Í nýlegu myndbandi fer hinn eitursnjalli Potholer54 yfir enn eina mýtuna sem algeng er í loftslagsumræðunni.
Tengt efni á loftslag.is:
Athyglisverð myndbönd úr loftslagsumræðunni
Í nýlegu myndbandi fer hinn eitursnjalli Potholer54 yfir enn eina mýtuna sem algeng er í loftslagsumræðunni.
Tengt efni á loftslag.is:
Í þessum fróðlega fyrirlestri frá Earth101 talar Stefan Rahmstorf um mögulegar afleiðingar þess að Golfstraumurinn hægi á sér. Stefan færir rök fyrir því að veiking Golfstraumsins sé jafnvel hafin nú þegar. Stefan kom til landsins árið 2016 og hélt fyrirlesturinn á vegum Earth101. Á vef Earth101 má einnig finna marga aðra athyglisverða fyrirlestra sem fjalla um loftslagsmál, m.a. frá helstu sérfræðingum heims.
Af vefsíðu Earth101:
“Stefan Rahmstorf er haffræðingur og loftslagsfræðingur. Frá árinu 2000 hefur hann verið prófessor í hafeðlisfræði við háskólann í Potsdam og hann er einnig deildarformaður loftslagsrannsóknarstofnunarinnar í Potsdam. Hann var einn af aðalhöfundum Fjórðu yfirlitsskýrslu IPCC og er meðlimur í Bandaríska jarðeðlisfræðifélaginu (AGU). Hann er einn stofnenda RealClimate bloggsins og var nefndur sem einn af tíu fremstu loftslagsvísindamönnum heims í Financial Times árið 2009.”
Tengt efni á loftslag.is
Þó loftslagsmýtur séu á undanhaldi, þá geta þær birst á ýmsa vegu og jafnvel hjá því fólki sem vill raunverulega draga úr losun CO2 út í andrúmsloftið. Það er einmitt oft erfitt að gera sér grein fyrir hvað er satt og rétt í þessum efnum og því mjög hressandi að horfa á myndband þar sem loftslagsvísindamaðurinn Dr Adam Levy fer yfir nokkrar algengar loftslagsmýtur sem þvælast stundum fyrir í umræðunni.
Í þessu myndbandi þá ræða nokkrir vísindamenn um bráðnun jökulhvelsins á Suðurskautinu. Með því að takmarka hækkun hitastigs þá má hugsanlega halda aftur af sjávarstöðubreytingum, eða hvað? Fróðlegt myndband þar sem nokkrir vísindamenn velta fyrir sér sviðsmyndum framtíðarinnar varðandi sjávarstöðubreytingar og tengingu við bráðnun á jökla á Suðurskautinu.
Þetta myndband er úr smiðju Peter Sinclair sem hefur gert myndbönd undir heitinu Greenman3610 á YouTube og hefur oft verið vísað í þau hér á Loftslag.is.
Tengt efni á loftslag.is
Áhugavert myndband frá Potholer54, þar sem hann fer yfir nýlegar fullyrðingar Björns Lomborg um rafbíla. Eins og búast mátti við, þá er Björn í besta falli á hálum ís með sínar fullyrðingar.
Potholer54 heitir raunverulega Peter Hadfield og er jarðfræðingur og vísindablaðamaður. Hann hefur í mörg ár haldið úti Potholer54 rásinni á Youtube þar sem hann hefur m.a. tekið upp allskyns mýtur og fjallað um þær á málefnalegan hátt.
Tengt efni á loftslag.is:
Fróðlegt myndband frá Potholer54, þar sem hann, enn og aftur, kryfur loftslagsmýtur til mergjar. Hann gerði þetta myndband til að draga saman 10 helstu mýtur sem hann hefur skoðað í fyrri myndböndum á síðustu 10 árum.
Potholer54 heitir raunverulega Peter Hadfield og er jarðfræðingur og vísindablaðamaður. Hann hefur í mörg ár haldið úti Potholer54 rásinni á Youtube þar sem hann hefur m.a. tekið upp allskyns mýtur og fjallað um þær á málefnalegan hátt.
Tengt efni á loftslag.is:
Ekki eru allir sem treysta vísindamönnum til að fræða okkur um loftslagsmálin og hver staða okkar er. Þeir eru sumir hverjir í afneitun, vísvitandi eða ómeðvitað. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem útskýrir fimm dæmigerð einkenni loftslagsvísindaafneitunnar (og vísindaafneitunar yfir höfuð):
Gervisérfræðingar (e.Fake experts) – loftslagsafneitarar eru duglegir að vísa í svokallaða gervisérfræðinga. Margir eru til kallaðir, sumir á jaðrinum að flokkast sem loftslagsvísindamenn en sumir bara alls ekki. Sem dæmi má nefna dr. Tim Ball. Hann var upphaflega “vísindamaður” sígarettuiðnaðarins en hefur undanfarna áratugi sérhæft sig í að vera sérfræðingur loftslagsafneitunariðnarins.
Rökvillur (e. Logical fallacies) – Fjölmörg dæmi má nefna. Eitt sem stundum er notað, er að af því að hlutfall CO2 í andrúmsloftinu er lítið (mælt í ppm – part per million), þá hafi það lítil áhrif á loftslag. Það er auðvitað fjarri lagi, enda er það styrkaukningin en ekki magnið sem veldur hlýnuninni.
Ómögulegar væntingar (e. Impossible expectations) – Að hamra á óvissunni, þ.e. að af því að vísindamenn vita ekki nákvæmlega 100% allt um loftslagsbreytingar, þá þurfi ekki að gera neitt í vandanum – allavega ekki fyrr en menn vita þetta 100% (sem verður aldrei).
Sérvalin gögn (e. Cherry picking) – Þetta er líklega algengasta afneitunin núna, þ.e. menn velja sér gögn sem henta hverju sinni. Einn daginn er hafísinn búinn að vaxa í viku, það er því að kólna. Heitt er í neðri lögum lofthjúpsins miðað við sama dag fyrir ári síðan, því er að kólna. Hér skiptir leitni og önnur gögn ekki máli, nema þá sjaldan það styðji afneitunina á einn eða annan hátt (en svo viku síðar er ekkert að marka þau gögn).
Samsæriskenningar (e. Conspiracy Theories) – Nú auðvitað eru vísindamenn bara allir (þ.e. þessi 97% sem eru sammála um að jörðin sé að hlýna af mannavöldum) í einhverju samkrulli með að falsa gögn. Mörg þúsund vísindamenn í öllum löndum jarðarinnar eru semsagt svo skipulagðir og samstíga að þeir ná að falsa gögn til að plata almenning.
Tengt efni á loftslag.is
Ný handbók um miðlun upplýsinga um loftslagsbreytingar kom út á vegum IPCC fyrir stuttu og er meðal annars afrakstur ráðstefnunnar “Expert meeting on Communication” sem IPCC hélt í Osló árið 2016.
Þó hlutverk skýrslunnar sé fyrst og fremst að fræða vísindamenn IPCC í hvernig best er að koma staðreyndum til almennings, þá getur verið áhugavert fyrir þá sem fjalla um loftslagmál sem og áhugasaman almenning að skoða skýrsluna.
Hér fyrir neðan er kynning á þeim 6 aðferðum sem rætt er nánar í handbókinni:
Aðferðirnar eru eftirfarandi (lauslega þýtt):
Byggt á færslu á RealClimate
Einnig var umfjöllun um handbókina á Guardian, Communicating the science is a much-needed step for UN climate panel
Fyrirlestur um handbókina verður haldinn á netinu í næstu viku: Webinar: The IPCC and the science of climate change communication, Mon 5 Feb 3pm GMT
Tengt efni á loftslag.is
Það er vetur hér á Norðurhveli og þá gerist það stundum að einhver svæði upplifa kuldaköst. Í eftirfarandi myndbandi er farið örstutt yfir hvaða mögulegu áhrif eru af hækkandi hita og minnkandi hafís á Norðurskautinu á hitastigið sunnar. Í myndbandinu útskýra vísindamenn hvernig hækkandi hitastig á Norðurskautinu getur valdið kuldaköstum í tempruðu beltunum.
Þetta myndband er úr smiðju YaleClimateConnections og er Peter Sinclair framleiðandi. Peter hefur einnig gert myndbönd undir heitinu Greenman3610 á YouTube og hefur oft verið vísað í þau hér á Loftslag.is.
Tengt efni á loftslag.is
Einn af þeim vísindamönnum sem var nokkuð hávær í umræðunni um loftslagsvísindi fyrir nokkrum árum og kalla mátti á þeim tíma efasemdamann um hnattræna hlýnun, er prófessor í háskólanum í Berkeley í Bandaríkjunum og heitir Richard Muller. Hann og samstarfsmenn hans skoðuðu gögn um yfirborðshita og ætlunin var að kanna hvort um raunverulega hlýnun væri að ræða eða hvort eitthvað væri til í því sem efasemdamenn segja að um sé að ræða kerfisbundna bjögun, í mælingum og leiðréttingum sem myndi falska hlýnun. Á tímabili var honum hampað sem hetju og eftir að í ljós kom að olíumilljarðamæringarnir Charles og David Koch voru að styrkja rannsóknina og að þekktir efasemdamenn voru að vinna í nánu samstarfi við Muller og félaga, þá vöknuðu vonir þeirra sem afneita hnattrænni hlýnun að hér myndi kenningin bíða afhroð.
Því kom það á óvart þegar Muller staðfesti eiðsvarinn fyrir framan þingnefnd Bandaríkjaþings að bráðabirgðaniðurstöður rannsókna hans bentu til þess að leitni hitastigs sé nánast sú sama og hjá öðrum stofnunum. Eftir því sem leið á verkefnið varð þetta skýrara, hnattræn hlýnun er raunveruleg. Fróðlegt var að fylgjast með því þegar hetja þeirra sem afneita loftslagsbreytingum varð að skúrki (sjá t.d. tengt efni á loftslag.is hér neðar).
Hér er áhugavert viðtal við hann, þar sem hann útskýrir hvað það var sem fékk hann til að skipta um skoðun og hvað það er sem sannfærði hann um að CO2 væri sökudólgurinn.
Climate Denial Crock of the Week: Richard Muller: I Was Wrong on Global Warming
Heimasíða verkefnisins: Berkeley Earth
Tengt efni á loftslag.is