Hvað segja rannsóknir á fornloftslagi okkur?

Fyrir nokkru kom út leiðarvísirinn Efasemdir um hnattræna hlýnun – Hinn vísindalegi leiðarvísir. Hér er einn kafli hans.

Hvað segja rannsóknir á fornloftslagi okkur?

Algeng rök „efasemdamanna“ eru að „loftslagsbreytingar hafi orðið á náttúrulegan hátt áður og þar með geti hnattræn hlýnun ekki verið af mannavöldum“. Það er svipað og að segja að „skógareldar hafa orðið á náttúrulegan hátt og þar með geti þeir ekki verið af mannavöldum núna“.

Vísindamenn þekkja loftslagsbreytingar til forna. Í raun, þá veitir fortíðin okkur mikilvægar vísbendingur um það hvernig jörðin bregst við mismunandi drifkröftum í loftslagi. Þar sjáum við hvað gerist þegar varmi eykst á jörðinni, vegna meiri sólvirkni eða aukinna gróðurhúsaáhrifa. Eitt af því sem þær breytingar segja okkur, er að í gegnum alla jarðsöguna hefur magnandi svörun magnað upphaflegu hitabreytingarnar [41].

Þetta er ástæða mikilla breytinga í loftslagi til forna. Magnandi svörun sér til þess að breytingar í hitastigi magnast upp. Þess vegna er loftslag okkar svona viðkvæmt fyrir gróðurhúsaáhrifunum þar sem CO2 er öflugasti drifkraftur loftslagsbreytinga á jörðinni[42].

Það er því ákveðin kaldhæðni fólgin í því að telja að loftslagsbreytingar til forna afsanni þátt manna í loftslagsbreytingum. Hin ritrýndu vísindi komast að annarri niðurstöðu. Breytingar á loftslagi til forna sýna fram á hina magnandi svörun sem magnað getur upp þá hlýnun sem verður vegna styrkaukningar CO2.

Við kíkjum á næsta kafla af Efasemdir um hnattræna hlýnun – Hinn vísindalegi leiðarvísir  síðar.

Heimildir og ítarefni

41. Knutti og Hegerl 2008: The equilibrium sensitivity of the earth’s temperature to radiation changes.

42. Lacis o.fl. 2010: Atmospheric CO2: Principal Control Knob Governing Earth’s Temperature.

Tengt efni á loftslag.is

Athugasemdir

ummæli

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál