Cap and Trade er fyrirbæri sem mikið er rætt um í umræðunni um loftslagsmál. Hér verður ekki tekin afstaða með eða á móti þessari aðferð, heldur verður reynt að útskýra hana á einfaldan hátt. Þessi færsla er byggð á 2 færslum af vefsíðunni www.justmeans.com. En nú að efninu, hvað er þetta “cap and trade” eiginlega?
Hvað er Cap and Trade?
Cap er einhverskonar takmörkun eða þak, í þessu tilfelli á losun kolefnis út í andrúmsloftið í tonnum. Það er kannski hægt að líta á “Cap and trade” eins og það að skipta á milli sín pizzu, allir fá sneið, en takmörkunin “cap” í “cap and trade” er í því tilfelli skorðað við eina endanlega pizzu. “Trade” hlutinn af “cap and trade” skírskotar til þeirra gagnkvæmu áhrifa sem þú ættir ef þú myndir vilja meiri pizzu, en þá þyrftir þú að borga einhverjum öðrum fyrir þeirra hlut. Eitthvað af fólki myndi vilja fleiri sneiðar af pizzu en aðrir; stundum myndu margir vilja fá fleiri sneiðar af pizzu, en hafa verður í huga að það er aðeins ein pizza! Húngur er sterkt hvatningarafl, og sú persóna sem er viljug til að selja sína sneið gæti þannig hagnast.
Nú skulum við skipta pizzunni út fyrir kolefnis takmörkunina (cap) og svo skipta eigendum pizza sneiða út fyrir raunveruleg fyrirtæki. “Cap and trade” er hannað til að takmarka magn kolefnis sem er losað út í andrúmsloftið með því að takmarka hlut hvers fyrirtækis til ákveðins hluta af kolefnistakmörkuninni. Sum fyrirtæki sem nota mikið af orku/kolefnislosun gætu því valið að annað hvort að losa minna, en til þess að vega á móti því er hægt að fjárfesta í betri orkunýtingu eða endurnýjanlega orku (framleiða orkuna sem þau nota með aðferðum sem leiða til minni losunnar) eða þá að kaupa réttinn til að losa meira með því að borga öðru fyrirtæki fyrir þeirra losunarheimildir. En hvar kom þessi hugmynd eiginlega upp?
Þegar fólk ræðir um kolefnisverslun eins og “cap and trade”, þá er yfirleitt verið að vitna í það kerfi sem notað er í Evrópu, sem kallast Emission Trading Scheme (ETS). Það kerfi var sett á fót árið 2003, sem viðbrögð við losunarviðmiðum Kyoto bókunarinnar um minnkun losunar kolefnis. Þó undarlegt megi virðast er ETS hannað eftir mjög vel heppnuðu “cap and trade” kerfi sem byrjað var að nota í Bandaríkjunum 10 árum fyrr. Já, Bandaríkin geta talist vera leiðandi afl í heiminum þegar kemur að “cap and trade” kerfum – það er að segja, fyrir losun brennisteinsdíoxíðs – til að minnka tíðni súrs regns sem talið er hættulegt. Í tilfelli losunar kolefnis, þá eru Bandaríkjamenn eftirbátar Evrópusambandsins sem er orðið leiðandi afl í þessum efnum.
Kolefniskerfi Evrópusambandsins er nærri 7 ára um þessar mundir og hefur þegar gengið í gegnum tvo áfanga og verið er að semja um þriðja áfangann sem á að fara í gang 2013 (Buchan, 2009). Fyrsti áfanginn var, eins og oft er haldið fram af andstæðingum kerfisins, hrein hörmung. Stóru mistökin voru að leyfa stjórnvöldum landanna að úthluta kolefnisheimildum til fyrirtækja að eigin vild. Þetta gerði það m.a. að verkum að þeir sem losuðu mest gátu hagnast á þessu þar sem þeim var í einhverjum tilfellum úthlutað of mikið af heimildum; þeim var á þann hátt heimilað áframhaldandi losun og jafnframt möguleika á því að selja heimildir til að auka tekjurna. Annar áfangi kerfisins (’08-’12) lítur út fyrir að kerfið sé í meiri stöðugleika og mikið harðara ETS, að því marki að sumar þjóðir hafa farið í mál þar sem þær telja að það of strangt. Það er vonast til að 3. áfanginn verði hvorgi of strangur né of linur, heldur rétt stilltur.
Samanburður á aðferðum
Hvernig er kolefnisverslun í BNA? Hér að ofan er sagt frá hvernig kerfið með kolefnisheimildir virkar með notkun myndlíkingar með pizzu. Í grunninn, þá er talað um takmarkað magn sneiða (kolefnisheimilda) sem hægt er að skipta á milli fólks (fyrirtækja) og ef þeir þurfa meiri mat (orku), þá verður það að borga (skipta) fyrir það. Nú þegar hefur núverandi kolefnisheimildakerfi í Evrópusambandinu farið í gegnum 2 áfanga og sá 3. ætti að taka við árið 2013. “Cap and trade” kerfið í BNA skilaði mjög árangursríkum niðurstöðum.
Kolefnis “cap and trade” varð í raun til í BNA, eins og fram hefur komið. Þetta byrjaði allt með áhyggjum af súru regni vegna losunar brennisteinsdíoxíðs frá verksmiðjum og orkuverum. Áhyggjur af súru regni byrjaði fyrst um 1970 en framkvæmd “cap and trade” fyrir brennisteinsdíoxíð byrjaði ekki fyrr en 1990, um það bil 20 árum síðar (T.J. Glauthier, 2009). Síðan losunarheimildakerfið fyrir brennisteinsdíoxíð byrjaði, þá hefur losun brennisteinsdíoxíð dregist saman um 50%, og kostnaður hefur reynst um 50% af því sem áætlanir gerðu ráð fyrir og verðin til notenda (end-users) hækkuðu aðeins um fá prósent. Ef við segjum að áhyggjur af loftslagsbreytingum hafi byrjað árið 1988, þá er líklegt í sögulegu samhengi að það fylgi svipuðu 20 ára ferli.
Sérhver lausn hefur sína kosti og galla. Það hafa verið gerðar einhverjar rannsóknir á þessu og aðferðin gæti leitt til hækkandi orkuverðs og það er ekki víst að stjórnmálamenn um allan heim séu tilbúnir í þann pakka. En þrátt fyrir hugsanlegan kostnað, þá eru kostir “cap and trade” nokkrir. Án “cap and trade” er talið að eftirspurn eftir kolum muni aukast um 1,9% árlega til ársins 2030; með “cap and trade” er talið að eftirspurnin muni falla um 2,2% árlega (Spiegel & McArthur, 2009). Ef gert er ráð fyrir að verð kolefnisheimilda sé 30-40 dollarar á losunartonn kolefnis, þá myndi það hafa í för með sér að kostnaður við að reka 500 Megawatta orkuver hækkaði um 70%; við það verð myndu aðrir kostir svo sem CCS tækni eða fjárfesting í endurnýjanlegri orku verða raunverulegir kostir. Hvorutveggja eru góðir kostir fyrir loftslagið.
Aðrir vinsælir kostir eru bein lagasetning og beinn skattur á kolefni. Báðir þessir kostir eru t.d. taldir ólíklegir í BNA þar sem bein lagasetning er nánast óhugsandi. Beinir skattar myndu hafa sömu áhrif og “cap and trade”, en það að leggja til hærri skatta í BNA er pólitískt sjálfsmorð fyrir hvaða stjórnmálaflokk sem er. Sumir telja því að “cap and trade” kolefnisheimilda kerfið sé í raun besta lausnin fyrir bæði BNA og ESB til að takast á við loftslagsbreytingar.
Nú er spurningin hvað hægt er að kalla “cap and trade” á íslensku; ein tillaga er “þak og skipti”. Kæru lesendur við auglýsum eftir hugmyndum eða vangaveltum varðandi það í athugasemdir.
Heimildir:
What-is-Carbon-Cap-Trade-In-Europe-In-US-Part-1
What-is-Carbon-Cap-Trade-In-US-In-Europe-Part-2
Tengt efni:
- Lausnir og mótvægisaðgerðir
- Aðal gróðurhúsalofttegundin
- Þróun styrks koldíoxíðs í andrúmsloftinu
- Árleg losun koldíoxíðs af mannavöldum
Þetta er uppskrift að bólu, svipað og íslenska kvótakerfið. Ekki er við því að búast að bláeygir stjórnmálamenn eða umhverfisverndarsinnar sjái þann flöt.
Sjá grein að neðan
http://www.rollingstone.com/politics/story/28816321/inside_the_great_american_bubble_machine
Ég ætla nú ekki að bera þetta saman við kerfi af öðrum toga, en ég tel þó að kostir og gallar þessa kerfis séu nokkuð vel þekktir eftir þessa 2 áfanga sem ESB hefur og er að fara í gegnum. En ég tel persónulega að við þurfum að ræða þá möguleika sem eru fyrir hendi til að reyna að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, því það er stærra vandamál en hið pólitíska þras sem oft á tíðum er í kringum hinar hugsanlegar lausnir.
Global warming er scam það er verið að bulla í okkur svo að við
verðum hrædd og samþykkjum hvaða úrlausn sem mun vera í boði
til þess að draga úr co2 en flestir vita ekki það að mest allt co2 sem
er á jörðinni kemur frá uppgufun frá sjónum við erum í rauninni að gera
mjög lítið í samanburði við sjóinn.
Global Climate Scam
Aukin styrkur CO2 kemur frá brennslu jarðefnaeldsneytis, það sýna mælingar. Út af þessari aukningu í styrk CO2 í andrúmsloftinu (af mannavöldum), þá er dregur sjórinn líka í sig CO2 með þeim afleiðingum að hafið súrnar.
Ég held að það sé ekki hægt að tala um samsæriskenningar og hræðsluáróður við það að þekkja orsakir og afleiðingar þess að brenna jarðefnaeldsneyti. Með því að þekkja orsök og afleiðingar, þá vitum við í grófum dráttum hvað við verðum að gera, sem er að draga úr losun CO2. Hitt er svo annað mál hvernig farið er að því, Cap and Trade er ein af leiðunum sem hafa verið nefndar.
Ég bið ykkur um að taka þessum hugmyndum að lausnum með vara. Lausn er ekki bara lausn-sama-hvað. Þó svo að náttúrulegar afleiðingar þess að gera ekkert muni verða hræðilegar, þá eru félagslegar afleiðingar lélegrar lausnar líka hræðilegar (sjá t.d. afleiðingar kolefnisjöfnunar á líffræðilega fjölbreytni í regnskógum Brasilíu; http://www.wrm.org.uy/bulletin/65/Brazil.html).
Ég bið ykkur líka að taka afstöðu. Það þýðir ekki að stjórnvöld geri ekkert í lengri tíma og láti okkur svo sættast á lausn sem þó hjálpar náttúrunni, en arðrænir þjóðirnar. Það þarf aðgerðir núna, og ekki bara hvaða aðgerðir sem er. Það þýðir ekki að leyfa þeim fyrirtækjum sem menga hvað mest að hleypa þeim stikk frí í þessu. Við eigum að setja þá kröfu að þau hætti að menga eins og skot og beri sjálf kostnaðinn af því. Það er ekkert nema ósanngjarnt að ætlast til þess að fátæk þróunarríki beri kostnað af umhverfissóðaskap fyrirtækja sem eru ríkari en þau. Beri fyrirtækin ekki þann „kostnað“ að hætta að menga, þá eiga þau sér engan tilverurétt og eiga því skilið að falla, verða gjaldþrota.
Það er hægt að skipta lausnum í tvennt. Annarsvegar staðbundnar (local) og hins vegar hnattrænar (global). Á síðunni hérna er að finna mjög góðar staðbundnar lausnir, þ.e. lausnir sem eru unnar á einstaklingsgrundu, kosturinn við þær er sá að ef að allir myndu fara eftir þeim þá væri ekkert vandamál, gallinn er sá að það fara ekki allir eftir þeim. Þá koma hnattrænu lausnirnar inn í spilið, ákvæði sem einhverskonar yfirvald þröngvar einstaklinga og fyrirtæki til að fara eftir, eins og hugmyndin um kolefniskvóta hér að ofan. Kosturinn við þær er að hann leysir vandann hratt og örugglega, en gallinn er yfirvaldið, sem býr þá til nýjan félagslegan vanda (sjá hugmyndina um vondu kapítalistana)
Mín persónulega pólitíska afstaða felst í því að hafna öllum glóbal lausnum. Því þó svo að vandinn sé glóbal þá eru orsakirnar lókal. Mín persónulega afstaða felst því í að einblína á rót vandans mun frekar. Að stöðva mengunina þar sem hún gerist. Ég styð þess vegna beinar aðgerðir gegn mengandi öflum (t.d. Saving Iceland). Ég trúi því að vandinn felist í framleiðslunni frekar en neyslunni og ræðst því frekar að hugmyndinni um stöðugan hagvöxt og kapítalisma frekar en lífrænt ræktuðum neysluvarningi og sparperum (lífræn ræktun og sparperur ætti að vera common sence frekar en neysluminnstur sem millistéttin getur valið sér).
En ég ætla ekki að segja ykkur hvaða afstöðu þið eigið að taka, ég ætla bara að biðja ykkur um að taka hana. Því kannski er það rangt hjá mér að hafna glóbal lausnum. Kannski er skárra að hafa mjög kúgandi yfirvald en hreinna loftslag frekar en minna kúgandi yfirvald og ónýtt loftslag. Það er nefnilega svo mikil hætta þegar örvæntingin eykst að fólk sætti sig bara við það sem troðið er uppá mann. Og hafi maður ekki tekið afstöðu fyrir þann tíma eykst undirlæguhátturinn ennfremur og lausn-sama-hvað verður niðurstaðan (svona svipað og vinna-sama-hvað er niðurstaðan við meintu atvinnuleysi kreppunnar, sama hvort það sé vinna við meingandi stóriðju, hernað, klám eða hvaðeina). Og þessi lausn-sama-hvað gæti vel orðið verri en núverandi ástand.
Þetta eru áhugaverðar pælingar – þú fyrirgefur það vonandi að ég ætla ekki að svara þér efnislega að sinni. En þú hefur allavega gefið mér ýmislegt að hugsa um.
Takk fyrir mjög áhugaverðar vangaveltur Rúnar Berg – ég ákvað að svara ekki strax, heldur spá aðeins í svarið, og vonandi verður svarið í takt við biðina. Það ber að líta á eftirfarandi svar sem einskonar vangaveltur byggðar á mínum núverandi skoðunum á málinu.
Við höfum nálgast efnið á loftslag.is án þess að taka sérstaka pólitíska afstöðu og er það m.a. vegna þess að við höfum ekki trú á að pólitísk nálgun geti skilað þeim árangri sem við viljum ná fram á þessari síðu. Nú tel ég mig vita að þú eigir ekki einungis við pólitíska afstöðu, en ég tel að við höfum t.d. tekið afstöðu um að aðgerða sé þörf, m.t.t. þess sem vísindin segja okkur að sé í gangi, og að sú nálgun sem við teljum að sé best er að draga úr losun. Það er okkar sannfæring að það verði á einhvern hátt að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, og það ætti að vera ljóst af því að lesa síðuna.
Hitt er svo annað mál að við erum meðvitaðir um að það eru ekki allar lausnir sem skila tilætluðum árangri, en það útilokar í sjálfu sér ekki að við tökum það upp eins og t.d. Cap n trade hér að ofan og hugsanlega verður það til þess að umræða myndast um tilteknar aðferðir, það er ljóst í mínum huga að það má gagnrýna einstakar aðferðir efnislega og ræða þær frekar. Persónulega sé ég ekki grýluna sem margir sjá við þessa aðferð, sem nefnd er hér að ofan, þarna er reynt að nálgast málið út frá markaðslegum aðferðum og hefur aðferðin verið reynd áður, eins og fram kemur í færslunni. En það útilokar þó alls ekki að aðrar aðferðir verði skoðaðar.
Það er einnig okkar sannfæring að með betri upplýsingum, settum fram á yfirvegaðan hátt, án þess að taka sérstaka pólitíska afstöðu, þá séu meiri líkur á að við náum til sem flestra, enda á þessi umræða ekki að einskorðast við ákveðnar skoðanir fólks, heldur ætti þetta að vera öllum tamt og common sense, sem það er ekki í dag.
Rúnar, þú segir m.a. eftirfarandi:
Ég tel að hvort tveggja styðji hvort annað, þarna ertu í raun að ræða báðar hliðar á sömu mynt, þ.e. um framboðið og eftirspurnina, þar af leiðandi getum við ekki ráðist á annan þáttinn og hunsað hinn á sama tíma. Besta leiðin, að mínu mati, er að almenningur (þ.e. sem flestir) átti sig á málinu og krefjist þar með lausna (eftirspurn), eins og t.d. annarra framleiðsluaðferða (framboð), sem nota t.d. tækni sem losar minna koldíoxíð o.s.frv. Almenningur er að mínu mati sömu aðilar og þeir sem stjórna fyrirtækjum sem er með framleiðslutækin (framboð) svo og þeir sem ákveða neysluna (eftirspurn), þetta er jú allt venjulegt fólk, þó svo einhverjir telji sig stjórna og aðrir ekki. Þannig að við erum að tala um tvær hliðar á sömu mynt, en ekki eitthvað ósamræmanlegt, þar sem að við getum ákveðið eitthvað um framleiðsluna (framboðið) og “þvingað” svo yfir í neysluna (eftirspurnin). Eitt útilokar að mínu mati ekki annað. Ég er meðvitaður um það að það vilja ekki allir taka þátt og einhverjir munu hugsanlega sjá sér hag í því að vera ekki með, en það virðist alltaf vera svoleiðis, en lög og reglur geta hugsanlega stoppað í svoleiðis holur ef hagsmunir allra eru taldir meiri en þeirra sem það stunda það að vera ekki með út af eigin hagsmunum.
Það má einnig segja að vandinn sé það stór að hann verði ekki leystur með staðbundnum lausnum, heldur verði að taka stærri skref, think global, act local, en við verðum að vera óhrædd við að það þarf að taka ákvarðanir, jafnvel á heimsvísu. Það má líka hafa það í huga að það er ekki sjálfgefið að allar lausnir séu til þess gerða að ná alheimsyfirráðum eða til að kúga almenning, þó svo umræðan geti hljómað þannig á köflum.
Þetta eru allavega mínar núverandi vangaveltur í bili, þetta er þó breytingum háð, fyrir utan svo það sem maður gæti ákveðið að gera fyrir utan ramma síðunnar.
En takk fyrir þessar vangaveltur, það er ljómandi að hugsa um þessi mál á ólíkan hátt, heldur sellunum í gangi 😉
“Cap and trade” er í raun kvótakerfi með kolefnisheimildir. Byggir á alveg sömu hugmyndafræði og íslenska kvótakerfið í fiskveiðum, þ.e.a.s. að þak er sett á hversu mikið er hægt að nýta sameiginlega auðlind (í þessu tilviki – hversu mikið magn gróðurhúsalofttegunda má losa í andrúmsloftið), síðan er heimildum deilt niður á notendur (hvaða aðferð er notuð til þess), og notendum geta síðan annað hvort nýtt sér sínar losunarheimildir sjálfir, eða selt öðrum, ef það er hagkvæmara.
Einn grundvallarmunur er þó á kvótakerfi sem þessu og kvótakerfi eins og fiskveiðikerfið okkar. Þegar verslað er með mengunarkvóta, eða í kvótakerfi með losunarheimildir fyrir gróðurhúsalofttegundir, er langtímamarkmið að draga úr heildarheimildum eftir því sem árin líða. Þegar kvótakerfi er nýtt sem stjórntæki til að stýra nýtingu úr sameiginlegum, endurnýjanlegum auðlindum, er hinsvegar markmiðið að setja “þakið” þannig að auðlindin nái að endurnýja sig, og þakið standi þannig í stað til lengri tíma litið.
Ef vel tekst til getur kvótakerfi verið gríðarlega öflugt stjórntæki til að koma í veg fyrir ofnýtingu eða mengun sameiginlegra auðlinda. Það snúna er hins vegar sanngirnisþátturinn og hvernig á að útdeila gæðunum.
Takk fyrir athugasemdina Auður. Að mínu mati er þetta rétt mat hjá þér varðandi “Cap n trade”, en, eins og þú nefnir, þá getur það verið snúið að finna út úr skiptingunni, enda miklir hagsmunir í húfi fyrir einhverja. Þetta er, eins og þú nefnir, kerfi þar sem “kvótinn” er minnkaður með tímanum og þá getur það verið einhverjum í hag að byrja með sem mest og það getur þannig virkað letjandi á fyrirtæki að draga úr losun ef þeim þykir líklegt að svona kerfi verði tekið upp í framtíðinni. Tafir varðandi ákvarðanir eru því ekki af hinu góða.
“Ég trúi því að vandinn felist í framleiðslunni frekar en neyslunni”
Ég er ósammála þessu. Neyslan er vandamálið. Ef neyslan minnkar þá minnkar framleiðslan. (framboð og eftirspurn)
Takk fyrir athugasemdina Gunnar. Ég tel að við þurfum að skoða bæði framboðið og eftirspurnina til að taka á vandamálinu eins og fram kom í svari mínu til Rúnars hér að ofan. En mikilvægur þáttur er að fólk sé almennt meðvitað um að það er vandi til staðar, það hjálpar til við hugsanlegar lausnir.