Efasemdir um hnattræna hlýnun – Leiðarvísir

Á síðasta ári kom út ítarlegur leiðarvísir hér á loftslag.is. Hann var unninn í samvinnu við við hina stórgóðu heimasíðu Skeptical Science. Það er leiðarvísirinn Efasemdir um hnattræna hlýnun – Hinn vísindalegi leiðarvísir, sem er íslensk þýðing á  The Scientific Guide to Global Warming Skepticism sem John Cook og félagar á Skeptical Science tóku saman.

Við ritstjórar á loftslag.is unnum að þýðingunni með dyggri aðstoð góðra manna, en Halldór Björnsson og Emil H Valgeirsson lásu yfir textann og bættu málfar og orðaval.

Við birtum hér aftur fyrsta kafla hans og vísum í næstu kafla í kjölfarið (sjá tengla í lok færslunnar).

Hvað er efahyggja?

Með því að sérvelja af trénu er hægt að fá þá niðurstöðu að öll kirsuberin á því séu blá. En hvaða heildarmynd sýna gögnin okkur?

Vísindalegur efi er heilbrigður. Vísindleg nálgun er grundvölluð á efa. Eitt einkenni heilbrigðrar efahyggju er að vega og meta sönnunargögnin í heild sinni áður en komist er að niðurstöðu. Annað er upp á teningnum þegar rök efasemdamanna um loftslagsbreytingar eru skoðuð. Oft á tíðum velja þeir úr þau gögn sem styðja fyrirfram gefna niðurstöðu, en líta framhjá þeim gögnum sem falla ekki að henni. Þetta telst ekki til efasemda, heldur nefnist það að hundsa vísindi og staðreyndir.

Þessi leiðarvísir sýnir gögn sem benda til þess að athafnir manna valdi hnattrænni hlýnun. Einnig er skoðað hvernig mótbárur efasemdamanna um loftslagsbreytingar gefa villandi mynd með því að sýna einungis sérvalin brot af heildarmyndinni.

 

 

 

 

Næstu kaflar

Lesa má leiðarvísinn í heild hér:  Efasemdir um hnattræna hlýnun – Hinn vísindalegi leiðarvísir, en þeir sem vilja skjótast í einstaka kafla hans og nálgast myndirnar á stafrænu formi er bent á eftirfarandi:

Athugasemdir

ummæli

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál