Þriðji dagur loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna fjallaði að miklu leiti um danska skjalið, sem lekið var til breska blaðsins The Guardian. Í skjalinu voru drög að loftslagssamningi á heimsvísu. Þar sem m.a. annars er lagt til að þróunarþjóðirnar skuli vera með í bindandi samkomulagi um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Sem er breyting frá Kyoto bókuninni.
Ban Ki-moon ritari Sameinuðu þjóðanna, hefur staðfest að Sameinuðu þjóðirnar séu í forsvari fyrir loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn, eftir að upp kom vantraust á milli ríkari og fátækari þjóða, vegns skjalsins sem lekið var. Hann sagðist vera sannfærður um að samkomulag næðist um tafarlausar aðgerðir vegna hnattrænnar hlýnunar, sjá nánar í grein the Guardian.
Helstu atriði þriðja dags loftslagsráðstefnunnar, samkvæmt fréttaritara dr.dk Thomas Falbe:
1. Þróunarríkin í uppnámi
Formaður G77, sem er samninganefnd 134 þróunarríkja, kom með harða gagnrýni á Lars Løkke Rasmussen í dag. Lumumba Stanislaus Di-Aping sakaði danska forsætisráðherran um að grafa undan ráðstefnunni og sagði að það væri móðgun við Connie Hedegaard. Hann undirstrikaði einnig að hvorki skjölin né grundvallaratriðin í þeim gætu orðið grunnur að loftslagssamningi. Þessi harði tónn, er nokkuð sem Thomas Falbe telur vera vegna þeirra háu væntinga sem þróunarríkin höfðu um það að hægt yrði að ná samningum. Tónninn var það harður að um tíma var rætt um að ráðstefnunni yrði frestað þar til Connie Hedegaard hefði vísað skjalinu algerlega á bug. Hún þurfti því að nota daginn og nýta alla sína diplómatísku reynslu til að róa niður samninganefndir þróunarlandanna, það gerði hún m.a. með því að leggja áherslu á að skjalið hefði aðeins verið hugsað sem drög.
2. Aukin þrýstingur á að ná samkomulagi
Áhugaverð tilhneyging, sem einnig varð ljós í dag, er að aukin þrýstingur er fyrir því að ná samkomulagi. Þrátt fyrir uppnámið sem varð vegna skjalanna sem var lekið, þá er aukin þrýstingur á því að það liggi fyrir samkomulag, þegar ýmsir ráðherrar koma á ráðstefnunnar um helgina og í næstu viku.
3. Fjögur atriði valda titringi
Thomas Falbe bendir á fjögur atriði sem valdi titringi við umræðurnar í augnablikinu, sem eru:
- Hversu mikið og hversu hratt eiga ríkari löndin að draga úr losun koldíoxíðs?
- Hvernig á að flokka þróunarríkin, svo lönd eins og Indland og Kína verði einnig skylt að draga úr sinni losun?
- Hversu mikið, fjárhagslega, á að bæta fátækustu ríkjunum það upp, ef þau minnka sína losun?
- Hvernig verði hægt að tryggja að sú hjálp sem þróunarlöndin fái, fylgi einnig gjörðir?
[Viðbót við upphaflegu færslunni, 9.12 klukkan 21:45]
Í eftirfarandi myndbandi eru aðalatriði dagsins eins og þau eru tekin saman á YouTube síðu COP15.
Mjög fínt yfirlit og eigið þakkir skyldar. Þið takið fréttastofu RÚV fram. Hún fjallar finnst mér frekar yfirborðslega um loftslagsráðstefnuna, ef fínar skýringar Friðriks Páls Jónssonar í Speglinum eru undanskyldar.
ESv
Sammála Einari. Þetta er til fyrirmyndar.
Áhugaverð þessi upphlaup í ljósi þess að búið er að semja uþb. 170 blaðsíður með atriðum sem þjóðir eru sammála um.
Takk fyrir hrósið, við metum það mikils 🙂
Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindunni á lokasprettinum.
Er það bara upphlaup sem þróunarríkin hafa fram að færa. Eitthvað annað en iðnríkin!
Sigurður, mig grunar að framlag þróunarríkja hafi verið mun meira en upphlaup. Þetta eru þau ríki sem losa minnst (utan nokkurra, sjá samantekt Sveins Atla um væntingar þjóða) en verða harðast fyrir barðinu á loftslagsbreytingum.
Takk fyrir upplysingarnar a sidunni, mjog gott. Er her i Koben i sardinustemmningu ad fylgjast med framvindunni asamt Thorunni Sveinbjarnardottur og Gudfridi Lilju Gretarsdottur. Thatttakendur eru mjog margir. A morgun er radstefna fyrir thingmenn i danska thinghusinu haldin af danska thinginu og IPU. Hlakka til. Kvedja, Siv Fridleifsdottir
Takk fyrir þessa frábæru upplýsingasíðu. Ég var að koma heim frá Kaupmannahöfn og finn fyrir örlitlu menningarsjokki. Hér veit fólk varla að það sé ráðstefna í Kaupmannahöfn, sem mér finnst alveg hræðilegt. Fólk ætti að vera meira með á nótunum og svona upplýsingaflæði á íslensku er fyrsta skrefið. Enn og aftur, frábært framtak.
Tek undir þakkir fyrir þessa síðu. Ég bý í útlöndum og fylgist kannski ekki eins grant með fjölmiðlum heima og aðrir, en heyrði þó pistil á RÚV þar sem fréttamaður sem staddur var á ráðstefnunni hæddist að öllu saman með tilvísun í þetta væri nú ekki fyrsta dómsdagsspáin sem menn hefðu trúað. Ekki fannst mér það nú ýkja fagleg umfjöllun. Svo frábært framtak Sveinn Atli. Og ég hlakka til að heyra meira af reynslu ykkar af ráðstefnunni Siv, Þórunn og Guðfríður Lilja!