Styrkur CO2 eykst af mannavöldum

Fyrir skömmu kom út leiðarvísirinn Efasemdir um hnattræna hlýnun – Hinn vísindalegi leiðarvísir. Hér er einn kafli hans.

Styrkur CO2 eykst af mannavöldum

Sjá má sameiginleg einkenni í þeim mótrökum sem efasemdamenn um loftslagsbreytingar tefla fram. Þeir einblína gjarnan á lítið púsl en hundsa heildarmyndina. Gott dæmi um þetta eru rök þeirra fyrir því að losun mannkyns á CO2 sé smávægileg í samanburði við náttúrulega losun.

Þeirra rök eru eftirfarandi: Á hverju ári losum við um 20 milljarða tonna af CO2 út í lofthjúpinn. Náttúruleg losun frá plöntum og heimshöfunum [11] er um 776 milljarðar tonna á ári [12]. Án frekari skýringa á hringrás kolefnis virðist losun okkar vera mjög lítil í samanburði við náttúrulega losun.

Það sem vantar í þessa röksemdafærslu er sú staðreynd að náttúran losar ekki eingöngu CO2, – hún bindur það líka. Plöntur anda að sér CO2 og verulegt magn af CO2 leysist upp í heimshöfunum. Náttúran bindur því um 788 milljarða tonna á ári. Náttúruleg losun CO2 er því álíka og náttúruleg binding.

Losun mannkyns truflar þetta jafnvægi. Hluti þess magns af CO2 sem við losum nær náttúran að binda, en um helmingur losunarinnar verður eftir í lofthjúpnum og því eykst styrkur CO2.

Samanlagt magn CO2 sem við losum á hverjum degi, er á við 8 þúsund mengunarslys eins og urðu í Mexíkóflóa árið 2010 [13]

Bruni jarðefnaeldsneytis veldur því að styrkur CO2 í lofthjúpnum er nú meiri en hann hefur verið í amk. 2 milljónir ára [14]. Með því að lýsa einungis hluta heildarmyndarinnar er því fullyrðingin “losun mannkyns er lítil” misvísandi.

 

Við kíkjum á næsta kafla af Efasemdir um hnattræna hlýnun – Hinn vísindalegi leiðarvísir á morgun.

Heimildir og ítarefni

11. Boden o.fl. 2009: Global, Regional, and National Fossil-Fuel CO Emissions.

12. IPCC 2007:  The Physical Science Basis.

13. Mandia 2010: And You Think the Oil Spill is Bad?.

14. Tripati o.fl. 2009: Coupling of CO and ice sheet stability over major climate transitions of the last 20 million years.

Tengt efni á loftslag.is

Athugasemdir

ummæli

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál