Loftslag.is

Tag: Ráðstefnur

  • Parísarsamkomulagið

    Parísarsamkomulagið

    COP21_0Þjóðir heims hafa undirritað samkomulag í París um að halda hlýnun jarðar af mannavöldum innan 2°C marksins og jafnvel undir 1,5°C. Þetta er metnaðarfyllra en flestir þorðu að vona, sem er mjög jákvætt og gæti orðið vendipunktur í þeim áformum að taka á loftslagsvandanum að alvöru. Það var því mikill gleðidagur þegar búið var að undirrita samkomulagið, þann  12. desember 2015. Það má væra góð rök fyrir því að þarna hafi orðið sá viðsnúningur sem að við þurfum í baráttunni gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. Ef málið er skoðað vel, þá má segja að þarna hafi verið tekin endanleg ákvörðun um að það ekki sé hægt að nota allar birgðir jarðefnaeldsneytis sem þekktar eru, heldur verður að skilja meirihluta þess í jörðinni – s.s. endilok olíualdarinnar. Það er mikið meira en nóg til í kolefnisbókhaldi olíufyrirtækja á núverandi tímapunkti til að fara langt yfir markið, þannig að samkomulagið þýðir í raun að þjóðir heims hafna því að nýta allt það jarðefnaeldsneyti sem vitað er um, þ.a.l. má færa fyrir því rök að ekki sé þörf á að finna meira heldur. Hvort að þetta hefur einhver áhrif á fjárfestingar í jarðefnaeldsneytisvinnslu á tíminn eftir að leiða í ljós, en markmið þjóða heims gera ekki ráð fyrir fullri vinnslu allra þekktra jarðefnaeldsneytisbirgða, það virðist skýrt á núverandi tímapunkti, ef marka má aðgerðaloforð þjóðanna. Hvort að þessi samningur komi til með að hafa áhrif á hlutabréfaverð fyrirtækja í vinnslu jarðefnaeldsneytis og á fjárfestingastefnu fyrirtækjanna verður fróðlegt að fylgjast með í náinni framtíð.

    Eftirfylgnihluti samkomulagsins er mikilvægur og það knýr stjórnvöld þjóða heims til að setja fram alvöru aðgerðaáætlanir í kjölfar aðgerðaloforðanna. Það er því brýnt að þessi mál séu til umræðu í stjórnkerfinu, meðal almennings og kjörina fulltrúa. Í kosningabaráttu framtíðarinnar þá verður þetta að vera mál sem flokkar takast á um og koma fram með hugmyndir til að taka á vandanum – það ætti ekki að vera nein leið fram hjá því. Þetta leggur líka þá ábyrgð á almenning að krefjast þess að tekið sé á vandanum og einnig að almenningur sé hluti lausnarinnar – tími afneitunar er liðinn og sú náglun hefur beðið afhroð. Ákvörðunin um að taka á vandanum liggur fyrir – nú þurfum við bara að fylgja þeirri stefnu – annars er lítið varið í samkomulagið.

    Hvað felur samkomulagið í sér?

    Parísarsamkomulagið skyldar þær 195 þjóðir sem skrifuðu undir til að vinna saman að því að halda hnattrænni hlýnun af mannavöldum innan 2°C marksins (miðað við hitastig fyrir iðnvæðingu), með aukamarkmið að reyna að stefna að því að halda því innan 1,5°C. Það inniber líka að það þarf að stoppa aukningu í losun gróðurhúsalofttegunda eins fljótt og hægt er og ná jafnvægi á milli losunar og bindingar.

    Fyrir loftslagsráðstefnuna í París settu þjóðir heims fram aðgerðaloforð, sem eru þekkt sem Intended Nationally Determined Contribution (INDC), þar sem hver þjóð leggur fram drög að því hversu mikið þau ætla að draga úr losun til 2030, sem getur t.d. verið með aukningu endurnýjanlegrar orku og/eða með því að draga úr eyðingu skóga. Það er mikill munur á aðgerðaloforðum þjóðanna og það eru 2 mikilvæg atriði sem geta leitt til þess að þjóðir telja sig hafa undankomuleið til að vera ekki með. Aðgerðaloforðin eru frjáls og er þjóðum frjálst hvernig þau nálgast lausnina, þannig að það eru engin refsiákvæði fyrir að efna ekki loforðin. Hitt atriðið er að samkvæmt bjartsýnustu spám þá duga forsendur loforðanna ekki til – aðgerðaloforðin eins og þau eru í dag (ef það er staðið við þau eins og þau eru núna – það er ekki sjálfgefið að staðið verði við loforðin) valda væntanlega á bilinu 2,7 til 3,5°C hlýnun, sem er verulega yfir markið. Það er þó gert ráð fyrir þeim möguleika að það verði skerpt á aðgerðaloforðunum á næstu árum til að reyna að ná markmiðum samkomulagsins. Sumir sérfræðingar benda á að samkomulagið gefi okkur tíma til að taka á vandanum af alvöru og markmiðin eru að einhverju leiti skýr, þó framkvæmdin sé enn óskýr. Það er til að mynda mun betra að hafa markmið til að hafa að leiðarljósi, en að keyra í blindni fram af bjargbrúninni, sem virtist vera aðferðafræðin fyrir Parísarsamkomulagið.

    _87071996_climate_change_fallbacks-06

    Góðu fréttirnar eru að samkomulagið inniheldur ferli til eftirfylgni til að styrkja aðgerðaloforðin á næstu árum. Árið 2020 þurfa þjóðir heims að setja fram ný aðgerðaloforð og svo á að halda því ferli áfram á næstu árum á allavega 5 ára fresti. Þjóðir heims gætu sett fram sömu markmið árið 2020, en vonin er að ný markmið verði skarpari og enn skýrari eftir því sem tíminn líður. Þannig að hugsanlega verði gengið enn lengra í framtíðinni en núverandi aðgerðaloforð gefa til kynna.

    Parísarsamkomulagið er að hluta til bindandi samningur, en aðgerðaloforð þjóðanna eru ekki bindandi. Samkomulagið inniheldur einhver bindandi atriði, t.d. þurfa lönd að taka þátt í kerfi til að mæla framvinduna við að ná markmiðum sínum og fara í gegnum eftirfylgni.

    Hvað er með í samkomulaginu og hvað ekki?

    Hér verður farið stuttlega yfir hvað er með og hvað ekki.

    Lykilatriðin:

    • hámarks losun gróðurhúsalofttegund verð náð eins fljótt og auðið er og að náð verði jafnvægi í losun og bindingu gróðurhúsalofttegunda á seinnihluta aldarinnar
    • halda hnattrænni hlýnun af mannavöldum vel fyrir innan 2°C og stefna að aðgerðum til að ná jafnvel að halda hlýnun innan 1,5°C
    • Endurskoðun og eftirfylgni á 5 ára fresti
    • 100 milljarða dollara loftslags fjármögnun til þróunarlanda á ári hverju frá 2020 til þróunarlanda með skuldbindingu um enn frekari fjármögnun í framtíðinni.

    Það er mikilvægt að allir eru með. Fyrri samningar hafa sett ábyrgðina fyrir minnkandi losun á ríkari þjóðir. Í Parísarsamkomulaginu hafa allar 195 þjóðirnar sem standa að samkomulaginu samþykkt að grípa til aðgerða. Ríkari þjóðir viðurkenna að þær eigi að stefna að því að byrjað strax (eins fljótt og hægt er) að draga úr losun og draga hraðar úr henni en aðrar þjóðir.

    Kerfi fyrir eftirfylgni (e. ratchet mechanism). Þetta er tæknilegt hugtak fyrir þann hluta samkomulagsins sem gerir ráð fyrir nýjum loforðum og eftirfylgni fyrir árið 2020. Þetta er mjög mikilvægur þáttur samkomulagsins, þar sem að sum stærri þróunarlönd hafa verið treg til að samþykkja kerfi sem myndi krefjast þess að þau myndu skerpa á loforðunum á næsta áratug. Flest aðgerðaloforðin eru markmið sem ná til 2030, en ef þau markmið eru ekki bætt, þá lítur út fyrir að það verði ómögulegt að ná 1,5°C markmiðinu og nánast ómögulegt að ná 2°C markinu. Þetta kerfi á að fá þjóðir heims að borðinu aftur árið 2020 þar sem þau þurfa að setja sér markmið fyrir árin 2025 – 2030 (ný markmið eða þau sömu).

    Það er enn stefnt að 100 milljarða dollara fjármagni á ári hverju til að taka á vandanum fyrir árið 2020. En það eru líka skuldbindingar um að reyna að auka það eftir 2020. Það var ljóst frá fyrsta degi að mörg þróunarlönd, sem sum munu finna mest fyrir áhrifum loftslagsbreytinga, að aukin fjárhagsaðstoð var ein af forsendum fyrir þeirra aðgerðaáætlunum. Það hefur þó ekki leitt til mikilla breytinga, ríkari þjóðir virðast hingað til ekki hafa staðið við markmið Kaupmannahafnarsamkomulagsins frá 2009 um að ná 100 milljarða dollara fjárhagsaðstoð á ári fyrir árið 2020. Ríkari þjóðir ættu að geta gert betur þar og samkomulagið er í rétta átt, en sumir telja að ríkari þjóðir sem eru að lang mestu leiti með sögulega mestu losun gróðurhúsalofttegunda ættu að gera enn betur og skuldi í raun fyrir sína losun í gegnum tíðina.

    Hvað er ekki með?

    Það má sjálfsagt finna til margt sem ekki er með, en hér verða bara nefnd 2 atriði sem dæmi.

    Flugsamgöngur og skipaflutningar eru fyrir utan samkomulagið og hefur það verið gagnrýnt – enda um 5% af losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu.

    Sú hugmynd að “halda  því í jörðinni“, er hugmynd sem fjallar um að stoppa vinnslu með lögum og reglugerðum til að koma í veg fyrir óhefta vinnslu jarðefnaeldsneytis – s.s. að stjórnvöld á einhvern hátt stjórni vinnslunni í gegnum regluverk. Þessi náglun er ekki með í Parísarsamkomulaginu. Sameinuðu Þjóðirnar hafa viljað fá þjóðir til að leggja til minnkun á losun sjálfviljug og eftir eigin hugmyndafræði, t.d. með aukinni nýtingu endurnýjanlegrar orku, betri orkunýtingu og notkun kolefnisforðabúra, en hefur aldrei lagt til höft á notkun jarðefnaeldsneytis sem slíka. Það má þó gera ráð fyrir að þessi samningur hafi gert að engu vinnslu á mörgum nýjum svæðum, enda meira en nóg til að brenna og samt enda verulega fyrir ofan markið eins og áður hefur komið fram.

    James Hansen

    Það hafa ýmsir sagt sína skoðun á  Parísarsamkomulaginu, meðal annars James Hansen fyrrverandi yfirmaður og vísindamaður hjá NASA, sem stundum hefur verið talin faðir heimsvitundar um loftslagsbreytingar af mannavöldum. Hann fann sig knúinn til að orða hlutina á eftirfarandi hátt þegar samkomulagið var í höfn:

    Þetta er svindl, falsanir. Það er bara kjaftæði hjá þeim að segja: “Við höfum markmið upp á að halda hlýnun innan 2°C og svo ætlum við að gera aðeins betur á 5 ára fresti.” Þetta eru bara merkingarlaus orð. Það eru engar aðgerðir, bara loforð. Svo lengi sem jarðefnaeldsneyti virðist vera ódýrasta eldsneytið á markaðnum, þá mun það verða brennt áfram.”

    Endum þetta með þessum pælingum James Hansen – hann hefur þó vonandi ekki rétt fyrir sér, en það verður einhver að taka að sér að segja að kálið sé ekki sopið þó í ausuna sé komið (ef það er þá komið í ausuna) – jafnvel þó það sé orðað á þann hátt að það sé ekki endilega það orðalag sem flestir vilja heyra, en hann er greinilega skúffaður með niðurstöðuna.

    Helstu heimildir:

    Tengt efni á loftslag.is:

  • Áhugaverð vika með Earth 101

    Áhugaverð vika með Earth 101

    Við höfum áður minnst á verkefnið Earth 101, en á næstu dögum er fjöldinn allur af áhugaverðum viðburðum í tengslum við það.

    Miðvikudaginn 25. febrúar næstkomandi, heldur prófessor Kevin Anderson, fráfarandi forstöðumaður Tyndall-loftslagsstonunarinnar í Manchester erindi á Háskólatorgi Háskóla Íslands, sem kallast Strúturinn eða Fönixinn.  Sjá nánar hér:

    The Ostrich or the Phoenix?: Dissonance or creativity in a changing climate

    KevinAnderson-1



     

    Á fimmtudaginn 26. febrúar verður svo sýning á heimildarmyndinni Merchents of Doubt, auk þess sem Erik Conway svarar spurningum úr sal. Sýningin er í Bíó Paradís og hefst klukkan 20:00, sjá hér:

    Merchants of Doubt: Screening and Q&A with Erik Conway




     

    Föstudagskvöldið 27. febrúar er stefnan aftur tekin á Bíó Paradís, en þar verða sýndar, í samstarfi við Stockfish kvikmyndahátíðina, verðlaunamyndir úr stuttmyndakeppni Alþjóðabankans um loftslagsmál. Sjá einnig hér:

    Action4Climate: Global Documentary Challenge Winners

     

    ACTION4CLIMATE TRAILER from Connect4Climate on Vimeo.



     

    Á sunnudaginn 1. mars næstkomandi verður síðan haldið málþing í Háskóla Íslands, en þar mun Halldór Björnsson verkefnisstjóri loftslagsrannsókna hjá Veðurstofu Íslands stjórna umræðum, en Guðni Elísson prófessor setur þingið og kynnir þátttakendur. Á málþinginu verða nokkrir þekktustu sérfræðingar samtímans á sviði loftslagsrannsókna, Gavin Schmidt, Erick Fernandes, Kevin Anderson og Erik M. Conway. Sjá  nánar hér:

    Hot future, cold war: Climate science and climate understanding

    unnamed

    Heimildir og ítarefni:

    Earth  101

    Tengt efni á loftslag.is

    Earth 101

    Michael Mann á Íslandi

  • Earth 101

    Earth 101

    earth101Við á loftslag.is viljum vekja athygli á góðu og fróðlegu verkefni sem Guðni Elísson hefur haft yfirumsjón með, en það kallast Earth 101. Fyrir rúmu ári síðan blés hann til málstofu þar sem hann fékk nokkra af fremstu loftslagsvísindamönnum heims í heimsókn og kvikmyndagerðamenn sem hafa verið að skrásetja afleiðingar loftslagsbreytinga, ásamt því að fjalla um hugsanlegar lausnir á vandanum.

    Á heimasíðu verkefnisins má meðal annars horfa á helstu atriði málstofunnar sem var í fyrra, mjög áhugaverðir fyrirlestrar.

    Við höfum heyrt af því að verkefnið sé enn í gangi og að búið sé að festa áhugaverða fyrirlesara, en nánar um það síðar.

    Earth 101

    .
    Tengt efni á loftslag.is

    Michael Mann á Íslandi

  • Stokkhólmur – vísindanefnd á endaspretti

    Stokkhólmur – vísindanefnd á endaspretti

    stockholmÍ dag og næstu daga er haldin ráðstefna í Stokkhólmi, en þar munu helstu höfundar væntanlegrar IPCC skýrslu, vinnuhóps 1 kynna niðurstöðu sína. Sú skýrsla verður birt á föstudaginn kemur. Síðasta skýrsla kom út árið 2007 og því hefur verið beðið í ofvæni eftir nýrri skýrslu, enda mikið af gögnum bæst í sarpinn auk nýrra vísindagreina.

    Í Stokkhólmi munu vísindamenn kynna stjórnvöldum helstu ríkja heims, niðurstöðu áralangrar vinnu á vegum IPCC. Ein af líklegum niðurstöðum í skýrslunni er að yfir 95% líkur séu taldar að athafnir manna hafi stjórnað þeirri hitaaukningu sem orðið hefur undanfarna áratugi. Þá verður fókusinn eflaust á sjávarstöðubreytingar, minnkun hafíss og jökla, auk aukningar hitabylgja. Nánar verður farið í niðurstöður skýrslunnar þegar það kemur betur í ljós.

    Talið er líklegt að vísindamenn þrýsti á að yfirvöld geri með sér samning fyrir árið 2015 um að draga sem mest úr áhrifum loftslagsbreytinga. Þá hafa samtök til verndar börnum verið áberandi síðustu daga, enda hafa slæm áhrif loftslagsbreytinga oft mikil áhrif á ungabörn sem verða oft fyrir barðinu á hungursneyðum.

    Nokkrar umfjallanir um ráðstefnuna:

  • Ráðstefna AGU um loftslagsmál

    Ráðstefna AGU um loftslagsmál

    Fyrir um mánuði síðan (8-13 júní 2013) var haldin ráðstefna á vegum AGU (American Geophysical Union) um loftslagsmál í Colarado Bandaríkjunum, en aðaltilgangur hennar var að draga saman helstu vísindamenn (bæði raun og félagsvísindamenn) og blaðamenn til að ræða hver þekkingin er í loftslagsvísindum sem stendur og hvernig hægt er að koma þeim skilaboðum áleiðis til stjórnvalda, fjölmiðla og almennings.

    Mörg þekkt nöfn tóku til máls, meðal annars Micheal Mann, Gavin A. Schmidt, Peter Sinclair, Richard B. Alley o.fl.  Nú er hægt að horfa á marga af fyrirlestrunum sem haldnir voru, á YouTube stöð AGU – en þar er meðal annars þessi skemmtilegi fyrirlestur Richard B. Alley.

     

    Hér er svo áhugaverður fyrirlestur sem Micheal Mann hélt, þar sem hann fer meðal annars yfir skipulagðar árásir sem hann hefur orðið fyrir:

     

    Endilega horfið á og skoðið síðan fleiri fyrirlestra, en eins og dagskráin gefur til kynna þá voru fyrirlestrarnir mjög fjölbreyttir.

     

    Heimildir og ítarefni

    AGU Conference:  Communicating Climate Science: A Historic Look to the Future

    Fleiri fyrirlestra má finna á YouTube síða AGU sjá einnig leit með lykilorðunum AGU Chapman

    Dagskrá ráðstefnunnar má sjá hér: Final Program

    Tengt efni á loftslag.is

  • Haparanda – Málþing um olíu- og gasvinnslu á Norðurslóðum

    Haparanda – Málþing um olíu- og gasvinnslu á Norðurslóðum

    Mér hefur boðist einstakt tækifæri til að taka þátt í málþingi (e. workshop) um framtíð olíu- og gasvinnslu á norðurslóðum sem haldið er í Haparanda í Svíþjóð. Í gögnum varðandi málþingið sem mér hafa borist kemur m.a. eftirfarandi fram (þýðing úr ensku):

    Það er áætlað að undir hafsbotni á norðurslóðum megi finna allt að fjórðung allra óupgötvaðra olíu- og gasbirgða í heiminum. Hratt hop eldri og þykkari hafíss ásamt meiri eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti hefur dregið athygli að Norðurskautinu sem aldrei fyrr. Jafnvel á sama tíma og heimurinn ræðir um nauðsyn þess að skipta í loftslagsvænni orku, þá eru öflugir efnahagshvatar fyrirtækja og stjórnvalda til að hrinda af stað könnun Norðurslóða, til að mynda könnun staða eins og í Alaska, Vestur Kanada, Grænlands- og Barentshafi ásamt Norður-Rússlandi.

    Málþinginu er ætlað til að auka þekkingu og byggja upp getu meðal frjálsra félagasamtaka (NGOs) á sviði olíu- og gas notkunar og bjóða upp á tækifæri fyrir viðkomandi samtök til stefnumótunar um málefnið.

    Ráðstefnudögunum tveimur verður skipt í þrjá þematengda fundi/efni, þar sem eftirfarandi efni verða höfð að leiðarljósi.

    1. Olía og gas á norðurslóðum í hnattrænu samhengi – umfangið í dag og þróun til framtíðar, ásamt umræðu um þá hvata sem að baki liggja
    2. Tekist á við áskoranir – dæmi um núverandi stefnu og frumkvæði
    3. Horft fram á við –  hlutverk frjálsra félagasamtaka og hvernig hægt er að hafa áhrif á umræðuna

    Málþingið verður haldið dagana 12.-13. nóvember og mun ég skrifa um upplifun mína hér á loftslag.is undir liðnum Haparanda. Þetta er einstakt tækifæri fyrir mig (og vonandi fyrir lesendur líka) til að setja mig inn í hvernig umræðan um þetta málefni er að þróast. Þetta er ekki síst athyglisvert í ljósi núverandi umræðu hér á landi um hugsanlega olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Ég kem að þessu sem óbundinn einstaklingur og vona að ég geti komið boðskapi fundarins á framfæri hér á loftslag.is. Ég fer á fundinn í boði UNEP GRID-Arendal, en milliliður og aðal hvatamaður að þátttöku minni á málþinginu er Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.

    Á málþinginu verða aðilar frá frjálsum félagasamtökum, iðnaðinum, stjórnvöldum, háskólum, sjóðum og öðrum áhugasömum einstaklingum. Þátttökulistinn inniheldur m.a. fólk frá Shell, Greenpeace, Háskólum frá m.a. Laplandi og Danmörku og opinberum stofnunum frá ýmsum löndum.

    Nýjung, núna er einnig hægt að bæta við ummælum á loftslag.is í gegnum Facebook, sjá hér undir.

    Tengt efni á loftslag.is:

  • Ársfundur Veðurstofu Íslands á morgun

    Ársfundur Veðurstofu Íslands á morgun

    Við minnum á ársfund Veðurstofu Íslands, samanber fréttatilkynningu hér fyrir neðan:

    Veðurstofa Íslands heldur ársfund sinn fimmtudaginn 22. mars 2012 í nýju húsnæði Veðurstofunnar að Bústaðavegi 7 og hefst fundurinn kl. 15:00.

    Ársskýrsla Veðurstofunnar kemur út sama dag en þetta er dagur vatnsins, sem haldinn er 22. mars ár hvert. Að loknu ávarpi umhverfisráðherra og kynningu forstjóra verða flutt þrjú erindi.

    Dagskrá:

    • 15:00 Ávarp umhverfisráðherra, Svandísar Svavarsdóttur
    • 15:05 Árni Snorrason forstjóri: Frá Veðurstofunni
    • 15:20 Theodór F. Hervarsson framkvæmdastjóri: Eftirlit og spá
    • 15:40 Sigrún Karlsdóttir náttúruvárstjóri, Evgenia Ilyinskaya eldfjallasérfræðingur og Emmanuel P. Pagneux sérfræðingur í flóðarannsóknum: Eldfjallarannsóknir og áhættumat eldfjalla. Áætlun gerir ráð fyrir að unnið verði að fjórum fagverkefnum á næstu þremur árum: Úttekt á þekkingu á íslenskum eldstöðvum. Forgreiningu á áhættu vegna flóða samfara eldgosum. Forgreiningu á sprengigosum á Íslandi. Forgreiningu á eldgosum sem valdið geta miklu eignatjóni, þ.e. eldgosum nálægt þéttbýli og alþjóðlegum flugvöllum á Íslandi.
    • 16:00 Þorsteinn Þorsteinsson, sérfræðingur í jöklarannsóknum: Loftslagsverkefnið Climate and Energy Systems. Norræna ráðherranefndin gaf nýlega út skýrslu með niðurstöðum úr samvinnuverkefni loftslagsfræðinga á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndum. Eru þar settar fram sviðsmyndir veðurfars fram til miðrar 21. aldar og reiknuð áhrif hlýnunar á endurnýjanlega orkugjafa. Í erindinu verður gerð grein fyrir aðalniðurstöðum verkefnisins og sagt frá öðrum loftslagsverkefnum á vegum Veðurstofu Íslands.

    Eftir fundinn verður boðið upp á léttar veitingar.

  • Um niðurstöðuna í Durban

    Um niðurstöðuna í Durban

    Mjög jákvætt er að í Durban varð samkomulag um að þau ríki sem mest losa af gróðurhúsalofttegundum hefji á ný samningaviðræður um lagalega bindandi sáttmála.* Eftir loftslagsþing Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn fyrir tveimur árum virtust öll sund lokuð. Samningaviðræðum skal lokið fyrir 2015 en munu ekki hafa áhrif fyrr en eftir 2020, sem er of seint.

    Einnig náðist samkomulag um framlengingu Kyoto-bókunarinnar en hvað það felur í sér fyrir þau ríki sem enn eiga aðild og hyggjast taka á sig skuldbindingar samkvæmt bókuninni er óljóst, Japan, Kanada og Rússland hafa nú sagt sig frá bókunni. Eftir eru Evrópa og Ástralía, Nýja Sjáland, auk þróunarríkja sem ekki taka á sig skuldbindingar líkt og bókunin kveður á um. Það er meginatriði að Kyoto-bókunin verður áfram grunnur að frekari samningagerð. Kyoto-bókunin eru einu alþjóðalögin sem í gildi eru um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum.

    Þessi tvö atriði eru stór plús og umfram væntingar. Evrópusambandið hrósar sigri yfir að samkomulag náðist um að gera skuli lagalega bindandi samning innan fjögurra ára. Á hinn bóginn veit enginn hvernig sá samningur mun líta út og aftur unnu Bandaríkin því ákvæði fyrirhugaðs samnings um samdrátt í útstreymi gróðurhúsalofttegunda munu ekki taka gildi fyrr en eftir 2020.

    Bandaríkin hafa frá upphafi hafnað Kyoto-bókuninni. Vissulega undirritaði Al Gore bókunina í Kyoto árið 1997 en frá sama tíma var ljóst að Öldungadeild þingsins myndi ekki fullgilda hana. Í besta falli var bandaríska stjórnkerfið klofið á þeim tíma. Frá því að Bush tók við völdum hafa Bandaríkin alfarið hafnað þeirri nálgun, sem felst í bókuninni, að iðnríkin beri sögulega langmesta ábyrgð á losun gróðurhúsalofttegunda og þeim beri því fyrst að draga úr losun og að engar slíkar kröfur verði gerðar til þróunarríkja fyrst um sinn. Þessi nálgun er í samræmi við 2. grein Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna frá 1992 („Sameiginleg en mismunandi ábyrgð ríkja“) og varð ein meginniðurstaða 1. aðildarþings samningsaaðila í Berlín þremur árum síðar. Séð frá þessu sjónarhorni má segja að fulltrúar Bandaríkjanna hafi náð fram markmiðum sínum í Durban.

    Á fyrsta fundi aðildarríkja Loftslagssamningsins eftir að Barack Obama settist að í Hvíta húsinu vakti fulltrúi Bandaríkjanna, Todd Stern mikla lukku þegar hann sagði: “We’re back.” Engu að síður hafa Bandaríkin fylgt mjög svipaðri stefnu og Bush forseti mótaði. Helsti munurinn er e.t.v. sá að Hvíta húsið reynir ekki að draga í efa niðurstöður vísindamanna um orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga. Í Durban fóru fulltrúar Bandaríkjanna sér hægt en þæfðu mál og töfðu fyrir til að koma í veg fyrir nauðsynlegar aðgerðir. Hvort Obama forseti bætir ráð sitt nái hann kjöri á ný skal ósagt látið en innan umhverfisverndarhreyfingarinnar eru fáir sem meta hann mikils.

    Þróunarríkin fagna sigri yfir að Kyoto-bókunin er enn í gildi, sú meginregla að iðnríkjunum beri skylda til að taka forustu um samdrátt í losun, skipti yfir í endurnýjanlega orku og að þau skuli veita fjármagn og tækniaðstoð til þróunarríkja.

    Að óbreyttu stefnir í að hitastig andrúmsloftsins muni hækka um og yfir 3 gráður á Celcíus miðað við fyrir iðnbyltingu. Í Kaupmannahöfn náðist samkomulag um að halda skyldi meðalhitnun andrúmslofts jarðar innan við 2°C. Öll smá láglend eyríki telja 1,5°C hækkun vera hámark. Ella munu þau hverfa í sæ í fyrirsjáanlegri framtíð. Segja má að 2°C hækkun séu efri mörk þess sem vísindamenn telja að vistkerfi jarðar þoli með von um að ná jafnvægi á ný – eftir margar aldir. Skaðinn verður gífurlegur og nýlega kom út skýrsla Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sem sýnir skýr tengsl milli hækkandi hitastigs og öfga í veðurfari.

    Enn er stórt bil á milli annars vegar þess samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda sem ríki hafa þegar skuldbundið sig til að koma í verk og hins vegar þess samdráttar sem er nauðsynlegur til að halda hlýnun andrúmsloftsins innan við 1,5 – 2°C. Þetta bil stækkar óðum og því verður að grípa aðgerða sem allra fyrst. Sjá skematískt yfirlit hér að neðan, en þar kemur þó ekki fram hvernig súrnunun sjávar eykst í hlutfalli við hækkandi hitastig þótt fram komi að kóralrif muni deyja út í Indlandshafi við 2°C hlýnun. Eftir Durban vitum við að stefnt er að lausn málsins með lagalega bindandi samningi þar sem öll ríki verða að taka á sig skuldbindingar. Slíkt samkomulag náðist fyrst í Kyoto fyrir 14 árum síðan, það er enn í gildi en kolefnisiðnaðinum í Bandaríkjunum hefur tekist að koma í veg fyrir að nái til alls heimsins. Nú er önnur tilraun og við vitum ekki hvort tekst að ná samkomulagi í tæka tíð.

    Árni Finnsson.

    www.climateactiontracker.org
    Smellið tvisvar á myndina til að fá hana stærri – Heimild – www.climateactiontracker.org

     

    *Indland hafnaði reyndar hugtakinu ‘legally binding’ en féllst á málamiðlun þess efnis að nýr samningur hefði ‘legal force’.

  • Dr David Suzuki á Íslandi – afl náttúrunnar

    Dr David Suzuki á Íslandi – afl náttúrunnar

    Við á loftslag.is viljum benda lesendum á myndbönd með tveimur fyrirlestrum Dr. David Suzuki hér á landi og hægt er að skoða á heimasíðu Háskóla Íslands.

    Fyrri fyrirlesturinn var sendur með fjarbúnaði um alnetið við góðan róm þann 4. apríl 2011. Hljóðið er ekki alltaf gott, en fyrirlesturinn er samt virkilega góður og margt af því sem hann segir hér, segir hann einnig í myndinni Force of Nature. Smelltu á myndina til að horfa á myndbandið í gegnum heimasíðu HÍ:

     

    Seinni fyrirlesturinn mætti hann til Íslands þann 1. október 2011 og  ræddi ástæður þess að almenningur og ráðamenn sýna umhverfismálun slíkt fálæti sem raun ber vitni. Á undan fyrirlestrinum var horft á kvikmynd eftir Sturlu Gunnarsson um Dr. David Suzuki – Force of Nature. Við mælum með henni.

    Að loknum fyrirlestri Dr. Suzukis svaraði hann fyrirspurnum úr sal og söknum við þess að upptaka virðist ekki vera aðgengileg af þeim – en það var ansi fróðlegt og fjölbreyttar spurningar utan úr sal. Smelltu á myndina til að horfa á myndbandið í gegnum heimasíðu HÍ:

    Frekari upplýsingar

    Um frábæra mynd Sturlu Gunnarssonar um Dr. David Suzuki á IMDB: Force of Nature: The David Suzuki Movie

    David Suzuki Foundation

    Tengt efni á loftslag.is

     

  • Sólarhringur sannleikans

    Sólarhringur sannleikans

    Þeir sem hafa fylgst með á loftslag.is og fleiri stöðum vita af verkefninu Climate Reality Project, en það verkefni stóð í sólarhring og fór hver klukkutími fram á ákveðnum stað. Við íslendingar vorum með okkar fulltrúa, Sigurð Eyberg sem staðsettur var á Húsavík. Hér fyrir neðan má sjá íslenska þátt verkefnisins, en fyrst kynnir Renee Zellweger verkefnið og sýnir stutt myndband með Al Gore. Það er vel þess virði að horfa á myndbandið í heild, en fyrir óþolinmóða þá hefst þáttur Sigurðar þegar liðnar eru rúmlega sex mínútur. Reyndar virðist einhver galli vera á hljóðinu og þáttur Sigurðar er döbbaður fram til rúmlega fímmtándu mínútu. Eftir Sigurð eru síðan umræður – njótið:

     

    Video streaming by Ustream

     

    Skoða má alla 24 klukkustundina á heimasíðu Climate Reality Project, með því að smella á myndina hér fyrir neðan.

    —————————————————-

    Af öðru efni þessa sólarhrings, þá mælum við sérstaklega með síðasta klukkutímanum en þar heldur Al Gore lokaræðuna. Vissulega er þar mikil endurtekning fyrir þá sem horfðu á íslensku útgáfuna, en það er kannski rétt að horfa á skipuleggjarann sjálfan (ath. eftir stuttan inngang kemur um 6 mínútna pása – ágætt að spóla eða ná sér í kaffi/te að drekka á meðan):

    Video streaming by Ustream

     

    Ítarefni