Tröllakrabbinn – ágengur við Suðurskautslandið

Skematísk mynd af tröllakrabba á leið upp landgrunnsbrúnina

Líkt og í vísindaskáldsögu, þá virðist sem þúsundir tröllakrabba séu á leiðinni upp landgrunnshlíðar Suðurskautsins. Þeir virðast koma af miklu dýpi, um 6-9 þúsund feta dýpi – sem samsvarar um 1800-2700 m dýpi.

Í  milljónir ára hefur lífríki landgrunnsins við Suðurskautið verið laust við rándýr í líkingu við tröllakrabbann, að því að talið er – því er líklegt að mjúkskelja lífverur Suðurskautsins, sem þróast hafa fjarri slíkum dýrum, eigi eftir að fara illa út úr þessari innrás.

Það er alltaf mikill missir þegar einstök vistkerfi glatast, en að auki yrði þetta frekar svekkjandi fyrir læknavísindin – þar sem sumar lífverurnar sem krabbinn gæti þurrkað út hafa lofað góðu við framleiðslu á lyfjum til að berjast gegn húðkrabbameini og við framleiðslu á flensulyfjum.

Menn urðu fyrst varir við tröllakrabbana á leið upp landgrunnsbrún Suðurskautsins árið 2007.  Strax fóru menn að reyna að fylgjast með þeim og síðastliðið suðurskautssumar (í vetur á norðurskautinu) voru notaðar neðansjávarmyndavélar til að kanna þessa hættu. Til að gera langa sögu stutta þá voru flokkar krabba, í hundruðatali við landgrunnsbrún Suðurskautsins – krabbar af báðum kynjum og virtust við góða heilsu. Tröllakrabbar þola illa kulda, sem skýrir af hverju þeir hafa ekki fest rætur hingað til við Suðurskautið. Þessi innrás tengist því að hafið við Suðurskautið er að hlýna og því er talið að hér séu enn ein ummerki um afleiðingar hinnar hnattrænu hlýnunar.

Heimildir og ítarefni

Umfjöllun um málið má lesa á heimasíðu Alabama háskólans í Birmingham:  King crabs invade Antarctica, could jeopardize cures for disease

Smelltu á myndina hér fyrir neðan til að spila myndband um tröllakrabban við Suðurskautslandið:

Invading king crab threatens cancer fighting species from uabnews on Vimeo.

Tengt efni á loftslag.is

Athugasemdir

ummæli

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál