Hitastig | Júní 2010

Helstu atriðið varðandi hitastig júnímánaðar á heimsvísu

  • Sameinað hitastig fyrir bæði land og haf fyrir júní 2010 var það heitasta samkvæmt skráningum, með hitafráviki upp á 0,68°C yfir meðalhitastigi 20. aldarinnar (15,5°C). Fyrra met fyrir júnímánuð var sett árið 2005.
  • Júní 2010 var fjórði mánuðurinn í röð sem náði því að vera heitastur samkvæmt skráningum (mars, apríl og maí 2010 voru það einnig). Þetta var 304. mánuðurinn í röð sem nær hitastigi yfir meðalhitastig 20. aldar. Síðast þegar hitastig mánaðar var undir meðalhitastiginu var í febrúar 1985.
  • Hitastig á landi á heimsvísu fyrir júnímánuð 2010 var það heitasta samkvæmt skáningum, með hitafrávik upp á 1,07°C yfir meðaltali 20. aldar.
  • Fyrir 3. mánaða tímabilið apríl-júní 2010, var sameinað hitastig fyrir land og haf og einungis landhitastigið það heitasta fyrir tímabilið. 3. mánaða tímabilið (apr.-jún) var einnig það næst heitasta þegar hitastig hafsins er einungis tekið, á eftir sama tímabili 1998.
  • Þetta var heitasti júní og tímabilið apríl-júní fyrir Norðurhvelið í heild og fyrir landssvæði á Norðurhvelinu samkvæmt skráningu.
  • Sameinað hitastig fyrir bæði land og haf fyrir tímabilið janúar til júní 2010 var það heitasta samkvæmt skráningum. Hitastigið fyrir janúar til júní fyrir landssvæðin var það næst heitasta, á eftir 2007. Hitastig hafsins var það næst heitasta fyrir tímabilið, á eftir 1998.
  • Hitafrávik yfirborðs sjávar (SST – sea surface temperature) í Kyrrahafi hélt áfram að lækka í júní 2010. El Nino ástandið hætti í maí 2010 og samkvæmt Loftslags spámiðstöð NOAA er líklegt að La Nina ástand taki við á Norðurhvelinu sumarið 2010.

Júní 2010

Helstu atriði sýnd á myndum og gröfum, bæði fyrir mánuðinn júní og tímabilið janúar – júní.

Í töflunni hér fyrir neðan má lesa helstu tölur varðandi hitastigsfrávikin fyrir júnímánuð 2010.

Júní Frávik Röð
(af 131 ári)
Heitasti/næst heitasti júní
samkv. skrám
Á heimsvísu
Land +1,07°C Heitasti 2005 (+0,95°C)
Haf +0,54°C 4. heitasti 1998 (+0,58°C)
Land og haf +0,68°C Heitasti 2005 (+0,66°C)
Norðuhvel jarðar
Land +1,22°C Heitasti 2006 (+1,11°C)
Haf +0,54°C 4. heitasti 2009 (+0,62°C)
Land og Haf +0,79°C Heitasti 2006 (+0,73°C)
Suðurhvel jarðar
Land +0,66°C 5. heitasti 2005 (+1,03°C)
Haf +0,55°C 2. heitasti 1998 (+0,60°C)
Land og Haf +0,56°C 4. heitasti 1998 (+0,63°C)

Og svo hitafrávikin fyrir tímabilið janúar til júní 2010:

Janúar- Júní Frávik Röð
(af 131 árí)
Heitasta/næst
heitasta tímabilið
Á heimsvísu
Land +1,07°C 2. heitasta 2007 (+1,12°C)
Haf +0,54°C 2. heitasta 1998 (+0,56°C)
Land og Haf +0,68°C Heitasta 1998 (+0,66°C)

Í grafinu hérundir má sjá þessi gögn í öðru ljósi:

Og svo að lokum hitafrávikin fyrir tímabilið janúar – júní 2010.

Eins og sést hefur hitastigið það sem af er árinu verið í hæstu hæðum.

Heimildir og annað efni af loftslag.is:

Athugasemdir

ummæli

About Sveinn Atli

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.