Loftslag.is

Category: Leiðakerfi

Leiðakerfi og upplýsingar um loftslag.is

  • Leiðakerfi síðunnar

    Leiðakerfi síðunnar

    Hér er hægt að nálgast almennar upplýsingar um uppsetningu síðunar og hvernig hægt er að fylgjast með efni hennar. Síðunni er skipt eftir ákveðnum flokkum sem eru: Fréttir; Blogg; Heiti reiturinn; Leiðakerfi; Vísindin á bak við fræðin og nokkur undiratriði sem verða kynnt nánar hér undir.

    Vísindin á bak við fræðin

    Vísindin á bak við fræðin er hornsteinn síðunnar og þeir tenglar eru staddir hér í hliðarstikunni til hægri. Þar sem lesa má ýmislegt varðandi fræðin, skipt eftir flokkum:

    Í flokknum “Kenningin” er hægt að skoða ýmislegt um sögu vísindanna, loftslag fortíðar og framtíðar ásamt grunnatriðum kenningarinnar. Undir “Afleiðingar”  er hægt að lesa um hugsanlegar afleiðingar loftslagsbreytinga. “Lausnir og mótvægisaðgerðir” eru eins og nafnið bendir til um það efni. Ýmsar “Spurningar og svör” fá sitt pláss og einnig “Helstu sönnunargögn” er nýleg undirsíða hjá okkur þar sem farið er yfir helstu sönnunargögn þess að loftslagsbreytingar séu raunverulegar. “Mýtur” er síða þar sem reynt er að fara yfir helstu mýtur sem heyrast í umræðunni. Við reynum að skoða sem mest af efninu út frá þeim vísindalegu gögnum sem eru fyrir hendi. Þessar síður eru uppfærðar með jöfnu millibili, sérstaklega hafa mýturnar fengið athygli af okkar hálfu að undanförnu og við stefnum að því að vinna í öðrum flokkum á næstunni. Margar mýturnar eru unnar í samvinnu við Skeptical Science.

    Efri stikan

    Undir “Fréttir” eru ýmsar fréttir um loftslagsmál, umræðuna og vísindin. “Blogg” er einfaldlega blogg ritstjórnar, en þar undir eru líka “Gestapistlar” og einnig geta verið aukaflokkar þar, þegar þetta er skrifað er “COP15” tengill þar. “Heiti reiturinn” inniheldur myndbönd, léttmeti, tengla og heit málefni. Með því að fara með músina yfir flokkana og halda henni yfir flokkana koma undirflokkarnir í ljós. Leiðakerfið er svo nýjasti flokkurinn, þar sem ýmsar upplýsingar um síðuna og leiðakerfi fyrir síðuna eru. Síðar munu koma inn tenglasíða, síður um bækur og skýrslur um loftslagsmál ásamt fleiri hugsanlegum viðbótum í framtíðinni.

    Athugasemdir og reglur

    Það er hægt að gera athugasemdir við allar færslur sem eru undir flokkunum í efri stikunni og nýjustu athugasemdirnar má sjá í hliðarstikunni. Við höfum ekki haft sérstakar niðurskrifaðar reglur fyrir athugasemdir, en við tökum okkur það bessaleyfi að fjarlægja ómálefnalegar athugasemdir og persónulegar árásir. Sem betur fer höfum við lítið þurft að beita því vopni hingað til, þó svo við höfum dæmi um það.

    Tög og Leit

    Þegar finna þarf efni á síðunni eru tvær aðferðir sem henta ágætlega. Fyrst má nefna Tögin, sem eru neðarlega í hægri stikunni og einnig eru Tög við hverja færslu sem tengjast efni færslunnar. Tögin eru einskonar stikkorð fyrir efnið, t.d. sem dæmi má nefna tög eins og CO2, Sjávarstöðubreytingar og Nýjar rannsóknir. Leitin sem er efst á síðunni er líka upplögð til að leita að ákveðnu efni á síðunni og virkar ágætlega.

    Fasbókin, Twitter og blogg

    Loftslag.is er bæði á Facebook og Twitter, þar sem hægt er að fylgjast með nýju efni og fleiru frá okkur á einfaldan hátt.

    Við höfum einnig notast við blogg til að koma loftslag.is á framfæri, m.a.:

    Við erum einnig sýnilegir á blogg.gattin.is, svo dæmi sé tekið.

  • Yfirlýsing ritstjórnar

    Ritstjórn loftslag.is reynir að vinna þau gögn sem hér birtast út frá því sem þykir mikilvægt til að miðla upplýsingum um loftslagsmál til lesenda. Almennt er þess gætt að vitna í loftslagsvísindin eða þá að efnið sé á einhvern hátt tengt hinni vísindalegu nálgun. Nálgunin getur þó einnig verið út frá annarri umræðu um loftslagsmál, eins og t.d. er tekið fyrir í mýtunum eða umræðu um þá afneitun á loftslagsvísindum sem stundum einkennir umræðuna.

    Pólistísk afstaða er ekki ofarlega í huga ritstjórnar og ekki er ætlunin að koma fram með pólitískar lausnir á loftslagsvandanum, þó svo við höfum innséð að umræðan er í sjálfu sér pólitískt viðkvæm. Það þýðir þó ekki að við höfum ekki okkar persónulegu skoðanir hver fyrir sig. Við tökum okkur það bessaleyfi að fjalla um ýmsar leiðir, án þess vonandi, að taka persónulega afstöðu til hverrar fyrir sig.

    Eftir persónuleg kynni af hinum mörgu hliðum loftslagsumræðunnar og nána skoðun á mörgum af þeim rökum sem nefnd eru til sögunnar í umræðunni, þá er það okkar mat að hin vísindalega nálgun sé sú lang besta sem völ er á. Við höfum persónulega skoðað fjöldan allan af hinum svokölluðu “efasemdarrökum” með gagnrýnum huga og okkar mat er, að þau standist yfirleitt ekki nánari skoðun og engin rök höfum við séð sem beinlínis fella vísindin hvorki í mikilvægum hlutum né í heild sinni. Vöntun á mælingum og gögnum sem styðja rök “efasemdarmanna” er í hróplegu ósamræmi við það pláss sem fjölmiðlar hafa stundum gefið þeim skoðunum. Hin vísindalega nálgun með þeim varfærnislegu staðhæfingum sem þar koma fram er sú nálgun sem við viljum koma á framfæri. Ef það kemur síðar í ljós að hin vísindalega nálgun hafi verið röng, þá munum við fagna því ákaft, þó við sjáum ekki á núverandi tímapunkti hvernig það ætti að koma til.

    Við teljum ekki að loftslagsbreytingar af mannavöldum séu sannaðar, heldur lítum við til alls þess fjölda vísbendinga úr mörgum ólíkum áttum, í formi m.a. vísindalegra rannsókna sem til eru varðandi málið. Við höfum engar sérstakar “skoðanir” á því hvernig eða hvort allar þær rannsóknir sem við vitnum í séu alréttar, heldur séu einhver blæbrigði í því hvernig náttúran muni haga sér. En eins og vitað er, þá er ekki hægt að sanna vísindi, heldur byggjast þau á því að reyna að minnka óvissuna sem alltaf er til staðar. Þrátt fyrir einhverja óvissu um einstök atriði þá er það okkar mat að loftslagsbreytingar af mannavöldum séu veruleiki sem við þurfum í sameiningu að finna lausn á. Okkar aðalmarkmið með síðunni er að upplýsa um rannsóknir og umræðu tengda loftslagsmálum til að sem flestir geti haft og tekið upplýsta afstöðu til málefnisins. Við teljum að það séu til lausnir, bæði þær sem vitað er um með núverandi þekkingu og þá sem kemur með framtíðar tækniframþróun, sem hugsanlega mun verða til þess að draga úr afleiðingum loftslagsbreytinga. Sú leið sem við teljum vera nærtækasta er að huga að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með nýrri tækni og breyttum hugsanagangi.

    Við eigum börn og viljum geta sagt við þau síðar að við höfum allavega reynt okkar besta til að benda á hvað loftslagsvísindin hafa um loftslagsvandann að segja og reynt að benda á lausnir. Hvorugur okkar hefur akademískan bakgrunn sem tengist loftslagsfræðunum beint, heldur höfum við með áhugann að vopni reynt að skoða þessi mál með opnum huga. Von okkar er að við getum haft áhrif á umræðuna varðandi loftslagsmál á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. En það mun þó ekki koma í veg fyrir að við svörum ákveðið, með sterkum rökum og á málefnalegan hátt ef við teljum okkur við þurfa að svara fyrirspurnum og öðrum nálgunum við fræðin á þann hátt.

  • Tenglar

    Tenglar

    tenglar

    Hér eru slóðir á ýmsar heimasíður sem ritstjórninni þykja áhugaverðar. Gera má ráð fyrir að það komi fleiri tenglar inn hérna eftir því sem fram líða stundir.

    Bloggveitan – ýmsar blogg- og heimasíður sem skrifa um loftslagsmál:

    Fréttasíður um loftslagsmál:

    Stofnanir:

    • Veðurstofan (ís.) – þessa síðu þekkja allir
    • NSIDC.org (e.) – nýjustu upplýsingarnar um breytingar á hafísþekjunni
    • NASA.gov (e.) – nýjustu fréttirnar frá NASA – loftslagsmál og geimferðir ásamt fleiru
    • DMI (dk.) – danska veðurstofan um loftslagsmál
    • Climate.gov – upplýsingar um loftslagsmál frá NOAA
    • NOAA – stofnun í BNA sem m.a. fylgist með loftslagi

    Ýmsar íslenskar síður:

    • Stjörnuskoðun.is – hafsjór fróðleiks um stjörnufræði og tengd málefni
    • Náttúran.is – alhliða umhverfisvæn síða sem skrifar einnig um loftslagsmál
    • Vísindin.is – fréttasíða um vísindalegar uppgötvanir frá A-Ö
    • Orkusetur.is – heimasíða með upplýsingum um betri orkunýtingu
    • CO2.is – heimasíða með upplýsingum um loftslag og losun
    • Vefsíðulistinn – Hér er hægt að skrá vefsíður að kostnaðarlausu

    Ef áhugasömum lesendum dettur eitthvað fleira í hug, er um að gera að stinga upp á tenglum í athugasemdum 🙂

    [Síðast uppfært 3. september 2010]

  • Um síðuna

    Um síðuna

    Þessi síða er tilkomin að undirlagi síðustjórnenda, sem eru Höskuldur Búi Jónsson og Sveinn Atli Gunnarsson. Síðan er hugsuð sem upplýsingasíða um loftslagsmál. Hér verður tekið á ýmsum málum tengdum loftslagsmálum, til að mynda fréttatengdu efni, ýmsum skoðunum varðandi efnið og fræðilegu ívafi. Hinn vísindalegi grunnur, tenglar á hægri hluta síðunnar, er ætlað til upplýsingar um hvernig fræðin eru uppbyggð, hvaða afleiðingar eru taldar geta orðið vegna loftslagsbreytinga, hvers konar lausnir eru nefndar til sögunnar ásamt ýmsum spurningum og svörum sem við reynum að leita svara við. Einnig munum við fá gesti til að skrifa gestapistla þar sem velt verður upp ýmsum málefnum tengt loftslagsmálum.

    Um okkur

    Auglýsingar