Bíllausi dagurinn og hjólavefsjá

Í dag 22. september er bíllausi dagurinn í Reykjavík. Fyrir þá sem vissu ekki af þessum degi, þá viljum við hvetja sem flesta til að halda bíllausa daginn flesta daga vikunnar og skilja bílinn eftir heima og taka strætó eða hjóla í vinnuna.

Í tilefni samgönguviku þá var opnuð Hjólavefsjá (hjolavefsja.is) um síðustu helgi en þar geta borgarbúar valið sér góða leið áður en þeir leggja af stað á hjóli. Vefsjáin gefur upp vegalengdir, leiðarlýsingu og áætlaðan ferðatíma um borgina. Hér fyrir neðan má sjá skjáskot af vefsjánni:

Ítarefni

Skoðið hjólavefsjánna hér eða skrifið hjolavefsja.is í vafra.

Tengt efni á loftslag.is

Athugasemdir

ummæli

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál