Stephen Schneider, sem var einn af frumkvöðlum í því vísindastarfi sem hefur verið unnið á síðustu áratugum varðandi loftslagsvísindi, lést í gær (19. júlí), 65 ára að aldri. Hann var vísindamaður við Stanford Háskóla þar sem hann rannsakaði m.a. orsakir loftslagsbreytinga. Okkur langar að benda á tvær færslur þar sem starfi hans og persónu er lýst nánar, ásamt heimasíðu hans við Stanford Háskóla:
- RealClimate – A Eulogy to Stephen Schneider
- The Passing of a Climate Warrior
- Heimasíða Stephen Schneider við Stanford Háskóla
Hér er stutt myndband sem sýnir viðtal sem tekið var við Stephen Schneider árið 1979.
Var að horfa á þetta myndband, erfitt að trúa því að það hafi verið tekið upp fyrir 30 árum – miðað við þær efasemdaraddir sem enn eru háværar í dag.