Loftslag.is

Blog – Loftslag.is er í vinnslu – verið er að uppfæra vef

  • Eru rafbílar alveg örugglega grænir?

    Eru rafbílar alveg örugglega grænir?

    björn_lomborgÁhugavert myndband frá Potholer54, þar sem hann fer yfir nýlegar fullyrðingar Björns Lomborg um rafbíla. Eins og búast mátti við, þá er Björn í besta falli á hálum ís með sínar fullyrðingar.

    Potholer54 heitir raunverulega Peter Hadfield og er jarðfræðingur og vísindablaðamaður. Hann hefur í mörg ár haldið úti Potholer54 rásinni á Youtube þar sem hann hefur m.a. tekið upp allskyns mýtur og fjallað um þær á málefnalegan hátt.

    Tengt efni á loftslag.is:

  • 10 loftslagsmýtur afhjúpaðar

    10 loftslagsmýtur afhjúpaðar

    potholer54Fróðlegt myndband frá Potholer54, þar sem hann, enn og aftur, kryfur loftslagsmýtur til mergjar. Hann gerði þetta myndband til að draga saman 10 helstu mýtur sem hann hefur skoðað í fyrri myndböndum á síðustu 10 árum.

    Potholer54 heitir raunverulega Peter Hadfield og er jarðfræðingur og vísindablaðamaður. Hann hefur í mörg ár haldið úti Potholer54 rásinni á Youtube þar sem hann hefur m.a. tekið upp allskyns mýtur og fjallað um þær á málefnalegan hátt.

    Tengt efni á loftslag.is:

  • Fimm einkenni loftslagsafneitunar

    Fimm einkenni loftslagsafneitunar

     

    Ekki eru allir sem treysta vísindamönnum til að fræða okkur um loftslagsmálin og hver staða okkar er. Þeir eru sumir hverjir í afneitun, vísvitandi eða ómeðvitað. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem útskýrir fimm dæmigerð einkenni loftslagsvísindaafneitunnar (og vísindaafneitunar yfir höfuð):

    Gervisérfræðingar (e.Fake experts) – loftslagsafneitarar eru duglegir að vísa í svokallaða gervisérfræðinga. Margir eru til kallaðir, sumir á jaðrinum að flokkast sem loftslagsvísindamenn en sumir bara alls ekki. Sem dæmi má nefna dr. Tim Ball. Hann var upphaflega “vísindamaður” sígarettuiðnaðarins en hefur undanfarna áratugi sérhæft sig í að vera sérfræðingur loftslagsafneitunariðnarins.

    Rökvillur (e. Logical fallacies) – Fjölmörg dæmi má nefna. Eitt sem stundum er notað, er að af því að hlutfall CO2 í andrúmsloftinu er lítið (mælt í ppm – part per million), þá hafi það lítil áhrif á loftslag. Það er auðvitað fjarri lagi, enda er það styrkaukningin en ekki magnið sem veldur hlýnuninni.

    Ómögulegar væntingar (e. Impossible expectations) – Að hamra á óvissunni, þ.e. að af því að vísindamenn vita ekki nákvæmlega 100% allt um loftslagsbreytingar, þá þurfi ekki að gera neitt í vandanum – allavega ekki fyrr en menn vita þetta 100% (sem verður aldrei).

    Sérvalin gögn (e. Cherry picking) – Þetta er líklega algengasta afneitunin núna, þ.e. menn velja sér gögn sem henta hverju sinni. Einn daginn er hafísinn búinn að vaxa í viku, það er því að kólna. Heitt er í neðri lögum lofthjúpsins miðað við sama dag fyrir ári síðan, því er að kólna. Hér skiptir leitni og önnur gögn ekki máli, nema þá sjaldan það styðji afneitunina á einn eða annan hátt (en svo viku síðar er ekkert að marka þau gögn).

    Samsæriskenningar (e. Conspiracy Theories) – Nú auðvitað eru vísindamenn bara allir (þ.e. þessi 97% sem eru sammála um að jörðin sé að hlýna af mannavöldum) í einhverju samkrulli með að falsa gögn. Mörg þúsund vísindamenn í öllum löndum jarðarinnar eru semsagt svo skipulagðir og samstíga að þeir ná að falsa gögn til að plata almenning.

    Tengt efni á loftslag.is

  • Miðlun upplýsinga um loftslagsbreytingar

    Miðlun upplýsinga um loftslagsbreytingar

    Ný handbók um miðlun upplýsinga um loftslagsbreytingar  kom út á vegum IPCC fyrir stuttu og er meðal annars afrakstur ráðstefnunnar “Expert meeting on Communication” sem IPCC hélt í Osló árið 2016.

    Þó hlutverk skýrslunnar sé fyrst og fremst að fræða vísindamenn IPCC í hvernig best er að koma staðreyndum til almennings, þá getur verið áhugavert fyrir þá sem fjalla um loftslagmál sem og áhugasaman almenning að skoða skýrsluna.

    Hér fyrir neðan er kynning á þeim 6 aðferðum sem rætt er nánar í handbókinni:

    Aðferðirnar eru eftirfarandi (lauslega þýtt):

    1. Vertu örugg(ur) í miðlun upplýsinga
    2. Ræddu hinn raunverulega heim, ekki óhlutbundnar hugmyndir
    3. Tengdu við það sem skiptir máli fyrir þinn áheyrandahóp
    4. Segðu sögur af fólki
    5. Ræddu fyrst um það sem þú veist
    6. Notaðu sem besta sjónræna miðlun upplýsinga

    Heimildir og ítarefni

    Byggt á færslu á RealClimate

    Einnig var umfjöllun um handbókina á Guardian, Communicating the science is a much-needed step for UN climate panel

    Fyrirlestur um handbókina verður haldinn á netinu í næstu viku: Webinar: The IPCC and the science of climate change communication, Mon 5 Feb 3pm GMT

    Tengt efni á loftslag.is

  • Vetur, háloftavindar og kuldaköst

    Vetur, háloftavindar og kuldaköst

    haloftavindarÞað er vetur hér á Norðurhveli og þá gerist það stundum að einhver svæði upplifa kuldaköst. Í eftirfarandi myndbandi er farið örstutt yfir hvaða mögulegu áhrif eru af hækkandi hita og minnkandi hafís á Norðurskautinu á hitastigið sunnar. Í myndbandinu útskýra vísindamenn hvernig hækkandi hitastig á Norðurskautinu getur valdið kuldaköstum í tempruðu beltunum.

    Þetta myndband er úr smiðju YaleClimateConnections og er Peter Sinclair framleiðandi. Peter hefur einnig gert myndbönd undir heitinu Greenman3610 á YouTube og hefur oft verið vísað í þau hér á Loftslag.is.

    Tengt efni á loftslag.is

  • Vægi loftslagsmála við mismunandi stjórnarmynstur

    Vægi loftslagsmála við mismunandi stjórnarmynstur

    Við hjá París 1,5 gerðum loftslagsrýni flokkanna fyrir kosningarnar 2017. Út frá því rýni má reikna út hugsanlegar loftslagseinkunnir mismunandi ríkisstjórnarmynstra og velta fyrir okkur hvaða möguleikar eru í stöðunni út frá svoleiðis vangaveltum varðandi loftslagsmálin.

    Til að skoða þetta þá reiknaði ég vægi hvers flokks miðað við einkunnir flokkanna í loftslagsrýninu og hlutfall í hugsanlegri ríkisstjórn og lagði svo saman vægi þeirra flokka sem mynda hvern meirihluta til að fá heildareinkunn mismunandi stjórnarmynstra. Ég skoða nokkur stjórnarmynstur, en þau eru vissulega fleiri en uppgefnir eru hér. Þetta ætti þó að gefa einhverja mynd á því hvaða möguleikar eru í stöðunni, bæði á toppnum og einnig þá sem slakari eru miðað við rýnið fyrir kosningarnar. Þessu ber vissulega að taka með einhverjum fyrirvara, en það má þó sjá einhverja mynd miðað við þetta mat.

    Aðferðafræði

    Eftirfarandi formúla var notuð til úteiknings á einkunn hvers meirihluta. Fyrir hvern flokk í meirihluta var eftirfarandi formúla notuð; [Vægi flokks í meirihluta] = [Einkunn flokks í loftslagsrýni] * [Þingmannafjöldi flokks] / [Fjöldi þingmanna í meirihluta]. Til að fá fram heildareinkunn mögulegs stjórnarmynsturs þá er vægi flokka í viðkomandi meirihluta lagt saman. Til að gefa viðmið þá reiknuðum við einn meirihluta þar sem allir flokkar eru saman í meirihluta og fengum við þá út einkunnina 5,3 – s.s. allir saman í einum meirihluta með 63 þingmenn (rauða súlan í grafinu).

    Dæmi: DVB = 4,7 * 16/34 + 7,6 * 11/34 + 5,5 * 8/34 = 5,8

    Niðurstöður

    Í eftirfarandi töflu má sjá niðurstöður okkar miðað við þessar vangaveltur. Einkunnin dreifist frá 3,4 hjá DBFM uppí 7,3 hjá VSPB. Þetta getur því gefið einhverja hugmynd um hvaða meirihlutar séu líklegri en aðrir til að taka á loftslagsmálunum.

    einkunn_graf

    Umræður

    Samkvæmt þessu má lesa út loftslagseinkunnir fyrir hina ýmsu mögulega meirihluta. Hæstu einkunn fær meirihluti VSPB (7,3) og næst hæstu einkunn fær VSPBC (7,2) – sem er vart marktækur munur. Þessir tveir möguleikar virðast því bestir fyrir loftslagspólitíkina á Íslandi miðað við forsendurnar. Sá möguleiki sem mest er fjallað um þessa dagana, DVB, fær einkunnina 5,8 samkvæmt þessu, sem er marktækt lægra en tveggja hæstu möguleikanna. Orsakavaldur lágrar einkunnar DVB er fyrst og fremst slakar einkunnir Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í loftslagsrýninu. Þeir möguleikar (hér að ofan) þar sem Miðflokkurinn og Flokkur Fólksins eru með í för, fá báðir falleinkunn samkvæmt okkar mati, en það liggur mest í því að þeir flokkar sendu ekki svör (Miðflokkurinn sendi svar of seint og var því ekki með, svarið hefði hvort sem er ekki hækkað einkunn þeirra að neinu ráði og Flokkur Fólksins sendi ekkert) og fengu því báðir flokkar núll í matinu og eru þessir flokkar því óþekktar stærðir í þessu mati. Það er þó fátt frá þessum tveimur flokkum sem að bendir til áhuga þeirra á loftslagsmálum almennt.

    Í matinu er ekki gerð tilraun til að meta hugsanlegar efndir og/eða framkvæmd í framtíðinni. Hér er verið að reyna að leggja mat á hugsanlegan áhuga mismundandi stjórnarmynstra á loftslagsmálum í framtíðinni, sem hefur í sjálfu sér ekki forspárgildi. Svo má líka hugsa sér að loftslagseinkunn meirihlutanna sé ekki lýsandi ef flokkur með hærri einkunn hefur loftslagsmálin á sinni könnu og myndi halda því málefni meira á lofti í ríkisstjórn (eða öfugt), þannig að þessi einkunn gefur okkur hugmynd en segir ekki alla söguna.

  • Sýnum í verki að loftslagsmálin séu forgangsverkefni

    Sýnum í verki að loftslagsmálin séu forgangsverkefni

    13412890_549635985216164_2118920633963755112_nVið sem stöndum að París 1,5 hópnum erum ánægð með þá umfjöllun sem loftslagsrýnið fyrir kosningarnar í ár hefur fengið eftir birtingu. Í raun má skipta niðurstöðunum í þrennt, það er þeir sem falla, þeir sem standast prófið með einkunn á bilinu 5-7,5 og svo þeir sem eru með hærri einkunn en 7,5. Í okkar huga er lítill munur á stefnu efstu fjögurra flokkanna og hinir sem á eftir koma geta vissulega enn komið á óvart í framkvæmdinni og/eða umræðunni. Það er erfitt að segja að flokkurinn sem varð efstur í rýninu sé mikið betri en hinir 3, en allavega er marktækur munur á stefnum efstu fjögurra flokkanna og svo hinna sem lentu neðar í matinu. Næsta mál er svo mikilvægara en stefna flokkanna, en það er að koma orðunum í framkvæmd og efna það sem stefnt er að (og kannski gott betur). Það er, hverjir eru líklegastir til að standa við orðin – það er stóra spurning dagsins! Það er eitt að segja eitthvað sem passar við ákveðinn ramma, annað að standa við það og gera hlutina í samræmi við stefnuna þegar komið er á stóra sviðið.

    Við viljum hvetja alla flokka til að standa sig vel í að útskýra hvernig þeir ætla að efna loftslagsstefnumál sín í kosningabaráttunni (og jafnvel gera enn betur) til að kjósendur geti tekið enn upplýstari afstöðu. Loftslagsrýnið er hluti af því að koma umræðu um loftslagsmálin af stað, bæði á milli flokka um t.d. hvernig þeirra stefna er raunhæfari en annarra o.s.frv. og úti í samfélaginu. Tilgangur París 1,5 hópsins með loftslagsrýninu er að stuðla að umræðu í opinbera rýminu.

  • Loftslagsrýni flokkanna 2017

    Loftslagsrýni flokkanna 2017

    paris_1_5Hópurinn París 1,5 gerði eftirfarandi úttekt á stefnu stjórnmálaflokkanna í loftslagsmálum fyrir kosningarnar sem verða þann 28. október 2017.

    Hér verður aðferðafræðin rakin, þ.e. farið yfir þá þætti sem voru notaðir við loftslagsrýni flokkanna, fjallað um einkunnagjöfina og það hvernig við völdum stjórnmálaflokkana sem eru í úttektinni. Neðst er svo niðurstaða þessa mats og umræða.

    Aðferðafræðin

    Öllum flokkum sem eru með lista í kjöri fyrir kosningarnar 2017 var sendur tölvupóstur með spurningum í 6 liðum sem við báðum flokkana um að svara. Einkunnir eru gefnar á forsendum stefnu flokkanna til framtíðar, út frá þeim svörum sem bárust. Í síðasta kosningarýni takmörkuðum við okkur við þá flokka sem höfðu möguleika (samkvæmt könnunum) til að komast á þing, en núna fengu allir flokkar jafna möguleika á að svara. Flokkarnir fengu s.s. möguleika á að svara þessum 6 liðum, þar sem þeir túlka sína stefnu út frá loftslagsmálunum. Við lítum svo á að þessi svör séu í takt við opinberar stefnur flokkanna. Loftslagsstefnur eftirfarandi flokka voru rýndar:

    • Björt Framtíð
    • Framsókn
    • Píratar
    • Samfylkingin
    • Sjálfstæðisflokkurinn
    • Viðreisn
    • Vinstri Græn
    • Alþýðufylkingin
    • Dögun

    Miðflokkurinn og Flokkur Fólksins svöruðu ekki og hljóta því einkunina 0 í rýninu.

    Hér má lesa öll svör flokkanna (í einni belg og biðu og óreglulegri röð).

    Til að gefa flokkunum einkunn þá notuðum við kerfi þar sem við mátum þessa 6 mismunandi þætti og gáfum þeim einkunn á bilinu 0-10, en misjafnt vægi er á milli þátta. Tveir þættir fá einfalt vægi (mest 10 stig hver þáttur) og fjórir þættir fá tvöfalt vægi (mest 20 stig hver þáttur) – 100 stig í allt. Í fyrra höfðum við einn þáttinn mögulega sem mínus, en við slepptum því núna – sem mögulega hækkar einkunnagjöfina um 2 fyrir þá flokka sem fengu mínus síðast (Sjálfstæðisflokkur og Framsókn). Nánar er fjallað  um hvern þátt hér á eftir.

    Þegar svörin lágu fyrir lögðum við svo okkar mat á hvern þátt og hvað kom fram hjá hverjum flokki og gáfum einkunnir út frá því – sem endaði svo í þeirri einkunn sem hver flokkur fékk varðandi loftslagsmálin í einkunnagjöfinni hér fyrir neðan. Það var mjög ánægjulegt að flestir flokkar svöruðu og lögðu greinilega hugsun og vinnu í svörin. Auðvitað verður matið að einhverju leyti huglægt, en við teljum að þessi nálgun gefi nokkuð gott viðmið varðandi loftslagsstefnur flokkanna og hvernig þeir standa innbyrðis, þó kannski sé lítill munur á flokkunum í efstu sætunum almennt og flestir flokkar þurfa ekki að gera mikið til að skora hærra. Að okkar mati hafa flestir flokkarnir tekið málið fastari tökum fyrir þessar kosningar en áður og við munum fylgjast vel með efndum í framtíðinni, í takt við þau svör sem okkur bárust.

    Þættirnir 6 eru eftirfarandi:

    1. Er flokkurinn með eða á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu.
      • Þeir flokkar sem taka einarða stefnu með olíuvinnslu fá núll stig – þeir sem ekkert nefna um málið fá 0 og þeir sem taka einarða afstöðu gegn olíuvinnslu fá mest 10 í einkunn og svo allt þar á milli (það var hægt að fá mínus í þessum flokki í rýninu fyrir kosningarnar 2016)
      • Tvöfalt vægi – mest 20 stig
    2. Eru tölu- og/eða tímasett markmið varðandi samdrátt í losun CO2
      • Því nánari markmið, því betra
      • Tvöfalt vægi – mest 20 stig
    3. Er gert ráð fyrir kolefnisgjaldi eða hagrænum hvötum á losun gróðurhúsalofttegunda
      • Því nánari útfærsla því betra
      • Tvöfalt vægi – mest 20 stig
    4. Tillögur um breytingu innviða til að taka á vandanum
      • Til að mynda er hér verið að skoða tillögur til að flýta rafbílavæðingu og öðrum breytingum innviða til að taka fyrr á vandanum
      • Einfalt vægi – mest 10 stig
    5. Tillögur varðandi endurheimt votlendis og skógrækt
      • Almennar tillögur varðandi þessa þætti
      • Tvöfalt vægi – mest 20 stig
    6. Annað almennt um loftslagsmál
      • Skoðuðum aðra þætti sem flokkarnir töldu vert að nefna varðandi loftslagsmálin og reyndum að meta það á hlutlægan hátt
      • Einfalt vægi – mest 10 stig

    Niðurstaða

    Loftslagsstefnur flokkanna voru rýndar og einkunnir gefnar samkvæmt fyrrgreindum forsendum. Flokkarnir fengur eftirfarandi einkunnir (einkunn innan sviga):

    • Alþýðufylkingin (5,9)
    • Björt Framtíð (8,1)
    • Dögun (6,4)
    • Framsókn (5,5)
    • Píratar (8,5)
    • Samfylkingin (7,8)
    • Sjálfstæðisflokkurinn (4,7)
    • Viðreisn (6,3)
    • Vinstri Græn (7,6)
    • Miðflokkurinn (0,0)
    • Flokkur Fólksins (0,0)

    Mat_loftslagsryni

     

    Átta flokkar standast prófið eins og staðan er í dag og eru Píratar með metnaðarfyllstu stefnuna miðað við þetta rýni. Lítið vantar uppá að Sjálfstæðisflokkurinn standist matið og virðist bara lítillega vanta uppá metnaðinn við að setja skýrari markmið og aðeins ítarlegri stefnu, en það þarf ekki mikið til og það virðist vera áhugi fyrir hendi þannig að þau geta vonandi gert enn betur í framtíðinni. Alþýðufylkingin, Dögun, Framsókn og Viðreisn ná öll rétt rúmlega lágmarkseinkunn, en það má segja að þeirra stefnur séu ekki nægjanlega góðar til að teljast í toppflokknum. Í toppi rýnisins eru svo VG, Samfylkingin, Björt Framtíð og Píratar sem teljast sigurvegarar rýnisins. Á milli þessara fjögurra efstu flokka er vart hægt að tala um marktækan mun út frá aðferðafræðinni og eru þeir á svipuðum nótum en með misjafnlega útfærð svör og stefnur sem veldur muninum á flokkunum. Píratar teljast sigurvegarar rýnisins, en hinir flokkarnir þrír fylgja fast á eftir.

    Miðflokkurinn og Flokkur Fólksins sendu ekki svör og fá því falleinkunina núll.

    Umræður

    13412890_549635985216164_2118920633963755112_nVið í París 1,5 hópnum viljum gjarnan hvetja stjórnmálaflokka og frambjóðendur til að taka þetta mikilvæga mál á dagskrá og ekki bara sem atriði í stefnuskrám flokkanna, heldur sem eitt af aðalatriðum hjá öllum flokkunum þegar unnið er að pólitískum markmiðum frá degi til dags, enda skipta loftslagsmálin miklu máli. Ef við göngum ekki vel til verks í þessum efnum í dag, þá skipta öll hin málin miklu minna máli (þó svo vissulega geti önnur mál fyllt mikið til skemmri tíma). Við erum hluti af borgurum jarðarinnar og við þurfum öll að gera okkar til að minnka kolefnisfótspor af mannavöldum, því fyrr sem við byrjum þá mikilvægu vinnu, því betra.

    Loftslagsstefnur flokkanna miðað við þau svör og stefnur sem flokkarnir leggja fram fyrir kosningarnar 2017 virðast betri en var fyrir ári síðan, sem er mjög jákvætt. Við í París 1,5 munum fylgjast vel með framvindu mála og halda flokkunum við efnið á næstu misserum, eitt er að setja fram stefnur og svara spurningum, annað mál er að fara eftir þeim.

  • Svör flokkanna – 2017

    Hér má lesa svör flokkanna fyrir loftslagsrýnið 2017 í einni belg og biðu og ekki sérstakri röð.

    Framsókn:

    1. Skoða þarf hvort leyfi vegna olíuvinnslu sem búið er að gefa út samrýmist loftslagsmarkmiðum Parísarsamkomulagsins. Verkefnið var stett af stað fyrir nokkrum árum síðan. Framsókn vill að endurnýjanleg orka verði aðalorkugjafi framtíðarinnar.
    1. Framsókn vill að loftslagsmarkmiðum Parísarsamkomulagsins sé náð til að tryggja að hlýnun jarðar fari ekki yfir 1,5°C. Framsókn vill að markmiði Íslands verði náð um minnkun 40% losun með Evrópuríkjum og Noregi fyrir 2040.
    1. Framsókn vill að hagrænir hvatar hafi jákvæð áhrif og dragi úr losun á gróðurhúsalofttegundum. Umbylta þarf hvatakerfinu til að stuðla að aukinni notkun endurnýjanlegri orku.
    1. Endurnýjanleg orka á að nýta til samgangna og innviðauppbyggingu. Framsókn vill auka rafvæðingu samgangna, með fjölgun hleðslustöðva um allt land eins fljótt og fjölgja raftengingum skipa í höfnum.
    1. Auka þarf enn frekar skógrækt, landgræðslu og aðra endurheimt landgæða. Það verði gert í samstarfi við landeigendur, skógræktar- og landgræðslufélög, bændur og sveitarfélög sem leiðir til aukinnar kolefnisbindingar, verðmætasköpunar og verndun jarðvegs. Skapa þarf hvetjandi umhverfi sem leiðir til nýsköpunar úr afurðum og arðs af skógrækt. Skipuleggja þarf skógrækt, endurheimt votlendis og landgræðsluframkvæmdir á völdum svæðum á landinu á grundvelli sérstakrar framkvæmdaráætlunar með hagkvæmni og samþætt sjónarmið skógræktar, landbúnaðar og útivistar að leiðarljósi
    1. Framsókn vill draga úr loftmengun og útblæstri koltvísýrings. Óásættanlegt er að sum fyrirtæki séu nauðbeygð til að nota dísilolíu í landi þar sem endurnýjanlegt orka er næg. Tryggja þarf að öll fyrirtæki og heimili landsins geti nýtt endurnýjanlega orku.

    Sjálfstæðisflokkurinn:

    1. Í tíð vinstri stjórnarinnar voru veitt leyfi til leitar að olíu með fyrirheitum um vinnslurétt. Það er ekki stefna Sjálfstæðisflokksins að gera tilraun til að innkalla þessi leyfi.
    1. Ísland hefur undirgengist þær alþjóðlegu skuldbindingar sem felast í Parísarsamkomulaginu sem fullgilt var í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.
    1. Nú þegar eru til staðar sérstök kolefnisgjöld á eldsneyti og aðrir mjög háir skattar ásamt nánast algerum skattfríðindum fyrir raf- og tvinnbíla. Þessir hvatar hafa ýtt undir notkun raf- og tvinnbíla með þeim árangri að sala slíkra bíla er einungis meiri í Noregi en hér á landi.
    1. Að frumkvæði iðnaðarráðherra Sjálfstæðisflokksins hafa verið veitir styrkir undanfarin ár til uppbyggingar hraðhleðslustöðva.
    1. Mikilvægt er að það frumkvæði Íslands að gera endurheimt votlendis að viðurkenndri mótvægisaðferð verði nýtt til hins ýtrasta. Það eru jafnframt mikil sóknarfæri í því fyrir bændur og aðra landeigendur ef tækist að gera endurheimt votlendis og skógrækt viðurkenndar leiðir í stað kaupa á losunarkvótum.
    1. Mikilvægt er að almennt starfsumhverfi fyrirtækja sé gott svo þau hafi svigrúm til að leita nýrra og umhverfisvænni leið í starfsemi sinni.

     

    Samfylkingin:

    1. Samfylkingin lagðist gegn frekari borun og vinnslu á Drekasvæði með ályktun á landsfundi
      2015. Þetta er enn stefna Samfylkingarinnar: „Samfylkingin telur að mistök hafi verið gerð þegar
      leit var hleypt af stað á Drekasvæðinu. Nú þarf að vinda ofan af þeirri leit og vinnsluáformum og
      lýsa því yfir að Íslendingar hyggist ekki nýta hugsanlega jarðefnaorkukosti í lögsögu sinni. Slík
      yfirlýsing verði hluti af framlagi Íslendinga til heildarsamkomulags um aðgerðir gegn
      loftslagsvá.“
    2. Við tökum undir markmið Evrópusambandsins um 40% samdrátt (m.v. 2005; stóriðja
      undanskilin). Það er ólíklegt að íslensk stjórnvöld geti samið sig frá því hlutfalli sem neinu
      nemur. Ísland er nálægt því að falla á prófinu miðað við skuldbindingar í Kyótó-bókun II, og
      þarf að slá í klárinn til að komast hjá því að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að ná því
      marki. Í Parísarsamkomulaginu er gert ráð fyrir áföngum sem þarf að standa við, til að ná
      markinu á þriðja áratugnum, og til að þurfa ekki að borga fyrir losunarheimildir. Þeim
      áfangamörkum þarf að ná með samstilltu átak ríkis, sveitarfélaga, fyrirtækja, félagasamtaka og
      almennings, sem kristallist í tímasettri aðgerðaáætlun með skýrri ábyrgðardreifingu. –
      Flokkurinn lítur á þetta sem eitt helsta verkefni næsta kjörtímabils og hinna næstu, og fagnar
      auknum skilningi á loftslagsvánni á síðustu misserum – sem ef til vill fylgir í kjölfar tíðinda um
      að súrnun sjávar sé þegar hafin á miðunum kringum landið.
      Það er skynsamlegt að gera sér grein fyrir því að það verður bæði erfitt og kostnaðarsamt að
      standa við þessar skuldbindingar okkar. Samanber síðustu skýrslu umhverfisráðherra til þingsins
      um þetta efni: „Þótt stjórnvöld þurfi ekki að bera beina ábyrgð á stóraukinni losun frá stóriðju
      stefnir engu að síður í að Ísland standi að óbreyttu hvorki við skuldbindingar sínar innan Kýótó-
      bókunarinnar til 2020 eða Parísarsamningsins til 2030.“ Við Íslendingar erum hins vegar
      hamhleypur til verka þegar þannig liggur á okkur. Við eigum að ráða við þetta verkefni ef rétt er
      á haldið og ekki skortir leiðsögn vísindamanna og félagasamtaka áhugafólks, pólitíska forystu og
      samstöðu meðal almennings.
    3. Sannarlega. Meðal þeirra verkefna sem hægt er að hefja strax – og er raunar þegar hafið – eru orkuskipti í samgöngum. Við það verk eiga stjórnvöld að beita hagrænum hvötum, þar á meðal í gjaldtöku, til að hvetja neytendur til að kaupa vistvænni bíla. Árangur Norðmanna við rafvæðingu bílaflotans byggist á því að ekki eru einungis lækkuð gjöld á bílum sem ganga fyrir eldsneyti úr endurnýjanlegum lindum heldur eru hækkuð gjöld á sams konar bíla sem brenna kolefniseldsneyti. Til greina kemur að aðstoða ákveðna hópa bíleigenda til að skipta úr jarðefnaeldsneyti, jafnvel með styrkjum. Þá er sjálfsagt að líta til rekstrargrundvallar fyrirtækja í almannasamgöngum og auka stuðning ríkis og sveitarfélaga. Á franska þinginu er nú verið að ræða frumvarp umhverfisráðherrans Hulots um að ljúka orkuskiptum fyrir árið 2040. Íslendingar ættu einnig setja sér slíkt markmið, viljayfirlýsingu byggða á rannsóknum og raunhæfu pólitísku mati. Í aðgerðaáætlun verður farið yfir öll samfélags- og atvinnusvið en við hæfi er að nefna sérstaklega landbúnað vegna væntanlegrar endurskoðunar búvörusamninga. Þar gefst tækifæri til að taka saman höndum um samdrátt verulegrar losunar frá þeirri atvinnugrein og gera endurheimt landgæða og bindingu kolefnis að sameiginlegu verkefni. Samfylkingin hefur lengi boðað græna skatta (á auðlindanotkun, gætu þá lækkað á laun og neyslu) græna fjárhagshvata (umbun fyrir grænar ákvarðanir í lífsháttum), en einnig verður að huga að skipulagi og umbúnaði í nærumhverfi fólks og fyrirtækja. Við bendum á loftslagsárangurinn í Reykjavíkurborg þar sem jafnaðar- og framfaraöfl hafa ráðið ferðinni síðan 2010.
    4. Við viljum að uppbygging innviða fari fram í samræmi við markmið almannavaldsins um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Orkuskipti í samgöngum, á landi utan höfuðborgarsvæðisins eru óhugsandi án slíkrar uppbyggingar. Í aðgerðaáætlun þarf einnig að ákveða að rafvæða hafnir, til að aðstoða við orkuskipti í sjávarútvegi og siglingum, þar á meðal við móttöku skemmtiferðaskipa. Við tökum undir nýlegar hugmyndir um að loftslagsmeta allar helstu áætlanir ríkis og sveitarfélaga, svo sem samgönguáætlun, rammaáætlun og jafnvel fjárlög. Samkvæmt loftslagsmálalögum (29. gr.) á loftslagssjóður meðal annars að leggja til fjármagn til þróunar, rannsókna og fræðslu á þessu sviði, og skal meðal annars njóta fjárframlaga frá ETS- kerfinu (stóriðjan). Sjóðurinn er nú aðeins til á pappírnum en honum verður að koma í gagnið hið fyrsta. Hingað til hafa stjórnvöld látið tekjur af ETS renna beint í ríkissjóð í stað þess að hlíta ætlun laganna.
    5. Samfylkingin vill styðja við og meta vandlega hver tækifæri okkar eru til að stemma stigu við heildarlosun og auka súrefni í andrúmslofti með endurheimt landgæða – ræktun, landvernd og endurheimt votlendis – og nýjum leiðum á borð við niðurdælingu og framleiðslu metanóls úr koltvísýringi. Ýmis þessara eru raunar framfaramál í sjálfu sér, svo sem endurheimt votlendis, þar sem lítið hefur verið aðhafst þótt margt sé talað. Um það verk væri kjörið að gera áætlun til 5 eða 10 ára, í samvinnu við bændur. Þá þarf líka að gæta að ýmsu lagasamhengi, og lagfæra til dæmis stærðarskilgreiningu náttúruverndarlaga um votlendi og stöðuvötn/tjarnir (57. gr.) og samsvarandi ákvæði umhverfismatslaga. Það er óljóst hverju má ná fram í alþjóðasamningum um vægi þessara þátta í því heildarframlagi sem Íslendingar taka að sér. Nokkur árangur hefur náðst um endurheimt votlendis, þar sem um beinan samdrátt votlendis er að ræða. Skynsamlegt er að varast oftrú á samningsárangur um þessa þætti. Höfuðverkefni okkar næstu áratugi verður að draga úr losun frá samgöngum, iðnaði, landbúnaði o.s.frv., og nú ekki síst í ferðaþjónustu sem hefur þanið út heildarlosunina á Íslandi síðustu árin, innan skuldbindinga og utan.
    6. „Samfylkingin telur rangt að setja samasemmerki milli minnkandi hagvaxtar og samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda. Þvert á móti telur Samfylkingin að í rannsóknum og nýsköpun á þessi sviði felist ótal möguleikar fyrir Íslendinga“ – Fagra Ísland, 2007, bls. 6. Þessir möguleikar byggjast að sjálfsögðu á aðstæðum okkar á norðurslóðum þar sem „báran brotnar“ í loftslagsþróuninni, á hæfum vísindamönnum og -stofnunum, og á lipurð í samfélaginu við að bregðast við breyttum aðstæðum og hagnýta sér nýjungar. Tækifærin felast ekki síður í þeirri samfélagslegu umsköpun sem líkur eru á að vinna gegn loftslagsvánni og að aðlögun leiði til.
      Samfylkingin telur að jafnaðarstefnan sé þeim kostum búin að geta orðið samnefnari sjálfbærrar framvindu í umhverfi, samfélagi og efnahag.

     

    Alþýðufylkingin:

    1. Já, fortakslaust. Skv. stefnuskrá: “Sé olíu að finna á Drekasvæðinu viljum við að hún sé látin liggja kyrr.”Enn fremur sjáum við enga ástæðu til að bjóða olíuleitendum bætur. Þorsteinn Bergsson, sem skipar 1. sæti R-lista Alþýðufylkingarinnar í Norðausturkjördæmi orðar þetta á einkar skemmtilegan hátt þegar hann svaraði RÚV:”AF mun ekki frekar en aðrir flokkar geta haft bein áhrif á tilhögun mála á Drekasvæðinu nema að flokkurinn komist i ríkisstjórn að loknum kosningum. Verði ekki svo hefur flokkurinn engar lagalegar forsendur né lögleg meðöl til að leyfa eða koma í veg fyrir eitt eða neitt á Drekasvæðinu.Ég geri því ráð fyrir að spurningin gangi út frá því að AF verði í ríkisstjórn og hvet þá kjósendur í leiðinni til að stuðla að því að svo verði. Við teljum að ríkisstjórn fullvalda lands geti hlutast til um auðlindanýtingu innan sinnar lögsögu án þess að þurfa að spyrja aðra. Innan ríkisstjórnir hefði AF því allar þær lagalegu forsendur sem þjóðréttarákvæði segja til um til þess að koma í veg fyrir oliuvinnsluna. Í svari við þriðja lið þessarar spurningar ætla ég að leyfa mér smá orðhengilshátt því ég kann ekki við orðalagið. Það kemur ekki til greina að rétta hlut leyfishafanna vegna þess að það gefur í skyn að á þeim hafi verið brotið. Svo er ekki, þeir æddu út í þetta með opin augun og tilgangurinn var þegar upp væri staðið að hafa verulegan hagnað af auðlind sem tilheyra ætti með réttu íslensku þjóðinni. Hvort lagatæknileg atriði í hinum bjálfalegu samningum sem gerðir voru geta hins vegar orðið til þess að bæta þurfi leyfishöfunum að einhverju leyti þann kostnað sem þeir hafa óbeðnir lagt í get ég ekki fullyrt um vegna skorts á lögfræðiþekkingu. En mig langar að segja eftirfarandi sögu: Gestur kemur í spilavíti og hættir þar miklu fé. Um samskipti hans og spilavítiseigandans gildir sú regla að eigandinn borgar orðalaust út alla vinninga. Nú tekur gestur að spila og tapar miklu fé. En það er í lagi hans vegna því hann telur sig vita að stóri vinningurinn sem hann á eftir að fá borgar það allt upp og meira til. En nú kemur lögreglan og lokar spilavítinu af því að það er talin samfélagsleg vá og ekki verjandi að rekstur þess haldi áfram. Á nú gesturinn kröfu á að spilavítiseigandinn bæti honum tapið af því að hann náði ekki að spila nógu lengi til að fá stóra vinninginn? Hefði hann kannski aldrei fengið hann og hvað þá?”
    2. Við lítum svo á að meðan þjóðfélagið er keyrt áfram af gróðadrifnu markaðskerfi, sem gerir endalausar kröfur um siaukinn hagvöxt sé tómt mál að tala um tímasetningar umfram Parísarsamkomulagið hvort sem er hérlendis eða á alþjóðavettvangi. Í rauninni teljum við afar ólíklegt að markmiðin náist hvort sem er innanlands eða á heimsvísu meðan að svo er. Eina færa leiðin til að minnka losun CO2 er félagsvæðing þjóðfélagsins þar sem hagsmunir þjóðarinnar en ekki auðmanna eru látnir vera í fyrirrúmi. Með því er hægt að sleppa hagvextinum út úr jöfnunni og þá fyrst verður til grundvöllur til að draga verulega úr notkun jarðefnaeldsneytis.
    3. Nota má báðar ofangreindar leiðir. Með því að félagsvæða bankakerfið og stórlækka vexti má t.d. hugsa sér að umhverfisvæn fyrirtæki fái betri/hagkvæmari fyrirgreiðslur í félagslega reknum bönkum þar sem ríkið stýrir vöxtunum. Þá má enn fremur beita skattkerfinu í sama augnamiði.
    4. Rafbílavæðing, stóraukin notkun félagsvæddra (en ekki einkarekinna og gróðadrifinna) almenningssamgangna, umtalsverð minnkun ónauðsynlegra flutninga, efling lífræns búskapar o.fl. Með ónauðsynlegum flutningum eigum við annars vegar við ónauðsynlega flutninga fólks þar sem einn er í hverjum bíl í stað þess að nota almenningssamgöngur eða vera saman um bíla (etv mættu fullir fólksbílar nota sérakreinar eins og taxi og strætó) og hins vegar ónauðsynlega flutninga á fénaði, fiski og vörum ýmiss konar. T.d. má taka upp strandsiglingar að nýju, sem m.a. sparar viðhald vega. Þá þarf að fjölga sláturhúsum aftur og banna fiskflutninga á milli landshluta.
      Hins vegar dugar þetta skammt í gróðadrifnu markaðskerfi.
      Í stefnuskrá okkar segir:
      “Öll helstu umhverfisvandamál og ógnanir við vistkerfi heimsins eiga sér frumorsök í eðli og hagsmunum auðstéttarinnar og kröfu hennar um sífelldan hagvöxt og hámarksgróða. Aukin velta í hagkerfinu knýr fram aukna ásókn í auðlindir og orkunotkun til að byggja undir hagvöxtinn. Þetta er tilfellið þó svo að offramleiðsla hafi verið á heimsvísu undanfarna áratugi. Lausnir umhverfisvandamálanna verða að byggjast á samfélagslegum lausnum og ákvörðunum, bæði pólitískum og tæknilegum, sem ekki stjórnast af gróðamöguleikum auðmanna.
      Til að stemma stigu við aðsteðjandi umhverfisvanda er nauðsynlegt að losa samfélagið undan oki hins gróðadrifna fjármálakerfis. Þegar fjármálakerfið verður rekið á félagslegum grunni án þess að soga til sín öll verðmæti úr hagkerfinu verður svigrúm til að auka fjölbreytni í atvinnu og verðmætasköpun, sem þá þarf ekki að standa undir himinháum fjármagnskostnaði. Þannig minnkar þörfin fyrir orkufreka flutninga með vörur heimshorna á milli. Framleiðsla miðast meira við þarfir fólksins en ekki þarfir auðmagnsins fyrir sífellt auknar fjárfestingar til að ávaxta aukinn gróða. Þetta er lykillinn að því að vinda ofan af umhverfisógninni og koma á sjálfbæru samfélagi sem ekki gengur á rétt komandi kynslóða með græðgi fámennrar auðstéttar. Vaxandi hreyfing í samfélaginu tekur umhverfismálin alvarlega og vinnur ötult starf til lausnar á þeim. Til að auka árangur þess og til að bjarga jörðinni út úr vítahring mengunar og sóunar auðstéttarinnar er mikilvægt að skilningur vaxi innan umhverfishreyfingarinnar á því að kapítalisminn verður aldrei grænn.”
    5. Skv. stefnuskrá:
      “Jarðvegsvistkerfi Íslands er auðlind og eign þjóðarinnar. Eðlilegt er að landbúnaður sé stundaður á Íslandi til að nýta þau verðmæti sem í jarðvegsauðlindinni felast í þágu þjóðarinnar og þeirra sem að landbúnaði starfa.
      Tryggja þarf landbúnaðinum aðgang umfram aðra landnotkun að besta landbúnaðarlandinu og stuðla að því að það sé í hverju tilviki nýtt til þeirrar tegundar búrekstrar sem best hæfir. Því viljum við gera rammaáætlun um samþættaða vernd og nýtingu lands til ræktunar, úthagabeitar og annarra nota. Í ÞEIRRI ÁÆTLUN SKAL STEFNT AÐ SKÓGRÆKT EÐA ENDURHEIMT VOTLENDIS Á LANDI SEM HEFUR VERIÐ RUTT EÐA RÆST FRAM ÁN ÞESS AÐ ÞAÐ SÉ NÝTT SEM TÚN EÐA AKRAR. MEÐ ÞVÍ AÐ FYLLA UPP Í ÓÞARFA FRAMRÆSLUSKURÐI VONUMST VIÐ TIL AÐ MINNKA MAGN GRÓÐURHÚSALOFTTEGUNDA SEM FRÁ LANDINU STAFAR, OG UM LEIÐ ENDURSKAPA VISTKERFI FUGLA O.FL. DÝRA.
      Til sjálfbærnisjónarmiða telst áskilnaður um efnahagslega sjálfbærni, að afturkræfni umhverfisáhrifa sé fyrirséð og að endurreisn hruninna vistkerfa sé ekki hamlað. Eðlilegt er að landbúnaðurinn sé varinn fyrir samkeppni við framleiðslu sem byggi á ósjálfbærum framleiðsluháttum, illri meðferð búfénaðar eða notkun láglaunavinnuafls. Opinber stuðningur við landbúnað á fela í sér eflingu jarðvegsauðlindarinnar og uppbyggingu í sjálfbærum landbúnaði til framtíðar. Við viljum gefa landbúnaðinum sérkjör á raforku: selja bændum rafmagn á kostnaðarverði. Við viljum að gróðurhúsabændum verði gefið heitt affallsvatn þar sem því verður við komið. Setja þarf af stað átak til að þróa og innleiða umhverfisvæna orkugjafa fyrir landbúnaðarvélar.
      Veigamesti opinberi stuðningurinn við landbúnaðinn er þó að koma félagsvæddu fjármálakerfi á laggirnar, og losa bændastéttina, eins og aðrar stéttir, undan áhyggju- og skuldaklafa vegna fjármagnskostnaðar.”
    6. Átak í þróun og innleiðingu umhverfisvænna orkugjafa í skipaflotanum.
      Úr stefnu Af:
      “Alþjóðleg umhverfismál Helsta orsök umhverfisvandans er sókn auðvaldsins í hámarksgróða og offramleiðslu. Þar skarar hver eld að sinni köku og vill ekki gefa eftir, jafnvel þótt hann viðurkenni vandann og vilji kannski að hinir gefi eftir hjá sér. Fjármálaauðvaldið ýtir undir þessa viðleitni með kröfu um háar vaxtagreiðslur og arðgreiðslur til hlutabréfaeigenda.
      Umhverfismál skipta alla máli og eru úrslitamál í framtíð mannkynsins. Þau eru líka þess eðlis, að mörg þeirra verða ekki leyst nema með samvinnu margra landa, jafnvel flestra eða allra eftir atvikum. Barátta fyrir alþjóðlegu samstarfi í umhverfismálum – samstarfi sem virkar – er því meginás í stefnu Alþýðufylkingarinnar í utanríkismálum. Við sjáum ekki „tækifæri“ í því að einhverjar siglingaleiðir opnist þegar það er afleiðing hamfara af mannavöldum.
      VIÐ VILJUM AÐ ÍSLAND BEITI SÉR EFTIR FREMSTA MEGNI Í AРMINNKA ÚTBLÁSTUR GRÓÐURHÚSALOFTTEGUNDA OG Í AÐ MINNKA MENGUN OG SÚRNUN SJÁVAR, SVO NOKKUÐ SÉ NEFNT. ÓNAUÐSYNLEGA FLUTNINGA Á FÓLKI OG VARNINGI ÞARF AÐ MINNKA TIL AÐ DRAGA ÚR ÚTBLÆSTRI. ORKU ÞARF AÐ NÝTA BETUR OG MINNKA ÞARF BRUÐL MEÐ HLUTI SEM HAFA VERIÐ FRAMLEIDDIR MEÐ MENGANDI HÆTTI, EKKI SÍST MATVÆLI. VIÐ VILJUM STYÐJA FÁTÆK LÖND TIL AÐ STYRKJA VINNUVERNDARLÖGGJÖF SÍNA, KJARASAMNINGA OG UMHVERFISREGLUGERÐIR, TIL ÞESS AÐ DRAGA ÚR ÁSÓKN VESTRÆNNA FYRIRTÆKJA ÞANGAÐ OG ÞAR MEÐ DRAGA ÚR BÆÐI ILLRI MEÐFERÐ Á FÓLKI OG NÁTTÚRU VIÐ FRAMLEIÐSLUNA, OG ÓÞARFA FLUTNINGUM MEÐ AFURÐIRNAR HEIMSHORNA Á MILLI.
      EINBOÐIÐ ER AÐ IÐNVÆDDU LÖNDIN RÍÐI Á VAÐIÐ OG DRAGI FYRST OG MEST ÚR SÍNUM ÚTBLÆSTRI, ENDA HAFA ÞAU BÆÐI SPÚIÐ MESTU ÚT Í GEGN UM TÍÐINA OG GERA ÞAÐ ENN, OG HAFA AUK ÞESS MUN BETUR EFNI Á UMHVERFISVÆNNI LEIÐUM HELDUR EN FÁTÆKARI LÖND.
      Lausnir í umhverfismálum verða að byggjast á félagslegum grundvelli og lýðræðislegum ákvörðunum. Þar er ekki pláss fyrir sóðaleg sjónarmið auðmanna um gróðamöguleika, of mikið er í húfi. Ísland á að ganga á undan með fordæmi, beita sér pólitískt og diplómatískt eftir því sem það hefur vigt til, og styðja umhverfisverndarhreyfingar um allan heim til þess að létta þeim baráttuna.”

    Viðreisn:

    1. Skýrt skal tekið fram að Viðreisn hefur ekki á stefnuskrá sinni að beita sér fyrir olíuvinnslu á Drekasvæðinu, þó svo að  framleiðsla á olíu og gasi í íslenskri lögsögu fari ekki í bága við loftslagsskuldbindingar. Þær skuldbindingar lúta að notkun eldsneytis en ekki að framleiðslu þess.
    1. Ísland berjist gegn hnattrænum umhverfisvandamálum, eins og loftslagsbreytingum, með virkri þátttöku í alþjóðlegu samstarfi gegn þeim. Við eigum að halda ótrauð áfram að ná markmiðum Parísarsáttmálans í loftslagsmálum og vera í framvarðasveit þjóða heims í baráttunni gegn loftslagsbreytingum.Skilvirk orkuskipti fyrir samgöngur á landi áhersluatriði: 1) Hröðum orkuskiptum í samgöngum á landi. 2) Jöfnum aðstöðu allra landsmanna til að sér nýta kosti rafbíla. 3) Lokum hringnum með hleðslustöðvum.
      Horfa má m.a. til frumkvæðis Norðmanna á þessu efni og vel kemur til greina að setja markmið á borð við að eftir 2025 verði ekki fluttir inn bílar nema þeir gangi fyrir rafmagni að hluta eða alfarið.
      Fyrr á þessu ári hófu stjórnvöld vinnu við aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Þetta er sá vettvangur innan stjórnsýslunnar sem best er til þess fallinn að útfæra markmið og móta skýra áætlun, með fulltingi sérfræðinga og hagsmunaaðila. Mikilvægt er að þessari vinnu verði fram haldið og fylgt eftir af festu.
    1. Koma þarf á samræmdu kerfi grænna hvata, í formi gjalda og/eða umbunar, sem fela í sér eðlilegar álögur á mengandi starfsemi en skapa jafnframt hvata til samdráttar í losun og annarra mótvægisaðgerða. Tryggt verði að sá sem mengar borgi. Sett verði metnaðarfull markmið um orkuskipti íslenska hagkerfisins og þeim sé fylgt eftir með hagrænum hvötum þannig að einstaklingar og fyrirtæki leiti hagkvæmustu leiða til að ná því marki, hvort sem er með grænum sköttum, losunarkvótum, niðurfellingu gjalda eða stuðningi.
      Í fjármálaáætlun og fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir hækkun kolefnisgjalds. Þá er tímarammi fyrir niðurfellingu vörugjalda og virðisaukaskatts á rafbíla þrefaldaður úr einu ári í þrjú.
    1. Ríkið móti heildstæða auðlindastefnu til langs tíma þar sem umhverfisvernd, heildarhagsmunir samfélags, hagsmunir sveitarfélaga, fjárfesting í innviðum og hagsmunir komandi kynslóða eru í forgrunni. Mikilvægt er að þétta net hleðslustöðva fyrir rafbíla um landið allt. Efla þarf almenningssamgöngur, m.a. með uppbyggingu borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu, til þess að skapa raunhæfa valkosti við notkun einkabílsins. Þá er mikilvægt að koma upp raftengibúnaði fyrir skip í höfnum landsins.
    1. Ráðist verði í aukna skógrækt og endurheimt votlendis. Nærri helmingur af votlendi Íslands hefur verið ræstur fram. Stór hluti þessa uppþurrkaða lands hefur ekki verið tekinn til túnræktar eða nýttur sem beitarland. Áhrif slíkra inngripa í náttúru landsins eru víðfeðm og endurheimt votlendis er því aðkallandi umhverfismál. Tilvalið virðist að rækta skóg á hluta þessa lands auk þess sem víða eru álitleg sóknarfæri til skógræktar, m.a. á ríkisjörðum. Mikilvægt er að hafa þessi sjónarmið að leiðarljósi m.a. við endurskoðun búvörusamninga og gefa landvörslustyrkjum aukið vægi í stuðningskerfi landbúnaðarins.
    1. Engin þjóð verður ósnortin af áhrifum loftlagsbreytinga. Því ber Íslendingum að axla sinn hlut í sameiginlegi ábyrgð mannkyns á loftslagsbreytingum. Ísland taki þátt í að berjast gegn hnattrænum umhverfisvandamálum, eins og loftslagsbreytingum, með virkri þátttöku í alþjóðlegu samstarfi gegn þeim og skipi sér í framvarðasveit þjóða heims í þeim efnum.

    Dögun:

    1. Nei. Ísland á nú þegar nægar náttúruauðlindi sem þarf að hlúa að og vernda bæði til
      sjós og lands.
    2. Fylgja á Parísarsamkomulaginu.
    3. Kolefnisskattur á að fylgja eldsneytiseyðslu ökutækja.
    4. Með jöfnum en ákveðnum skrefum skal stefna að rafvæðingu bílaflotann. Banna
      notkun svartolíu í efnahagslögsögu Íslands (5 ára áætlun) Skip sem sigla um íslenska
      landhelgi á að sekta ef þau hafa ekki sannanlega pappír um bláfána (Marpol samningurinn)
    5. Fylgja Parísarsáttmálanum. Endurheimta votlendi þar sem því er viðkomið. Efla
      skógrækt og landgræðslu. Ísland á að lýsi yfir kolefnishlutlausu landi fyrir 2050.
    6. Höfum frá stofnun flokksins haft náttúrvern og loftslagsmál ofarlega í okkar
      áherslum. Oft er þörf en nú er nauðsin. Þegar við tölum um náttúruvernd þá telst hafsvæðið
      kringum Ísland einnig með. Súrnun sjávar er graf alvarlegt mál sem þarf að fylgjast vel með
      og gera hafsvæðið sem er undir verndarvæng Ísland að ECA svæði.
      Íslensk stjórnvöld geta ekki skotið sér undan þeirri ábyrgð sem Parísarsamkomulagið í
      loftlagsmálum hefur lagt á okkar herðar. Ísland þarf að axla ábyrgð, og skila marktækum
      árangri og úrbótum varðandi þetta mál.

    Píratar:

    Sama og síðast – ATH – til að koma í veg fyrir misskilning, þá byggja svör Pírata á allri loftslagsstefnu þeirra, sjá hér. Rýnið fyrir Pírata var gert í fyrra.

    Vinstrihreyfingin grænt framboð (VG):

    1. Á móti.
      Landsfundur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs 2017 ályktaði að hverfa draga þyrfti úr losun
      gróðurhúsalofttegunda með því að hverfa frá olíuvinnslu.
      Vinstri græn gjalda varhug við öllum áformum um vinslu gass og olíu á norðurslóðum og vill að Ísland
      beiti sér fyrir því að jarðefnaeldsneyti verði ekki unnið á Norðurslóðum.
    2. Já.
      Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra eru stærsta verkefni mannkyns á komandi árum og áratugum. Áhrif þeirra á vistkerfi heimsins geta valdið tjóni í hverju einasta ríki og það er forgangsverkefni að draga úr áhrifum þeirra og undirbúa viðbrögð við þeim. Vinstrihreyfingin grænt framboð vill að Ísland verði orðið kolefnishlutlaust árið 2040. Ísland á að beita sér fyrir því á alþjóðavettvangi að hlýnun jarðar verði haldið innan við 1.5°C.
    3. Já.
      Vinstrihreyfingin grænt framboð vill taka upp græna skatta og hvata til að ná markmiðum í umhverfis og loftslagsmálum. Kolefnisgjald á óendurnýjanlega orkugjafa, bensín, dísilolíu og olíu til upphitunar þarf að hækka og afnema undanþágur. Kolefnisskattur leggst þyngra á efnaminni og þá sem búa á landsbyggðinni og því er mikilvægt að tryggja mótvægisaðgerðir.
      Vinstrihreyfingin grænt framboð vill að grænar skattaívilnanir og hagrænir hvatar verði nýttir til að flýta fyrir orkuskiptum í samgöngum með því að gera græn samgöngutæki að hagkvæmasta kostinum.
      Vinstrihreyfingin grænt framboð er tilbúin að skoða kosti og galla þess að leggja umhverfisgjöld á innfluttar landbúnaðarafurðir. Slík álagning myndi í senn efla umhverfisvitund neytenda og styrkja stöðu innlendra landbúnaðarafurða.
      Nýta komandi kjarasamninga til að innleiða aukna umhverfisvitund, t.d. með samgöngustyrkjum og umhverfisfræðslu til starfsmanna.
    4. Já.
      Vinstrihreyfingin grænt framboð leggur áherslu á að ríki og sveitarfélög vinni saman að því að flýta fyrir rafbílavæðingu með fjölgun hleðslustöðva. Skipulag þarf að tryggja að almenningssamgöngur, hjólreiðar og ganga verði raunhæfir valkostir, jafnt í þéttbýli sem dreifbýli.
      Hefja þarf rafvæðingu hafna og Ísland skal taka þátt í framsæknum orkuskiptum í flugi og siglingum. Tryggja þarf viðbúnað vegna þeirra óumflýjanlegu breytinga sem þegar eru hafnar í vistkerfinu og styrkja þarf fátækari þjóðir til að minnka losun og byggja upp viðnámsþrótt.
    5. Já.
      Vinstrihreyfingin grænt framboð er tilbúinn til að leggja aukna fjármuni í aðgerðir á þessu sviði sem lið í aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Kolefnisbinding í gróðri með landgræðslu, skógrækt, afgashreinsun og endurheimt votlendis eru allt mikilvægar aðgerðir í loftslagsmálum og slík kolefnisbinding þarf að vera þáttur í því meginmarkmiði Íslands að uppfylla Parísarsamkomulagið og markmið um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040. Í kolefnisbindingu skal ávallt styðjast við bestu fáanlegar upplýsingar og rannsóknir um ástand jarðvegshulu, mismunandi bindigetu plantna og ólíkar aðgerðir.
    6. Vinstrihreyfingin grænt framboð hafnar allri nýrri mengandi stóriðju.
      Efla þarf rannsóknir á áhrifum hlýnunar á vistkerfi lands og sjávar með sérstaka áherslu á súrnun sjávar. Huga verður að viðbrögðum vegna hækkunar sjávarborðs um allt land.
      Allar stærri ákvarðanir ríkisins, rekstur ríkisstofnana, frumvörp og þingsályktanir þarf að meta með tilliti til umhverfisáhrifa, þmt. losunar gróðurhúsalofttegunda. Þannig sýnir ríkið ábyrgð í verki. Skylda þarf stór og meðalstór fyrirtæki til að vera með kolefnisbókhald. Ísland beiti sér fyrir því að losun gróðurhúslofttegunda frá flugi og skipum verið talið með í losunarbókaldi þjóða. Stjórnvöld geri aðgerðaáætlun um minni umbúðanotkun og dragi úr plastnotkun og auka endurnýtingu.
      Berjast verður gegn matarsóun með fræðslu í skólum og stofnunum. Kostir þess að setja sérstök gjöld á fyrirtæki og stofnanir sem henda miklu magni af mat. Eflum innlenda matvælaframleiðslu vegna þess að flutningur matvæla yfir langar vegalengdir skilur eftir sig mikið kolefnisspor. Að auki vill Vinstrihreyfingin grænt framboð beita sér fyrir því að auka umræðu um mikilvægi aðgerða í loftslagsmálum hjá opinberum aðilum, atvinnulífinu og meðal almennings.

    Björt Framtíð:

    1. Björt framtíð er alfarið á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu
    2. Já, það er ljóst að Ísland þarf að draga úr losun um allt að milljón tonn CO 2 ígilda
      fyrir árið 2030 (ETS kerfið undanskilið). Björt framtíð vill fylgja þeirri sviðsmynd sem
      dregin er upp í nýbirtri samantekt umhverfis- og auðlindaráðherra (Milljón tonn)
      um hvernig Ísland getur náð því markmiði. Í henni eru sett fram á skýran hátt
      gróflega tímasett og mælanleg markmið um raunhæfan samdrátt frá einstökum
      geirum.
    3. Já, Björt framtíð er mjög hlynnt því að nota kolefnisgjald og aðra hagræna hvata til
      að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
    4. Já, eins og kemur fram í samantektinni „Milljón tonn“ þá eru breytingar á innviðum
      mjög mikilvægar til að ýta undir þær kerfisbreytingar sem þurfa að eiga sér stað.
    5. Já, Björt framtíð hefur mjög skýra sýn á að það þurfi að draga verulega úr losun frá
      landi, bæði frá framræstu votlendi sem og frá rofnu landi og landi i hnignun. Í
      samantektinni „Milljón tonn“ eru sett fram markmið um að draga úr losun frá landi
      í hnignun um 50% fyrir 2030 og ná landhnignunarhlutleysi 2050. Skv. rannsóknum
      frá Landbúnaðarháskólanum má áætla að ef fyllt er í skurði þá stöðvast losun GHL
      um 24,5 tonn af CO 2 ígildum á hvern hektara, eða 0,245 tonn á hvern km 2 sem
      endurheimtur er á ári. BF vill því, í samvinnu við bændur kortleggja ítarlega hvernig
      allt framræst votlendi er nýtt í dag og styrkja bændur til að endurheimta þau svæði
      sem eru ekki í landbúnaðarnotkun. Við viljum einnig fjórfalda aðgerðahraða í
      landgræðslu og skógrækt til að auka kolefnisforða í jarðvegi úthagavistkerfa og efla
      fjölþætta virkni kerfanna.
    6. Björt framtíð vill benda á að umhverfis- og auðlindaráðherra gaf nýverið út samantekt (Milljón tonn https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=3448676e-b58f-11e7- 9420-005056bc530c ) þar sem sett er fram sviðsmynd um hvernig Ísland getur staðist skuldbindingar sínar um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 35-40% fyrir árið 2030. Þessa samantekt er einnig stefna Bjartar framtíðar í loftslagsmálum. Þess til viðbótar vill flokkurinn stefna að lágkolefnishagkerfi fyrir árið 2050 með áherslu á bætta auðlindanýtingu, endurnýtingu hráefna og fullvinnslu afurða
  • Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum fyrir Ísland – París 1,5

    Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum fyrir Ísland – París 1,5

    paris_1_5_hvad_tharf_ad_geraParís 1,5 vill að Ísland setji sér metnaðarfull markmið í loftslagsmálum. Eftirfarandi punktar voru að leiðarljósi við gerð aðgerðaáætlunarinnar.

    • Við viljum sýna metnað og ábyrgð með því að ganga lengra en skuldbindingar Íslands samkvæmt Parísarsamningnum segja til um.
    • Við viljum að losun CO2 ígilda á hvern íbúa Íslands verði minni en meðallosun hvers íbúa í ESB. Við viljum að losun á hvern íbúa á Íslandi verði að hámarki 4 tonn CO2 ígilda árið 20301.
    • Sett verði lög um loftslagsmál þar sem stefnt er að 40% samdrætti á losun árið 2030 og árið 2045 verði losun að minnsta kosti 85% lægri en árið 1990. Með lögunum yrði stuðlað að stöðugu upplýsingaflæði um stöðu landsins í að ná þessum markmiðum. Líta skal til Svíþjóðar og Noregs sem fyrirmyndar í gerð laganna.
    • Við fjárlagagerð og aðra opinbera áætlanagerð skuli taka mið af loftslagsmarkmiðum Íslands.

    Aðgerðaáætluninni er skipt í 8 liði, Landbúnaður, Landnotkun, Samgöngur, Orka og orkuframleiðsla, Iðnaðarferlar og efnanotkun, Sjávarútvegur – flutningar á sjó, Úrgangur og Annað. Málstofa þar sem aðgerðaáætlunin var kynnt var haldin á Kex Hostel þann 14. október kl. 14. Aðgerðaáætlunin er hugsuð sem hjálpartæki fyrir stjórnvöld til að setja skýr markmið í loftslagsmálum til framtíðar.

    Í eftirfarandi tengli má finna áætlunina í heild.

    Hvað þarf að gera í loftslagsmálum [PDF]

    Tengt efni: