Ritstjórn loftslag.is reynir að vinna þau gögn sem hér birtast út frá því sem þykir mikilvægt til að miðla upplýsingum um loftslagsmál til lesenda. Almennt er þess gætt að vitna í loftslagsvísindin eða þá að efnið sé á einhvern hátt tengt hinni vísindalegu nálgun. Nálgunin getur þó einnig verið út frá annarri umræðu um loftslagsmál, eins og t.d. er tekið fyrir í mýtunum eða umræðu um þá afneitun á loftslagsvísindum sem stundum einkennir umræðuna.
Pólistísk afstaða er ekki ofarlega í huga ritstjórnar og ekki er ætlunin að koma fram með pólitískar lausnir á loftslagsvandanum, þó svo við höfum innséð að umræðan er í sjálfu sér pólitískt viðkvæm. Það þýðir þó ekki að við höfum ekki okkar persónulegu skoðanir hver fyrir sig. Við tökum okkur það bessaleyfi að fjalla um ýmsar leiðir, án þess vonandi, að taka persónulega afstöðu til hverrar fyrir sig.
Eftir persónuleg kynni af hinum mörgu hliðum loftslagsumræðunnar og nána skoðun á mörgum af þeim rökum sem nefnd eru til sögunnar í umræðunni, þá er það okkar mat að hin vísindalega nálgun sé sú lang besta sem völ er á. Við höfum persónulega skoðað fjöldan allan af hinum svokölluðu “efasemdarrökum” með gagnrýnum huga og okkar mat er, að þau standist yfirleitt ekki nánari skoðun og engin rök höfum við séð sem beinlínis fella vísindin hvorki í mikilvægum hlutum né í heild sinni. Vöntun á mælingum og gögnum sem styðja rök “efasemdarmanna” er í hróplegu ósamræmi við það pláss sem fjölmiðlar hafa stundum gefið þeim skoðunum. Hin vísindalega nálgun með þeim varfærnislegu staðhæfingum sem þar koma fram er sú nálgun sem við viljum koma á framfæri. Ef það kemur síðar í ljós að hin vísindalega nálgun hafi verið röng, þá munum við fagna því ákaft, þó við sjáum ekki á núverandi tímapunkti hvernig það ætti að koma til.
Við teljum ekki að loftslagsbreytingar af mannavöldum séu sannaðar, heldur lítum við til alls þess fjölda vísbendinga úr mörgum ólíkum áttum, í formi m.a. vísindalegra rannsókna sem til eru varðandi málið. Við höfum engar sérstakar “skoðanir” á því hvernig eða hvort allar þær rannsóknir sem við vitnum í séu alréttar, heldur séu einhver blæbrigði í því hvernig náttúran muni haga sér. En eins og vitað er, þá er ekki hægt að sanna vísindi, heldur byggjast þau á því að reyna að minnka óvissuna sem alltaf er til staðar. Þrátt fyrir einhverja óvissu um einstök atriði þá er það okkar mat að loftslagsbreytingar af mannavöldum séu veruleiki sem við þurfum í sameiningu að finna lausn á. Okkar aðalmarkmið með síðunni er að upplýsa um rannsóknir og umræðu tengda loftslagsmálum til að sem flestir geti haft og tekið upplýsta afstöðu til málefnisins. Við teljum að það séu til lausnir, bæði þær sem vitað er um með núverandi þekkingu og þá sem kemur með framtíðar tækniframþróun, sem hugsanlega mun verða til þess að draga úr afleiðingum loftslagsbreytinga. Sú leið sem við teljum vera nærtækasta er að huga að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með nýrri tækni og breyttum hugsanagangi.
Við eigum börn og viljum geta sagt við þau síðar að við höfum allavega reynt okkar besta til að benda á hvað loftslagsvísindin hafa um loftslagsvandann að segja og reynt að benda á lausnir. Hvorugur okkar hefur akademískan bakgrunn sem tengist loftslagsfræðunum beint, heldur höfum við með áhugann að vopni reynt að skoða þessi mál með opnum huga. Von okkar er að við getum haft áhrif á umræðuna varðandi loftslagsmál á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. En það mun þó ekki koma í veg fyrir að við svörum ákveðið, með sterkum rökum og á málefnalegan hátt ef við teljum okkur við þurfa að svara fyrirspurnum og öðrum nálgunum við fræðin á þann hátt.
Þurfið þið ekki að fara að ákveða ykkur:
Þessar setningar stangast einfaldlega á.
Að halda því síðan fram að þið viljð einblína á vísindin og ekki blanda pólitík í málið og farið síðan að tala um börnin ykkar, segir síðan allt sem segja þarf. Það er í góðu lagi að halda úti þessari vefsíðu en ekki villa á ykkur heimildir. Þið eruð greinilega búnir að gera upp hug ykkar í þessum og ættuð að hafa manndóm í ykkur til að viðurkenna það.
Hörður, takk fyrir að gefa þér tíma til að lesa þetta yfir.
Náttúruvísindi verða seint sönnuð 100%, það er það sem við eigum við Hörður, ekki annað. En það er okkar mat að loftslagsbreytingar af mannavöldum séu veruleiki, enda eru gögnin nokkuð áreiðanleg og yfirgnæfandi í þá áttina. Þannig að þessar setningar stangast ekki á, þó þú staðhæfir það Hörður.
Við teljum ekki að við séum að villa á okkur heimildir með því að tala um börnin okkar (er það nú orðið pólitík?), það er bara staðreynd að við eigum börn og við viljum geta sagt við þau síðar að við höfum allavega reynt okkar besta við að koma upplýsingum þeim sem við teljum okkur búa yfir á framfæri (við komum bara hreint fram með það).
Við höfum gert upp hug okkar, það ætti ekki að fara fram hjá neinum sem skoðar loftslag.is, að við teljum að loftslagsbreytingar af mannavöldum sé staðreynd og byggjum við það álit okkar á mælingum og rannsóknum vísindamanna, eins og hægt er að lesa nánar um á hinum ýmsu síðum hér á loftslag.is.
Takk fyrir snöggt og að mestu greinargott svar.
Þessar tvær setningar sem ég tiltek eru mótsagnakenndar og þú reynir ekki að mótmæla því sem er sennilega skynsamlegt.
Að tala um börnin sín er kannski ekki pólitík en það er heldur ekki vísindi sem þið haldið fram að stýri skrifum ykkar. Það er hinsvegar röksemdafærsla á tilfinninganótum sem hefur einmitt tröllriðið umræðunni um loftslagsmál.
Eins og væntanlega er augljóst er ég sjálfur efasemdarmaður um hlut mannsins í hækkun hitastigs á jörðinni. Fyrir tíu árum var ég þeirrar skoðunar eins og margir að við værum að stefna framtíð mannkyns í voða með útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Síðan fór ég að kynna mér þessi mál fyrir alvöru og hef algerlega skipt um skoðun. Ef einungis er litið á jarðsöguna, ísaldarskeiðin sem hafa komið og farið, hlýindaskeið undanfarinna árþúsunda o.s.frv. hníga öll rök að því að sú litla hlýnun sem orðið hefur undafarna öld er hluti af náttúruelegum sveiflum. Tölvulíkön sem spá öðru breyta þar engu um.
Ég veit ekki hvernig þú skilur þessa setningu úr fyrri athugasemd minni:
En ég gerði það ljóst að mínu mati að þessar setningar sem þú nefnir séu ekki mótsagnarkenndar – þú ættir kannski að lesa svarið mitt aftur Hörður.
Mér finnst þú nú ætla að gera fullmikið úr því að við viljum í yfirlýsingu á persónulegum nótum verðum aðeins persónulegir, er það nú orðið bannað eða hvað? Annars bendum við í okkar málflutningi á mælingar á vísindalegum grunni, það hlýtur hverjum manni að vera ljóst ef vilji er til þess. Það eru gögn vísindamanna sem hafa gert það að verkum að við höfum sett þessa síðu upp til að segja frá helstu mælingum og niðurstöðum vísindamanna. Eins og kemur fram í færslunni:
Hörður, þú hefur skipt skoðun að því er virðist vegna miskilnings.
Það er einmitt vegna þekkingar á Jarðsögunni og loftslagsbreytingum fyrri tíma sem að rökin eru hvað sterkust hvað varðar áhrif CO2 á loftslag og sérstaklega hnattrænar breytingar í hitastigi.Það þarf ekki loftslagslíkön til. Endilega lestu Yfirlýsingu frá breska jarðfræðafélaginu um loftslagsbreytingar og meðfylgjandi tengla í þeirri færslu.
Til Höska og Sveins Atla.
Þið hafið gífurlega miklar áhyggjur af hlýnun Jarðar.
Ég hef mun meiri áhyggjur af kólnun Jarðar sem allt eins gæti átt sér stað næstu áratuginu með köldum, löngum og snjóþungum vetrum hér á landi, og svölum og vætusömum sumrum, sérstaklega fyrir börnin mín.
Slíkt veðurfar yrði ekki ósvipað því að við höfðum hér á árunum upp úr 1960 og fram undir 1990.
Á þessum árum voru ófærðir og snjóflóð hluti af hinu daglega líf á veturnar og samgöngur fóru iðulega úr skorðum, skip fórust vegna ísingar og oftar en ekki var ekki sjófært vegna hafíss.
Rafmagnsskömmtun var norm hér á landi vegna þess að uppistöðulón frusu, og hitaveitan gaf sig iðulega þannig að kalt var í húsum svo dögum skipti.
Þetta voru daprir tímar og fólk flykktist til sólarlanda allir sem betur gátu. Að fara í borgarferðir til borga Evrópu var ekki inn í myndinni, því fólk þyrsti í sól og sumar eftir langa og kalda vetur hér og sólarlítil og vætusöm sumur.
Ég hef rætt þessa tíma við börnin mín og verði þetta raunin ætla þau að flytja frá Íslandi til hlýrri landssvæða og aldrei að koma til Íslands aftur.
Er það virkilega svona tímar sem þið viljið fá aftur til að forða Jörðinni frá alheimshlýnun?
Ég skil ekki alveg hvað þú ert að fara Hrafnkell – það er engin að tala um að að við viljum einhverja ákveðna kalda tíma – þó svo við bendum á að aukning gróðurhúsalofttegunda hafi áhrif á hitastig. Það er nauðsynlegt að vera meðvitaður um hvaða áhrif aukning gróðurhúsalofttegundir geta haft og hvað vísindin hafa um málið að segja. Við á loftslag.is erum nú mest að segja frá því á opinskáan hátt.
Ekki veit ég hvaðan þú hefur þínar heimildir um kólnun Jarðar, en ég endurtek bara hluta síðasta svar mitt Hrafnkell:
Þessi umræða um hið svokallað Maunderminimum tímabil og hugsanlega endurtekningu á því hefur komið upp reglulega – virðist m.a. vera í gangi um þessar mundir. Í eftirfarandi tenglum má finna eitthvað um það efni:
Er lítil ísöld eða kuldaskeið að skella á?
Við minni virkni sólar
Þarna kemur eftirfarandi m.a. fram:
Gangi þér vel með að kynna þér þetta sem ég vísa á Hrafnkell. Þér er velkomið að koma með fleiri spurningar ef áhugi er fyrir því. Takk fyrir spurningarnar.