Rúllustiginn uppfærður

Eitt af áhrifaríkustu línuritunum sem loftslagssíðan Skeptical Science hefur gert er kallað rúllustiginn (e. escalator). Rúllustiginn sýnir breytileika frávika á hnattrænu hitastigi og sýnir hvernig afneitunarsinnar sérvelja stutt tímabil í sinni viðleitni til að líta fram hjá hnattrænni hlýnun. Hins vegar er það nokkuð ljóst að þó alltaf megi búast við skammtíma breytileika í hitastigi, þá heldur hnattræn hlýnun af mannavöldum áfram þegar langtíma leitnin er skoðuð.

Reglulega koma fram háværar raddir sem segja að hlýnunin sé hætt, oft í kjölfar óvenju heitra ára (líkt og 1998, en þá var El Nino óvenjulega sterkur), en þá er líkt og hlýnunin hætti tímabundið í nokkur ár. Það kemur svo að því að hlýnunin heldur ótrauð áfram eins og kenningin um hnattræna hlýnun af mannavöldum segir að muni gerast.

Nú er búið að uppfæra þetta snilldar línurit út árið 2022, eins og sést hér að neðan. 

Rúllustiginn uppfærður
Gögnin sem notuð eru í þessu línuriti kemur frá Berkely Earth og sýnir frávik frá meðalhita 1850-1900.

Heimildir:

The escalator rises again
Berkeley Earth.
Escalator 2022

Tengt efni á loftslag.is

Loftslagsafneitun með hjálp línurita, fyrri hluti.
Fimm einkenni loftslagsafneitunar
Hjólastóllinn – ný heildarmynd
Eru vísindamenn ekki sammála?

Athugasemdir

ummæli

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál