Þessi síða er tilkomin að undirlagi síðustjórnenda, sem eru Höskuldur Búi Jónsson og Sveinn Atli Gunnarsson. Síðan er hugsuð sem upplýsingasíða um loftslagsmál. Hér verður tekið á ýmsum málum tengdum loftslagsmálum, til að mynda fréttatengdu efni, ýmsum skoðunum varðandi efnið og fræðilegu ívafi. Hinn vísindalegi grunnur, tenglar á hægri hluta síðunnar, er ætlað til upplýsingar um hvernig fræðin eru uppbyggð, hvaða afleiðingar eru taldar geta orðið vegna loftslagsbreytinga, hvers konar lausnir eru nefndar til sögunnar ásamt ýmsum spurningum og svörum sem við reynum að leita svara við. Einnig munum við fá gesti til að skrifa gestapistla þar sem velt verður upp ýmsum málefnum tengt loftslagsmálum.
Um síðuna
Posted in: Leiðakerfi
– 01/09/2009
Sæll
Þú virðist vera einn af þeim sem trúir því að hlýnun Jarðar sé af mannavöldum.
Ég er ekki sammála þér.
Hvernig útskýra menn það að það hafi verð hlýrra á norðuhveli Jarðar á tímabilinu 800-1300?
Sagt hefur verið að svo hýtt hafi verið, að Ísland hafi verið skógi vaxið frá fjalls til fjöru. Einnig er talað að hlýnunin á þessu tímabili hafi orðið til þess að menning myndaðist í Skandinavíu og þar með blómaskeið víkinga. Fram að þeim tíma höfðu íbúar Skandinavíu veri á hálfgerður steinaldarstigi.
Hlýrra veðurlag gerði það að verkun að akuryrkja tók þar kipp þannig að mikil fjölgun varð í Skandinavíu. Víkingar gátu nú smíðað skip og minni ís á innhöfum Skandinavíu gerði það að verkun að siglingar víkinga stórjukust.
Eftir 1300 kólnaði á norðurslóðum og menning víkinga hnignaði. Það er talið að þessi kólnun hafi m.a. leitt til þess að leitt til loka þjóðveldisins hér á landi, þó vissulega megi segja að Sturlungaöldi hafi ekki hjálpað til.
Hvernig útskýra vísindamenn þessa hlýnun á tímabilinu 800-1300?
Á þessum tíma var mannkynið fámennara og lítið hefur verið um útleiðslu gróðurhúsaloftegunda sem hefðu átt skv. kenningum hlýnunnarsinna, að hafa leitt til hlýnunnar á þessu tímabili.
Það er vitað að hlýindaskeið koma og fara. Til að mynda orsakði hlýnun í fornöld til þess að stórríki Egypta blómstraði m.e. vegna þess að loftlagsskilyrði fyrir akuryrkju stórjukust. Þegar kólnaði aftur, hnygnaði ríki Egypta.
Á þessum tíma voru engin nútíma farartæki til, sem hefðu átt að leiða til hlýnunnar.
Mín kenning er sú að hlýnun/kólnum orsakist af jarðfræðilegm/geimvísindalegum sveiflum, og að maðurinn og hans athafnir ráðu hér engu.
Til að mynda sveiflast sporbaugur Jarðar frá sólu um margar mio. km. á um 60.000 ára fresti, eða allt frá 145 mio. km til 152 mio.km. Í dag er fjarlægð sporbaugarins um 149 mio.km.
Þessi breyting í fjarlægð Jarðar frá Sólu, er talin hafa mikil áhrif hvað varðar hlýnun/kólnun á Jörðinni.
Annað sem talið er hafa afgerandi áhrif á loftslag á Jörðinni, er möndulhalli Jarðar.
Möndulhallinn sveiflast frá 21° til 26° á 26.000 ára fresti. Í dag er möndulhalli Jarðar 24,2° og fer minnkandi.
Möndulhallinn hefur áhrif á hversu mikið sólarljós pólsvæði Jarðar fá.
Ef möndulhallinn er um 21°, verður sólarhæð aldrei meiri við sumarólstöður en hún er um miðjan okt. við núverandi aðstæður. M.ö.o. við lítinn möndulhalla, eru sumur stutt og svöl, en vetur langir og kaldir. Með tímanum leiðir þetta ástand til ísaldar.
Þegar er ísöld, endurkastast mikið af sólarljósi tilbaka frá ísnum og út i geim. Þetta leiðir til enn meiri kólnunar.
Það fer því ekki að hlýna á ný fyrr en möndulhallin eykst á ný og lengri og hlýrri sumur ná að bræða ísinn.
Ég tel að til skemmri tíma eigi þær sveiflur sem átt hafi sér stað aðrar og eðlilegri skýringar en að þær séu af mannavöldum.
Það hefur sýnt sig að það kólnar og hlýnar á víxl á ca. 20-40 ára tímabili nú undanfarin 150 ár.
Þetta er svo sem ekkert nýtt. Tækin og tæknin sem mæla þessar sveiflur er einfaldlega orðnar betri og nákvæmari undanfarin 150 ár, auk þess að loftlagsmálum hefur verið meiri gaumur gefinn á þessum 150 árum.
Hlýtt var á tímabilinu 1920-1960. Eftir það kólnaði aftur, en svo hlýnaði aftur upp úr 1985. Síðan þá hafa vísindamenn verið að fylgjast mjög náið með þessari hlýnun og hafa dregið þá ályktun, að hlýnun þessi stafi af mannavöldum. Á það skal bent, að tæki til loftlagsmælinga hafa þróast mjög mikið á þessu tímabili og eru orðin mjög nákvæm og mæla minnstu sveiflur mjög nákvæmlega.
Margir vilja hinsvegar meina, að núverandi hlýindaskeið muni senn ljúka, og upp úr 2010 muni taka við kuldaskeið sem muni vara næstu 25-40 árin, þ.e. til ársins 2035 – 2050.
Ég bendi þér á að lesa kaflana sem eru á hliðarstikunni.
Í kaflanum Kenningin er undirkafli sem heitir “Orsakir fyrri loftslagsbreytinga”
Þar er farið nánar í hvað vísindamenn telja að hafi valdið þessum sveiflum í hitastigi sem þú bendir á.
Ég vil einnig benda þér á frétt af loftslagsblogginu þar sem kemur fram að nýlegar rannsóknir benda til að hiti hafi farið smám saman kólnandi á norðurslóðum síðustu 2000 árin vegna breytinga á sporbaug jarðar. Sú breyting hætti þegar við iðnbyltinguna. http://loftslag.blog.is/blog/loftslag/entry/942883/
Við eigum eftir að fjalla um þessa rannsókn hér á einn eða annan hátt eftir að það opnar, en fjarlægðin á sporbaug jarðar er nú 152 km, en var 151 km fyrir þúsund árum – því ætti að vera að kólna, ef ekki væri fyrir hlýnun af völdum manna.
Takk fyrir að gefa þér tíma til að kíkja á síðuna Jökull. Ég verð að taka undir með Höska, flest það sem þú gerir að umtalsefni í athugasemd þinni er einnig tekið fyrir á þessum síðum. Um að gera að gefa sér tíma til að skoða hinar ýmsu upplýsingar sem fram koma hér á síðunum, t.d. eru undirkaflarnir undir “Kenningin” mjög góð byrjun eins og Höskuldur bendir á.
Flott framtak hjá ykkur strákar. Það veitir svo sannarlega ekki af aðgengilegu efni á íslensku fyrir almenning um þetta málefni.
Til hamingju með síðuna.
Takk fyrir frábært framtak, – glæsileg síða og þarft að hafa á einum stað svona aðgengilega og vandaða umfjöllun um loftslagsmálin, nóg er framboðið af bullinu.
Hér fyrir ofan er athugasemd frá Kjartani Rolf þar sem segir að nóg sé af bullinu um loftslagsmál. Ekki getur það nú átt við íslenskt efni á netinu. Ég veit ekki til þess að nokkurt íslenskur vefur einbeiti sér að loftslagsmálum hvað varðar spurninguna um hlýnun jarðar af mannavöldum nema vefur Ágústs H. Bjarnasonar. Hins vegar er ýmislegt að finna á vefsvæðum þar sem þetta er aukaefni nánast eins og segir í forystugrein þessa bloggs:
”Það eru ýmsar upplýsingar til staðar hér og þar á íslensku er varða loftslagsmál, bæði á blogginu og á vefsíðum eins og t.d. hjá Veðurstofunni, á vef Kolviðarverkefnisins og hjá Umhverfisstofnun svo einhver dæmi séu nefnd til sögunnar.”
Ég spyr því: Getur einhver bent mér á hvar bullið er að finna um þessi mál ef átt er við íslenskar vefsíður.
Sælir og til hamingju með framtakið.
Ég reikni með að Kjartan Rolf hafi átt við athugasemdir á Moggablogginu, ekki síst, þar sem nokkrir ötulir stíga ítrekað fram og afneita gróðurhúsaáhrifin. Það er ótrúlegt hversu fyrirferðarmiklir þeir séu stundum. Á fyrirlestrinum með Rajendra Pachauri, formaður IPCC, á laugardag, var einn mjög hávær einstaklingur sem þottist vita að gróðurhúsa-áhrifin væri bara tæki ríkisstjórna heims ( eða kapitalista) til að hafa stjórn á fólkinu. Eða eitthvað í þá veru.
Ég vona að þið leyfið athugasemdir við allar færslur, svo sem yfirlitsgreinina um að draga úr losun og um mótvægisaðgerðir. Það er til dæmis í hæsta móti skrýtið að þið ekki nefnið hjólreiðar og göngu.
Frá http://www.umhverfisraduneyti.is/frettir/nr/1442
“Kostnaður við mótvægisaðgerðir er mismikill en ljóst er að ódýrar aðgerðir geta skilað umtalsverðum árangri. Kostnaðurinn spannar allt frá aðgerðum sem gefa hreinan fjárhagslegan ávinning svo sem aukin áhersla á göngu og hjólreiðar, eða aukin notkun sparneytnari bifreiða, til mótvægisaðgerða sem eru fremur dýrar, t.d. raf- eða vetnisvæðing samgangna.”
Ég vil annars benda á að á morgun muni þúsundir um “allan heim” reyna að ná athygli stjórnmálamanna um að þeir verða að semja í Kaupmannahöfn og ná alvöru samning, sem eitthvert vit er í, þannig að við náum að halda okkur undir um 2 gráða celsius hækkun.
http://www.avaaz.org/en/sept21_toolkit/#introduction
http://www.avaaz.org/en/sept21_rsvp/?id=135834 ( kortið rangt, að vísu)
Sæll Morten
Takk fyrir ábendinguna. Við tökum gjarnan á móti ábendingum er varða efnið á síðunum. Mér sýnist fljótt á litið að þú komir með gilda athugasemd varðandi innihald þessarar síðu sem þú bendir á, við skoðum það við tækifæri hvernig/hvort við uppfærum textann.
Þetta er lifandi heimasíða og við höfum ákveðið að leyfa athugasemdir á flestum færslum, en reyndar ekki á föstu síðunum í bili. Það getur verið að við tökum þá ákvörðun upp til endurskoðunar, erum að skoða það.
Sælir strákar og til hamingju með síðuna.
Mig langar að benda ykkur á smá villu í kaflanum “Aðrar gróðurhúsalofttegundir, t.d. vatnsgufa eru mun áhrifameiri til hlýnunar” undir mýtur, þar sem þið talið um CO2 í andrúmsloftinu.
Þar segir að CO2 leiði til þess að meðalhitastig á jörðinni sé 33°C hærra heldur en ef það væri án þess. Þessi tala á hinsvegar við ef ekkert andrúmsloft yfir höfuð væri til staðar á jörðinni og eingöngu sólin og innri hiti jarðar réðu hitastiginu, sem þá myndi vera um -18°C í stað þeirra 15°C sem það er í dag.
Þar sem magn CO2 í dag er um 0.0387% af heildarsamsetningu lofthjúpsins þá segir það sig sjálft að þó CO2 geti mögulega valdið hitabreytingum, þá er hún sem betur fer ekki það öflug loftegund.
Kristján,
Þetta er ekki alveg svona einfalt. Setningin er:
Þeir segja ekki að bein gróðurhúsaáhrif CO2 valdi 33 gráðu hlýnun (enda það ekki rétt).
Þrjátíu og þrjár gráðurnar eru áhrif lofthjúpsins, og allra gróðurhúsalofttegunda í honum (þ.m.t. vatnsgufu) auk skýja. Gróðurhúsaáhrif í heild sinni hækka hita jarðar um þessa tölu.
Styrkur vatnsgufu er hinsvegar háður hitastigi, svo ef kólnar þá dregur úr magni vatnsgufu sem leiðir til enn meiri kælingar. Ef hlýnar gengur keðjan í öfuga átt.
Vatnsgufa er því ólík CO2 um það að hún er svörun við hita, og þó hún eigi sinn þátt í gráðunum 33 þá eru áhrif hennar að auka þá hlýnun sem aðrar gróðurhúsalofttegundir valda. Því er ekki alrangt að rekja gráðurnar 33 til annarra loftegunda, – en við hæfi sé að slá varnagla.
Sumum er meinilla við þessa 33°C tölu. John Houghton sem skrifaði virtar kennslubækur um gróðurhúsaáhrif og eðlisfræði lofthjúpsins, og var um skeið einn varaformanna IPCC bendir t.d. á að í þessari tölu eru einnig áhrif skýja sem eru önnur flækja. Það er erfitt að vita hversu mikið væri um ský ef köldum lofthjúpi þar sem engar gróðurhúsalofttegundir fyrirfyndust.
Þetta eru hinsvegar að vissu leyti tilgangslausar deilur, ef gróðurhúsalofttegundir væru fjarlægðar myndi kólna við yfirborð, jöklar breiðast út, endurvarp jarðar aukast og það verða enn kaldara. Breyting á endurvarpi er nefnilega ekki inn í þessum 33 gráðum.
Kristján: Takk fyrir góðan punkt, endilega benda okkur á ef það eru einhverjar mögulegar villur í textanum. Textinn var unninn á löngum tíma og þekking okkar hefur sem betur fer aukist á þeim tíma og því geta verið misfærslur eða texti sem betur mætti orða.
Halldór: Kærar þakkir fyrir þessa útskýringu.
Við munum leggja höfuðin í bleyti og reyna að útskýra þetta betur.
Jæja þá er enn eitt kjaftshöggið komið sjá hér http://www.visir.is/article/20100118/FRETTIR02/877981067 og hér http://www.timesonline.co.uk/tol/news/environment/article6991177.ece
Takk fyrir tengilinn Einar, við kíkjum á þetta við tækifæri.
Flott klappstýrusíða.
Leiðinlegt að það er ekki hægt að setja athugasemdir við “mýtu” flokkinn, en við vitum öll að hver sem trúir ekki á hlýnun af mannavöldum er jafngildur þeim sem trúa ekki á Helförina
Og að Satúrn og Júpíter eru nær sólinni en jörðin
Sorrý, gleymdi að taka það fram að ég er styrktur af EXXON 😛
Þetta er svolítið samhengislaust hjá þér – en líklega var það meiningin hjá þér.
Þú gætir þó viljað lesa: Mýtan um trúarbrögð í loftslagsvísindum og Mýta: Aðrar reikistjörnur í sólkerfinu eru að hlýna.
Varðandi að geta ekki komið með athugasemdir við mýtur, þá er það einungis svo við fastar síður – ef þú notar leitina sem er efst á þessari síðu til vinstri, þá geturðu í mörgum tilfellum fundið færslu sem þú getur komið með athugasemd við.
Verði þér að góðu og takk fyrir komuna.
Það má líka benda á opna þráðinn, þar er pláss fyrir margskonar efni, sjá Opinn þráður I