Heitur sjór streymir í Norður-Íshafið

Sjókort af Norðurhöfum. Hvítur skuggi sýnir hvar meðalútbreiðsla hafíss er. Hvítar örvar sýna algengt rek hafíssins. Rauðar örvar sýna streymi hlýs sjávar frá Norður Atlantshafi til Norðurskautsins. Gulir punktar sýna staðsetningu borkjarna sem notaðir voru í rannsókninni (Spielhagen o.fl. 2011).

Sjór sem flæðir úr Norður-Atlantshafi og í Norður-íshafið  er heitari í dag en nokkurn tíman síðustu tvö þúsund árin ef marka má nýlega rannsókn sem birtist í Science. Niðurstaðan gefur skýrari mynd af hlýnun sjávar og bráðnun hafís en áður og tengja höfundar það magnandi svörun loftslags á Norðurskautinu (sem stundum er kölluð Norðurskautsmögnunin).Svæðið sem Spielhagen o.fl. (2010) rannsökuðu er í Framsundi (Fram Strait sem er sundið milli Svalbarða og Grænlands), en þar er rás fyrir hlýjan sjó úr suðri að streyma í Norðurskautið og er það á um 50 m dýpi. Á því dýpi getur sjórinn náð allt að 6°C að sumri – samanborið við -2°C hita við yfirborðið.

Til að meta breytileika í hitastigi þessara sjávarstrauma, þá tóku Spielhagen og félagar 45 sm löng setsýni úr botnsetlögum. Úr þessum sýnum voru skoðuð leyfar svifdýra með harða skel og þau borin saman við núverandi útbreiðslu þeirra, en að auki var efnafræði þeirra skoðuð með tilliti til hlutfalls magnesíum og kalks – en það hlutfall er mismunandi eftir hitastigi sjávar.

Upplausnin er lítil, en í hverjum hálfum sentimetra af seti eru einn til tveir áratugar af upplýsingum – þannig að höfundar geta eingöngu séð leitnina – en báðar aðferðirnar benda til þess að hitastig sjávar hafi verið í kringum 3,5°C frá því fyrir um tvö þúsund árum og fram að sjötta áratug nítjándu aldar. Eftir þann tíma hefur hitinn aukist, um það bil um 2°C.

Heimildir og ítarefni

Greinin sem birtist í Science er eftir Spielhagen o.fl. 2011 (ágrip): Enhanced Modern Heat Transfer to the Arctic by Warm Atlantic Water

Góða umfjöllun má lesa á heimasíðu Nature news: Arctic Ocean feels the heat

Tengt efni á loftslag.is

Athugasemdir

ummæli

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál