Leiðakerfi síðunnar

Hér er hægt að nálgast almennar upplýsingar um uppsetningu síðunar og hvernig hægt er að fylgjast með efni hennar. Síðunni er skipt eftir ákveðnum flokkum sem eru: Fréttir; Blogg; Heiti reiturinn; Leiðakerfi; Vísindin á bak við fræðin og nokkur undiratriði sem verða kynnt nánar hér undir.

Vísindin á bak við fræðin

Vísindin á bak við fræðin er hornsteinn síðunnar og þeir tenglar eru staddir hér í hliðarstikunni til hægri. Þar sem lesa má ýmislegt varðandi fræðin, skipt eftir flokkum:

Í flokknum “Kenningin” er hægt að skoða ýmislegt um sögu vísindanna, loftslag fortíðar og framtíðar ásamt grunnatriðum kenningarinnar. Undir “Afleiðingar”  er hægt að lesa um hugsanlegar afleiðingar loftslagsbreytinga. “Lausnir og mótvægisaðgerðir” eru eins og nafnið bendir til um það efni. Ýmsar “Spurningar og svör” fá sitt pláss og einnig “Helstu sönnunargögn” er nýleg undirsíða hjá okkur þar sem farið er yfir helstu sönnunargögn þess að loftslagsbreytingar séu raunverulegar. “Mýtur” er síða þar sem reynt er að fara yfir helstu mýtur sem heyrast í umræðunni. Við reynum að skoða sem mest af efninu út frá þeim vísindalegu gögnum sem eru fyrir hendi. Þessar síður eru uppfærðar með jöfnu millibili, sérstaklega hafa mýturnar fengið athygli af okkar hálfu að undanförnu og við stefnum að því að vinna í öðrum flokkum á næstunni. Margar mýturnar eru unnar í samvinnu við Skeptical Science.

Efri stikan

Undir “Fréttir” eru ýmsar fréttir um loftslagsmál, umræðuna og vísindin. “Blogg” er einfaldlega blogg ritstjórnar, en þar undir eru líka “Gestapistlar” og einnig geta verið aukaflokkar þar, þegar þetta er skrifað er “COP15” tengill þar. “Heiti reiturinn” inniheldur myndbönd, léttmeti, tengla og heit málefni. Með því að fara með músina yfir flokkana og halda henni yfir flokkana koma undirflokkarnir í ljós. Leiðakerfið er svo nýjasti flokkurinn, þar sem ýmsar upplýsingar um síðuna og leiðakerfi fyrir síðuna eru. Síðar munu koma inn tenglasíða, síður um bækur og skýrslur um loftslagsmál ásamt fleiri hugsanlegum viðbótum í framtíðinni.

Athugasemdir og reglur

Það er hægt að gera athugasemdir við allar færslur sem eru undir flokkunum í efri stikunni og nýjustu athugasemdirnar má sjá í hliðarstikunni. Við höfum ekki haft sérstakar niðurskrifaðar reglur fyrir athugasemdir, en við tökum okkur það bessaleyfi að fjarlægja ómálefnalegar athugasemdir og persónulegar árásir. Sem betur fer höfum við lítið þurft að beita því vopni hingað til, þó svo við höfum dæmi um það.

Tög og Leit

Þegar finna þarf efni á síðunni eru tvær aðferðir sem henta ágætlega. Fyrst má nefna Tögin, sem eru neðarlega í hægri stikunni og einnig eru Tög við hverja færslu sem tengjast efni færslunnar. Tögin eru einskonar stikkorð fyrir efnið, t.d. sem dæmi má nefna tög eins og CO2, Sjávarstöðubreytingar og Nýjar rannsóknir. Leitin sem er efst á síðunni er líka upplögð til að leita að ákveðnu efni á síðunni og virkar ágætlega.

Fasbókin, Twitter og blogg

Loftslag.is er bæði á Facebook og Twitter, þar sem hægt er að fylgjast með nýju efni og fleiru frá okkur á einfaldan hátt.

Við höfum einnig notast við blogg til að koma loftslag.is á framfæri, m.a.:

Við erum einnig sýnilegir á blogg.gattin.is, svo dæmi sé tekið.

Athugasemdir

ummæli

Tags:

About Sveinn Atli

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.