Veðrakerfi á Suðurhveli og Norðurhveli Jarðar eru talin muna bregðast mismunandi við hinni hnattrænu hlýnun, samkvæmt nýrri rannsókn. Þar kemur fram að hlýnun Jarðar muni hafa áhrif á tiltæka orku sem knýr áfram lægðagang og veðrakerfi á tempruðu beltum Jarðar og að breytingin verði mismunandi eftir hvort um Suðurhvel eða Norðurhvel Jarðar verður um að ræða, sem og verður breytileiki eftir árstíma.
Greind voru tengsl milli styrk storma og þess magns orku sem til staðar er til að keyra lægðagang. Eftir greiningu gagna um vindakerfi Jarðar milli áranna 1981 og 2000 var ljóst að orkan dreifðist mismunandi eftir árstíma, orkan jókst á veturna samfara auknum lægðagangi. Vegna þessara tengsla þá er talið að orkuframboð sé mikilvægt til að tengja saman hitastig og stormabreytingar í hermunum á loftslagi þessarar aldar.
Samkvæmt rannsókninni þá má búast við verri stormum á Suðurhveli Jarðar allt árið, meðan á Norðuhveli Jarðar þá fer það meira eftir árstíma, þ.e. verri stormar á veturna en kraftminni stormar yfir sumartíman. Þessi munur stafar af því að þótt lofthjúpurinn verði heitari og rakari vegna hlýnunar jarðar, þá mun sú umframorka ekki að fullu ná að keyra áfram lægðaganginn að sumri á Norðurhveli.
Færri lægðir yfir sumartímann á Norðurhveli geta orðið til þess að auka loftmengun, þar sem loftflæði minnkar. Á sama tíma mun meiri lægðagangur á Suðurhveli auka storma yfir Suður-Íshafið – sem getur haft áhrif á sjávarstrauma – og þar með haft aukin áhrif á loftslag jarðar.
Þótt þessi greining virðist benda til þess að í heildina verði veikari stormar á Norðurhveli Jarðar yfir vetrartíman, þá er erfitt að áætla hversu mikið þeir veikjast. Það fer eftir því hvernig sambandið milli lofthjúpsins og sjávar mun breytast og þá skiptir miklu máli hversu hratt hafís Norðurskautsins hverfur. Hingað til hefur verið erfitt að henda reiður á hversu hratt það muni gerast.
Heimildir og ítarefni
Greinin er eftir O’Gorman, 2010 (ágrip): Understanding the varied response of the extratropical storm tracks to climate change
Umfjöllun um greinina á sciencedaily má lesa hér: Global Warming to Bring More Intense Storms to Northern Hemisphere in Winter and Southern Hemisphere Year Round
Tengt efni á loftslag.is
- Stormar fortíðar sýna vindasama framtíð
- Tíðni sterkra storma á Atlantshafi
- Madden-Julian veðursveiflan við miðbaug
- Hafís yfirlit fyrir september ásamt umfjöllun um hafíslágmörkin tvö
- Eru loftslagslíkön óáreiðanleg?
Leave a Reply