Loftslagsbreytingar eru að auka alvarleika skógarelda í Alaska, sem veldur því að meira losnar af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið, samkvæmt nýrri grein sem birtist nýlega í Nature Geoscience. Þessir auknu skógareldar í Alaska hafa losað meira CO2 út í andrúmsloftið síðasta áratug, en skógar og freðmýrar Alaska náðu að binda á sama tíma.
Undanfarin 10 ár, þá hefur svæði sem skógareldar hafa farið yfir í innsveitum Alaska tvöfaldast, mest vegna síðsumars skógarelda. Hér er á ferðinni einskonar magnandi svörun, þar sem hækkandi hitastig veldur því að skógareldar Alaska verða umfangsmeiri og alvarlegri – sem aftur losar meira af CO2 út í andrúmsloftið – sem aftur hækkar hitastig.
Margt bendir til þess að vistkerfi norðurslóða muni verða fyrir mestum áföllum vegna hækkandi hitastigs jarðar og að þau muni í stað þess að binda kolefni í stórum stíl losa það og auka þar með á gróðurhúsaáhrifin.
Heimildir og ítarefni
Greinina má lesa hér Turetsky o.fl. 2010 (ágrip): Recent acceleration of biomass burning and carbon losses in Alaskan forests and peatlands
Umfjöllun um greinina má lesa lesa á Science Daily: Northern Wildfires Threaten Runaway Climate Change, Study Reveals
Tengt efni á loftslag.is- Norðurskautsmögnunin
- Tvær gráður of mikið
- Metan og metanstrókar
- Slæmar fréttir fyrir ísbirni
- Stöðuvötn hitna
Leave a Reply