Hvað er Cap and Trade ?

Cap and Trade er fyrirbæri sem mikið er rætt um í umræðunni um loftslagsmál. Hér verður ekki tekin afstaða með eða á móti þessari aðferð, heldur verður reynt að útskýra hana á einfaldan hátt. Þessi færsla er byggð á 2 færslum af vefsíðunni www.justmeans.com. En nú að efninu, hvað er þetta “cap and trade” eiginlega?

Hvað er Cap and Trade?

Cap er einhverskonar takmörkun eða þak, í þessu tilfelli á losun kolefnis út í andrúmsloftið í tonnum. Það er kannski hægt að líta á “Cap and trade” eins og það að skipta á milli sín pizzu, allir fá sneið, en takmörkunin “cap” í “cap and trade” er í því tilfelli skorðað við eina endanlega pizzu. “Trade” hlutinn af “cap and trade” skírskotar til þeirra gagnkvæmu áhrifa sem þú ættir ef þú myndir vilja meiri pizzu, en þá þyrftir þú að borga einhverjum öðrum fyrir þeirra hlut. Eitthvað af fólki myndi vilja fleiri sneiðar af pizzu en aðrir; stundum myndu margir vilja fá fleiri sneiðar af pizzu, en hafa verður í huga að það er aðeins ein pizza! Húngur er sterkt hvatningarafl, og sú persóna sem er viljug til að selja sína sneið gæti þannig hagnast.

Nú skulum við skipta pizzunni út fyrir kolefnis takmörkunina (cap) og svo skipta eigendum pizza sneiða út fyrir raunveruleg fyrirtæki. “Cap and trade” er hannað til að takmarka magn kolefnis sem er losað út í andrúmsloftið með því að takmarka hlut hvers fyrirtækis til ákveðins hluta af kolefnistakmörkuninni. Sum fyrirtæki sem nota mikið af orku/kolefnislosun gætu því valið að annað hvort að losa minna, en til þess að vega á móti því er hægt að fjárfesta í betri orkunýtingu eða endurnýjanlega orku (framleiða orkuna sem þau nota með aðferðum sem leiða til minni losunnar) eða þá að kaupa réttinn til að losa meira með því að borga öðru fyrirtæki fyrir þeirra losunarheimildir. En hvar kom þessi hugmynd eiginlega upp?

Þegar fólk ræðir um kolefnisverslun eins og “cap and trade”, þá er yfirleitt verið að vitna í það kerfi sem notað er í Evrópu, sem kallast Emission Trading Scheme (ETS). Það kerfi var sett á fót árið 2003, sem viðbrögð við losunarviðmiðum Kyoto bókunarinnar um minnkun losunar kolefnis. Þó undarlegt megi virðast er ETS hannað eftir mjög vel heppnuðu “cap and trade” kerfi sem byrjað var að nota í Bandaríkjunum 10 árum fyrr. Já, Bandaríkin geta talist vera leiðandi afl í heiminum þegar kemur að “cap and trade” kerfum – það er að segja, fyrir losun brennisteinsdíoxíðs – til að minnka tíðni súrs regns sem talið er hættulegt. Í tilfelli losunar kolefnis, þá eru Bandaríkjamenn eftirbátar Evrópusambandsins sem er orðið leiðandi afl í þessum efnum.

Kolefniskerfi Evrópusambandsins er nærri 7 ára um þessar mundir og hefur þegar gengið í gegnum tvo áfanga og verið er að semja um þriðja áfangann sem á að fara í gang 2013 (Buchan, 2009). Fyrsti  áfanginn var, eins og oft er haldið fram af  andstæðingum kerfisins, hrein hörmung. Stóru mistökin voru að leyfa stjórnvöldum landanna að úthluta kolefnisheimildum til fyrirtækja að eigin vild. Þetta gerði það m.a. að verkum að þeir sem losuðu mest gátu hagnast á þessu þar sem þeim var í einhverjum tilfellum úthlutað of mikið af heimildum; þeim var á þann hátt heimilað áframhaldandi losun og jafnframt möguleika á því að selja heimildir til að auka tekjurna. Annar áfangi kerfisins (’08-’12) lítur út fyrir að kerfið sé í meiri stöðugleika og mikið harðara ETS, að því marki að sumar þjóðir hafa farið í mál þar sem þær telja að það of strangt. Það er vonast til að 3. áfanginn verði hvorgi of strangur né of linur, heldur rétt stilltur.

Samanburður á aðferðum

Hvernig er kolefnisverslun í BNA? Hér að ofan er sagt frá hvernig kerfið með kolefnisheimildir virkar með notkun myndlíkingar með pizzu. Í grunninn, þá er talað um takmarkað magn sneiða (kolefnisheimilda) sem hægt er að skipta á milli fólks (fyrirtækja) og ef þeir þurfa meiri mat (orku), þá verður það að borga (skipta) fyrir það. Nú þegar hefur núverandi kolefnisheimildakerfi í Evrópusambandinu farið í gegnum 2 áfanga og sá 3. ætti að taka við árið 2013. “Cap and trade” kerfið í BNA skilaði mjög árangursríkum niðurstöðum.

Kolefnis “cap and trade” varð í raun til í BNA, eins og fram hefur komið. Þetta byrjaði allt með áhyggjum af súru regni vegna losunar brennisteinsdíoxíðs frá verksmiðjum og orkuverum. Áhyggjur af súru regni byrjaði fyrst um 1970 en framkvæmd “cap and trade” fyrir brennisteinsdíoxíð byrjaði ekki fyrr en 1990, um það bil 20 árum síðar (T.J. Glauthier, 2009). Síðan losunarheimildakerfið fyrir brennisteinsdíoxíð byrjaði, þá hefur losun brennisteinsdíoxíð dregist saman um 50%, og kostnaður hefur reynst um 50% af því sem áætlanir gerðu ráð fyrir og verðin til notenda (end-users) hækkuðu aðeins um fá prósent. Ef við segjum að áhyggjur af loftslagsbreytingum hafi byrjað árið 1988, þá er líklegt í sögulegu samhengi að það fylgi svipuðu 20 ára ferli.

Sérhver lausn hefur sína kosti og galla. Það hafa verið gerðar einhverjar rannsóknir á þessu og aðferðin gæti leitt til hækkandi orkuverðs og það er ekki víst að stjórnmálamenn um allan heim séu tilbúnir í þann pakka. En þrátt fyrir hugsanlegan kostnað, þá eru kostir “cap and trade” nokkrir. Án “cap and trade” er talið að eftirspurn eftir kolum muni aukast um 1,9% árlega til ársins 2030; með “cap and trade” er talið að eftirspurnin muni falla um 2,2% árlega (Spiegel & McArthur, 2009). Ef gert er ráð fyrir að verð kolefnisheimilda sé 30-40 dollarar á losunartonn kolefnis, þá myndi það hafa í för með sér að kostnaður við að reka 500 Megawatta orkuver hækkaði um 70%; við það verð myndu aðrir kostir svo sem CCS tækni eða fjárfesting í endurnýjanlegri orku verða raunverulegir kostir. Hvorutveggja eru góðir kostir fyrir loftslagið.

Aðrir vinsælir kostir eru bein lagasetning og beinn skattur á kolefni. Báðir þessir kostir eru t.d. taldir ólíklegir í BNA þar sem bein lagasetning er nánast óhugsandi. Beinir skattar myndu hafa sömu áhrif og “cap and trade”, en það að leggja til hærri skatta í BNA er pólitískt sjálfsmorð fyrir hvaða stjórnmálaflokk sem er. Sumir telja því að “cap and trade” kolefnisheimilda kerfið sé í raun besta lausnin fyrir bæði BNA og ESB til að takast á við loftslagsbreytingar.

Nú er spurningin hvað hægt er að kalla “cap and trade” á íslensku; ein tillaga er “þak og skipti”. Kæru lesendur við auglýsum eftir hugmyndum eða vangaveltum varðandi það í athugasemdir.

Heimildir:

What-is-Carbon-Cap-Trade-In-Europe-In-US-Part-1
What-is-Carbon-Cap-Trade-In-US-In-Europe-Part-2

Tengt efni:

Athugasemdir

ummæli

About Sveinn Atli

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.