Fingraför mannkyns #2, breytingar á varmageislun út í geim

 Fyrir skömmu kom út leiðarvísirinn Efasemdir um hnattræna hlýnun – Hinn vísindalegi leiðarvísir. Hér er einn kafli hans.

Fingraför mannkyns #2, breytingar á varmageislun út í geim

Breyting í útgeislunarlitrófi milli 1970 og 1996 vegna aukinna gróðurhúsaáhrifa. Neikvæð gildi þýða að minni varmi sleppur út í geim -4

Gervihnettir mæla innrauða geislun frá lofthjúpnum og þau gögn sýna ótvíræð ummerki gróðurhúsáhrifa. Samanburður á gögnum frá 1970 og 1996 sýna minni varmageislun út í geiminn á þeim bylgjulengdum þar sem gróðurhúsalofttegundir gleypa orku.

Vísindamenn hafa lýst þessari niðurstöðu sem „beinar mælingar sem sýna marktæka aukingu gróðurhúsaáhrifa”[4].

Þessar niðurstöður hafa verið staðfestar með mælingum fleiri gervihnatta [19,20].

Við kíkjum á næsta kafla af Efasemdir um hnattræna hlýnun – Hinn vísindalegi leiðarvísir fljótlega.

Heimildir og ítarefni

4. Harries o.fl. (2001: Increases in greenhouse forcing inferred from the outgoing longwave radiation spectra of the Earth in 1970 and 1997.

19. Griggs og Harries 2004 (ágrip): Comparison of spectrally resolved outgoing longwave data between 1970 and present.

20. Chen o.fl. 2007:  Spectral signatures of climate change in the Earth’s infrared spectrum between 1970 and 2006.

Tengt efni á loftslag.is

Athugasemdir

ummæli

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál