og muni virka?
Reyndar munu þær “formlega” virka (svo ég sé alveg hreinskilinn). Látið ekki koma ykkur á óvart þegar hitastigsmælingar á næstu áratugum munu vera vel undir öllum hræðsluáróðurslíkönunum sem spáðu hröðum hækkunum ef ekkert yrði að gert. Gore-gengið mun þá hreykja sér af árangri sínum og áróðursstarfi, þótt það hafi ekki í raun skilað neinu, bara örlitlum samdrætti í koltvísýringslosun.
Loftslaginu verður ekki breytt með “mengunarsköttum” og kvótakerfi með losunarheimildir, enda hafa þessar aðgerðir pólítískan og efnahagslegan tilgang. Setjið það a.m.k. á bak við eyrað.
Takk fyrir innlitið Þórarinn. Ég hef meiri trú á vísindum en á samsæriskenningum. Vísindin hafa sýnt fram á að jörðin væri óbyggileg án gróðurhúsaáhrifa, hitastig jarðar væri -18°C ef ekki væri fyrir gróðurhúsaáhrif. Það liggja því mjög góð rök að baki því að aukning gróðurhúsalofttegunda hafi áhrif á hitastig. Það má því telja nokkuð ljóst að eðlisfræðilegir eiginleikar gróðurhúsalofttegunda haldi áfram að vera eins og áður.
Mig langar einnig að benda á 3 ágætar færslur hér af síðunum til glöggvunar:
Er jörðin að hlýna?
Veldur CO2 hlýnuninni?
Er aukning CO2 af mannavöldum?
PS. Ef þetta er samsæri “elítunnar”, þá hefur það samsæri mistekist hingað til, því ekki hefur náðst samkomulag um lausn þessara mála enn sem komið er.
Þórarinn: Þú lætur duga tölvupóstur rifinn úr samhengi – enda hvort sem er búinn að mynda þér skoðun fyrirfram – flott hjá þér. Þetta segja þeir á RealClimate um þennan tölvupóst:
The paper in question is the Mann, Bradley and Hughes (1998) Nature paper on the original multiproxy temperature reconstruction, and the ‘trick’ is just to plot the instrumental records along with reconstruction so that the context of the recent warming is clear. Scientists often use the term “trick” to refer to a “a good way to deal with a problem”
Sem sagt hér er samhengið fyrir þig – spurning með hvort þú hafir eitthvað spáð í myndrænni framsetningu?
Er þetta samsærið sem þú vilt halda að sé falið í þessum tölvupósti – myndræn framsetning. Komdu með eitthvað annað meira sannfærandi.
Nú þykir mér þið gera fullmikið úr þessum tölvupósti sem mér þótti rétt að birta þar sem þetta er sá einstaki tölvupóstur sem fjallað er um í heimspressunni. Augljóslega er hann ekki prófsteinn á það hvort hlýnun jarðar sé eitthvað samsæri.
Ég birti þennan póst í athugasemd svo lesendur geti sjálfir dregið sínar ályktanir. Persónulega finnst mér of mikið gert úr þessum pósti til beggja póla. Hann er ekki bein sönnun fyrir samsæri, en þær getgátur RealClimate sem hér eru birtar sanna auðvitað ekki neitt heldur. Orðinu ‘trick’ er fylgt eftir með “… to hide the decline.” og svo er einn af þeim sem kom með hokký-kylfu grafið einn af viðtakendum bréfsins. Þetta ætti allavega að nægja til þess að vekja grunsemdir sem ekki verða kveðnar niður með getgátum RealClimate sem þó réttilega bendir á að orðið ‘trick’ feli ekki endilega í sér að blekkingarbrögðum sé beitt.
Ég vil þó enn einu sinni gera tilraun til þess að koma ykkur í skilning um það að þessi tölvupóstur er fyrir mér algjört aukaatriði. Hann gaf mér einfaldlega tilefni til þess að minna okkur á að taka staðhæfingum vísindamanna með fyrirvara og svo kom ég sjálfur með ýmsar getgátur um hvað sé á bak við allan þennan áróður. Það er sjálfsagt að hafa einnig fyrirvara á mínum getgátum en það er um að gera að stækka sjóndeildarhringinn.
Það er ekki sjálfgefið að elítan takist að koma öllu í gegn sem hún vill, þ.m.t. ekki heldur alþjóðlegum sköttum, alþjóðaríkisstjórn og losunarkvótum. Það kemur þó væntanlega í ljós í Kaupmannahöfn á næstunni hvaða skref verða stigin.
Árangur elítunnar ræðst mjög af meðvirkni fjölmiðla og fræðimanna. Það er þó ljóst að hún fær mikinn frið til þess að fremja sín samsæri þegar svo fáir mega heyra minnst á ‘samsæriskenningar’.
Ég tek það fram að ég er bæði efins og opinn hvað varðar orsakir loftlagsbreytinga og mér þykja ykkar sjónarmið gagnleg og ágætlega sett fram. En ég er jafnframt meðvitaður um hvernig elítan nýtir sér hin ýmsu vandamál, ýkir þau eða býr þau jafnvel til með eigingjörn markmið í huga. Þið farið vonandi einnig sjálfir að taka betur eftir því með tíð og tíma.
Það væri ágætt ef þú gætir komið fram með dæmi sem styðja fullyrðingar þínar um samsæri þessarar “elítu” og hvernig þau dæmi tengjast loftslagsvísindum á einhvern háttt – eða þessari færslu. Auðvitað er gaman að ræða þetta við þig, þetta eru nokkuð öðruvísi rökræður en maður er vanur – en öllu má samt ofgera.
Ef vísindamennirnir sem urðu fyrir árás hakkaranna eru á einhvern hátt með í þessu samsæri sem þér er tíðrætt um – hvers vegna er ekki eitt orð um losunarkvóta, alþjóðaríkisstjórn og allt það sem þú telur að rúmist innan þíns samsæris?
Höski, mig grunar að þú sjáir fyrir þér of einfalt líkan af “samsærismódelinu”. Það er reyndar ekki við öðru að búast hjá þeim sem ekki eru vanir að ræða þessi mál.
Mér þykir ekki líklegt að umræddir vísindamenn séu einhvern hátt “með” í samsærinu, þ.e. á þann hátt að þeir ræði hvernig þeirra blekkingar muni ná fram þessum markmiðum. Það er svo sem engin furða að þið séuð lítið fyrir samsæriskenningar ef þið stillið dæminu svona upp.
Ef þú ert vísindamaður og birtir rannsóknarniðurstöður eða skoðanir sem eru í hrópandi ósamræmi við ríkjandi viðhorf, þá getur þú átt von á því að missa starf þitt og styrki sem og starfsheiður. Ef þú hinsvegar kemur með eitthvað innlegg sem styður ríkjandi viðhorf, getur þú átt von á stöðuhækkunum, virðingu og viðurkenningum. Þetta á sérstaklega við á þeim sviðum þar sem myndast hefur sterk pólítísk eftirspurn eftir vísindalegum stuðningi.
Sú kenning að aukin koltvísýringslosun af mannavöldum sé meginskýring á loftslagsbreytingum virðist vera á undanhaldi hjá almenningi. Fólk er ekki að kaupa þetta eins mikið og það gerði fyrst. Það eru hinsvegar gríðarlegir fjármunir sem streyma inn í “loftslagsiðnaðinn” til þess að styðja við “réttar” rannsóknarniðurstöður. Í þessu umhverfi er vissulega hætta á að vísindamenn fullyrði meira en gögn þeirra segja til um. Allskonar þrýstingur og freistingar geta haft áhrif á niðurstöður og ályktanir vísindamanna.
Það er þó ljóst að ég mun ekki raða hér inn sönnunum fyrir samsæriskenningum á þessu bloggi, a.m.k. ekki að svo stöddu. Má þó vera að ég geri það síðar, t.d. að safna saman mörgum tilvitnunum frá elítuliðinu sjálfu.
Ef ykkur þykir langsótt að það sé elíta sem stjórnar á bak við tjöldin, þá er a.m.k. ágætis byrjun að kíkja í bók sem heitir einfaldlega ‘Propaganda’ frá 1928 eftir föður nútímaáróðurs, Edward Bernays. Hann var einskonar Göbbels Bandaríkjastjórnar, áróðursmeistari sem réttlæti það að hin leynilega elíta stjórni og eigi að stjórna heimskum lýðnum. Lesið a.m.k. þrjár fyrstu málsgreinarnar í bókinni:
“THE conscious and intelligent manipulation of the organized habits
and opinions of the masses is an important element in democratic
society. Those who manipulate this unseen mechanism of society
constitute an invisible government which is the true ruling power of
our country.
We are governed, our minds are molded, our tastes formed, our
ideas suggested, largely by men we have never heard of. This is a
logical result of the way in which our democratic society is organized.
Vast numbers of human beings must cooperate in this manner if they
are to live together as a smoothly functioning society.
Our invisible governors are, in many cases, unaware of the identity
of their fellow members in the inner cabinet.”
Það er lítið mál að verða sér úti um pdf eintak af þessari bók á netinu. Vonandi getið þið gefið þessari bók smá athygli.
Ég hugsa að þessi staðreynd (allavega í Bandaríkjunum, sjá frétt), sé að einhverju leiti vegna þess að það er gífurlegur áróður frá þeim sem ekki vilja gera neitt í málinu (skyldi það vera samsæri?).
og
Þú meinar að þúsundir vísindamanna séu frekar óvart að lesa vitlaust af mælum sínum og séu óvart að taka eftir því að jöklar séu að bráðna og að mæla það óvart að hafís sé að hverfa og að samsærið sé þá að þeim vísindamönnum sé umbunað sem að óvart hitta á að gera vitlausar rannsóknir?
Ö, nei Höski, augljóslega er ég ekki að meina það.
Sveinn Atli, hafið þið ekki líka orðið varir við efasemdir í Evrópu og hér á Íslandi? Frjálshyggjumenn hafa reyndar verið duglegir frá upphafi við það að berjast gegn umhverfisverndarsinnum og gert lítið úr þeirra málstað burt séð frá því hvað er rétt eða rangt. Ekki vel ég að taka afstöðu til málsins út frá hugmyndafræði, hægri eða vinstri. Ég er reyndar mjög tortrygginn gagnvart einstaklingum eins og Lord Monckton, fyrrum ráðgjafa Thatchers sem þið hljótið að kannast við. Mér þætti reyndar áhugavert að sjá gagnrýni ykkar á hans málflutning sem er orðinn nokkuð áberandi í þessari umræðu.
Ég tel það að vísu óheppilegt að nota hugtakið ‘samsæri’ yfir einhverskonar meintar undantekningar. Hagsmunir elítunnar ráða alltaf mjög miklu í pólítík. Einfalt svart-hvítt samsærismódel skýrir ekki mikið. Módel Hegels (tesa-antitesa-syntesa) er aðeins skárra. Þegar tvö öfl takast á er auðvitað best að stjórna þeim báðum. Það eru vissulega margir vafasamir aðilar innan svokallaðra “afneitunarsinna”. Það er þó alveg ljóst hvoru megin peningaöflin standa.
Mig langar að þakka þér fyrir að koma þínu sjónarmiði á framfæri Þórarinn. Eitt af okkar takmörkum með þessari síðu er að stuðla að umræðu um þessi mál. Hvort sem við erum sammála eður ei, þá er gott að ræða saman á málefnalegan hátt.
Takk sömuleiðis!
Fróðleg umræða hér, verð að taka undir með Þórarni, ég er búinn að fylgjast með baktjaldamökkurum í áratugi með öðru auganu (eftir að hafa lesið “Falið Vald” (Jóhannes Björn) sem unglingur um 1980-81) og aðeins sannfærst enn meira eftir því sem málum vindur fram um að heimselítan vinni stöðugt að því að ná fleyrir þráðum í sínar hendur og auka auð sinn og völd (og tryggja öryggi sitt) með öllum meðulum sem duga, breytingarnar eru í hænuskrefum, hugsað í áratugum og hundruðum þegar lagt er á ráðin, koma lykilfólki í lykilstöður og svo framvegis.
Mannkynsagan gefur lítið tilefni til þeirrar bjartsýni að treysta valdaelítu heimsins í dag frekar en áður fyr. Nokkuð hægt að stóla á að sumt breytist ekki eins það að há-yfirstéttir fyrlíta “múginn” og hafa alltaf gert, hún hræðist ekkert meira en að “skríllinn” hrifsi til sín síðustu brauðmolana eða að missa völdin. Pólitíkin með sitt hægri og vinstri sjónarspil, skiptir litlu hverjir komast að kjötkötlunum, flestir vilja bita og hann sem stærstan og hugsjónafólki ýtt út í horn.
Þessi síða fjallar fyrst og fremst um það sem vísindin segja okkur um þær loftslagsbreytingar sem yfirstandandi eru. Samsæriskenningar um “elítuna” er ekki áhugasvið okkar. Takk fyrir innlitið.