Sýnum í verki að loftslagsmálin séu forgangsverkefni

13412890_549635985216164_2118920633963755112_nVið sem stöndum að París 1,5 hópnum erum ánægð með þá umfjöllun sem loftslagsrýnið fyrir kosningarnar í ár hefur fengið eftir birtingu. Í raun má skipta niðurstöðunum í þrennt, það er þeir sem falla, þeir sem standast prófið með einkunn á bilinu 5-7,5 og svo þeir sem eru með hærri einkunn en 7,5. Í okkar huga er lítill munur á stefnu efstu fjögurra flokkanna og hinir sem á eftir koma geta vissulega enn komið á óvart í framkvæmdinni og/eða umræðunni. Það er erfitt að segja að flokkurinn sem varð efstur í rýninu sé mikið betri en hinir 3, en allavega er marktækur munur á stefnum efstu fjögurra flokkanna og svo hinna sem lentu neðar í matinu. Næsta mál er svo mikilvægara en stefna flokkanna, en það er að koma orðunum í framkvæmd og efna það sem stefnt er að (og kannski gott betur). Það er, hverjir eru líklegastir til að standa við orðin – það er stóra spurning dagsins! Það er eitt að segja eitthvað sem passar við ákveðinn ramma, annað að standa við það og gera hlutina í samræmi við stefnuna þegar komið er á stóra sviðið.

Við viljum hvetja alla flokka til að standa sig vel í að útskýra hvernig þeir ætla að efna loftslagsstefnumál sín í kosningabaráttunni (og jafnvel gera enn betur) til að kjósendur geti tekið enn upplýstari afstöðu. Loftslagsrýnið er hluti af því að koma umræðu um loftslagsmálin af stað, bæði á milli flokka um t.d. hvernig þeirra stefna er raunhæfari en annarra o.s.frv. og úti í samfélaginu. Tilgangur París 1,5 hópsins með loftslagsrýninu er að stuðla að umræðu í opinbera rýminu.

Athugasemdir

ummæli

About Sveinn Atli

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.